Alþýðublaðið - 22.03.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.03.1939, Blaðsíða 2
MÍÐVUOJDAGINN 22. marz 1939 ALÞÝDUBLADIÐ UMRÆÐUEFNI 11 cri¥l Óll, hvað ertu að gera? hrópaði litla stúlkan. Og þegar IJ.A hann sá, hvað hún varð hrœdd, reif hann ennþá fleiri rósir af og hljóp svo inn um gluggann sinn frá Gerðu litlu. Þegar hún kom seinna með myndabókina, Og ef hann sá sér fseri, þá gékk hann á eftir sagði hann, að þessar myndir væru aðeins henni, setti upp gleraugu og hermdi eftir fyrir pelabörnin, og ef amman sagði sögur, þá henni og þá hló fólk að honum. gerði hann gys að henni. Bráðlega gat hann gengið og talað eftir öll- En það var vegna spegilbrotsins, sem hann um mönnum í götunni; Alt, sem var einkenni- hafði fengið í augað og hjartað, að hann legt við fólk, gat Óli hermt eftir og þá sagði gerði gys að öllum, jafnvel Gerðu litlu, sem fólk: Þetta hlýtur. að vera óvenju gáfaður þótti svo vænt um hann. piltur. HjóIreiSaaksturinn. Bréf frá bílstjóra um málið. Á öku- níðingum að haldast það uppi að brjóta reglurnar, þegar þá langar til? Vísur Bjarna Ásgeirssonar um stjórnarskiftin að Kirkju- bæjarklaustri í haust, þegar vinnukonan setti Skúla ráð- herra af og setti Klásen í staðinn. r' ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. ÞAÐ ER ÓHÆTT að full- yrða, að hinar nýju fyrirskipan- ir lögreglunnar um umferða- reglurnar, hljóðlausan akstur o. s. frv. hafa gefist vel og yfir- leitt verið vinsælar. Um þetta skrifar G. bílstjóri mér eftirfar- apdi bréf 17. þ. m.: „ENGINN VAFI ER Á ÞVÍ, að hinn hlióðlausi akstur hefir skap- að meiri varkárni, bæði bílstjóra og gangandi manna, og um leið meira öryggi á götum Reykja- víkur, en áður var, Allir starfs- bræður mínir, sem ég veit um, eru mjög hrifnir af hinum hljóðlausa akstri og mér finnst bílstjórar yf- Méitt fylgja mjög nákvæmlega hinum settu reglum og nota hljóð- merkið aðeins, þegar umferðin gefur tilefni til, — að undantekn- um 2 bifreiðum, segi og skrifa tveim bifreiðum. Þær eru R 1056 ög R 1288.“ '' „VIÐ ERUM MARGIR bílstjór- arnir, sem höfum veitt því athygli í vetur, að báðum þessum bílum er jafnáðarlega ekið af slíkri óvar- kárni og frekju, að dæmalaust er. Óteljandi eru þau skiftin, sem ég hef séð þá bruna eftir Hverfisgöt- únni eða Njálsgötunni með 40—60 'k-m. hraða, síöskrandi við hvert horn og án þess að hægja nokk- uð á. Tvisvar hefi ég kært til lög- reglunnar yfir þessum ökuníðing- um, en árangur virðist enginn. — Slðást í lnorgun lék 1288 þenn- an leik, upp á líf og dauða margra vegfarenda, vestur alla Njálsgötu.“ . , „ER EKKI BETRA að byrgja brunninn, áður en það er orðið of seint og gefa þessum samvizku- lausu mönnum áminingu, sem dugar? Eða á einum tveim frekju- dólgum að líðast það, að eyðileggja þegar stigið skref í menningarátt, með forgangsrétti um hraðari akstur og notkun hljóðmerkis um- fram það, sem öðrum er heimilt? Víð bílstjórar þurfum oft að flýta okkur, og er ekki nema líklegt, að einhverjir freistist smámsaman til þess að stíga á bensínið og nota hljóðmerkið, þegar fordæmið er gefið og notað óspart, óátalið. Það er óvandari eftirleikurinn." D A GSINS. SÍÐASTUÐIÐ HAUST fóru ýmsir mektarmenn í ferðalag austur i Skai'tafellssýsíu. Vöru meðal þeirra Skúli Guðmundsson ráðherra, sem eins og kunnugt er gengur allt af berhöfðaður og Klásen — eins og sumir skrifa nafnið, bílstjóri hans. Þerna á heimfflnu tók Klásen fyrir ráð- herrann og ráðherrann fyrir Klá- sen. Um þetta kvað Bjarni Ás- geirsson alþingismaður: Skúli og Klásen komu að Klaustri forðum daga. Það, sem skeði á þessum stað þykir skrítin saga. Klásen var með harðan hatt, hress í bragði og glaður. Af Skúla hvorki draup né datt. hann dróst inn berhöfðaður. Kom á fólkið hálfgert hik: Hattinum Klásen lyfti. — Efíir nokkur augnablik urðu stjórnarskifti. Þerna ein til þeirra gekk, . þeim hún sæti velur. Með Klásen fór á bezta bekk, en bílstjórann í felur. Oft hafa litlar þakkir þáð, þeir, sem harðast púla. Köld eru jafnan kvenna ráð, ~ Klásen steypti Skúla. Þeir, sem feta stjórnar stig og stíga í hæstu raðir, svei mér verða að vara sig að vera ei berhöfðaðir. Valt er að treysta að virði rétt. vanti frægðar ljómann, til að vernda stöðu og stétt, stjórnarhausinn tómann. Hannes á hornina. ódýr skemtun. K. R. heldur fimleikasýningu i Iðnó í kvöld kl. 8V2 og sel- ur innganginn aðeins á krónu, til þess að gefa sem flestum tækifæri til að sjá hinn ágæta úrvalsflokk kvenna, sem er á förum til Danmerkur. Einnig sýnir þar 1. flokkur karla úr K. R. og að lokum verður danz- sýning. Rigmor Hanson og Sig- urjón og nemendur þeirra sýna samkvæmisdanza, ballett og step. Verður án efa húsfyllir í Iðnó í kvöld, Norænt blaðamannamót verður haldið í Finnlandi dagana frá 12. til 22, júlí í sum- ar. Á dagskrá mótsins eru með- al annars ferðalög til ýmissa finskra bæja. Alpingi í gær Fundir hófust í báðum deildum Alþingis í gær kl. 1.30 e. h. Á dagskrá efri deildar voru þrjú mál: 1. Frv. t. 1. um heimild fyrir ríkisstjórnina til að innheimta ýms gjöld 1940 með viðauka. 3. umr. Frv. var afgreití til ríkisstjórnarinnar, sem lög frá Alþingi. 2. Fyrirspurn til atvinnumála- herra um talstöðvar í fiskiskip- um. — Hvort leyfð skuli. -— Fyrirspurnin er frá Jóhanni Jósefssyni og var leyíð. 3. Frv. t. 1. um breytingu á 14. gr. laga nr. 1, 5. jan. 1938 um síldarverksmiðjur ríkisins. —• Framhald 1. umræðu. Allmikl- ar umræður urðu um frum- varpið. Frumvarpinu var vísað til 2. umræðu með 10 atkv. gegn 3 og til sjáyarútvegsnefndar með 9 atkv. gegn' 6. Nafnakall var viðhaft við þéssa atkvæða- greiðs-lu. Á dágskrá neðri deildar voru fjögur mál: 1. Frv. t. 1. um heimild til sölu þjóðjarðarinnar Höfðahóla o. fl. 2. umr. Málinu var yísað til 3. umræðu samhljóða. 2. Frv. t. 1. um sérstaka dóm- þinghá í Holtshreppi í Skaga- fjarðarsýslu. Málinu var vísað til 3. umr. samhljóða. 3. Frv. t. 1. um dýralækna. 2. umr. Málinu var frestað. 4. Frv. t. 1. um breytingar á Iögum, nr. 106, 23. júní 1936, um útsvör. 1. umr. Málinu var vísað til 2. umr. samhljóða. Sníðum dragtir og frakka og allan kvenfatnað. Lækjargötu 8. Ingibjörg Sigurðardótíir. Ijðsnastarfsemi kommúnlsta í Dagsbrún. Það á al oeia (élagið aö kosntngamaskioa (jr- ir kommönistadokkinn. STJÓRN DAGSBRÚNAR hefir nú hafið almenna njósnastarfsemi um meðlimi fé- lagsins í því skyni fyrst og fremst að fá það upplýst, hvem- ig þeir skiftast milli flokka í bænum. Haga þeir njósnastarfseminni þannig, að sendir eru út menn með fyrirspurnalista og eiga þeir að hitta verkamennina í Dagsbrún og sitja yfir þeim, meðan þeir svara spurningun- um. Og þó að verkamenn óski eftir að fá að hafa blaðið hjá sér til að útfylla það og skila því svo síðar, þá segir sendi- maðurinn, að hann hafi ekki leyfi til þess að skilja blaðið eftir. Spurningarnar, sem svara á, eru alls 37, og eru margar þeirra þannig, að Dagsbrún hlýtur að vera áður kunnugt um þau atriði sem um er spurt. Margar eru þær er virð ast starfsemi Dagsbrúnar al- gerlega óviðkomandi. Hvað varðar Dagsbrún t. d. um „nafn eiginkonu,“ eða það, hvort maðurinn eða konan „séu í Kron“, eða þá hvort viðkom- andi „hafi útvarp.“ í þriðja flokki spurninganna eru svo þær, sem leikurinn er gerður til að fá svarað, en það eru spurningar eins og þær: — „Hjá hverjum vinnur þú?“ og „hvar konan og börnin vinna“ og hvaða „blöð og tímarit" keypt eru á heimilinu. Svör við þessum spurningum er gott fyrir Kommúnistaflokk- inn að fá, vegna áróðursstarf- semi hans. Má þá hefja skipulagsbundna herferð gegn þeim heimilum, sem sýna síg að vera ekki a£ sauðahúsi kommúnistanna, til þess að þau hætti að kaupa and- stæðingablöð þeirra og til þess hægt sé að fela hinum komm- únistisku áróðursmönnum úti á vinnustöðunum að athuga hjarta og hugarfar þess fólks, sem með þeim vinnur þar, og ekki er fullvíst hvernig er á litinn í pólitíkinni. Af ýmsum er talið að ekki sé ólíklegt að kosningar verði í vor og þá væru þessar skýrsi- ur kommúnistunum þýðingar- mikil plögg, því þar er m. a. tilgreint framtíðarheimilí Frh. á 4. síðu. flf ABURIM!^ aSMJ£¥ARF s. fremstu síðu blaðanna. Hann fann, að hann kaus mikið frekar að deyja en að láta almenning hnýsast í viðkvæmustu einka- mál hans. — Og svo var það, að Jim Biake tók þá ákvörðun að deyja, en lifa þó lífinu áfram jafnt fyrir því. Þao var sem rynni upp skyndiljós fyrir honum og hann sá hvernig þetta mátti gerast. Hann ætlaði sér innan skamms að hætta að vera til sem James Blake. Það var framkvæman- legt. Hafði hann ekki oft heyrt og lesið um fólk, sem gegn um slys eða langvarandi sjúkdóma, bókstaflega breyttist í aðrar persónur. Því skyldi hann ekki vera þess megnugur að breyta sjálfum sér á þann veg, ef hann einbeitti •öllu sínu viljaþreki og notaði sér alla þá möguleika sem unt væri. — Og auðvitað gat hann það. Hann skyldi hverfa. Og hann skyldi auk þess taká með sér meirihlutann af auðæfum sínum. Og í sínu nýja gerfi ætlaði hann að framkvæma hugsjón sína um íþrótta- háskóla. Því meira sem hann hugsaði um þetta, því sterkari tökum tók það hann og hann varð ákveðnari með hverju augna- bliki. En honum varð jafnframt ljóst, að það mundi verða afar- erfitt að framkvæma þetta. Ilann gekk þess ekki dulinn, að þessi þraut hans var í flestu ólík. öllum öðrum þrautum. Því lengur sem Jim braut heilann um þetta, því ákveðnari varð hann í því að gera þessa tilraun. En honum duldist ekki, hversu erfitt yrði að koma þessu í framkvæmd. Hann varð bæði að vera til og vera ekki til, samtímis. Hann ætlaði að hverfa, en verða þó kyr. Hann mundi ráfa um sem einskonar afturganga og þekkja alt og alla, án þess að nokkur þekti hann. Honum varð það einnig ljóst, að það var eitthvað lítilmann- legt við þetta, sem hann ætlaði að gera. Það var flótti. Hann ætlaði að flýja hólminn í stað þess að berjast. En þegar maður á að heyja stríð við konu, er sigurinn ’venjulega margfalt hræðilegri en ósigurinn. „Þetta er samt sem áður eina lausnin,“ sagði hann við sjálfan sig um leið og lestin brunaði inn á Long-Islands-stöð- ina. — Ég hverf. Heimurinn skal strika mig út úr tölu hinna lifandi. — En jafnframt skulu auðæfi mín hverfa með mér, eða mestur hluti þeirra að minsta kosti.“ Það var eitthvað óvenjulega létt og frjálsmannlegt yfir svip hans og hreyfingum, þegar hann kom inn á skrifstofu sína þennan morgun. Svo settist hann við að lesa bréf þau, sem komið höfðu um morguninn, ásamt einkaritara sínum. Það var íölur og alvarlegur unglingur, er gekk með stór hornspangargleraugu og var mjög nærsýnn. Alt í einu veitti Blake því eftirtekt, að pilturinn var óvenjulega skrafhreifinn þennan morgun. „ ......... Þér hafið hlotið að taka eftir því, að það ríkir dálítið sérkennileg stemmning hér á skrifstofunni í dag, herra Blake,“ sagði hann svo um leið og hann safnaði saman þlögg- um sínum og bjóst til að fara fram á fremri skrifstofuna. „Einhverjar slúðursögur í gangi?“ spurði Biake áhugalaust. „Nei, ást og rómantík!“ „Hér á skrifstofunni. — Jim leit á hann með vantrúarsvip. „Hver er sá eða sú hamingjusama, með leyfi?“ „Það er ungfrú Hope.“ Þrátt fyrir veik augu og dimm gleraugu sá pilturinn að Blake beit á vörina og að hann náfölnaði. „Hvaða þvaettingur er þetta!“ sagði hann í önugum róm. „Þér munið vafalaust eftir herra Gans, skjólstæðingi ungfrú Hop©s,“ „Ekkjumanninum í þessu erfðamáli, sem hún hefir verið að fást við?“ „Já, við érum öll búin að sjá það fyrir löngu, að hann er alveg utan við sig af ást til hennar. — Hann hefir beðið um fleiri við- töl, — algerlega óþörf viðtöl, við ungfrú. Hope, en nokkur anii- ar skjólstæðingur okkar í minni tíð. En svo var það í morgun snemma, aö ég var staddur niður frá hjá Cartier — gimsteina- salanum — með einhverja pappíra. Þar var þá Gans fyrir og var að kaupa trúlofunarhring. Og ég heyrði hann segja búðár- stúlkunni, að draga hann á hönd unnustunnar við hádegis- verðinn í dag.“ Hún kinkaði kolli og þagði, en hann sagði ekki meira. Hann sat bara og horfði á hana án afláts og henni fanst augnaráð hans eitthvað svo undarlegt. James Rlake hafði alt í einu orðið það ljóst, að um leið og hann segði skilið við sitt núverandi líf, yrði hann jafnframt að segja skilið við Charlottu Hope fyrir fult og alt. En honum var ekki síður Ijóst, að það yrði ef til vill enn þungbærara, ef hann ætti að halda áfram að lifa þessu gamla lífi án hennar, — ef hann yrði að verða kyr, en hún færi burt og gifti sig einhverjum. Hugsunin um þetta varð voðaleg. Honum fanst eins og ,að opnaðist eitthvert hyldýpi af örvæntingu. Meðan hann starði þarna á hana eins og 1 leiðslu, fann Char- lotta í fyrsta skifti til einhvers óróleika í nærveru hans. „Hefir eitthvað komið íyrir yður — eitthvað óþægilegt?“ spurði hún ofurlítið hikaridi. „Nei, nei, — ekki neitt,“ svaraði hann, en varð að taka á öllu þreki sínu til að jafna sig og brosa. „Ég var bara að hugsa um það, að dagurinn í dag er. einskonar afmælisdagur." „Já, það veit ég, — En mér kom ekki til hugar .að þér munduð muna það.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.