Alþýðublaðið - 21.03.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.03.1939, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐ1Ð MtlÐJUDAG 21. MABZ 1939 Aðalfundur Alþýðuhúss Reykjavikur h.f. 'f verður haldinn í Aljþýðuhúsinu, — gengið inn frá Hverfis- götu, — fimtudaginn 30. marz n. k. klukkan 8,30 síðdegis. Verkefni fundarins: j Venjuleg aðalfimdarstörf. Hluthafar, sem hafa rétt til að sitja aðalfimd, vitji aðgöngumiða að fundinum í afgreiðslu Alþýðublaðsins, Alþýðuhúsinu, kl. 5—7 síðdegis síðustu 7 dagana fyrir fundinn. Á sama stað og tíma liggja þar frammi reikningar félagsins, til athugunar fyrir hluthafa. Stjórnin. Dagskrá Olymgialeik anna í Helsingfors. DAGSKRÁ Olympíuleik- anna í Helsingsfors 1940 héfir nú verið ákveðin í ein- stökum atriðum. Samkvæmt upplýsingum, sem fréttaritari Ríkisútvarpsins í Kaupmanna- höfn hefir fengið frá fréttastofu leikstjórnarinnar verða Olymp- íuleikarnir haldriir dagana 20. ‘ júlí til 4. ágúst a’ð báðum dög- unum mðtöldum. Keppni í frjálsum íþróttum hefst 7. júlí, keppni í sundi hefst , hefst 24. júlí. Síðasta meistara- keppni í knattspyrnu fer fram 2. ágúst, én Maraþonhlaupið fer fram 28. júlí. 18 lönd hafa til þessa tilkynt þátttöku sína í Olympíuleikun- um. Mðal þeirra eru England, Þýzkaland, ítalía, Danmörk, : Nbregur og Svíþjóð. 21 svonefndra „fljótandi gistihúsa“ koma til Helsingsfors og halda þar kyrru fyrir, meðan á leikunum stendur. í Helsingfors er nú sem óð- ast v.erið að fullkomna Olymp- íuleikvanginn, en auk þess fer fram þar í borginni víðtæk byggingarstarfsemi í tiléfni af leikunum. Finnland leggur. allt kapp á að geta orðið landa fremst í í- þróttakeppni Ólympíuleikanna að þessu sinni, Má gera sér nokkra hugmynd um þann stór- fellda undirbúning, sem fram fer, til þess að hinir finnsku íþróttamenn geti orðið sem bezt búnir undir kappleikana, af því, áð verið er nú að byggja í Hels- ingfors 63 metra langa innan : húss-hlaupbraut, þar sem til- vonandi þátttakendur í hlaup- i um og stökkum geta þjálfað sig að veirárlagi við sem bezt skil- yrði. Þessi innanhússbraut er hin eina sinnar tegundar, sem til er í heiminum. (FÚ). FiskútfIntDingnr Norð manna 1938. ðtilatMnprinn jrfir 151 milllönir krðna. Fullkomnar skýrsl- UR liggja nú fyrir um fiskútflutning Norðmanna árið 1938 og sýna, að Norðmenn fluttu út á árinu fiskafurðir fyrir 151 milljón króna eða alls 385 000 smálestir. Þetta er 600 smálestum meira en árið 1937, þó að upphæð sú, sem inn kom fyrir fiskmagn þetta, væri 12 milljónum króna minni en það ár. Ástæðan til þessa er sú, að útflutningur hinna verðmætari fiskafurða, svo sem lýsis, þurrfiskjar og útflutningur hinna ódýrari af- urða, svo sem síldar og síldar- mjöls, varð 40 000 smálestum meiri en árið áður. Krónulækkunin. Að breyta krónunni svo að bæta ofan á allt sem maður kaupir 30 aurum þýðir það fyr- ir mig, að það, sem ég hef áð- ur keypt fyrir 1 kr., verð ég að borga með 1 krónu og 30 aur- um, ef ég kaupi fyrir 10 kr., verð ég að borga 13 krónur og ef ég kaupi fyrir vikulaunin mín, sem eru 15 krónur, verð r.^.'iT i*i »11iHÍffffi^i yl Snæ- drottníngin Litla stúlkan tók utan um hálsinn á honum og leit upp í augað á honum, en hún sá ekki neitt. Ég held, að það sé farið, sagði hann, en þetta En það ljóta og vonda kom ennþá betur í Ijós var nú samt ekki farið. Þetta var nefnilega og gallarnir sáust strax, því að þeir stækkuðu eitt glerbrotið úr speglinum, sem afmyndaði í speglinum. Vesalings Óli hafði líka fengið allt og gerði það fallega ljótt. spegilbrot í hjartað og bráðum verður það eins og ísmoli. Það var ekki sárt lengur, en 1 brotin sátu föst. W/v/vS' .-- Af hverju ertu að gráta? spurði hann. Þú ert Annars eru þetta ljótar rósir og kassarnir eru svo ljót, þegar þú grætur, það er ekkert að Ijótir. Og svo sleit hann rósirnar af og spark- þér. Svei attan! Það hefir ormur nagað þessa aði í kassann. rós. ég að borga 19 kr. og 50 aura. Ef ég á að geta dragnast áfram verða því launin mín að hækka upp 1 19 kr og 50 aura. Ef ég fæ ekki nema þessar 15 kr., sem ég hefi fengið, verða það ekki nema 10 kr. 50 aurar sem ég fæ og á því get ég ekki lifað, og þá kemur sú skömm fyrir Reykjavíkurbæ að drepa úr hungri þennan eina Odd Sigur- geirsson sterka, formann, rit- höfund og ráðamann m. m. sem bærinn hefir nokkru sinni átt — og það mann, sem hand- genginn ér sjálfum konginum. Oddur Sigurgelrsson hjá Guðm. skipsstjóra Sigurðssyni við Laugarnesveg. Má láta í póst Ó' frimerkt REYKJAVÍK Ég undirritaður óska að gerast kaupandi ALPfBUBL&BSINS MSB SUNNUDAOSBLAÐI Nafn ........................■........... Heimili ................................. Staða .................................. ÚtfylliS miðann, klippið hann út úr blaðinu og látið í póst. Alþingi í gær FUNDIR hófust í báðum deildum Alþingis í gær kl. Wí miðdegis. Á dagskrá Efri deildar voru fimm mál. 1. Frumvarp til laga um breytingar á og viðauka við námulög, nr. 50, 30. júlí 1909. — 2. umræða. Breytingartil- laga frá Magnúsi Gíslasyni lá fyrir til umræðu. Till. var feld með 8 atkvæðum gegn 5. Frum- varpinu var vísað samhljóða til 3. umræðu. 2. Tillaga til þingsályktunar um samgöngur við Austfirðí. — Ein umræða. Flutningsmenn Magnús Gíslason, Árni Jóns- son. Framsögumaður var Magnús Gíslason. Tillaga kom fram um að fresta umræðu og vísa málinu til samgöngumála- nefndar. Tillagan var samþvkt samhljóða. 3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 32, 8. sept. 1931, um búfjárrækt. — 1. umræða. Frumvarp þetta er flutt eftir ósk nýafstaðins bún- aðarþings, og hefir landbúnað- arnefnd athugað frumvarpið og lagt til að það verði samþykt. Framsögumaður var Páll Zóp- hóníasson. Málinu var vísað til 2. umræðu samhljóða. 4. Frumvarp til laga um ostrurækt. — 1. umræða. Mál- inu var vísað til 2. umræðu og sjávarútvegsnefndar, umræðu- laust. 5. Frumvarp til laga um breytingar á 14. gr. laga, nr. 1, 5. jan. 1938, um síldarverk- smiðjur ríkisins. — 1. umræða. Framsögumaður var Bernhard Stefánsson. Að lokinni ræðu Bernhards var umræðum frest að og frumvarpið tekið út af dagskrá. Á dagskrá Neðri deildar voru þrjú mál. 1. Frumvarp til laga um við- auka við lög nr. 29, 7. maí 1928. (Prentsmiðjur.) — 2. umræða. Framsögu hafði Gísli Sveins- son. Málinu var vísað til 3. um- ræðu samhljóða. 2. Frumvarp til laga um breytingu á lagaákvæðum um verðtolla. — 1. umræða. Málinu var vísað umræðulaust til 2. umræðu og fjárhagsnefndar. 3. Frumvarp til laga um við- auka við lög, nr. 61, 23. júní 1932, um lax- og silungsvéiði. — 1. umræða. Málinu var vísað umræðulaust til 2. umræðu og landbúnaðarnefndar. Maðurinn sem HVARF 7. Blake tók stigann 1 tveimur stökkum, en svefnherbergis- dyr Ilku voru harðlæstar. Hann gerði snöggt áhlaup á hurð- ina, en þrátt fyrir heljarafl hans, tókst honum ekki að brjóta hana upp. — Þá hljóp hann gegn um sín eigin herbergi og út um gluggann. Þaðan tókst honum með frábærum snarleik að klifra eftir gluggalistunum yfir á gluggasvalir hennar. Þegar hann var kominn inn í herbergið, sá hann hvar Ilka lá ofan á rúminu, hreyfingarlaus, á gólfinu fyrir framan rúm- ið lá rjúkandi skammbyssa, sem hún hafði ávalt geymt hlaðna í snyrtiborði sínu, undir því yfirskyni, að hún væri hrædd við innbrotsþjófa. Oftar en einu sinni hafði hún hótað því að skjóta sig, þegar hann vildi ekki láta að einhverjum óskum hennar. Nú leit út fyrir að hún hefði framkvæmt þessa hótun sína. Hálfsturlaður af sjálfsásökun og iðrun tók hann hana varlega upp í fang sér. Fallega dökka andlitið hennar var óskaddað. Hún lauk upp augunum. ,,Ég ætlaði að fyrirfara mér,“ hvíslaði hún svo lágt, að varla neyrðist. „En ég held það hafi liðið yfir mig um leið og ég skaut.. Heldurðu að ég deyji, ástin mín, — deyji frá þér, — éini vinurinn minn?“ . =. Hann róaði hana, talaði við hana eins og barn með ástúð- legum orðum. Hún hjúfraði sig upp að honum og bað blítt og innilega um fyrirgefningu. Hún hafði gert þetta af því að hún r þorði ekki einu sinni að heyra talað um skilnað. Og: aldrei þessu vant talaði hún satt. Hið afbrýðissama hjarta Ilku gat ekki afborið hótun um skilnað frá — milljónum dollara. Þegar Blake kom út úr herbergi Ilku mætti hann herbergis- þérnunni rétt fyrir utan dyrnar. Hann ætlaði að fara að ávarpa hana, en í sama bili sá hann opnast dyr ofurlítið innar í gang- inum og Earl Marshall kom í ljós í afarskrautlegum silki- slopp. Hann var mjög fölur í andliti og eitt augnablik var svipur hans líkastur því, sem hann ætlaði að leggja á flótta um leið og hann sá Jim Blake. „Hvað hefir skeð?“ stamaði hann. „Ekkert,“ svaraði Blake stuttur í spuna. „Farið þér bara í rúmið aftur.“ Á veggnum andspænis Jim hékk gamall sjaldgæfur spegill. Og í því að Jim varð litið í hann, sá hann þernuna senda tenn- isleikaranum mjög talandi augnaráð og lét jafnframt fylgja ofurlitla fyrirlitlega hreyfingu eða bendingu í áttina til hans, hins trúgjarna eiginmanns. — Hér gat ekki verið um neinn misskilning að ræða. Hann hafði átt að leika hirðfíflið í vel- æfðum leik. Það sem hann sá í speglinum hafði á einni svipstundu gert honum ljóst allt, sem hann hingað til hafði aðeins grunað. Það hafði sagt honum meira en hann óskaði eftir að fá að vita um samband konu hans við unga manninn, sem dvaldi sem gestur í húsi hans. ¥ AMES BLAKE náði ekki lestinni til borgarinnar á venju- ^ legum tíma þennan morgun. Og þegar hann að lokum var sestur inn í járnbrautarklefa sinn, fanst honum hann vera yfir sig þreyttur, — dauðþreyttur á öllum þessum skrípaleik, sem nefndist daglegt líf. Þreyttur á skrifstofunni og vinnu sinni, — þreyttur á því að hrúga dollar «aftir dollar í fjársjóði sína, þreyttur á öllum sínum glæsilegu sigrum í fjármálum og opinberu lífi. Dauðþreytfur á ’hinni stöðugu tilgangslaúsu hringferð mánuð eftir mánuð og ár eftir ár í hinu dýra og ó- náttúrlega skemtanalífi stéttar sinnar, sem fyrir löngu var orðið honum einskisvirði, og þó fyrst og fremst dauðþreytt- ur á sambúð og samlífi þeirra Ilku. Hvaða vit var líka í því fyrir hann að halda áfram að reyna að halda lífi í löngu út- brunnum ástríðum? Því yfirgaf hann ekki allt þetta öngþveiti og alla þessa hringiðu fyrir fult og alt, með því að fremja sjálfsmorð? — Sjálfsmorð, — nei, í það minsta ekki fyr en öll sund voru lokuð að eilifu. Og Jim Blake var þrátt fyrir alt ennþá of lifandi til að nota þá leið. Hann átti ennþá of mikið af æfintýraþrá og forvitni til að sjá, hvernig örlaga- hjólið mundi snúast og hvað mundi koma í ljós við næstu hringferð þess. En því þá ekki að skilja? Ef Ilka vildi ekki gefa skilnað eftir, gat hann hæglega komið þessu fyrir á annan hátt. Hann gat fengið frelsi sitt aftur með því að útbúa yfirskins hjú- skaparbrot, og svo 6 vikna dvöl í hjónaskilnaðarborginni St. Reno. En það mundi þá kosta það jafnframt, að nafn hans mundi í nokkra daga blasa við á fremstu síðum allra stórblað- anna, í glæsilegum fyrirsögnum og ásamt einkamyndum og gömlum ástabréfum. , Það var ef til vill heimskulegt, en hann gat ómögulega farið þessa leið. Alt frá barnæsku hafði hann haft einhverja óskilj- anlega andúð á því að þurfa að koma mikið fram opinberlega. Hann hafði meðan hann var lítill drengur skriðið inn í alls- konar skúmaskot, þegar fjölskylduboð voru heima hjá honum, til þess að forðast með því að vera dreginn fram til sýn- ingar. Og hann blátt áfram skalf af ótta og hryllingi við þá tilhugsun, að hann og einkahf hans yrði aðalefnið á fremstu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.