Alþýðublaðið - 17.03.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.03.1939, Blaðsíða 2
FOSTODAOINN 17. MABZ 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ drottningin. „Það eru hvítu býflugurnar, sem sveima um,“ sagði amma gamla. — Hafa þær líka býflugnadrottningu? spurði litli drengurinn, því að hann vissi, að meðal hinna raunverulegu býflugna var drottning. — Já, sagði amma, hún er þar, sem kófið er þéttast, hún er stærst þeirra allra, sezt aldr- ei um kyrt á jörðinni, en flýgur upp í svörtu skýin. Margar vetrarnætur flýgur hún um götur borganna og gægist inn um gluggana og þegar hún andar á gluggana, sezt héla á þá. — Ég he'ld'hún megi koma, sagði drengurinn. — Ég set haria bara á ofninn, og þá bráðnar hún. En amma gamla strauk hár hans og sagði honum aðrar sögur. — Já, það hefi ég séð, sögðu bæði börnin í einu og þau vissu, að þetta var satt. — Getur snædrottningin kom- ist hingað inn? spurði litla stúlkan. sumum verzlunum, sérstaklega i Pósthússtræti. Er ég svo kom um kl. 9 þann 15. marz út Austur- stræti, tók ég eftir því, að verið var að sprauta og þvo glugga einn- ar verzlunarinnar að utan og svo að pússa að innan. Datt mér strax í hug grein þín í Alþýðúbl. 13. marz. Eins og sjá má á þessu, hefir greinin gert sitt bezta.“ G. SKRIFAR: „í ræðu séra Árna Sigurðssonar á sunnudaginn segir hann að fólk, sem telji sig kristið, sé sundrað í marga trú- flokka, og kirkjan sé þar áf leið- andi hálftóm. Þetta er víst alt mikið rétt hjá prestinum. Nú lang- ar mig að spyrja hann hvort það sé ekki nóg að lesa biblíuna (þeir sem vilja verða kristnir) og til- heyra hvorki kirkju eða þá nein- um sértrúarflokki?“ „MIG langar mjög til að spyrja hvort hið opinbera sjái föngum, sem koma af Vinnuhælinu á Eyr- arbakka, fyrir vinnu, eða hvort þeir eru látnir eiga sig sjálfir og sjá um sig?“ Þá segif G.: „MÉR þykir vænt um Farfugla- hreyfinguna, Hún er mjög likleg til að verða til góðs fyrir land og þjóð. Það er fátt. sem ætti að geta lyft unglingnum betur upp úr drepandi borgarlífi, en það, að kenna honum að elska og meta náttúruna, sem hefir svo óendan- lega mik-inn lífskraft fólginn í sér. Og ég get ekki hugsað mér neina skemtun eins auðuga og göfuga sem þá, að þekkja náttúruna.“ „ÞAÐ HAFA MARGAR góðar raddir komið fram með það, að flýta klukkunni í sumar, og væri vonandi að slíkar óskir mættu ræt- ast. Mér finnst alltaf, þegar ég heyri þessar raddir, að ég sjá himininn heiðan og sólina skína í mætti lífskraftsins. Mér finnst ég sjá létt klædd börn hlaupa úti í Alþingi í gær Fundir hófust í báðum deild- um Alþingis í gær kl. 1.30 e. h. Á dagskrá efri deildar voru tvö mál. 1. Frv. t. 1. um viðauka við lög nr. 61, 23. júní 1932. 2. Till. t. þál. um samgöngur við Austfirði. Hvernig ræða skuli. Ákveðin var ein umræða. Á dagskrá neðri deildar voru tvö mál. 1. Frv. t. íþróttalaga. •— 2. umræða. Málinu frestað. 2. Frv. t. 1. um breytingar á lögum 74, 31. des. 1937 um al- þýðutryggingar. 1. umr. Flutn- ingsmaður Har. Guðm. hafði framsögu og gerði í stórurn dráttum ítarlega grein fyrir efni tillögunnar og tilgangi. — Málinu var vísað til 2. umræðu og landbúnaðarnefndar. í Winnipeg Free Press birtust á tímabilinu 27. októ- ber til 18. desember s.l, margar greinir, ritaðar af Mr. Stevens, er hingað kom í heimsókn síð- astliðið haust. Ein greinin fjall- ar um heimsókn til forsætisráð- herra Hermanns Jónassonar og er í henni birt kveðja hans til íslendinga vestur í Kanada, að ósk Mr. Stevens eða boði, aðr- ar fjalla um ferðalög hans til ýmissa stofnana og sérkenni- legra staða. Eru greinarnar prýddar myndum og fjörlega skrifaðar. (FB.) Alþjóðleg þjóðdansahátíð, sú þriðja 1 röðinni, fer fram í Stokkhólmi í byrjun ágúst- mánaðar n.k. Þangað munu sækja um þrjár þúsundir gesta frá fiestum Evrópulöndum og víðar að. Verða danzaðir þjóð- danzar allra hlutaðeigandí landa og notaðir þeir þjóð- búningar, sem við eiga. — Sýningarnar fara fram á úti- leiksviði. Einnig verða sungn- ir þjóðsöngvar. Sýningarnar eiga að standa í viku. Ýms menningarfélög, þar á meðal Tónlistarfél. Stokkhólms, hafa gengizt fyrir þessum hátíða- höldum. (FÚ). brosandi náttúrunni og þreyttar mæðúr hvíla sig eftir morgunverk- in, — og þær ættu því að geta tek- ið hlýlegar á móti mönnum sínum en annars, þegar þeir koma þreytt- ir heim.“ UMRÆÐUEFNI Litla söngkonan í barnatím- unum. ísinn á Tjöminni og siglingar á jökum. íþrótta- frömuður um að flýta klukk- unni. Óhreinu búðarglugg- arnir. Trúin og kirkjufélög- in. Farfuglahreyfingin o. fl. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. ANNA LITLA HANSEN, sem er aðein 12 ára gömul, vill ekki kannast við þá ásökun litlu stall- systur sinnar, að hún hafi farið vitlaust með vísurnar, sem hún söng í útvarpiuu um daginn. Hitt getur verið, að mörgum misheyrist í útvarp, enda er það mjög al- gengt. Ég býst við því að flestir séu sammála mér um það, að Anna litla Hansen hafi sungið mjög vel og betur en maður á að venjast í barnatímum og hljóðfæraleikur hennar náði fullkomlega valdi á hugum áheyrendanna. Anna Han- sen byrjaði að leika á hljóðfæri þegar hún var aðeins 9 ára. Það er trú þeirra, sem til þekkja, að ef þessi stúlka fær góða tilsögn, þá geti hún tekið mikilli leikni og framförum. í dag birti ég mynd af þessari ungu listakonu, sem vakið hefir aðdáun meðal svo margra útvarpshlustenda. UNDANFARNA DAGA hefir ís verið að leysa af Tjörninni. Ungir afprhugar á barnaskólaaldri hafa notað tækifærið, þózt leggja í sigl- ingar, stigið á jaka og ýtt frá lapdi. En þó að þessar nýju sigl- ingaleiðir þeirra og farkostir séu fullrar virðingar verðir frá sjónar- miði okkar, sem enn lifum lífi smástrákanna, þá hefi ég heyrt á mörgum, að hér sé kapp meira en forsjá og stórhætta sé á því, að þessir nýtízku sæfarendur geti týnt lífinu. Ég þori ekki annað en taka undir þetta og segi því: Allir smá- strákar, sem fara út á jaka á Tjörninni núna, skulu settir í steininn tafarlaust. Látið jakana vera. J. G. skrifar: „Margt af rabbi þínu í Alþýðu- blaðinu hefir mér fundist ágætt, og hefi ég lesið það með athygli, og sumt þannig, að ég hefi borið meiri virðingu fyrir því en ýmsu, sem ráðamenn þjóðarinnar setja í lög.“ „EITT AF ÞVÍ, sem hefir þó al- veg tekið upp huga minn, er það að flýta klukkunni um 2 tíma. Því hefir bæði verið hreyft af Alþýðu- blaðinu og Morgunblaðinu og ef til vill fleiri blöðum, svo að varla þarf maður að hræðast að það verði drepið vegna „pólitíkurinn- ar“. „ALLIR, sem hafa minst á þetta í blöðum, hafa talið þetta sjálf- DAGSINS. Anna litla Hansen meS hljóðfærið sitt. sagt og er eiginlega stórmerkilegt, að þetta skuli ekki hafa verið gert á hverju ári að vori til.“ „í ÞEIM HÓPI, sem ég um- gengst mest, en það eru íþrótta- menn, finst öllum sjálfsagt að gera þetta og flestum að þetta hefði átt að gera öll þessi ár síðan þetta var gert vegna sparsemi á stríðs- árunum. Jæja, þessi formáli er orðinn mörgum sinnum of langur, svo bezt er að komast að efninu og breyta þessu strax í næsta mán- uði. Eða finst þér að það muni ekki vera tilhlökkun fyrir þá, sem vinna inni, hvort sem þeir hætta vinnu kl. 5, 6 eða kl. 7, að kbma út meðan sólin er hátt á lofti? En sá draumur! að geta farið í sjó og sólbað á hverjum degi fyrir þá, sem það vilja.“ „ENGINN, hvort sem hann vinn ur úti eða inni, hefir nema gagn af þessu. alt er gróði, „valuta“ fyr- ir bættri líðan og heilsufari. Þá er aðeins spurningin hver og hvern- ig á að breyta þessu. Er ekki bezt að skipa „nýtt ráð“, sem í væru öll blöðin og blaðamennirnir, því það veit ég áhrifamest ráð til framgangs hverju nauðsynjamáli í nútíma heiminum, ásamt einhverj- um góðum framtakssömum mönn- um, og ákveða svo einhverjar 2 helgar í apríl til þess að breyta þessu. Það er hægt að færa mörg og mikilvæg rök fyrir þessu, en engin, sem eiga rétt á sér á móti. Það er búið að mínu áliti að ræða nóg um þetta, aðeins framkvæmd- in eftir og þið blaðamennirnir sjá- ið um hana.“ .,EFTIRTEKTARSAMUR“ seg- ir: „Ég las í grein þinni „Um- ræðuefni dagsins" í Alþýðublaðinu 13. marz, að búða- og skrifstofu- gluggar væru mjög óhreinir hjá MAÐURINN SEM HVARF 4. kjörbörn eins og þú vilt, — eða gifzt einhverjum kvenmanni, sem getur alið þér börn. — En þú mátt vita, að hún mun aðeins elska börnin sín, en ekki þig. — en ég elska þig, —1 en ekki börn.“ Fyrst í stað kitluðu slík orð hégómagirnd hans, en gerðu hann þó óttasleginn, á einhvern óljósan hátt. — Því þrátt fyrir hinar ofsalegu upphrópanir hafði hann það einhvern veginn á vitundinni, að Ilka myndi ekki geta framið sjálfs- morð, — myndi aldrei gera það, — já, — og myndi jafnvel ekki svífast neins, ekki hika við að fremja glæp, ef hún áliti, að hún væri á einhvern hátt svikin í tryggðum. Jim starði stöðugt heim til hallarinnar. Hvað átti hann nú að segja við hana, þegar hann sæi hana aftur? Hann vissi það ekki. Hann var gjörsamlega ráðþrota og þannig var það í hvert sinn, sem hann gerði upp reikningana við sjálfán sig. Hann reis á fætur og það fór um hann kuldahrollur. En eitthvað varð að gerast. Einhver breyting varð að ske, og það mjög fljótt, ákvað Jim Blake í huganum, sveipaði bað- handklæðinu þéttar um sig og byrjaði í hægðum sínum að stíga upp tröppurnar, sem höggnar voru í bergið alla leið neðan frá ströndini og upp til hússins hans. ÞEGAR upp í húsið kom, klæddi Jim sig í ró og næði og gekk því næst niður til morgunverðar. Hann þurfti heldur ekki að flýta sér, því það voru nær þrír stundarfjórð- ungar, þangað til lestin, sem hann ætlaði með, fór til borg- arinnar. Hann var að rifja upp í huga sér störfin, sem biðu hans þennan dag, þegar raddir bárust að eyrum hans utan úr anddyrinu. „Góða nótt, Ilka,“ heyrði hann dimmmjúka, letilega karl- mannsrödd segja. „Ég sting mér beina leið í rúmið.“ „Góða nótt, vinur minn. Ég neyðist til að fara fyrst inn og heilsa upp á eiginmanninn.“ Bjartur dagur! Og konan hans og þessi karlmaður buðu hvort öðru ástúðlega góða nótt. Hann þekkti karlmannsrödd- ina. — Það var Earl Marshall. —■ Það var nærri því ótrú- legt, að hann hafði sjálfur einu sinni verið hrifinn af Earle Marshall. — Jim hafði alla æfi dáð fagra líkami og þjálfaða. Aðdáun hans náði jafnt til hraustra, fullkominna og fagur- skapaðra manna og dýrá. Og sæi hann einhvern framúrskar- andi íþróttamann eða veðhlaupahest, fékk hann æfinlega ákafa löngun til að gefa þeim öll þau tækifæri, sem unt væri til að njóta sín. Aðrir auðmenn gerðust að jafnaði verndarar lista og vísinda og studdu málara, skáld, hljómlistarmenn eða fræðimenn með fjárframlögum. En Jim varði aftur á móti oft miklu fé til að styrkja hæfileikamenn innan hinna ýmsu íþróttagreina. Og dag nokkurn varð hann óvenjulega hrifinn er hann horfði á mann nokkurn kornungan leika tennis opin- berlega. Hann spurðist þegar fyrir um nafn hans og fékk að vita, að hann héti Earl Marshall og væri óvenjulegur hæfi- leikamaður í íþrótt sinni, en algerlega félaus og því lokuð sundin fyrir hann til að geta stundað íþróttina. Hér gafst Jim Blake ágætt tækifæri til að koma fram sem verndari íþróttanna. Og það var ekki í fyrsta sinn, sem hann hafði hlaupið undir bagga í líku tilfelli. Hann, ákvað að út- vega þessum unga manni góða og þægilega stöðu og með svo miklum frístundum, sem hann þyrfti til að æfa sig af kappi í tennisíþróttinni. Hann færði þetta í tal á svo prúðmannlegan hátt og svo nærgætnislega, sem honum var unt. Og tilboðinu var . tekið svo athugasemda- og umsvifalaust, að hann gát ekki varizt þeirri hugsun, áð framkoma þessa unga manns- nálgaðist græðgi. Frá þeirri stundu, sem hann í fyrsta sinn bauð hon- um heim til sín, virtist Earle Marshall skoða heimili Jims sem eins konar hótel og konu hans sem húsmóður í nætur- klúbb eða eitthvað því um líkt. Það er blátt áfram ótrúlegt, hvað sumir menn geta þolað til að raska ekki heimilisfriðn- um, þeir geta jafnvel gengið svo langt í þolinmæði, að það verði þeim til skammar. En fyr eða síðar hlaut þó þolinmæði Jims Blake að þrjóta. Ilka kom inn í borðstofuna, léttstíg með rjóða vanga og blikandi augu. Hún gekk til manns síns og snerti með blóð- rauðum vörum sínum vanga hans. ,,Ert,u í slæmu skapi núna, Jim?“ „Þú veizt það vel, að ég vil ekki eiga í þrætum við þig, Ilka.“ „Ó, það er indælt, — þá verðurðu líka svo góður að hella kaffi í bollann minn. —• Ég vona að það sé vel. sterkt.“ Svo tók hún whiskyflösku fram úr borðskápnum og hellti ríflega í glas handa sér. „Jæja, nú finst mér að ég hafi blátt áfram endurfæðst,“ sagði hún svo og dæsti af vellíðan, þegar hún hafði lokið við þessa morgunhressingu. — „Nú ættum við að tala ofurlítið saman. Þú byrjar, því auðvitað ert þú ákaflega leiður yfir því að vera svona ósanngjarn eins og þú varst í gærkveldi.“ „Er það að vera ósanngjarn, að minna þig hógværlega á það, að við aukum ekki eignir okkar með því að lifa á þann hátt, sem við gerum?“ „Hvað! — Þú ætlar þó ekki að fara að byrja á því sama aftur!“ — Það glampaði bæði ótti og ofsi í augum hennar. — „Þú, — þú hefir þó ekki misst eignir þínar, — okkar?“ „Nei, langt frá því. — Við höfum aldrei verið auðugri en nú.“ >,Já, en, hvers vegna, — hvers vegna getur þú þá orðið svona andstyggilega smásálarlegur? Ég vil ekki, að Jimmy

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.