Alþýðublaðið - 17.03.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.03.1939, Blaðsíða 1
ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALÐEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XX. ÁRGANGUR FÖSTUDAGINN 17. MARZ 1939 44. TÖLUBLAÐ Deilur miUi mflrara og trésmlða hafnar AUsherjar atkvæðagreiðsla iihjá trésmíðam um verkfall gegn múrurum. ALLHÖRÐ DEILA er komin upp milli Múrarameistarafélags Reykjavíkur annarsvegar og Trésmiðafélags Reykja- víkur. Leiddi þessi deila til þess, að múrarar neita að vinna við hús, sem tré- smiðir hafa tekið að sér og stjórn Dagsbrúnar hefir hlaupið til og gert verkfall með múrurunum, vegna samnings, sem Dagsbrún hefir við þá. Trésmiðafé- lagið hélt fund í gær og ákvað að láta fara fram allsher j aratkvæðagreiðslu um það, hvort trésmiðir skuli gera verkfall gegn Múrarameista^rafélagmu. Er sú atkvæðagreiðsla hafin og verður ekki lok- ið fyr en á sunnudag. Ný of beldisverk f aðslgl: Rððln komin að Danzig. Slóvakla var innlimuð I I gœr eftlr |>rlgg|a daga Þýzkaland sjálðstæði! Arshátfð AIMðnfl.- félags Reykjavíknr annað_kvðld. A RSHÁTIÐ Alþýðuflokksfé- lags Reykjavíkur verður annað kvöld I Iðnó og hefst með samsæti kl. 8. Verður þetta afarfjölbreytt skemtun og vel til hennar vandað í alla staði. Verða ræðuhöld og syngur kór félagsins milli ræðn- anna. Finnur Jönsson flytur minni félagsins; flutt verður á- varp frá forseta Alþýðusambands íslands og formönnum Alþýðu- flokksfélaga í Reykjavík og Hafnarfirði; frú Soffía Ingvars- dóttir les upp, sjónleikur verður sýndur og að lokum danzað. Allir félagar ættu að mæta á þessari ágætu skemtun. f DA6. Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. OTVARPIÐ: 20.15 Útvarpssagan. 20,45 Hljómplötur: Norskir pjóð- danzar. 21,00 Bindindisþáttur (Guðj. Ben. múrari). 21,20 Otvarpstríóið leikur. 21,40 Hljómplötur: Harmónikul. 22,00 Fréttaágrip. 22.15 Dagskrárlok. Munið merkjasölu kvennadeildar Slysa- varnafélagsins á morgun og send- ið sölubörnin tímanlega á s'krif- stofu félagsins eftir merkjunum. Komið svo á danz- og söng- skemtunina á Hótel Island i kvöld og takið kunningjana með. Rakarameistarafélag Reykjavíkur auglýsir verðskrárbreytingu í þlaðinu í dag. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í morgun.4 T VIÐBÓT við tékknesku héruðin Bæheim og Mahren ■A hefir Hitler nú einnig innlimað Slóvakíu í Þýzkaland, eftir að Tisso, sem kjörinn var forsætisráðherra Slóvaka um leið og landið lýsti yfir sjálfstæði sínu í Bratislava á þriðjudaginn, hafði í gær verið kúgaður til þess að leggja landið undir vernd Hitlers á sama hátt og Hacha, forseti Tékkóslóvakíu, tékknesku héruðin aðfaranótt miðviku- dagsins. Flæðir þýzki herinn nú yfir Slóvakíu og er búist við, að Hitler komi á eftir honum til Bratislava í dag. Þetta nýja ofbeldisverk hefir vakið mikinn óhug um alla Evrópu, og þó ekki sízt á Póllandi, sem eftir innlimun Slóvakíu er orðið umkringt af Þýzkalandi einnig að sunn- an, eða á þrjá vegu, eins og Tékkóslóvakía eftir innlimun Austurríkis. Stjórnmálamenn um alla Evrópu eru við því búnir, að ný ofbeldisverk fari á eftir þessum viðburðum jafnvel allra næstu daga. Sterkur orðrómur gengur þegar um það, að þýzka stjórnin sé ráðin í því að nota sér glundroðann til þess að innlima Danzig fyrirvaralaust í Þýzkaland, og er þegar altalað, að þess sé að vænta áður en vika er liðin. Það væri ekki aðeins nýtt brot á Versalafriðarsamn- ingunum, heldur og hið alvarlegasta áfall fyrir Pólland, sem myndi skoða innlimun borgarinnar sem fyrsta skrefið til að taka af því pólska hliðið í Vestur-Prússlandi norður að Eystrasalti og þar með allan aðgang yfirleitt að sjó. Júgoslavia næsta takmark- íð í Suðaustur-Evrópu? Hin fræga franska hlaða- kona Madame Tabouis skrifaði í gær í Parísarblaðið „L’ Oeuvre“ langa grein tun fyrir- ætlanir Hitlers, sem vekur mikla eftirtekt. Hún heldur því fram, að næstu árásarfyrirætlanir hans í Suðaustur-Evrópu beinist ekki fyrst og fremst gegn Rúmeniu, eins og álitið hefir verið, held- ur gegn Júgóslavíu, en þar með væri ftalíu lokuð landleiðin yfir á Balkanskaga, sem Mussolini hefir lagt mikla áherzlu á að halda sér opinni, og Ungverja- land umkringt af Þýzkalandi á þrjá vegu og nauðugur einn kostur að beygja sig fyrir vald- boði þess. Því næst sé það áform Hitlers að kynda undir þjóðernisríginn milli Flæmingja og Vallóna í Belgíu til þess að kúga Belgíu til að láta af hendi að minsta kosti nokkurn hluta af Kongo í Afríku, sem nú er belgisk ný- lenda. En undanfarið hefir ó- samkomulagið milli Flæmingja og Vallóna í Bélgíu farið! í skyggilega vaxandi, sennilega ekki án tilverknaðar þýzkra nazista, og varð fyrir skömmu síðan stjórn Spaaks þar að falli. Frakkland hýst við drslitakostnm. í dag hefjast umræður um utanríkismálin í franska þing- Csaky greifi utanríkisráðherra Ungverja. inu, og er búizt við hörðum á- rásum á pólitík Bonnet utan- ríkisráðherra Daladiers. Eru þeir báðir, og þó sérstaklega Bonnet, í frönsku blöðunum sakaðir um frámunalega trú- girni gagnvart yfirlýsingum og loforðum Hitlers. Sú skoðun er nú mjög út- breidd meðal franskra stjórn- málamanna, að þess sé aðeins skammt að bíða, að Ítalía muni með stuðningi Þýzkalands inn- an skamms senda Frakklandi kröfur sínar til landa á þess kostnað sem úrslitakosti. Þjóðv erjar á leið til landsins. Vil]a fá lendlngarstaði fyrir flngvélar sinar og ætla aðrannsaka „hreyf- ingn“ landsins. ÞJÓÐVERJAR virðast hafa allmikinn áhuga fyrir Islandi og íslenzkum málum. Með Aléxandrínii drottningu, sem lagði af stað frá Kaup- mannahöfn í gær, kváðu vera nokkrir þýzkir vísindamenn og fulltrúar frá þýzka flugfélaginu Luft-Hansa. Ætla peir að gera hér á landi vísindalegar rannsóknir. Um för fulltrúanna frá Luft-Hansa er svo frá skýrt, að peir muni ætla að semja við islenzk stjórnarvöld um leyfi til pess að hafa lend- ingarstaði á íslandi á flugleiðinni milli Þýzkalands og Ameríku, Er í pví sambandi talað um tilrauna- flug á komandi sumri milli LQ- bech og Reykjavíkur. Um för hinna pýzku vísindamanna segir, að peir taki pátt í alþjóðlegum rannsóknum og muni leitast við að fá staðfestingu á kenningu Al- fred Wegeners um pað, að meg- inlöndin færist til frá austri til vesturs. Þá hafa komið fregnir um pað, að þýzka herskipið Emden, sem áður hefir komið hingað, muni koma hingað í pessum mánuði og dvelja hér alllengi. Er sagt, að pað eigi áð hafa eftirlit með pýzkum veiðiskipum hér við land. Fyrir rúmum hálfum mánuði kom Ciano greifi utanríkis- ráðherra Mussolinis í heimsókn til Póllands. Nú reynir á hver stuðningur Pólverjum er í vináttu hans. Myndin sýnir Ci- ano greifa og Beck utanríkisráðherra Pólverja í Varsjá. Samkomulagið við Norð- menn gefur heimild til auk- innar kjotsölu við Noreg. Ýmsar breytingar á aðstilðu Norð manna tll sfildveiða bér vfið land SAMKOMULAGIÐ milli Noregs og íslaifds um verzlunarviðskifti milli land anna var birt í gær. Var að þessu samkomulagi unnið af fulltrúum beggja þjóða, fyrst í Noregi og síðar hér heima. Það fjallar aðallega um innflutning á söltuðu ís- lenzku kindakjöti til Noregs og aðstöðu Norðmanna til síldveiða hér við land. Heimild okkar til útflutn- ings á kindakjötinu til Nor- egs hefir verið hækkuð um 2000 tunnur, úr 6000 tunn- um upp í 8000 tunnur. Um þetta segir m. a. í samkomu- laginu: „að heimilt skuli að flytja inn til Noregs beint frá íslandi 8000 tunnur á 112 kg. nettó, eða alls 896 tonn, af söltuðu kindalcjöti á ári. Þar af 6000 tunnur á tímabilinu .20. okt. til Ungverski herinn hnminn tU pðlskn landamæranna! -----«.-- Stjórn Ruthenín flúin tii Rúmeníu. LONDON í morgun. FÚ. PÓLSKUR OG UNG- VERSKUR HER hafa nú mætzt á pólsku landa- mærunum, og heilsuðust herirnir með vinsemd. Utanríkismálaráðherra Ungverja, Csaky, hefir lýst yfir því, að með hertöku Rutheníu ætli Ungverjaland ekki að vinna neinu ná- grannaríki tjón. Rúmenska stjórnin hefir lokað landa- mærum sínum fyrir flótta- mönnum þaðan. Augustin Volosin, forsætisráð- Kerra Rútheníu, sem nú er stadd- ur í Rúmeniu, hefir ákallað ýmsa til hjálpar sér. Þýzkaland og Rú- menía hafa bæði neitað að verða við þeirri hjálparbeiðni. 1 Prag hafa vélbyssur verið settar upp á öllum götum með fárra metra millibili, og er her- vörður hafður við allar brýr. Þýzka leynilögreglan á nú mjög annríkt og hefir tekið fast- an mikinn fjölda manna. Einn fréttaritari segir, að svo að segja hver maður eigi einhvern kunn- ingja ,sem hefir horfið. Ögern- ingur er að komast úr landinu vegna hins sterka hervarðar við landamærin, og allar flugferðir eru bannaðar. 31. des., en eftirstöðvarnar á tímabilinu 1. jan. til 30. júní. Ef innflutningsskamturinn fyr- ir tímabilið 20. okt. til 31. des. notast ekki að fullu, skal það, sem á hann skortir, alt að 1000 tunnum, flytjast yfir á tíma- bilið 1. jan. til 31. júní.“ Þá hefir sú breyting verið gerð frá norsku samningunum, að „norsku síldarverksmiðj- unni í Krossanesi leyfist að halda áfram rekstri, með við- haldi og nauðsynlegum endur- nýjungum, sem ekki hafa í för með sér aukningu á núverandi afköstum hennar, sem eru um 4000 mál á sólarhring“. En þegar norsku samning- arnir voru gerðir, voru 2 norsk- ar síldarverksmiðjur hér. Um þetta segir enn fremur í 2. grein samkomulagsins: „Fyrgreindri norskri síldar- verksmiðju er heimilt að afla 60% af hráefnisnotkun sinni á vinslutímanum með kaupum á nýrri bræðslusíld af norskum síldveiðiskipum. Annars er norskum síldveiði- skipum leyft að selja ísl. síldar- verksmiðjum nýja bræðslusíld, er nemi 400 málum fyrir rek- netaskip og 600 málum fyrir herpinótaskip, og íslenzkum saltendum 100 tn. af nýrri síld af hverju skipi, í samræmi við gildandi ísl. lög um síldarútvegs nefnd. Að því er viðkemur sölu til saltenda, er það þó skilyrði, að skip það, er um er að ræða, afhendi ekki síld til söltunar i móðurskip eða annað erlent skip. í „norsku samningun- um“ var ekkert ákveðið um það, hve mikið norsk síldveiði- skip gætu selt íslenzkum síld* arverksmiðjum. Um sölu Norð» manna til saltenda var þá á- kveðið að norskum fiskiskip- um, sem ekki afhentu síld til söltunar í móðurskip, skyldi heimilt að selja í land um 500 tunnur af reknetaskipi og 700 tn. af herpinótaskipi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.