Alþýðublaðið - 20.03.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.03.1939, Blaðsíða 2
SÍANUDAGINN 20. MARZ 1939. ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐUEFNI Gœftaleysi—- fiskleysi. Ó- möguleg í að fá pressaðan saltfisk. Bréf frá „frú X". Þjóðverjarnir og landið okk- ar. Klofningur í Óðni. Vita- minin og Jónas Sveinsson. Frjálsar ástir. ATHUGANIR HANNESAR A HORNINU. UNDANFABIÐ hafa verið slæmar gæftir héðan úr Reykja- vík. Það hefir líka komið óþægi- lega við okkur fiskæturnar, sem erum lítið gefnar fyrir kjöt oft í viku. Hitt finst húsfreyjum verra hye íitið fisksalar vírSast hugsa um að" reyiiá áð gera viðskifta- mönnum sínum til hæfis. Þáð má syo að orði komast, að yarla sé mögttlégt að fá nema tvær eða hrjár fisktegttndir í fiskbúðunum, réyktur fiskur, nætursaltaður fisk- lir óg ný 'ýsa. Það virðist alveg ómögulegt að fá góðan pressaðan sáltfisk, karfa. lúðu eða eitthvað iil tílhwytingar. , ÍVM ÞETIA skrifar frú Xmér í gæri;v Mér, þætti væht um það, ífannes minn, að þú gerðir að um- tálsefni fyrirkomulag fisksölunnar í;þesjsum bæ, Á öllu þvi standi er ég gefsamlega að gefast upp. Dag eftir dag hefi ég hringt í fiskbúð- irnár óg spurti éf'tir pressuðum salt- fiski, en alt af fengið sama svarið, að/ hánn væri alls ekki til. Iibks í morguh þóttist ég sjá saltfisk út- bieyttan í- vagni hjá fisksala á tbrginu og ég keypti hann; en þeg- ar til kom var þetta gerskemdur. drafúldinn labri. Hvernig stendur á þessu? Er ástandið virkilega þann ig,':að órhögulegt sé að fá saltfisk í þéssum fiskibæ? . , 'JfHf- ÍÉTLA Þjóðverjar að fara að ranns'aka hér hvaða hreyfingar sé.u, á landinu. Um hreyfingar í landinu. munu þeir líkast til vita nbg'fyrir löhgu. Það er hins vegar ekki nema eðlilegt áð þeim sé for'- vitni á að vita um það, hvort ís- land sé að færast austur á bóginn eða vestur á bóginn. Að líkindum hafa Þjóðyerjar þegar tekið af- stbðu með' annari hvorri áttinni, eri við fslendingar erum á móti báðum og viljum helzt að gamla landið okkar sé kyrt á þessum sínum gamla og góða stað. Hvort herskipið Emden á að stöðva hreyfingár landsiris, veit ég auð^ vitað ekkert. S AGT EE að verkamannafélag íhaldsmanna sé klofið. Heyrst hefirað á fundi, sem haldinn var nýfega'í félaginu. Kafi verið gerð sú Iagabreyting. að enginn verka- máðuf; sem ekki væri í einhverju pólitísku íhaldsfélagi. fengi að ganga í það, en þá gengu um 50 nazistar úr félaginu. MÉE hafa borizt ítrekaðar DAGSINS. beiðnir um að skora á Jónas Sveinsson lækni að birta opinber- lega rannsókir þær á C-vitamin- innihaldi mjólkur, er hann kveðst hafa í fórum sínum og sýni hinar ákjójsanlegustu niðurstöðuy fyrir hlutaðeigandi mjólkurbú, er hann segir að séu hér í nágrenninu. HANN HEPIE boðið, að á þær megi líta á læknisstofu sinni. Nú er vitað, að læknirinn hefir svo mikið að gera, að nærri ókleyft er að ná við hann tali. nema fyrir þá. sem hafa nægan tíma til þess. Og þó menn láti sig hafa það, ef þeir eru í sjúkdómserindum, að bíða í 2—3 tíma eða jafnvel lengur eftir viðtali. þá er það öðru máli að gegna, þegar aðeins er um að ræða að líta á skýrslu um mjólkiirrann- sóknir. Hvort væri nú betra fyrir læknirinn, að fá yfir sig ös allra þeirra manna og kvenna er áhuga hafa á þessu máli og gjarna vilja líta á þessar skýrslu, eða vera laus við slíkan átroðning, en verða við áskorun formanns Mjólkursölu- nefndar og birta sannleikann. LÆKNIEINN HEFIE sjálfur sagt að þetta mál varðaði allan almenning. — Því þá að vera að pukrast með að bjóða einum og einum manni að sjá þessar skýrslur? Því ekki að birta þær fyrir allan þann almenning, sem þetta mál varðar.. Mjólkur- samsalan hefir látið rannsaka þá mjólk, sem hún býður almenningi og hefir birt opinberlega niður- stöður þeirra rannsókna. Hún á- lítur sig 'engu þurfa að leyna. En hverju hefir Jónas Sveinsson að leyna? Hvaða vítamín er í þessum skýrslum, sem ekki þola birtuna? S. G. SKEIFAE: „Getur þtf sagt mér, hvar er að fá bókina „Frjáls- ar ástir" eftir Katrínu Thorodd- sen lækni? Ég hef spurzt fyrir um hana í bókabúðum og á bæjar bókasafninu. en hún er ekki til þar. . Einhver sagði mér, að hún hefði verið-gerð upptæk, en mér finst það mjög ótrúlegt. þegar um bók er að ræða, sem heita má, að sé nauðsynleg öllum almenningi." „EF EKKI EE HÆGT að fá bókina, vildi ég beina þeirra á- skorun (og veit ég, að þar mæli ég fyrir munn margra) til frk. Katrínar Thoroddsen læknis, að hún annaðhvort skrifi um þetta efni í eitthvert blaðið eða haldi fyriflestur um það í útvarpið. KATEÍN THOEODDSEN flutti eitt sinn fyrirlestur um þetta efni og hann var gefinn út í bæklings- formi. Hann var alls ekki gerður upptækur. Ef hann er ekki alveg uppseldur, þá á hann að fást hjá Snæbirni Jónssyni. Útbreiðið Alþýðublaðið! IXAWIBW Snæ- drottningin. Svölurnar bygðu sér hreiður, gluggarnir þiðnuðu, og litlu börnin gátu aftur séð blómagarðinn sinn á þakinu. Rósatrén báru svo falleg blóm þetta sumar. Litla stúlkan hafði lært fallegan sálm og í þessum sálmi var talað um rósir og þá hafði hún í huga sínar eigin rósir. Og hún söng sálminn fyrir litla drenginn og hann tók undir. Og þau héldust í hendur og kystu rósirnar og horfðu upp í sólskinið og töluðu við það, eins og Jesúbarnið væri þar. Og það var fagur sumardagur og það var yndislegt að vera úti í guðs grænni náttúrunni. m^^itmm 37". Óli og Gerða sátú saman og skoðuðu mynda- ,,Ó, það stakk mig eitthvað í hjartað og þáð bók með dýrum og fuglum. En um leið og fór eitthvað upp í augað á mér." klukkan sló 5 í kirkjuturninum sagðí Óli: . ¦ Hver er bezíi har- moniknleiksrinn? Bragi Hliðberg vann keppnina FYRIR VIKU SÍÐAN fór fram samkeppni innah Féiags harmonikuleikara og var kept um bikar félagsins, sem tveir félagsmenn höfðu gefið. Sex menn tóku þátt í þessari samkeppni. Bikarinn auk heiðurspenings hlaut yngsti meðlimur félagsins Bragi Hlíðberg, sem er aðeins 15 ára að aldri. 2. verðlaun hlaut Halldór Ein- arsson frá Kárastöðum ogþriðju verðlaun Stefán Lýngdál. . 1 dómnefnd voru Fritz Weiz- chappel, Bjarni' Böðvarsson og Karl Ö. Runólfsson. Dráttur í happdrætti Kvenfélags Grindavíkur fór fram á föstúd. á skrifstofu sýslu- manns í® Gullbringusýslu. Upp kom nr. 616. Vinriingsins, sem er málverk eftir Eggert Guð- mundsson, sé vitjað til frú Ing- veldar Eiríksdóttur, Hvoli, Grinda vík. Útbreiðið Alþýðublaðið! Valdar kartöflur og gulrófur í heil- um sekkjum og lausri vigt og allt á kvöldborðið verður bezt og ódýrast að kaupa í " Verzlnnin BREKKA Ásvallagötu 1, sími 1678. Bergstaðastræti 33. Simi 2148. 1 BRÉF Fundur í Húsmæðrafélaginu ANNO 1939, seint á þorra var fundur haldinn í Húsmæðra- félagi Reykjavíkur. Tekið var fyr- ir að ræða um dóminn út af mjólkurverkfallinu sællar minn- iri^ar. Fyrst tók til máls húsmóðir Háteigs og nágrennis. Lýsti hún þ'vl með átakanlegum orðum og hryggum huga, hverjar búsifjar sá mikli dómur hefði valdið Há- teigsbúinu, par sem því væri gert að greiða fjórða hluta sektar- Sjárins, án pess að nokkuð kæmi í aðra hönd. Ekki fengi það betri markað eða hærra verð fyrir mjólkina en dónarnir austanfjalls. Fyrir alla fórnfýsina og fyrir- höfnina í því að hindra mjólkur- flutninga til bæjarins, kæmi bara fjárútlát, sekt. Því fyndist sér að þær heiðurskonur, sem eru í Hús- mæðrafélaginu gætu varla minna gert en leggja í „púkk" í sektina væri það mikil linun, ef hver léti svo sem 10 kr. af mörkum (kurr í salnum). Næst tók til máls systír Há- teigsfrúarinnar og ásamt henni yfirhjúkrunarkonan á Farsótt. Töldu þær það fjarstæðu mikla að fára að pína „tíkall" út úr hverri konu og munaði litlu Há- teigsbúið, sem hægara ætti um ,vik í fjárgreiðslum en flestar þær konur, er í félaginu væru. Enda hefðu þær sumar hverjar á sín- um tíma lagt á sig og sína mjólkurföstur miklar, gengið um borg og bý og reynt að fá fólfc til að afneita allri mjólk, að vísu méð litlum árangri en mik- illi viðleitni. Hefðu jafnvel ein- stakar konur, sem ættaðar voru austan að, farið um héruð fyrir síðustu þingkosningar og reynt að fá konur .þær, er mjólkina áttu, sem reynt var að fá Reyk- víkinga til þess að kaupa ekki, til þess að kjósa frambjóðendur þess flokks, er mjólkurverkfall- inu stýrði, mætti því segja að hver hefði nokkuð gert og mætti Háteigs húsfreyjan vel við una. Mátti nú kenna ánægju klið um salinn, upp yfir gnæfði þó ¦ ein óánægð og hjáróma rödd, húsmóðurinnar frá Háteig, kvað hún konum nú illa farast ogsmá- smuglega, þær hefðu þó hrundið sér ú't í heimsku þessa og mættu þær fyrir hafa helvízka óþökk og illa þrífast; varð nú ókyrð nokk- ur í salnum, töluðu margar í senn og sumar hátt og gerðist Frh. á 3. síðu. MAÐURINM SEM HVARF 6. „Nei, ,nei! Það er svo sem auðvitað," hrópaði hún æst. „Þú ætlar að 'gana út í þessa vitfirringu fyrir einhverjá skítuga fátæklinga. En veistu hversvegna þig langar til þess? Það er af því að þú þjáist sjálfur af fátæktartilfinningunni ennþá. Það rennur þrælablóð í æðum þínum. Sagðir þú mér ekki siálfur einhverntíma, að þú hefðir orðið að vinna fyrir þér sem veitingaþjónn, meðan þú gekkst á háskólann?" ; „Víst gerði. ég það. Ég hafði ekki annars völ, eða þá að hætta námi mínu. — Og fyrir það ásakar þú mig?" <„Þú hefir verið^þjónn annara og nú óskar þú eftir að hjálpa öðrum, sem sannarlega hefðu gott af því að vera þjónar sjálf- irv,«— Hvaða gagn ætli þeim verði annars að þessum íþróttum sínum eða öðrum vitleysisuppátækjum?" — Hún æstist meira og meira. ... f— .Jseja, — þetta gæti nú til dæmis gefið vini okkar Mar- shall tækifæri til að fá fasta og vellaunaða stöðu. — Annars fiinst mér- hann gera undarlega lítið til þess sjálfur að koma sér áfram-'! • ¦ ;:-;i,Múhdir þú gera hann að yfirmanni á tennisvöllunum?" spurlii.'"hurt allt í einu full af áhuga. — Ef hann nú yrði heims- .meisjtyari. ^Þú heldur sjálfur að hann.geti orðið heimsmeistari > „Segðu heldur að ég hafi haldið það. — Og ég hefi að vísu fenn þá.trú, að hann eigi hæfileika til þess. Hann er í raun og :veru búinn öllu því, kröftum, líkamsbyggingu og heilbrigði. Ef hannsamt sem áður bregst, á það rætur sínar í"innra eðli hans. — Ég ðttast, að hann vanti það, sem á að setja púnktinn yfir i-ið, hæfileikann til' að gefast ekki upp jafnvel þá er allir mannlegir kraftar og möguleikar virðast þrotnir." „Aumingja drengurinn. Það er af því hann á svo erfitt. Hann er svo fátækur." „O-jæja, — ég get nú ekki séð, að hann skorti neitt þessa stundina," svaraði Blake þurlega. — „En Ilka, — gefur þú honum peninga?" '„Ég! — Nei og aftur nei. Það geri ég sannarlega ekki," svaraði Ilka með óþarfa ákefð. . . „En þú lánar honum, ef til vill?" hélt maður hennar áfram, og gaf nánar gætur að svipbrigðunum á andliti hennar. „Mig grunar að þú gerir það. Og ég vildi óska, að þú gerðir það ekki. — Það er bæði óhyggilega gert og getur skaðað okk- urí áliti." Þó að hann hefði mælt einhver undarleg töfraorð, hefðu áhrifin ekki getað orðið meiri né sýnilegri. Varir hennar herptust sarnan, svo að skeín í hvítar tennurnar eins og í urr- andi rándýri. Hún minti einna helzt á grimman og reiðan kött. „A-a-a, — þetta vogar þú að segja,— þú, —þú með þíná Charlottu. Þú þykist kanske ekki gefa henni peninga heldur?" „Charlottu!" Rödd hans skalf og sýndi, að hann var gripinn sterkri geðshræringu. „Ég greiði henni aðeins hennar réttmæta kaup. Og fyrir því hefir hún sannarlega unnið heiðarlega. Og ef þú þektir nokkuð inn á starfssvið fyrirtækis míns, hlytir þú að vita, að slík stofnun getur blátt áfram ekki komist hjá því, að einhver af lögfræðingunum sé kona. Við fáum svo mörg mál, sem aðeins konur geta ráðið við og greitt úr eins og vera ber." „Það getur vel verið," — en hvað á öll þessi eftirvinna hennar á skrifstofunni á kvöldin að þýða? — Og svo heimsókn- ir hennar hingað út eftir?" „Það er nú þú sjálf, sem hefir boðið henni hingað," sagði hann áminnandi. „Já, vitanlega geri ég það, — en aðeins tíl að reyna aé hylja ósómann. — Þín vegna og mannorðs þíns býð ég þessari ungfrú Hope þinni hingað á heimili okkar." Hún virtist rólegri þessa stundina, en aldrei fanst honum hún hættulegri en einmitt á slíkum stundum. „Hún er alls ekki „mín úngfrú Hopé." Hún er yngsti með- eigandinn í fyrirtæki okkar og ekkert annað. Það ætla ég að biðja þig að gera svo vel og muna." „Að gera svo vel og muna!" endurtók hún háðslega. „Já, auðvitað má ekki segja neitt, sem getur varpað skugga á þessa — þessa hjákonu þína." Hún hélt áfram með uppgerðarró: , „Og sé hún í raun og veru ekki annað en yngsti meðeig- andinn- í fyrirtækinu, þá ert þú líka meiri álfur en nokkur karlmaður hefir leyfi til' að vera. — Hún vill þó sannarlega vera eða verða annað og meira og leynir því ekki." Hann reyndi að stilla sig og hald skapinu í jafnvægi. „Það var annars Earl Marshall, sem við vorum að tala um." „Já, auðvitað! — Auðvitað viltu heldur tala um eitthvað ánnað. — Kannske bíður þessi fagra Charlotta þín og vonar að þú skiljir við mig og giftist henni?" "^fe AÐ varð löng og djúp þögn, svo sagði Jim Blake hægt *^ og alvarlega: — „Mundir þú vilja skilnað, Elka?" „Skilnað!" æpti hún. „Skilnað! — Þú skalt ekki voga þér að nefna þetta orð við mig." Hún byrjaði að stynja eins og dauðsært dýr. Fagri líkaminn hennar sveigðist fram og aftur eins og undir ofurþunga, svo rak hún upp hálfkæft óp, þaut upp af stólnum og æddi út úr stofunni, — upp stigann í áttina til svefnherbergjanna. Hann heyrði herbergishurð hennar skella svo að undir söng í húsinu. Svo heyrðist skothvellur augnabliki síðar og hátt angistaróp. Það var herbergisþ«rnan sem hljóðaði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.