Alþýðublaðið - 23.03.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.03.1939, Blaðsíða 2
FIMTCBAOINN 23. marz 1939. ALÞYÐUBLAÐIÐ Hræðsia barna. Mjög raörg börn þjást af ým- iskonar hræðslu, þau vakna upp á næturnar hrædd og utan við sig, hljóöa og gráta, og vekja einn eða fleiri af fjölskyldunni. Þessi börn eru höfð undir eftir- liti lækna. I mörgum tilfellum getur hræðsla barnanna stafað af mjög smávægilegum hlutum, t .d. hafi þau heyrt sagt frá innbroti eða óviðfeldnu æfintýri, en sé barnið heilbrigt á það að gieyma þess háttar fljótt. Einnig geta börn lært af eldri systkinum sínum að verða hrædd, t. d. ef þau eldri láta þau yngri altaf koma með sér ef dimt er, og láta þau kveikja fyrir sig Jjós í dimmum göngum eða stig- u n. Sömuleiðis getur móðirin haft slæm áhrif á barnið, sé hún sjálf altaf hrædd og altaf að brýna fyrir því að vara sig á hvað litlu sem er, svo þaö — myndar sér allstaðar hættur. Slík hræðsla hverfur þó venju- Iega af sjálfu sér þegar barninu vex fiskur um hrygg, og það sér af eigin hyggjuviti og ekkert er að óttast. Önnur hræðslutil- felli eru aftur af alvarlegra íoga spunnin, þegar börnin alveg sleppa sér án þess að nokkuð á bjáti. Venjulega eru börnin þá þreytt og illa fyrir kölluð á dag- inn meðal annars af því að þau njóta ekki nægrar hvíldar á nótt- unni. Pau eru oft uppstökk og stríðin og missa áhuga á sínum venjulegu áhugamálum. Þegar þau eru þannig komin í ósátt við alt og alla verða þau aft enn þá grályndari, og fá síðan skammir og ýmiskonar hegningar Skiljanlega leiðir það ekkert gott af sér að hegna börnunum. Eina leiðin til að kippa þessu i lag er að komast fyrir upp- tök hræðslunnar og þar næst að sýna þeim fram á að ekkert sé að óttast. Ef hægt er tala hreint út um þetta. við barnið kemur það venjulega í ljós að það er eitthvað sem það hefir misskilið, það getur t .d. stafað af því að barninu finst vera farið illa með þann sem því þykir vænt um, einnig getur það stafað af at- burði sem hefir gert breytingu á einn eða annan hátt. Venjulega hefir barnið þó ekki tekið eftir því sem var að gerast, og ekki getað spurt um það í tíma. Það hefir þá sjálft gert sér rangar hugmyndir um atburðinn, oghlað ið svo einum misskilningi ofan á annan, þar til kominn var svo hár múr að ókleift er að kom- ast yfir hann af eigin ramleik. 'Það er þá ekkert undarlegt þó barnið verði taugaveiklað, það lifir í eilífri angist um að nú komi aftur eitthvað óviðfeldið fyrir. Hér eru tvö dæmi upp á slík vandræðabörn. Karl var 9 ára og elstur af þremur systkinum, hann kom til rannsóknar af því hann þjáðist af hræðslu á nótt- unni og var mjög órólegur í skólanum og heima hjá sér, og honum var ómögulegt að leika sér með öðrum börnum. Hann var mjög stríðinn, sérstaklega síríddi hann þriggja ára gamalli systur sinni. Hann tók brúðurnar hennar og leikföngin og faldi þau eða eyðilagði, svo það var enda- laust rifrildi, grátur og slagsmál, og móðirin var orðin sannfærð um að drengurinn væri alvarlega veikur. Við rannsóknina var dálítið erf- itt að eiga við hann. En seinna fengum við að heyra langa sögu "m að hann væri reiður við systur sína og þess vegna stríddi hann henni. Litla bróður var hann líka raiður við, einnig við pabba HEIMILIÐ, KONURNAR OG BÖRNIN ÝMSIR SMÁRÉTTIR Hlífið blúndum í þvotti. Bezt er að vefja þeim um flösku eða sulíukrukku, sem hægt og hægt er gutlað fram og aftur í volgu sápuvatni. Þannig eru þær þvegnar og skolaðar úr mörgum vötnum, og ef svo blúndan er látin þorna á flöskunni, verður hún slétt og falleg og þarf ekki að straua hana. og mömmu, hann var yfir höfuð óánægður með alla hluti, hann veit líka vel, að hann er ekki pabba og mömmu rétta barn, og það er litli bróðir nú ekki heldur, þess vegna á hann hægt með að þola hann, en líklega er systir þeirra rétta barn, það heldur hann minsta kosti, því mamma tekur altaf hennar málstað, þó það sé hún sem byrjar að stríða. Og svo fær hún altaf fínustu fötin. Við nánari athugun á áliti hans á tilverunni kom það í ljós að hann vissi ekkert hvaðan börn in koiriu í raun og veru. Mamma hafði einu sinni sagt honum að kunnug kona sem var ljósmóðir hans hefði komið með hann sjálf- an, og einusinni fyrir nokkrum árum hafði mamma legið á spí- tala og hafði þá hjúkrunarkonan gefið honum og systur stranga með litla bróður innan í. „Hér er lítill bróðir handa þér“, hafði hún sagt, og þá átti mamma ekkert í honum. Hertogaegg. í hitaðar tortelettur eru lögð annaðhvort poka-egg („pocheruð“ egg) eða afskurnuð egg, sem soðin hafa verið í 5—6 mín. og yfir þau helt heitri sósu ,sem búin er tii úr tómatmauki (Puré), smjöri og rjóma. Tómatar með eggjum. Stórir tómatar eru holaðir inn- an og pipar og salti stráð í. I hvern tómat er helt gætilega einu hráu eggi; þeim er raðað á fat, sem þolir vel hita, stungið inn í bakaraofn og bakað í nokkrar mínútur, eða þangað til hvítan er hlaupin. Bakað ostamauk: 60 gr. smjörl. 60 gr. kartöflumjöl. 2 dl. mjólk. 200 gr. rifinn ostur. 3—4 egg. Salt. Kartöflumjölið er hrært út með mjólkinni, sett yfir eld og smjörl. lálið í; hrært stöðugt í þangað til jafningurinn þyknar, þá er hann tekinn fljótlega ofan, lát- inn kólna ofurlítið, osti, eggja- rauðum og salti hrært saman við og síðast hvítunum vel þeytt- um. Bakað í hálftíma í smurðu eldföstu móti, við ekki mjög mik- inn hita. Sardínur með tómatmauki. Sardínur eru hitaðar augnablik á pönnu í olíunni sem þeim fylg- 'ir í dósinni og ofurlitlu af matar- olíu eða smjöri í viðbót ef með þarf; þær eru síðan Iagðar á ristað franskbsauð og tómat- mauki helt yfir. Eggjakótelettur: 3 harðsoðin egg. 50 gr. smjörl. 50 gr. hveiti. 100 gr. mulið hveitibrauð eða tvíbökur. 100 gr. rifinn ostur. Pipar, Salt. Ein eggjarauða. Eggin eru söxuð smátt. Hveiti og smjörl. bakað saman og þynt út með sjóðandi vatni í þykkan jafning; þar í látið: hráa eggja- rauðan, söxuð eggin, muldahveiti brauðið, osturinn og kryddið. Deigið er breitt út á fat og látið kólna, síðan mótað í litla flata snúða, sem velt er upp úr eggja- hvítu og brauðmylsnu og steiktir í smjöri. Grænar baunir í jafningi borð- aðar með. Ýms góð ráð fyrir [ j húsfreyjuna. j MEIRA AÐ SEGJA seigt nautakjöt verður meirt, ef látið er ofurlítið ákavíti, romm eða konjak út í vatnið. EF ÞÉR ætlið að geyma hrátt Eftir mörg samtöl við Karl heppnaðist að gera honum skilj- anlegt, hvernig í þessu lægi. Hann skildi, að hann var eins mikið mömmu- og pabba-barn eins og hin og hafði jafn mikinn rétt til að þykja vænt um þau eins og þeim, og mamma hans hafði verið eins góð við hann, þegar hann var lítill og hjálpar- þurfi, eins og hún seinna var við systur hans og nú við litla bróður. Sögu Karls litla var þó því miður ekki lokið, þó búið væri að uppgötva aðalorsökina fyrir einþykkni hans. Um tíma var hann rólegur heima, en hið ger- samlega ójafnvægi hans fór svo að koma aftur í Ijós. Aðstaða heimilisins var slæm, og hann krafðist fullra yfirráða; hann var eigingjarnari og sjálfselskari en börn eru alment, og hefir verið ó- þægur í skólanum; en það kemur nú ekki meira þessu máli við. Aðalatriðið er að muna, að á þessum árum hefir hann sökt sér dýpra og dýpra niður í sínar eig- in röngu hugmyndir. Og það ætti að vera heilög skylda allra for- eldra að taka fyrir slíkt í tírna með skynsamlegum útskýringum. Annað dæmi má nefna, sem ekki er eins alvarlegt. Það var tekinn til rannsóknar Iítill dreng- ur, 10 ára gamall, Pétur að nafni. Hann kvartaði aðallega um hræðslu, þegar hann gekk einn niður stiga, og þegar hann átti að fara í skólann á morgnana var það nauðsynlegt, að mamma hans eða jafnvel litli bróðir stæði Frh. á 3. síðu. Skömmu seinna kom Óli með stóra hanzka — Ég hefi fengið leyfi til að aka á stóra og sleðann sinn á bakinu. Hann hrópaði til torginu, þar sem hinir leika sér. Og svo þaut Gerðu: hann af stað. Horfðu nú í glasið, Gerða, sagði hann, og hvert snjókorn Það var miklu meira gaman stækkaði og leit út eins og stjarna með tíu köntum. Það var að horfa gegn um glerið en fallegt að horfa í það. Sérðu, hvað þetta er einkennilegt, með berum augum. Og snjó- sagði Óli. kornin litu út eins og blóm, en þau máttu bara ekki bráðna. Er skórinn þröngur? Takið þá hnapp og neglið hann i skómótið með kúptu hliðina út, þannig, að það útvíkki skóinn á réttum stað. kjöt til næsta dags er bezt að láta það í skál sem er mátuleg fyrir það, hella svo vatni á, svo að fljóti yfir, og síðast nokkr um dropum af matarolíu, láta svo skálina standa á köldum og dimmum stað. NOTIÐ VOLGT VATN til að væta þvottinn áður en hann er strauaður, það er miklu betra en kalt. TIL ÞESS AÐ HALDA vaxdúkum heilum á röndun- um er gott að brydda þá með sterku lérefti. BLEYJUR og aðra klúta af ungbörnum er fýrirhafnar- minst að slétta á þann hátt að leggja þá hvern ofan á annan undir straustykkið þegar strau- að er. EF ALUMINIUMÍLÁT eru orðin ryðguð eða ljót að innan er gott að sjóða í þeim rabar- bara. Baðkör er bezt að hreinsa á þann hátt að taka einn bolla af súrri mjólk og hnefafylli af salti og skrúbba síðan vel. STÓLAR og borð rispa oft drottníngín. Leikir hans urðu nú allt öðru vísi en áður. Einn daginn, þeg- ar f júk var, kom hann með safngler, hélt út frakkalafinu sínu og lét snjókornin falla á það. Blóm á samkvæmiskjólnum. Ef gamlir samkvæmiskjólar eru smekklega skreyttir með blómum, geta þeir orðið sem nýir. Á mynd 1 eru hlýrarnir yfir axlirnar þaktir með smáum silkiblómum. Á mynd 2 er hálsband og sams konar armband búin til úr mjög smáum marglitum blómum. gólfin, til að koma í veg fyrir þetta, er gott að líma gúnúní- plötur eða flókastykki neðan á láppirnar. BLEK, sem orðið er þykkt, má þynna með ediki, notið aldrei vatn til þess. MÁLNINGARBLETTUM af gluggum er gott að ná með rak- vélarblaði. Sf f 'faufr, 0Á /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.