Alþýðublaðið - 18.03.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.03.1939, Blaðsíða 2
LAUGARDAGINN 1S. ranrz 1939. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Aðalfundur Alþýðuhúss Reykjavíkur h.f. verður haldinn í Alþýðuhúsinu, — gengið inn frá Hverfis- götu, — fimtudaginn 30. marz n. k. klukkan 8,30 síðdegis. Verkefni fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf. Hluthafar, sem hafa rétt til að sitja aðalfund, vitji aðgöngumiða að fundmym í afgreiðslu Alþýðublaðsins, Alþýðuhúsinu, kí. 5—7 síðdegis síðustu 7 dagana fyrir fundinn. Á sama stað og tíma liggja þar frammi reikningar félagsins, til athugunar fyrir hluíhafa. Stjórnin. REYKJAVÍK Má láta i póst ó- frímerkt Ég undirritaður óska að gera&t kaupandi ALÞfSDBLASSINS MEÐ SUNIDDAOSBLABI • h. , ... ' ' . Nafn ....;......;........................-.. Heimili .......................... Staða.......:.............................. ÍTtfylIið miðann, klippið hann út úr blaðinu og látið í pós Véíbáturinn Heimir — 55 smálestir að stærð — eign Árna Böðvarssonar, kom til Vestpannaeyja á miðvikudag frá Belgíu, en þar var hann keyptur. Báturinn er 7 ára gamall, smíð- aður í Danmörku, en nýuppgerð- ur og lengdur. Báturinn er úr eik, mjög sterkur, með 120 til 150 hestafla Deutz-Diesel-vél. — Hann var um fjóra sólarhringa frá Aberdeen til Vestmannaeyja og reyndist — að sögn skip- stjórans, Jóns Sigurðssonar frá Reykjavík, — ágætt sjóskip. Verð er um 60 þúsund krónur. — Báturinn verður gerður út frá Vestmannaeyjum með net. Skip- stjóri verður Karl Sigurðsson. FO. Jíeppni I svigi . fór fram í Eyrarfjalli rétt fyrir ofan ísafjarðarkaupstað síðastlið- inn sunnudag, að tilhlutun skáta- félagsins Einherja. Keppendur voru 12. Fyrstur varð Bolli Gunn- arsson frá Einherjum á 1 min. 9,8 sek. Vegalengdin var 400 m. Hæðarmismunur var 110 metrar. Veður og færi var gott og fjöldi áhorfenda. FÚ. Innflutningurinn nam 28. febr. síðast liðinn kr. 6 215 060. Á sama tíma í fyrra nam hann 6 73740 kr. Útflutningurinn nam 28. febr. síðast liðinn kr. 4 943190. Á sama tírna í fyrra nam hann kr. 5 037 410. Fiskafli í salt nam 28. febr. síðast liðinn 7 211 þurrum tonnum. Á sama tíma í fyrra nam hann 3 343 tonnum. Aðalfundur Jarðræktarfélags Reykjavík- ur verður haldinn í Baðstofu iðnaðarmanna n.k. sunnudag kl. 1. Snæ- drottningin, Um kvöldið, þegar Óli litli var kominn heim til sín og hálfnaður að hátta, fór hann upp á stólinn og gægðist út um gluggann. Nokkur snjókorn flögruðu úti, og eitt þeirra, það stærsta, settist á brúnina á blómakassanum. Snjókornið stækkaði stöðugt, og varð loks að Hún var svo fín og falleg, en samt var hún stærðarfrú, sem var sveipuð hvítum, skó- úr ís. Þó sýndist drengnum hún vera lif- síðum möttli. andi, augun störðu á hann, eins og tvær stjörnur, en í þessum augum var enginn frið- ur. Hún kinkaði kolli til drengsins og veif- aði til hans hendinni. Litli drengurinn varð hræddur og stökk nið- Daginn eftir var frost og bjart veður — og ur af stólnúm, en í sama bili sýndist honum svo kom hláka — og svo kom vorið, sólin stór fugl fljúga fyrir utan gluggann. skein og grænu stráin fóru að gægjast upp. Lík finnst i Vest- mannaeyjum. tilkynnir hérmeð félagsmönnum sínum, að samkv. fundarsamþykkt 16. þ. m. fer fram atkvæða- greiðsla um verkfall gegn Múrarameistarafélagi Reykjavíkur á skrifstofu félagsins í Kirkjuhvoli dagana: föstudaginn 17. þ. m. kl. 1 til kl. 11 e. h., laugardaginn 18. kl. 10 f. h. til kl. 11 e. h. og sunnu- daginn 19. kl. 10 f. h, til kl. 3 e. h. STJÓRNIN. UM HÁDEGI í fyrrad. fanst Karl Rosenkær örendur í flæðarmálinu norðan á Eiðinu 1 V estmannaey j um. Hann sást um kl. 10 um morg uninn á gangi norður á Eiði, en eftir það varð hans ekki vart fyr en hann fanst örendur. Karl var fæddur í Danmörku 11. apríl 1895, en fluttist til landsins 1920 og til Vestmanna- eyja 1929. Hefir hann dvalist þar síðan og stundað skrifstofu- störf.. (FÚ.) Húrra krakki Húrra krakki, sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir um þessar mundir, var sýndur hér fyrir 8 árum í 18 skifti í röð, alltaf fyr- ir troðfullu húsi. Nú er búið að sýna þennan bráðskemtilega skopleik tvisvar fyrir fullu húsi og hafa áhorfendur bókstaflega veinað af hlátri. Sennilega verð- ur ekki hægt að sýna Húrra krakka nema í hæsta lagi í þrjú skifti ennþá vegna þess að aðal- leikarinn, Haraldur Á. Sigurðs- son er á förum úr bænum. Það er því ráðlegt þeim, sem vilja fá sér hressandi hlátur, að fara sem fyrst í leikhúsið, því það verður áreiðanlega langt þang- að til krakkinn kemur aftur til höfuðstaðarins. Næsta sýning verður á morgun. Hér að ofan er mynd af Har. Á. Sigurðssyni, þar sem hann þykist vera skáld- sagnahöfundurinn Helga Stef- áns. M.-A.-kvarteítinn hélt 5. söngskemtun sína í fyrra- kvöld fyrir fullu húsi við ágætar undirtektir. Sérstaka hrifningu vakti lagið „Fjórir litlir söngvar- ar“. Næst syngja þeir félagar á sunnudaginn kl. 3. Drottningin er á leið hingað frá Kaup- mannahöfn; væntanleg hingað á sunnudag. Norrænn og Amerískur leiðangur undir forystu finska prófes- sorsins Tanner mun heija starf á Labrador í maí næstkomandi. Mun leiðangurinn starfa viðar og meðal annars gera sér far um að rannsaka, hvort nokkrar menj- ar finnist komu norræna manna til Vesturheims í fornöld. F.Ú. Maðurinn sem hvarf 5. minn hagi sér eins og nirfill,“ bætti hún við í uppgerðar gælurómi. , ,,Við eigum að vísu meira en við getum notað, eða komið í lóg á nokkurn skynsamlegan hátt. — En ég hefi þó enga löngun til að ausa því í alls konar fólk, — fólk, sem jafnvel ekki virðir það nokkurs, heldur tekur við því sem sjálfsögðu og virðir mann að vettugi fyrir. — Ættum við barn . . . “ ,,Og nú vogar þú þér einu sinni enn að ásaka mig fyrir það,“ veinaði hún. ,,Ég get ekki og vil ekki eiga börn. Ég vil ekki ‘verða gömul og ljót. Ég vil ekki láta börn trufla líf mitt og eyðileggja heilsu mína.“ „Ég er ekki að ásaka þig um neitt, Ilka,“ sagði hann ofur rólega. „Ég er aðeins að minna þig á, að við eigum engan til að arfleiða að eignum okkar.“ ,,Ég held þú getir arfleitt þetta kleprótta og loðna lúsa- hreiður, sem þú kallar veðihund þinn,“ sagði hún háðslega. „Ef nokkur regla væri hér á heimilinu, væri búið að skjóta þetta uppáhald þitt fyrir löngu. Og einn góðan veðurdag, þegar þú ert á skrifstofunni, þá geri ég það. — Ég hata Tinker.“ „Það skaltu ekki voga þér að gera.“ — Jim var ekki sjálf- um ljóst, hve hvöss og hörð rödd hans var um leið og hann sagði þetta, og hafði ekki hugmynd um, að augu hans urðu ógnandi og blikuðu eins og stál. — í fyrsta skipti fann þessi kona, sem hann hafði leikið við eins og eftirlætisgoð, kaldan ótta smjúga í sál sína. Enginri veiðihundur hafði jafnazt á við Tinker þegar hann var ungur. Hann hafði verið fljótur sem elding og óvenjulega vitur. En aldurinn hafði leikið hann grátt eins og fleiri. Gigtin hafð sezt að í öllum skrokk hans, svo hann átti oft erfitt með að hreyfa sig og glaða, hvella geltið hans var að fullu þagnað. Hann gat aðeins látið vilja sinn í ljós með ámáttlegu ýlfri eða þegjandi hásu gjammi. Tennurnar voru farnar og augun hálfblind. En hjartalagið var enn þá hið sama. Það lá nærri, að Jim viknaði í hvert sinn sem þessi gamli farlama vesalingur skreið í áttina til hans. Hann þekkti rödd og fótaták húsbónda síns langar Íeiðir og skreið þá ávallt af stað til að fá að sleikja fætur hans. — Jim hafði ákveðið, að Tinker skyldi fá að lifa svo lengi, sem unnt væri, en ekki grunaði hann hve ríkulega þessi gamli hundur átti eftir að launa honum meðferðina. ¥ LKA ypti öxlum. — „Þetta er náttúrlega þinn hundur, — en ég get að minsta kosti ekki skilið, hvaða ánægju við getum haft af allri þessari íþróttavitleysu, sem þú varst að tala um í gærkvöldi.“ „Ef þú vilt aðeins hlusta á mig rólega og ekki færð neitt ofsakast,“ byrjaði hann. Hún stundi þungan og setti upp þolinmóðan þjáningar- svip. í fám orðum dró hann svo upp aðallínurnar í hugmynd þeirri, sem hann hafði verið að sýsla við síðustu-mánuðina. Ráðagerðir leiddu greinilega í ljós hina framúrskarandi hæfi- leika hans til að skipuleggja, sömu hæfileikana og sem borið höfðu fyrirtæki hans, lögfræðingaskrifstofuna Blake, Oriscoll & Shapiro, uppi, svo að hún var nú í fremstu röð. Sömu hæfi- leikana, sem höfðu gért hann að yfirmanni þessarar frægu stofnunar. Óskir hans gengu allar í þá átt að geta látið auð- æfi sín verða meðbræðrum sínum að notum. Hugmynd hans var í raun og veru hvorki meira né minna en einskonar her- ferð gegn allskonar sjúkdómum og löstum. Þeim tilgangi ætl- aði hann að ná með eflingu hreysti og heilbrigði og þá fyrst og fremst með því að aðstoða fólk við að verja frítímum sín- um á réttan hátt. Iiann hafði hugsað sér að koma á fót fjölda mörgum íþróttavöllum og leikvöllum, ráða þangað þaulæfða og reynda leiðbeinendur og kennara og með þessu að hjálpa hinum vinnandi stéttum til að verja frítímum sínum á heil- brigðan hátt. Þessum mörgu frítímum, sem hin stöðugt vax- andi vélamenning nútímans fjölgar og lengir í sífellu miskun- arlaust. Því varð ekki neitað, að þetta var umfangsmikil og risavaxin hugsjón. Hcinn ætlaði að hefja þetta starf sitt með því að stofna há- sfóia í íþróttum svo fullkominn, sem öll nýjasta tækni gerði ír.ögulegt. Næst ætlaði hann að berjast fyrir, að stofnuð yrði scrsíök deild í ráðuneytinu, stjórnarskrifstofa, sem hefði ein- göru'u með höndum íþróttamál og frístundastörf almennings. Jim Blake var sjálfur afburða íþróttamaður á mörgum svið- um-og með brennandi áhuga fyrir öllum slíkum málum. Hann gat því ekki hugsað sér að verja milljónum sínum í þágu betra málefnis. En Ilka var á annari skoðun. Svipur hennar var áhugalaus og kæruleysislegur meðan hann sagði henni frá þessum stór- hug draumum sínum. „Þú ætlar með öðrum orðum að taka öll auðæfi frá mér, konunni þinni, og ausa þeim út á báða bóga.handa fólki, sem við ekki þékkjum nokkurn skapaðan hlut.“ „Við munum ekki líða neinn skort, þrátt fyrir það, Ilka,“ sagði hann rólega. „Hvorki í smáu eða stóru. Það er alveg óþarfi *ð bera kvíðboga fyrir því.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.