Alþýðublaðið - 18.03.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.03.1939, Blaðsíða 3
LAUGARÐAGINN 18. marz 193S. ALÞYÐUBLAÐIÐ *— --------------------—« ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 1196: Jónas Guðmunds. heima. 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Mennirnir á linnnni. 1" i i 1 ALLIR eru löngu orðnir undrandi á hinum dæma- lausa hringsnúningi kommún- ista hér, sem nú kalla sig sósíal- ista til að villa á sér heimildir. Það er varla nokkurt mál til, sem þeir hafa minnst á nú. upp á síðkastið, þar sem ekki er allt þveröfugt við það, sem áð- ur var. Jafnvel sama daginn eru höfð endaskifti á hlutunum og það sem einn kommúnistinn segir og heldur fram fordæm- ir hinn. Allir kannast við Benja- mín kommúnista með gengis- lækkunina og Þjóðviljann, sem fjandskapast gegn henni eins og hann getur. Alþýðublaðið varð einna fyrst allra blaðanna til þess að benda á hina yfirvofandi ófriðarhættu og að það gæti svo farið, að málum skipaðist þannig í heim- inum von bráðar, að til meira samstarfs yrði að stefna milli þeirra stjórnmálaflokka hér- lendra, sem byggðu tilveru sína á lýðræði og þingræði. Grein þessi var skrifuð dag- inn eftir að Barcelona og hér- uðin á Norð-austur-Spáni féllu í hendur Francos og Ítalía lét sem ófriðlegast í garð Frakka. Ekki var þetta fyr sagt í Al- þýðublaðinu en Þjóðviljinn og með honum allur Kommúnista- flokkurinn varð hamslaus og jós ókvæðisorðum yfir Alþýðublað- ið og Alþýðuflokkinn. Með þessum tillögum um samstarf, átti Alþýðublaðið við það, sagði Þjóðviljinn, að hér yrði komið á „stjórn Landsbankavaldsins“, „braskara og svindlaraklíkunn- ar“, sem héldi dauðahaldi í „ó- reiðuna og svindlið“ og sem ætlaði að kúga alla alþýðu í landinu. Ritstjóra Alþýðublaðs- ins var líkt við Hitler og Musso- líni og að lokum við Kark þræl, sem ætlaði að ráðast aftan að íslenzku þjóðinni og „skera hana á háls,“ tortíma frelsi hennar og menningu. En hvað segir svo Þjóðviljinn í gær um þetta efni í tilefni af því, að Þýzkaland hefir tekið Tékkóslóvakíu. Hann segir: — „Hann (þ. e. sorgarleikul' Tékkóslóvakíu) á að kenna okk- ur íslendingum að standa sam- an sem einn maður gegn naz- ismanum. Þeir, sem ekki vilja það, eru föðurlandssvikarar og landráðamenn, sem í þjónustu Hitlers eru að undirbúa íslandi sömu örlög og Tékkóslóvakíu.“ Þetta var það, sem Alþýðu- blaðið benti á, að því einu við bættu, að í þeim samtökum gætu engir tekið þátt aðrir en þeir, sem skilyrðislaust afneita öllu einræði, hvort sem það er kommúnistiskt eða nazistiskt. Fyrir því liggja full rök í mörg- um löndum, að einræðiskenn- ingar kommúnismans og starfs- aðferðir kommúnistanna eru og verð» brautryðjendur fyrir naz- Hinn nýi páfi, Píus XII. (í miðið), með kardínálum sínum. Myndin er tekin á fundi kardínál- anna í Rómaborg rétt áður en páfakjörið fór fram, ismann og starfsaðferðir hans. Alþýðublaðið er þess fullvisst, að 80—90% af öllum íslending- um gætu tekið þátt í þeim sam- tökum, að verja lýðræðið gegn einræðinu og sameinast um að vernda hlutleysi vort og frelsi. * Ekki tekur betra við í sam- ræminu hjá kommúnistum, ef framkoma þeirra er athuguð í óðrum málum. Fyrir fáum dög- um ætlaði Þjóðviljinn að rifna út af því, að ekki var skilyrðis- laust leyft að bráðókunnugir menn, sem hingað komu, fengju að rannsaka möguleika fyrir málmvinnslu á Vesturlandi, og að þeir fengu ekki skilyrðis- laust loforð um einkaréttindi til beirrar vinnslu. Og enn æfari varð Þjóðviljinn yfir því, að þessir menn, sem að vísu voru umboðsmenn fyrir ekki ómerk- ari ríki en Mandsjukuo og Honduras, fengu ekki „á hend- ina í þrjá mánuði“ nafn ís~ lands til að flagga með erlendis í lántökuerindum. En í gær gerir Einar Olgeirs- sc-n fyrirspurn um það á Al- þingi, hvort ríkisstjórnin ætli virkilega „að tala við“ nokkra Þjóðverja, sem koma hingað í þeim erindum, að rannsaka hvort „ísland sé að færast í vestur.“ Og hann verður undr- andi yfir þeim undirlægjuhætti og ósvífni, að ætla sér „að tala við“ þessa útlendinga, af því þeir eru þýzkir, en ekki frá Honduras eða Mandsjukuo. Enn skemtilegra er þó að at- huga hringsólið og snúningana gagnvart Bretum. Það er kunn- ugra en frá þurfi að segja, hve Þjóðviljinn fram á síðustu daga hefir hamast út 1 „brezka auð- valdið,“ sem í líki Landsbank- ans og Hambro kúgaði okkur og kreisti á alla lund, og full- komin þjóðarnauðsyn væri að losna undan, sem fyrst. — Og kommúnistinn og skáldið, Hall- dór Kiljan Laxness kemst svo að orði í gær, að kúgun Breta á okkur sé svo stórkostleg og mannskemmandi, að við ættum að bera okkur upp við „Félagið til verndar almennum mannréttindum,“ sem hann segir, að starfi á Bretlandi, út af hinni svívirðilegu meðferð Breta á okkur. En sama daginn og þessi kommúnisti skrifar þetta í Þjóð- viljann, ber annar kommúnisti, E. O. fram á Alþingi fyrirspurn til forsætisráðherra um það, hvort ríkisstjórnin hefði ekki „gert ráðstafanir til þess að brezk og amerísk herskip verði hér á sama tíma og Emden“, þýzka herskipið, sem hingað mun koma einhvern næstu daga. Annar kommúnistinn skamm ar Breta fyrir hina óhæfilegu meðferð á okkur, en hinn kom- múnistinn heimtar brezk her- skip til þess að passa sig fyrir Þjóðverjum. * Hverjir geta nú tekið svona menn og svona flokk alvarlega. Margt fleira mætti benda á, þó það skuli ekki gert nú. En það er bein skylda allrar þjóðarinn- ar, að snúa gjörsamlega baki við slíkum vindhanaflokki, sem þessum, Tilvera Kommúnista- flokksins ein út af fyrir sig, er mesta hindrunin, sem nú er hér í landinu sjálfu fyrir því, að þjóðin geti sameinast til sam- eiginlegra átaka. Sá flokkur er og verður beint og óbeint fyrsta og hættulegasta tilefnið fyrir á- róðursstarfsemi og ofbeldi naz- ismans. Ef Einar Olgeirsson og félag- ar hans meina nokkurn hlut með skrafi sínu um. að samein- ast til sameiginlegra átaka, — eiga þeir að láta það verða sitt fyrsta verk, að leggja flokk sinn niður og sækja um inn- göngu í hina flokkana — ein- hvern einn þeirra eða skifta sér í þá eftir skoðunum og þjóðfé- lagsaðstöðu. Flokkur, sem kominn er út 1 annan eins hringlanda og loddaraskap og kommúnistarn- ir, getur ekki orðið til annars en tjóns eins fyrir allt samstarf lýðræðisaflamia í landinu og á þeim örlagatímum, sem nú virðast framundan er það skylda flokksins við þjóðfélag- ið, að leysa flokkinn upp og taka upp undirferlislaust samstarf við aðra flokka landsins. Alpingi i gær Fundir hófust i báðum deild- um alþingis í gær kl. li/a mið- degis. Á dagskrá efri deildar voru tvö mál. 1. Frumvarp til laga um heim- ild fyrir ríkisstjórnina til að inn- heimta ýms gjöld með viöauka. 2. umræSa. Málinu var vfsað til 3. umræðu. 2. Frumvarp til laga um lög- reglustjóra i Hrísey. 1. umræða. Fiutningsmenn Bernhard Stefáns- son og Einar Árnason. Framsögu- maður Bernhard Stefánsson. Mál- inu var vísað til 2. umræðu og allsherjarnefndar. Á dagskrá neðri deildar voru fjögur máh r 1. Frumvarp til laga um við- auka við lög nr. 99, 3. maí 1935, um skuldaskilasjóð vélbátaeig- enda .3. umræða. Málinu var frestað. 2. Frumvarp til laga um sér- staka dómþingshá í Holtshreppi í Skagafjarðarsýslu. 1. umræða. Flutningsmenn Steingrímur Stein- þórsson og Pálmi Hannesson. Framsögumaður Steingrímur Steinþórsson. Málinu var vísað samhljóða tíl 2. umræðu og alls- herjarnefndar. 3. Frumvarp til laga um breyt- ingar á lögum nr. 6, 9. janúar 1935, um tekjuskatt og eigna- skatt. 1. umræða. Málinu var vís- að umræðulaust til 2. umræðu og fjárbagsnefndar, samhljóða. 4. Frumvarp til laga um hlutar- útgerðarfélög. 1. umræða. Flutn- ingsmenn Gísli Guðmundsson, Bjarni Ásgeirsson og Bergur Jóns son. Framsögumaður Gísli Guð- mundsson. Nokkrar umræður urðu um málið, vísað til 2. um- ráðu og sjávarútvegsnefndar. Starfsemi fyrir at- vinnulansa unglinga var iokið i fjrrradag Allt að 75 piltar við vínnn og nám síðan i nóvember. NGLINGAVINNUNNI var lokið í fyrradag. Hún hófst fyrri hluta nóvembermánaðar og tóku þátt í henni 75 drengir fram í janúar. Þá, eins og und- anfárna vetur, fór þeim fækk- andi, og í gær, er lokið var starfseminni voru þátttakendur aðeins 30. Piltarnir hafa stundað leik- fimi, sund, bóklegt nám, vinnu og smíðar. Unnið hefir verið við hið fyrirhugaða íþróttasvæði við Öskjuhlíð, að skurðgreftri, vegagerð, grjótupptöku og lok- ræsagerð framan af vetri. Mikil ánægja hefir verið meðal þátttakenda yfir þessari starfsemi, eins og undanfama vetur, þó að kaup það, sem drengirnar hafa fengið, hafi verið of lágt, en það var lækkað í haust. Ríki og bær greiða kostnaðinn við þessa starfsemi að jöfnu. Fiskbirgðir á öllu landínu námu 28. febr. síðast liðinn 0 230 þurrum tonn- . um. Á sama tfma i fyrra námu þær 4265 þurrum tonnum. ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR Aðalfandar félagsins verður í Iðnó kl. 8% e. m. mánudaginn 20. marz. Dagskrá: Aðalfundarstörf og lagabreytingar. Félagsstjómin. Eírikur SignrberBsson, verzlnnarfræðinflnr: VerzlnníB m sjálfstæðismálin. ---——♦------ EG VILDI mega fara nokkrum orðum um þá hlið sjálf- stæðismálsins, er veit að við- skilfum okkar við útlönd, utan- ríkisverzluninni. Það er óþarftað fjöiyrða um það, hvernig þeim viðskiftum var háttað fyrr á tím- um um margar aldir, það er kunnara en frá þurfi að segja. í fornöld var verzlunin í hönd- um landsmanna sjálfra, síðan færðist hún meir og meir úr höndum þeirra, þar til þeir að lokum réðu svo að segja engu þar um. Nú þarf ekki annað en fylgjast með staðreyndum, til þess að reka sig á það, að eft- ir því sem verzlunin færðist meir úr höndum landsmanna sjálfra því meir hnignaði og allri þjóð- inni. Það hélzt alveg í hendur, að þegar landsmenn réðu ekki lengur neinu um verzlunina, þá var þjóðin einmitt sokkin niður í það niðurlægingar- og hörm- ungarástand, sem í þann veginn var að ríða henni aÖ fullu, afmá hana af yfirborði jarðarinnar. Þetta eru staðreyndir og þetta vitum við Islendingar, við eigum að minsta kosti að vita það, en inér finst þó ástæði til að rifja það aðeins upp í þessu sambandi Eftirfarandi grein er sam- !; «; hljóða ræðu þeirri, er Ei- «; ríkur Sigurbergsson verzl- ;; ;! unarfræðingur flutti á '; ;; fundi stúdenta um sjálf- ;| !; stæðismálin og uppsögn ;| Ísambandslaganna síðastlið- ; inn sunnudag. j 1 því að sumir virðast vera alveg óskiljanlega fljótir að gleyma. — En svo hófst viðreisnarbaráttan, landsmenn náðu verzluninni meir og tpieir í eigin hendur og nú stóð það heima, að eftir því sem Tándsmenn fengu meiri yfirráðyf- ir verzluninni, því örari varð við- reisninn, því meiri framfarirnar á öllum sviðum. Jón Sigurðsson hefir og þegar í byrjun komið auga á þessar staðreyndir; þess vegna var það, að hann barðist af iafnmiklum eldmóði og raun ber vitni, fyrir því, að verzlunin yrði gefin frjáls, svo að landsmönnum gæf- ist kostur á að taka hana í sínar hendur. Eftir það byrjaði nýtt tímabil í viðskiftamálum þjóðarinnar, tíma- WI,- sem í raun og veru heldur á- fram enn. Landsmenn fóru að smá fika sig upp á skaftið, ein- stakir menn fóru að verzla upp á eigin spýtur, og brátt urðu hér starfandi íslenzkir kaupmenn, hlutafélög, eign fleiri eða færri hluthafa, og kaupfélög. Þessi verzlunarfyrirtæki fóru nú að leita að nýjum og hagkvæmari samböndum, þótt aðstaða þeirra væri hin versta. Þau stóðu mjög illa að vígi bæði vegna fjár- skorts og reynsluleysis. Liggur í augum uppi, hve erfiðleikarnir hafa verið miklir fyrir þessa menn, að ná sér í sambönd í útlöndum, af ýmsum ástæðum. T. d. voru menn lítt undirbúnir hvað málakunnáttu snerti, kunnu helzt eitthvert hrafl í dönsku, en lítið í öðrum málum. Þeir hafa því vafalaust orðið að vera mikið upp á Dani komnir; þeir urðu að leyta til Dana bæði til þess að ná séir í sambönd og sömuleiðis til þess að fá sér almennar upp- lýsingar, þar sem Danir fóru með okkar utanríkismál að öllu leyíi. Ætli þessir fyrstu íslenzku út- flytjendur og innflytjendur hefðu ekki viljað gefa nokkuð til þess, að finna í helztu höfuðstöðum þeirra landa, sem þeir þurftu að leita til, íslenzka trúnaðarmenn íslands, þaulkunnuga á hverjum stað, menn, sem þeir hefðu getað snúið sér til og fengið upplýsing- ar og ráðleggingar hjá? En því var ekki til að dreifa; þeir urðu að brjótast áfram svo að segja algerlega aðstoðarlaust, sjálfum sér og viðskiftum lands- manna í heild auðvitað til mikils skaða. En svo gengu sambandslögin í gildi. íslendingum var í sjálfs- vald sett að taka utanríkismálin í eigin hendur eftir 25 ár. í 7. gr. sambandslaganna var sett ákvæði, sem heimilar íslend- ingum að hafa ráðunauta við sendisveitir Dana, þar sem þess þykir heizt þörf, og vinni þeir að Islandsmálum. Þetta ákvæði hefir vafalaust verið sett í sambands- lögin fyrst og fremst til þess, að gefa tslendingum tækifæri til að ala sér upp færa starfsmenn á sviði utanríkismálanna og hafa tá til taks, þjálfaða og vel undir- búna, þegar að því kæmi, að við færum að vinna að þessum mál- um á eigin spýtur. í öðru lagi hafa þessir ráðunautar auðvitað átt að vera íslenzkum útflytjend- um og innflytjendum til aðstoðar og hjálpar. I þriðja lagi hefðu þeir vissu- lega getað unnið að því látlaust og við hvert tækifæri, að vekja athygli á islandi sem menningar- landi, sem hefði aðeins fyrsta flokks vöru fram að bjóða — og hnekkja þeirri skaðlegu skoðun, sem hefir ríkt um aldaraðir og ríkir enn erlendis, að hér á landi búi menningarlausir skrælingjar, sem ekkert skilyrði h«fi til að framleiða neina nýtilega vöru. Br þetta alt saman æði mlkið og margþætt verkefní. En svo skeður það merkilega. Þetta ákvæði sambandslaganna hefir naumast verið notað til þessa, hvernig sem á því stendur. Að minum dóml er eina skýr- ingin sú, að ráðandi menn i ís- Ienzkum stjórnmálum eftir 1918 hafi ekki komið nógu rækilejfa auga á mikilvægi þess; flokka- baráttan hér innanlands hefir verið svo hatrammleg á þessum árum, að áhrifamennirnir virðast varla hafa gefið sér tíma til að kryfja þau mál til mergjar, er eingöngu varða velferð Islands út á við og til alþjóðarheilla stefna. Það er vafalaust, að Islending- ar hafa beðið af því mikið tjón viðskiftalega séð, að þetta á- kvæði hefir ekki verið notfært. islenzkir útflytjendur og inn- flytjendur hafa síðan 1918 orðið að si^la sinn eigin sjó að mestu leyti eins og áður. Kaupsýslu- menn frá öl||»m öðrum þjóðum njóta aðstoðár hins opinbera í verzlunarerindum sínum erlendis. beir koma í milljónaborg í stóru landi og fara beina leið til landa sinna, sem búsettir eru í þessari borg og þar öllu þaulkunnugir, kaupsýslumennirnir fara til þeirra, mæia við þá á móður- málinu og fá hjá þeim allar þær Frh. á 4. slftta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.