Alþýðublaðið - 23.03.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.03.1939, Blaðsíða 3
FIMTUDAGINN 23. marz 1939. ALÞYÐUBLAÐID ALÞÝÐUBLAÐIÐ MTSTJÓRI: P. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON, APGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 1198: Jónas GuSmunds. heima. 490S: Alþýðuprentsmiðjan. . 4966: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN < 4—------------------------♦ Síðustu áfang- arnir á leið til Evrópustriðs? AEFTIR Saarhéraðinu, Aust- ríki, Súdetahéruðunum og Tékkóslóvakíu hefir nú einnig Memelhéraðið verið lagt undir Þýzkaland. Sú frétt kemur þó engum á óvart. Það hefir lengi verið við því búizt að Hitler myndi heimta aftur þetta landa- mærahérað, sem tekið var af Þýzkalandi og lagt undir Lithau- en árið 1924 til þess að opna því landi leið til sjávar. Því að Memelhéraðið er að langmestu leyti bygt Þjóðverjum og þýzki nazistaflokkurinn hefir í raun og véru verið þar öllu ráðandi síð- asta árið, enda þótt héraðið hafi þángað til nú formlega talizt til Lithauen. Hinu er þó ekki að leyna, að mpð því að Memelhéraðið með einu höfninni, sem Lithauen átti aðgang að, hefir nú aftur verið lagt undir Þýzkaland, hefir naz- istastjórnin í Berlín náð því tang- arhaldi á hinu litla nágrannaríki, að varla verður reiknað með nokkurri alvarlegri mótspyrnu framar af þess hálfu, ef Hitler skyldi þóknast að fara með her manns inn í Eystrasaltslöndin Lettland og Eistland til þess að ógna Sovét-Rússlandi þaðan, að norðan og vestan, samtímis eða um svipað leyti og hann reyndi að brjóta sér braut gegn um Rúmeníu að landamærum þess að sunnan og vestan. Þrátt fyrir það er ekki líklegt, að innlimun Memelhéraðsins í Þýzkaland verði út af fyrir sig neitt ófriðarefni í Evrópu. Þjóð- ernislegur réttur Þýzkalands til héraðsins er svo ótvíræður, að engum hefir, að minsta kosti í seinni tíð, dottið í hug, að til lengdar yrði hægt, að standa á móti þyí, að það yrði aftur sam- einað hinni þýzku ríkisheild. Og þó það sama yrði á næstunni gert við hina þýzku hafnarborg Danzig, sem nú er að nafninu til sjálfstætt ríki, er varla heldur við því að búast, að um verulega mótspyrnu gegn því yrði að ræða enda þótt Pólland myndi án efa telja innlimun þeirrar borgar í Þýzkaland alvarlegt áfall fyrir sig. Þýzka nazistastjórnin hefir hingað til, þrátt fyrir alt ofbeldi og samningsrof, átt tiltölulega létt méð það að fóðra fyrirætlanir sinar með hátíðlegum yfirlýsing- um þess efnis, að hún væri að gera gildandi réttlætiskröfu þýzku þjóðarinnar til þess að samein- ast í eina ríkisheild. Því að það er erfiít fyrir þau ríki, sem stóðu að Versalafriðarsamningunum 1919 að mæla í móti því, að sú regla, sem þau að minsta kosti í orði kveðnu lögðu til grundvallar fyrir framtíðarskipu- lagi Evrópu eftir heimsstyrjöld- ina — að landamæri skyldu á- kvtðln «ftír þjóðarni — sá «inn- ig gerð gildandi af Þýzkalandi. Enn með innlimun Tékkóslóva- kíu hefir Þýzkaland sjálft brotið þessa reglu og brugðist öllum þeim yfirlýsingum og loforðum, sem Hitler hefir gefið um að gera ekki kröfur til annaralanda en þeirra, sem byggð séu þýzku- mælandi mönnum. Það réttlæti, sem hann hefir hingað til heimt- að fyrir Þjóðverja utan landa- mæra Þýzkalands, neitar hann að viðurkenna, þegar aðrar þjóðir leiga í hlut. Hann hefir með þvi að svifta Tékka sjálfstæði sínu ekki aðeins rofið eigin orð og éiða heldur og sýnt, að í hans munni hefir krafan um sjálfsá- kvörðunarrétt þjóðanna ekki ver- neitt annað en hræsni, skálka- SKjól fyrir þýzka auðvaldið til undirbúnings blóðugrar styrjald- ar um yfirráðin yfir auðlindum heimsins á kostnað annara þjóða, sem einskis óska frekar en að fá að Iifa í friði og una við það, sem þeim ber. En það fer margt öðruvísi en ætlað er. Þess verður fyrirsjáan- lega ekki langt að bíða, að Hitler fái þá styrjöld, sem hann stefnir að. En það hafa fleiri en hann ætlað að leggja undir sig Ev- rópu, og öllum hefir orðið hált á þvi, og það jafnvel þótt alt aðrir og meiri menn væru en hann. Það er til táknræn mynd, sem margir þekkja og margir munu minnast í sambandi við þá örlagaríku viðburðarás, sem nú er hafin í Evrópu með her- ferð Hitlers í austurátt. Það er mynd af Napóleon árið 1812, þeg ar hann hafði lagt undir sig alt meginland Evrópu austur til Moskva. Hann stendur á háum „stultum" og nemur önnur við jörðu í Moskva, en hiníParís. En „stulturnar" þola ekki þungann. Þær eru að brotna og hermanna- keisarinn að hrapa. Enginn getur sagt með neinni vissu hvert Þýzkaland snýr næst vopnum sínum, hvort heldurgegn Rúmeníu, Eystrasaltslöndunum e^a vestur á bóginn. Ekki held- ui hve margar þjóðir verða að þ i hörmungar nýrrar styrjald- ai og kúgun Hitlers, áður en yfi t angur hans verður honum sjál «.m að falli. En til þess að segja hitt fyrir, þarf engan spá- mann: að fyrr eða síðar leggur Dngnaðarmaður sextugur. P EXTUGUR er í dag ólafur ^ Sveinsson, vitavörður á Reykjanesi á árunum 1925—30. Ólafur var mjög stórtækur í framkvæmdum þessi ár, sem hann var á Reykjanesi. Hann stækkaði túnið um 100 hesta, og þeir, sem vita hvernig landslagi þar er háttað, vita, að það er mikið verk. Hann margfaldaði garðrækt og gerði miklar girð- ingar, mest úr grjóti. Hann lagði mörg hundruð dagsverk í lend- ingarbætur og kostaði að miklu leyti sjálfur hinn 14 km. langa bílfæra veg ,er hann ruddi um brunahraun og sanda til Grinda- víkur. Hann bjó til Sundlaug á Reykjanesi. Sprengdi með miklu erfiði og kostnaði niður í gegn um klöpp, þangað sem að rennur altaf heitur sjór, hreinn og tær, 22—30 stiga heitur, og geta 8—12 manns synt þar í einu. Hafa mörg þúsund manns samtals far- ið í laugina, síðan hann gerði hana, og margur talið sér verða einkennilega gott af því. En ekki hefir ólafur fengið neina borgun fyrir þetta. Ólafur þurfti að taka á móti fjölda manns, bæði af sjó og lándi, þegar hann var á Reykja- nesi, þar á meðal einu sinni 40 skipbrotsmönnum. En þegar báta vantaði i slæmum veðrum, var iðulega simað á Reykjanes og I^eðið að fara með sjónum og líta eftir þeim, og fylgdi þessum ferðalögum, sem oftast voru í vondum veðrum, hin mesta vos- búð og erfiðleikar. En aldrei tók Ólafur neitt fyrir þetta. En mjög fór þetta illa með heilsu hans, enda bættust þessar ferðir ofan á látlaust strit hans, því Ólafur hefir verið vinnusamur með af- brigðum og hefir á þessu farið mjög með heilsu sína, þó hann væri í öndverðu hið mesta hraustmenni. Geta má þess, að Ólafur var á unga aldri hið mesta glæsimenni útlits, en ólík- ur flestum löndum sínum, því hann með vígbúnaði sínum og hernaðarbrjálæði þýzku þjóðinni þær byrgðar á herðar, sem hún fær -ekki undir risið. hann er dökkeygður og dökk- hærður. Lítið fékk Ólafur að njóta starfs síns á Reykjanesi, og varð hann að fara þaðan fyrir það, sem margir kölluðu tyllisakir. Hefir ólafur fengið nokkrar bæt- ur fyrir vinnu þá, sem hann lagði fram, en fékk ekki að njóta en þó hvergx nærri fyrir hana alla; til dæmis ekkert fyrir laug- ina frægu. Mundi land vort fljótt taka stakkaskiftum, ef margur ynni fyrir það af sömu elju ag Ólafur Sveinsson. S. B. HRÆÐSLA BARNA. Frh. af 2. síðu á tröppunum og talaði við hann, þangað til hann var kominn niður. Við rannsóknina kom í Ijós, að hann var mjög skynsamur dreng- Ur og heilbrigður, aðeins nokkuð fölur og horaður. Honum gekk vel í skólanum, þegar hann var 4V2 árs eignaðist hann lítinn bróður, sem öllum þótti mjög gaman að; mamma dekraði reyndar dálítið við hann, en það var mjög eðlilegt, því hann var svq fallegur; en annars var litli bróðir pabba barn. Þegar Pétur var búinn að vera í skó'.anum nokkurn tíma, byrjaði hann ált í einu að verða hrædd- ur við að ganga einn. Hann vakn- aði líka á næturnar og gat ekki sofnað aftur nema hann fengi að halda í hendina á litla bróður, þó hann væri steinsofandi. I skólan- um gekk honum altaf mjög vel, einnig þegar hann var innan um félaga sína bar ekki á neinu. Hann hefir hvað eftir annað séð kvikmyndir, sem hann hefir svo dreymt á nóttunni og verið hræddur við. Þegar talað var við hann virt- ist hræðsla hans helzt stafa af því, að honum fanst hann ekki komast til jafns við litla bróður sinn. Litli bróðir er fallegri og kátari, þess vegna þykir pabba og mömmu meira varið í hann; — og litli bróðir getur verið heima hjá mömmu, þegar Pétur þarf að fara í skólann, og þess vegna grípur hami órói, sem slð- an brýzt út i hræðslu á næturnar. Dæmið um Pétur er ekki eitt af þeim verstu; hann var skemtileg- ur drengur, sem vel gat skilið það, að pabbi og mamma héldu einnig upp á hann, sérstaklega ef hann kom vel fram. Það er því miður ekki svo sjaldgæft, að börn, sem alveg ó- vænt eignast lítinn bróður eða systur, taki einkennilegt viðbragð. Og það er ekki svo undarlegt, að þau eigi dálítið erfitt með að venja sig við þessar nýju kring- umstæður, ef þau hafa sjálf verið eftirlæti fjölskyldunnar. Alt um- hverfið hefir í raun og veru tekið stómm breytingum fyrir þau, svo það er skiljanlegt, að þau reyni á einn eða annan hátt að láta taka eftir sér. Síík hræðslutilfelli sem þessi eru til mikilla óþæginda bæði fyrir börnin sjálf og heimilið. — Ekki má þó þrátt fyrir þetta gleyma því, að heilbrigð börn geta einnig orðið hrædd; það eru atvik, sem virðast geta komið fyrir hvítvoðunga, ef dæma má eftir svipbrigðum þeirra, þegar þau t. d. eru að detta. Meðferð sjúkrar hræðslu er eiginlega eng- in önnur en meðferð venjulegrar hræðslu, þ. e. a. s. það er engin ástæða til að ógna börnum eða hegna þeim til að láta þau hætta að vera hrædd, hvort sem jtað er af skiljanlegum eða óskiljanleg- um orsökum. Valdar kartöflur og gulrófur í heil- um sekkjum og lausri vigt og allt á kvöldborðið verður bezt og ódýrast að kaupa í Verzlunln BREKKA Ásvallagötu 1, sími 1678. Bergstaðastræti 33. Sími 2148. STtJLKUR geta fengið ágæt- ar vistir. Vinnumiðlunarskrif- stofan (í Alþýðuhúsinu). Sími 1327. Alþingi í gær jjL'* UNDUR hófst í sameinuðit * alþingi í gær kh U/2 miðd, Á dagskrá var eitt mál, kosn- ing þriggja manna í útvarpsráð og jafnmarga varamanna, sam* kvæmt 4. gr. laga nr, 68, 28, des. 1934, allra til 4 ára að við- hafri hlutfallskosningu. Samkv. tilmælum forsætisráðherra var kosningu frestað. Á dagskrá efri deildar voru þrjú mál. 1. Frumvarp til laga um breyt- ingar á og viðauka við námu- lög nr. 50, 30. júlí 1909. 3. um- ræða. Frumvarpið var afgreitt til rikisstjórnar sem lög frá alþingí. 2. Frumvarp til laga um búfjár- rækt. 2. umræða. Málinu var vís- að til 3. umræðu samhljóða. 3. Um bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæj- ar- og sveitarfélaga. 3. umræða. Málinu var frestað. Á dagskrá neðri deildar voru fimm mál. 1. Frumvarp til laga um við- auka við lög nr. 29, 7. maí 1928. — Prentsmiðjur. — 3. umræða. Frumvarpið var afgreitt til rikis- stjórnar sem lög frá alþingi. 2. Frumvarp til laga um við- auka við lög nr. 99, 3. maí 1935 um skuldaskilasjóð vélbátaeig- enda. 3. umræða. Breytingatillaga sem kom frá Finni Jónssyni og Bjarna Ásgeirssyni var samþykt samhljóða. Frumvarpið var af- greitt til efri deildar. 3. Frumvarp til laga um breyt- ingar á lögum nr. 6, 9. jan. 1935 um tekjuskatt og eignaskatt. 1. umræða. Fltuningsmaður Sigurð- ur Kristjánsson. Málinu var vís- að til 2. umræðu og sjávarút- vegsnefndar. 4. Frumvarp til laga um breyt- ingar á lögum nr. 43, 19. júni 1933 um stjórn vitamála og vita- byggingar. Málinu var vísað til 2. umræðu og sjávarútvegsnefndar. samhljóða. Fimta mál var tekið út af dag- skrá. KÁPUBÚÐIN, Laugaveg 35. Kápur og frakkár í úrvali. Verð við allra hæfi. Sigurður Guðmundsson, dömu- klæðskeri. Guðbr. Jónsson prófessor: Sambandsmálið. Ræða flutt á stúdentaf élagsf undi 12.marz ----- —ií— Nl. Þá er jafnréttisákvæðið. Það er ekki hægt að sjá,að Danir hafi hagnýtt sér það neitt frek- ar en áður var. Verzlunin við þá hefir stórminkað, og það eru rétt að gáð ekki aðrir en Fær- eyingar, sem hafa haft gagn af því, sama gagn og þeir höfðu áður. Sannleikurinn er sá, að vér höfum á tímabilinu frá 1918 haft miklu meiri átroðn- ing af öðrum þjóðum en Dön- um, og hann alls ekki þægi- legan á síðari árum. Ég veit heldur ekki, hvort menn hafa athugað það, að vér höfum borg að og borgum enn árlega stórfé fyrir að hafa fengið sambands- lögin. Mér hefir ekki orðið þetta ljóst fyrri en á síðari árum. Fram til 1918 var ísland óað- skiljanlegur hluti Danaveldis. Þá gátum við hafta- og tolla- laust flutt allar vörur vorar til Danmerkur og selt þær þar sem danskar væru. Þegar erlendir markaðir bregðast, þarf uðvitað að treysta á heimamarkaðinn eins og frekast «r unt. Þar stöndum vér illa að vígi með 116 þúsund manns að bakjarli. og munur hefði það ekki verið, að geta selt vörur okkar með öllu óhindrað til Dana. sem eru 33á milljón, en síðan 1918 höf- um vér aðeins beztu kjara að- stöðu þar. Þessu höfum vér af- salað okkur 1918, og á hverju ári förum vér á mis við danska markaðinn, sem væri mikil búningsbót, þó hann sé ekki stór. Það mætti að vissu leyti segja, að þarna höfum við sam- ið af okkur. En jafnréttisá- kvæðið sjálft hefir eins og menn vita ekki skaðað okkur í neinu. Með því að slíta sambandinu við Dani nú, erum vér að fara úr allpruggri stöðu út á við, út í mjög svo mikla óvissu. Danmörk er gamalt ríki, það stendur þó lítið sé á gömlum merg, ,og það er eins og hug- tökin, sem ég mintist á, orðið að fastri óbifanlegri staðreynd, sem mikið þarf til að hrugga, — það hefir tradition. Meðan vér erum- r sambandinu við Dani, hvað laust sem það er, þá erum við skoðaðir sem heild með Dönum, — sem einhverjum kann að þykja leitt, en safety first — og hið traditionella ör- yggi Dana færist þá yfir á okk- ur, og vér njótum góðs af. Vér höfum séð, hvernig hefir farið fyrir sumum nýju ríkjum álf- unnar, t. d. Austurríki og Ték- kóslóvakíu, vér sjáum að Pól- land og Ungverjaland og balt- nesku löndin og jafnvel Finn- land þurfa mjög að gæta sín, en sum Balkanríkin kynnu, ef svo bæri undir, líka að verða fyrir skerðingu, og Albanía er eins og allir vita ekkert nema ít- ölsk hjálenda. Hvers má nú ís- lenzka ríkið vænta, og vér skulum þar hafa greinina í Manchester Guardian í huga, þó að vér tökum hana ekki alla alvarlega, ef vér höggvum nú frá okkur og leggjum einir út á hið sollna haf með öllu því utanríkismálaundirbúnings- leysi, sem hér hefir fengið að þróast? Hver á að verja okkur, ef einhver hákarlinn vill gleypa? Sjálfir getum vér það ekki, og Danir gætu auðvitað ekki varið okkur með vopnum, en hin forntrygða aðstaða þeirra getur treyst aðstöðu okk- ar. meðan við erum í sambandi við þá. Því er ekki heldur að leyna, að ástandið innanlands er ekki á þann veg, sem skyldi. Landið er margpínt og þreytt á til- gangslausum flokkadrætti, og hann er upp á síðkastið orðinn svo mikill, að til fullrar upp- lausnar getur dregið, ef sumir gá ekki að sér í tíma, og al- ment er ekki að gáð í tíma. Það myndi geta orðið okkur fullerf- itt á þessum tímum losaradóms og öryggisleysis, að eiga að bérj ast á tvær hendur, við innan- landsóeirðir og reiptog annars vegar, og erlenda ásælni hins vegar. En það er óyggjandi, að Danir hafa ekkert bolmagn til að knésetja okkur eins og kom- ið er málum. Ég er ekki með þessu að segja, að við eigum aldrei að slíta þessum litlu og ómerki- legu tengslum við Dani. En ég vil benda á það, að alt , sem við gerum í því efni, þarf að gerast, þegar kyrð er í landinu og vel- megun, og kyrð og velmegun í umheiminum, og auðvitað kem- ur það alt um síðir. Þá er stund- in, þegar alt er hentugt og ó- hætt, en að leggja út í það eins og háttar nú hið ytra og innra að öllu óundirbúnu, finst. mér vera glannaskapur. Og mér finst það vera fráleitt, að gera slíkt af spjátrungshætti eða fyr- ir tilfinningasemi eina. Fá ár, jafnvel mannsæfin er ekki langur tími í lífi þjóðar. Þó að vér ættum að vera í sam- bandi við Dani nokkur ár enn, eða jafnvel áratug, væri ekki hundrað í hættunni. En nú er hætta á ferðum, og vér eigum því að minni hyggju að fram- lengja sambandið við Dani, en reyna að hagræða því eins og frekast er unt og jafnframt hafa eins mikið gagn af eins og hægt er, meðan það helzt. Það væri ágætt að fá það ákvæði inn í ný sambandslög, að ís- lendingar gætu haft sendiherra hvar sem þeir vildu, þó Danir hefðu þar annan, en að Danir hins vegar færu með mál vor þar, sem vér engan hefðum. Eins væri gott að utanríkisráðu- neytið væri hér að öllu, og að danskir utanríkisembættis- menn, að svo miklu leyti, sem þeir færu með okkar mál, lytu undir það. Það væri og sjáli- sagt að heimta það, ef jafnrétt- isákvæðið ætti að haldast, að vér fengjum hið forna frelsi og hlunnindi fyrir vörur vorar í Danmörku, sem vér höfðum fyrir 1918. Loks væri sjálfsagt að fá breytt svo uppsgnará- kvæðum sambandslaganna, að það væri hægt að segja þeim upp nær sem væri með t. d. 5 ára fresti. Með því móti held ég, að svo væri um hnútana búið, að vér gætum hreppt hið ákjósanlegasta, einmitt þegar bezt hentaði. Prh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.