Alþýðublaðið - 17.03.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.03.1939, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGINN 17. MARZ 1830 ALÞYÐUBLAÐ1Ð ♦,---------------------* ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 1196: Jónas Guðmunds. heima. 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ♦ —-----------———:-----♦ Samstarf. AU augnablik geta komið í lífi hverrar þjóðar, að hún þurfi á öllum kröftum sín- um að halda. Þurfi að samstilla þá til ákveðinna átaka í sókn eða vörn, og á því hvernig þetta tekst geti oltið velferð hennar og frelsi um lengri eða skemri tíma. Flestar smáþjóðir eiga í því tilliti, ekki síður en stórþjóðirn- ar, sín áþreifanlegu dæmi. Við íslendingar eigum þar okkar sögulegu staðreyndir ekki síð- un en aðrar þjóðir. Staðreyndir, sem bæði sýna okkur ljóslega hvert sundrungin ber, ef sundr- ungaröflin og öfgarnar fá yfir- höndina og hvert samstarf og einhugur ber, ef þau öfl fá að ráða. Sturlungaöldin var hér á landi sú mesta öld sundrungar og flokkadrátta sem yfir land vort hefir gengið. Erlendur þjóðhöfðingi studdi að flokka- dráttunum á allan veg og ís- lendingar báru ekki gæfu til að sjá voðann fvr en í óefni var komið. Þá var reynt að bjarga því, sem hægt var með samningi — Gamla sáttmála — sem í flestum greinum var íslending- um í vil, en undanbrögð og svik hinna erlendu þjóðhöfðingja annarsvegar og máttleysi ís- lendinga sjálfra hinsvegar gerðu þann sarnninga að engu í framkvæmdinni. Sjálfstæðis- barátta vor undir forustu Jóns Sigurðssonar og samtíðar- manna hans er hinsvegar ljóst dæmi þess hvað áunnist getur ef full festa og samtök eru sýnd. Smátt og smátt voru höggnir sundur þeir ófrelsis- fjötrar, er á þjóðina höfðu ver- ið lagðir á umliðnum öldum og sem fyrsta skilyrðið til aukins þroska, menningar og bættrar fjárhagsafkomu, var að leysa, ef lengra átti að verða haldið. Sinn styrk í þeirri baráttu sóttu þeirrar tíðar menn vitanlega fyrst og fremst til þeirra frels- ishreyfinga, sem þá voru uppi úti í Evrópu og ruddu brautina fyrir lýðræðið. Þessi tvö dæmi úr sögu okkar sjálfra sýna, að við þurfum ekki að fara til annara til náms í því efni hvert þjóðina ber, ef fullkomin sundrung nær tök- um á henni, né heldur til að meta þá kosti samheldninnar, sem þjóðlegt smstarf megnar að skapa. * Á því er enginn efi, að við íslendingar, eins og fjölmargar aðrar þjóðir, stöndum nú á merkilegum tímamótum og verðum að gæta vor við hvert fótmál, sem stigið er. Vegna vaxandi innbyrðis sundurþykkju, sem síðustu ár- in alveg sérstaklega hefir verið alið á af stærsta stjórnmála- flokki landsins — Sjálfstæðis- flokknum — og blöðum hans, er þjóðin illa við því búin að mæta hinum miklu aðsteðjandi örðugleikum, sem nú berast að bæði innan frá og utan að. Engin ráðstöfun stjómar- flokkanna hefir mætt öðru en fullkomnum fjandskap frá þessum flokki og blöðum hans. Viðreisn landbúnaðarins og sú löggjöf, sem hún hefir byggst á, hefir verið rægð og mistúlk- uð. Tryggingarlöggjöfin hefir verið notuð til árása á þessa flokka, þó ísland væri áður en hún kom tryggingalausasta menningarland heimsins. — Breytingar fátækralaganna hafa verið túlkaðar sem vísvitandi féflettingartilraun við höfuð- stað landsins, af því honum væri stjórnað af Sjálfstæðis- mönnum. Skuldaskil smáút- vegsins hafa verið skýrð sem persónulegar eftirgjafir til gæðinga stjórnarflokkanna. — Allar tilraunir til nýbreytni í hagnýtingu sjávarafurðanna og styrkur frá því opinbera í því skyni, hefir verið talið fremur til þess, sem kalla mætti þjóð- skaðlegt, en til hins sem til við- reisnar miðaði. , Jafnvel sú sjálfsagða umbót á frágangi fjárlaganna á Al- þingi, að láta þeim fylgja skrá yfir starfsmenn ríkisins og ann- ara opinberra stofnana, hefir verið notuð til þess eins að úthúða stjórnarflokkunum fyr- ir óþarfa bitlinga og stöðuveit- ingar, þó allir þeir, sem það vilja vita, viti vel, að langsam- lega mest af þessum „stöðum“ var stofnað og laun þar ákveð- in löngu áður en núverandi stjómarflokkar tóku við völd- unum. Að síðustu má svo á það benda, að svo langt hefir verið gengið af þessum flokki að neita samvinnu um utanríkis- málin alllangan tíma að því er virtist gjörsamlega að tilefnis- lausu. Það má alveg óhætt fullyrða, að enginn flokkur í stjórnar- andstöðu 1 nokkru þingræðis- landi hefir hagað sér neitt svip- að því, sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefir gert hér undanfarin ár. Þeir, sem næst honum kom- ast, munu vera kommúnistarnir í Frakklandi, en af hinni yfir- vofandi nazistahættu þar í landi svo að kalla frá öllum hliðum hafa þeir þó ekki náð með tærnar þangað sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefir hælana í neikvæðri pólitík á öllum svið- um. * Þegar það nú rennur upp fyrir miklum hluta Sjálfstæð- isflokksins, eins og raunar miklum hluta allrar þjóðarinn- ar, að tímarnir eru að breytast svo, að nauðsyn getur til borið að eitthvað sé stefnt út af hinni algerlega neikvæðu andstöðu- braut, sem flokkurinn hefir far- ið, er ekki nema vonlegt, að nokkrir örðugleikar verði þar á. Sjálfstæðisflokkurinn hefir talið sig flokk allra stétta og hrósað sér af því, að hann einn allra flokka væri það. Nú reyn- ir hann það fyrst fyrir alvöru hvað það er, að eiga að sameina hina ólíkustu hagsmuni og það er ekki nema eðlilegt, að hon- um gangi það erfiðlega. Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- blaðið hafa oft bent honum á, hve erfitt það mundi reynast, þegar á það reyndi fyrir alvöru. Það er áreiðanlega öllum flokkum og öllum mönnum ljóst hvar lendir, ef svo skyldi fara, að útgerðin ,stöðvaðist vegna hinna sívaxandi vand- ræða. Það gæti hæglega haft þau áhrif, að þá yrði enginn spurður um, það hér, hvað skrá Starí og nám fyrir berkla- sjúklinga á heilsuhælunum. ----4-i- Víðtæk starfsemi er þegar hafin i Ameríku. ----4--- Hvað er gert hér? ÞAÐ hefir lengi verið algengt umræðuefni manna á meðal, hvernig skapa ætti þeim berklasjúklingum, sem útskrifast af sjúkrahúsum landsins sem heilbrigðir, möguleika til að bjarga sér, eftir að þeir hafa dvalið á sjúkrahúsunum. Þó að hér á landi sé meira um berklaveiki en í flestum öðrum löndum, þá er þetta og viðfangsefni margra fleiri þjóða. Það hefir líka verið allmikið um það rætt að skapa fótavistarsjúklingum á hælunum viðfangsefni, meðan þeir dvelja á þeim, og hafa flestir talið, að starf myndi reynast þeim betra en athafnaleysi, þó að það starf verði auðvitað að miðast við sjúkleika þeirra og þrek. Um síðustu áramót var að var ýmsu leyti breytt til um tilhög- un á Vífilsstöðum. Sú tilhögun var tekin upp að láta fótavistar- sjúklinga sjá um ræstingu á þeim stofum, sem þeir dvelja í, og hefir það gefist mjög vel, eftir því, sem Helgi Ingvarsson yfirlæknir skýrði Alþýðublað- inu frá í gær. Alþýðublaðið spurði hann að því, hvort að nokkrar vinnustofur hefðu ver- ið starfræktar á Vífilsstöðum. „Já,“ sagði læknirinn. „Und- anfarin ár hefir verið starfrækt vinnustofa uppi á lofti hælisins, þar sem þeir geta unnið, sem eru lagtækir og eru náttúraðir fyrir smíðar eða útskurð. En öll tæki eru ákaflega ófullkom- in og allsendis ónóg.“ — Teljið þér ekki nauðsyn- legt, að fá tæki þessi bætt? „Jú, ég tel það mjög æskilegt og er alveg viss um, að það mundi auka þátttöku í starfi þessarar vinnustofu, koma fjölda mörgum sjúklingum að gagni, verða þeim til ánægju og stytta stundir þeirra.“ Eins og áður hefir verið getið, er þetta mál einmitt nú all- mikið rætt erlendis. Það er talið alveg ófært að fótavistarsjúkl- ingar á berklahælum hafist ekki að, en eyði tímanum í al- geru iðjuleysi og Danir hafa einmitt nú til athugunar að koma á ýmiskönar kennslu á þeim hælum, sem þeir hafa fyr- ætti gengi íslenzkrar krónu og aðrir réðu því en við íslending- ar. Það er öllum nauðsynlegt að hugleiða af fyllstu gaumgæfni og alvöru það ástand, sem við nú búum við og þó ekki síður þá aðstöðu, sem smáríkin yfir- leitt eiga nú hér í Evrópu. Öll- um er skylt að reyna að sjá gegn um blekkingamoldviðri hinna ábyrgðarlausu lýðskrum- ara, sem hyggjast geta læknað öll mein þjóðarinnar með lán töku hjá æfintýramönnum frá Honduras og Mandsjukuo, sem að líkindum hafa ekkert fé að bjóða þegar til kastanna kem- ur. Og þó það geti stundum verið erfitt að leysa hin vanda- mestu mál og þó það sé aldrei fyr en eftir að þau eru leyst, sem allur þorri manna skilur hvað heppilegast var, er það hið dina. sém stjórnmálamönnum ber að gera þegar svo stendur á, að taka þá lausnina sem lík- legust er til að verða til bjarg- ar og reyna að efla samhug og skilning þjóðarinnar á því, sem á að vera henni dýrmætast í nú- tíð og framtíð en það er frelsi hennar, og varðveisla friðar og réttlætis í landinu. ir berklaveikissjúklinga. Einn af kunnustu læknum Dana, er um þessar mundir á ferðalagi um Bandaríki Norður-Ameríku og Kanada. Þessi læknir er kona. Hún skýrir nýlega frá því í læknisfræðitímariti, að Ame- ríkumenn hafi þegar komið upp margskonar námi á berkla- sjúkrahúsum. Það er lögð rík áherzla á það, að sjúklingarnir, sem þrek hafa til starfa, læri nýtar íðngreinar, eða alment nám í bóklegum fræðum og er það jafnvel svo víðtækt nám, að sjúklingarnir eiga að því loknu að geta byrjað háskóla- nám. Mestu áherslu munu Ame- ríkumenn þó leggja á það, að kenna sjúklingunum einhverj- ar nýtar iðngreinar, sem þeir geti svo stundað til framfærslu að öllu eða einhverju leyti. Það eru sjúklingarnir sjálfir, sem í Danmörku hafa hafið op- inberar umræður um þessi mál og hafa Social-Demokraten í Kaupmannahöfn borist mörg bréf frá berklasjúklingum um þetta efni. Eru þau á eina lund, að starfsleysið á sjúkrahúsun- um sé algerlega óþolandi og drepi allan kjark og þrek sjúkl- inganna. Allir óska þessir sjúklingar eftir því, að tekin verði upp víðtæk kennsla í sjúkrahúsunum sem allra fyrst. Og konurnar óska sérstaklega eftir því að tekin verði upp kennsla í hússtjórn, matartil- búningi, saumaskap, hjúkrun, i_ barnameðferð o. s. frv. Hér er um mál að ræða, sem beinlínis er þjóðhagsmál. Það er áríðandi fyrir þjóðfélagið, að þrek þeirra manna, sem um tíma þurfa að fara á sjúkrahús, HELGI INGVARSSON brotni ekki í iðjuleysi þeirra, og það er líka nauðsynlegt fyrir þjóðfélagið, að nota sjúkrahúss- tímann til þess að kenna körl- um og konum ýms nytsöm fræði. Það getur orðið mjög þýðingarmikið fyrir þjóðfélag- ið eins og það hlýtur að koma að mjög góðu gagni fyrir sjúkl- ingana sjálfa. Sú hreyfing, sem hér hefir verið stofnað til meðal berkla- sjúklinga, ætti einmitt að snúa sér að þessu verkefni og hrinda því í framkvæmd. Hvíti dauði er skæður hér á landi. Fyrir öt- ula baráttu hinna beztu manna og fullan skilning ráðamanna þjóðarinnar á nauðsyn þess að útrýma þessum vágesti, hefir tekist að draga út áhrifum hans ár frá ári. Það er trú margra, að heilbrigt, skipulegt starf, geti einnig orðið mikil hjálp í þessari baráttu. Þyrnirósa. Ijhfr YRNIRÓSA er nafn á æfin- týri, sem flestir, ungir og gamlir, kannast við, um konungs- dótturina, sem varð fyrir álögum og svaf í hundrað ár. Þyrnirósa er einnig nafn á leik, sem gerður hefir verið eftir þessu æfintýri. og þræðir mjög vel alla helztu atburði þess, auk þess er fléttað inn í leikinn nokkrum skemtilegum persónum, sem gera sitt til að auka ánægju þeirra, er á horfa. Sjónleikurinn Þyrnirósa hefir nú verið sýndur hér nokkrum sinnum við prýðilegar undirtekt- ir bæði fullorðinna og barna. Allir leikarar eru unglingar, 12 til 16 ára, og er ánægjulegt að sjá með hve mikilli vandvirkni þau fara með hlutverk sin, til þess að æfintýrið, ljóslifandi, njóti sín sem bezt. Mikið hefir verið vandað til, að sem mest af því fagra, er hrífur auga og eyra, fái sem bezt aö njóta sín; enda gefur texti leiks- ins það í ríkum mæli. Þyrnirósa verður sýnd í siðasta sinn á sunnudaginn kj. 3,30, Og eru því þá síðustu forvöð að sjá þennan undurfagra æfintýraleík. Félagið Sverige-Island gekkst fyrir samkomu ís- lenzkra og sænskra stúdenta þriðjudagskvöld og voru við- staddir Tunberg prófessor og háskólarektor og prófessoramir Wessen og Ahlman og Sven Jansson lektor, sem stjórnaði samkomunni, er var hin á- nægjulegasta og gagnlegasta stúdentum beggja þjóðanna. (FB.) Kappglíma Kjósarsýslu verður háð að Brúarlandi laugardgainn 18. þ. m. kl. 9 e. h. Danzað verður á eftir, Drottningin er á leið hingað, væntanleg á sunnudag. MÞTÐUBIABID REYKJAVÍK Eg undirritaður óska að gerast kaupandi ALDÍ ÐUBLIBSINS MEÐ SDNNUDA6SBLAÐI Nafn ............................. Heimili t Staða ÚtfylliS miðann, klippið hann út úr blaðinu og; látið í póst. Arshátíð Alpýðuflokksfélags Rejfkjavfknr hefst með samsæti i Iðnó, laugardagskvðldið 1S. marz kl. 8. SKEMTIATRIÐI: 1. Formaður félagsins setur samsætið. 2. Þjóðsöngurinn og alþjóðasöngurinn sungnir af söngkór félagsins. 3. Minni félagsins, ræða, Finnur Jónsson. 4. Fjöldasöngur. 5. Ávarp frá íorseta Alþýðusambands íslands og formönn- um Alþýðuflokksfélaga í Reykjavík og Hafnarfirði. 6. Söngkór félagsins syngur. 7. Upplestur, frú Soffía Ingvarsdóttir. 8. Fjöldásöngur. 9. Sjónleikurinn: „Á matsöluhúsinu.“ 10. Ðanz. Hljómsveit Tage Möller (Nýja bandið). Aðöðnflumiðar kosta kr. 2,50 (veitingar innifaldar) og fást i skrifstofu félagsins, á aforeiðslu Aiflýðúbiaðsins og frá kl. 4 i Iðnð á iaugardag. — Tryggið ykkur aðgðngumiða i tíma, SkemtineVndin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.