Alþýðublaðið - 24.03.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.03.1939, Blaðsíða 2
EÖ5TUDAGINN 24. MARZ 1939 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Síðasíi konfert M.A.- 1 kvaríetísios. MARGIR höfðu hlakkað til þess í vetur, að M.-A.- kvartettinn lét til sín heyra á ný. Þessir ungu, glöðu söngvar- ar höfðu fyrir löngu síðan unnið hylii og vináttu Reykvíkinga, og aðsóknin og fagnaðarlætin, sem þeir áttu að mæta vorið 1937, sýndi, að aldrei .hafði gengi þeirra verið meira en þá. En nú fyrir skemstu, er þeir komu fram á sviðið með hina miklu söngskrá sína, sýndu þeir, að enn hafa þeir bætt við síg, svo að ýkjulaust er, að aldrei hafa þeir verið betri en nú. Þeir hafa nú sjö sinnum troð- fylt Gamla Bíó. Miðarnir hafa í hvevt. skifti verið rifnir út á ör- stuttri. stund og á konsertunum hafa viðtökurnar verið með fá- dæmum, enda er það almæli, að hið ágæta lagaval þeirra, söngur- inn og meðferð viðfangsefnanna hafi aldre': ve::ið í betra samræmi en nú. Það mun þvi mörgum hafa brúgðið í brún við að frétía, að síðasti konsert þeirra væri á- kveðinn á sunnudaginn kemur. En hin erfiða aðstaða þeirra ve.lcjur þessu. — Þeir eiga ekki allir heima í bænum, og nú verða leiðir þeirra að skiljast .vegna ýmissa skyldusfarfa. En aldrei múri aðsóknin verða meiri en á suhnudáginn, ög aldrei múnu Reýkvíkingar betur sýna þessum fjórum „syngjandi sveinum“ hve veí' þeir kunna að meta þeirra gláða, hressandi söng, og þá lifg- anfli gleði, sem honúm fylgir. Hagnr KRON á liðntm. Deildarfundir félassfns ern iialdnir um pessar mundír. EILDARFUNDIR KRON standa nú yfir, þar eru kjörnir fulltrúar til að mæta á aðaífundi félagsins, sem hald- inn verður í páskavikunni. Á deildarfundunum er gefið yfirlit um starfsemi félagsins á liðnu ári og skýrt frá niðurstöð- um reikninga. Þar gefst félags- mönnum tækifæri til að kynn- ast rekstri félagsins og ættu þeir að fjölmenna á deildarfundina. Ágóði félagsins, sem kemur til ráðstöfunar á aðalfundi er rúml. 112 þús. kr. eða um 21 þús. kr. hærra en árið 1937. Sjóðir félagsins hafa tvöfald- ast á árinu. Varasjóður úr kr. 20 693,08 í kr. 44 445,45 og stofnsjóður úr kr. 45 323,42 í kr. 99 024,66. Þá má geta þess, að eigið fé félags og félagsmanna, þ. e. rekstursfé félagsins, sem er í þess eign og vörslu, hefir hlut- fallslega aukist til stórra muna, miðað við lánsfé. Samkvæmt ársskýrslu félags- ins 1937 var samsetning rekstr- arfjár þannig. Lánsfé 78,25% af rekstrarfé og eigið fé 21,7% — en nú er húsfjárhluti 70,3% og eigið fé 29,7% og er þá munurinn raunverulega ennþá meiri eins og skýrt mun verða frá á deildarfundum. Annars er ekki ástæða til að birta allar niðurstöðutölur, þar sem félags- menn eiga kost á að kynna sér þær á deildarfundum, og eiga að gera það, og ársskýrsla fé- lagsins kemur síðan út eftir að- alfund, en þar munu verða ýtar- Iegar upplýsingar um starf fé- lagsins, vöxt þess og viðgang á liðnu ári. Alþingi í gær FUNDIR hófuslt í báðum deild- um alþingis í gær kl. iy2 miðdegis. Á dagskrá efri deildar voru tvö mál. 1. Frumvarp til iaga um breyt- ingar á lögum, nr. 45, 13. júní 1937, um dragnótaveiði í land- helgi. 1. umræða. Flutningsmenn Magnús Gíslason, Ingvar Pálma- son. Málinu var vísað til 2. um- ræðu og sjávarútvegsnefndar, samhljóða. 2. Frumvarp til laga um breyt- ingar á Iögum um útvarpsrekst- ur ríkisins. 1. umræða. Flutnings- menn Bernhard Stefánsson, Þor- steinn Þorsteinsson og Jónas Jónsson. Framsögumaður var Þorsteinn Þorsteinsson. Málinu var vísað samhljóða til 2. um- ræðu og mentamálanefndar. Á dagskrá neðri deildar voru fimm mál. f 1. Frumvarp til laga um heim- ild til sölu þjóðjarðarinnar Höfða íTVini ^ tor8mu kom Þa® ott iyrir» að kjarkbeztu drengirnir bundu WLIL 'U' & l>lllllglll« sleðana sína í vagn bændanna og létu þá draga sig. Þegar þau voru að leika sér, kom stór sleði, hann var hvítmálaður og í honum sat hvítklædd vera, með hvíta loðhúfu á höfðinu. Sleðinn fór tvær ferðir umhverfis torgið. Og Óli var ekki seinn á sér og batt sleðann sinn aftan í hvíta sleðann og ók með. Sleðinn fór hraðar og hraðar og því næst inn í næstu götu. Sá sem ók stóra sleðanum leit aftur og kinkaði kolli til Óla. Það var eins og þeir væru gamlir kunningjar. í hvert skifti, sem Óli ætlaði að losa sleðann, kinkaði ekillinn kollinum og þá sat Óli kyrr. Þeir óku beint út um borgarhliðið. hóla o. fl. 3. umræða. Málinu var vísað til efri deildar. 2. Frumvarp til laga um sér- staka dómþinghá í Holtshreppi i Skagafjarðarsjýslu. 3. umræða. Málinu var vísað til efri deildar. 3. Frumvarp til Iaga um breyt- ingar á lögum nr. 106, 23. júní 1936 um útsvör. 2. umræða. Mál- inu var vísað til 3. umræðu sam- hljóða. 4. Frumvarp til laga um dýra- Iækna. 2. umræða. Umræðu var frestað. 5. Frumvarp til Iaga um breyt- ingar á lögum nr. 27, 13. jan. J938 um vátryggingarfélög fyrir vélbáta. 1. umræða. Framsögu- maður var Finnur Jónsson. Mál- inu var vísað til 2. umræðu og sjávarútvegsnefndar. Skautafélag Reykjavíkur hélt kynningarkvöld að Hótel Borg í fyrrakvöld. Dr. Gunn- laugur Claessen hélt þar erindi um nauðsyn þess að hér yrði bygð skautahöl), eins og tíðkast hjá nágrannalöndum okkar. — Færöi ræðumaður að þvi mörg rök, hversu þetta væri nauðsyn- legt, og þá fyrst og fremst vegna okkar óstöðugu veðráttu. Að loknu erindi Claessens voru sýnd- ar skautakvikmyndir. Drengjahlaup Ármanns verður háð sunnudaginn fyrstan í sumri (23. apríl). Keppt verður um nýjan bikar gefinn af Eggert Kristjánssyni stórkaupmanni. Keppt verður í 3. manna sveitum. Öllum félög- um innan Í.S.Í. er heimil þátt- taka. Keppendur skulu hafa gef- ið sig skriflega fram við stjóm Ármanns eigi síðar en viku fyr- ir hlaupið. Broadway Melody 1938 heitir danz- og söngva-mynd, sem Gamla Bíó sýnir núna. Að- alhlutverkin leika Robert Taylor og Eleanor Powell. BRÉF Skemtilegur upplestur. ÁRNI ÓLAFSSON las síðast- liðinn sunnudag upp í út- varpinu kafla úr sögu sinni Rauða koddabótin. Það sýndi sig að rödd Áma hljómar ágætlega í útvarpinu. Sagan var bæði skemtileg og spennandi. í sögu þessari kemur „hjá- trú“, eins og slíkt myndi venju- lega kallað, mikið til greina. En höfundurinn hefir á takteinum sálfræðilega skýringu á hinum vondu draumum Þjóðleifs bónda, er hann sefur á kodd- anum með rauðu bótinni. Það er samvizkan, sem ónáðar hann með rauðu bótina sem miðil. Og verður þá að skoða sýnina í sögunni, stúlkuna, sem þeir fé- lagarnir, rithöf., Felsenbach og Þjóðleifur, sáu í gamla hlóðar- eldhúsinu, sem ofsjón. En nú- tímavísindin kenna, að til séu ofsjónir. En jafnframt þessari sálræðilegu skýringu, sem hægt er að beita við söguna eins og hún liggur fyrir frá höfundar- ins hendi, verður hér einnig komið við hinni venjulegu yfir- náttúrlegu skýringu á atburð- unum. Þessi saga Á. Ó. er víst alveg sérstæð í íslenzkum bókment- um að því leyti að hún er sam- in þannig, að hægt er að koma við hinum sálfræðilegu skýr- ingum nútímavísindanna á fyr- irburðum og táknar sagan að því leyti merkilega nýjung. Tii hliðsjónar má nefna, að í draugasögunum okkar er að- eins um eina skýringu að rséða —• drauginn- Þá má að lokum nefna, að sagan er hásiðferðileg — sam- vizkan er sett í hásætið. Útvarpshlustandi. Svartlistarsýningin í Helsing- fors. Yegna þess, hversu góður rómur hefir verið gerður að hinni norrænu svartlistarsýn- ingu, sem haldin var í Helsing- fors nýlega, hefir hinn norræni svartlistarfélagskapur, sem fyr- ir sýningunni stóð, ákveðið að efna til sýninga á norrænni svartlist utan lands, og mun ís- land eiga þar sína fulltrúa, eins og í Helsingfors. Næstkomandi haust verður til dæmis haldin slík sýning í Júgóslavíu. 1941 verður sýning í Stokkhólmi, 1043 í Osló og 1945 í Kaup- mannahöfn. Útbreiðið Alþýðublaðið! Maðurinn sem hvarf 9. „En hvað kemur þetta ungfrú Ilope við?“ „Jú, málið er fullkomlega upplýst. Herra Gans hefir ein- mitt boðið henni að borða hádegisverð með sér í dag.“ EGAR einkaritarinn var kominn fram í fremri skrifstof- . una fann Blake fyrst, hve djúp áhrif þessi tíðindi höfðu á hann. Hann reyndi að hrista það af sér. Hann langaði mest af öllu til að biðja Charlottu að hætta við þetta. En hann fann jafn- framt að hann hafði engan rétt til að blanda sér í hennar einkamál. Svo gerði hann boð fyrir hana. Hann fékk ákafan hjartslátt, þegar hún kom inn til hans og staðnæmdist frammi fyrir honum, ung og grannvaxin með lifandi yndislega mýkt í svip og hreyfingum. Það, sem sérstak- lega einkendi hana og dró til sín allra athygli var hið sér- kennilega ósamræmi milli blárra blikandi augnanna og hrafn- svarta silkimjúka hársins. En hún var óvenjulega fögur og yridisleg. Hún tók sér sæti við hlið hans við skrifborðið. „Þér áttuð nú eiginlega að vera að tala við tvo skjólstæðinga mína í morgun,“ byrjaði hún. „Já, ég veit það. En verið þér nú svo góðar og finnið upp einhyerja sennilega afsökun við þá fyrir mig.“ Hún kinkaði kolli og þagði, en hann sagði ekki meira. Hann sat bara og horfði á hana án afláts og henni fanst augnaráð hans eitthvað svo undarlegt. James Blake hafði alt í einu orðið það ljóst, að um leið og hann segði skilið við sitt núverandi líf, yrði hann jafnframt að segja skilið við Charlottu Hope fyrir fult og alt. En honum var ekki síður ljóst, að það yrði ef til vill enn þungbærara, ef hann ætti að halda áfram að lifa þessu gamla lífi án hennar, — *f hsnn yrði að verða kyr, en hún færi burt og gifti aig einhverjum. Hugsunin um þetta varð voðaleg. Honum fanst eins og að opnaðist eitthvert hyldýpi af örvæntingu. Meðan hann starði þarna á hana eins og 1 leiðslu, fann Char- lotta í fyrsta skifti til einhvers óróleika í nærveru hans. „Hefir eitthvað komið fyrir yður — eitthvað óþægilegt?“ spurði hún ofurlítið hikandi. „Nei, nei, — ekki neitt,“ svaraði hann, en varð að taka á öllu þreki sínu til að jafna sig og brosa. „Ég var bara að hugsa um það, að dagurinn í dag er einskonar afmælisdagur.“ „Já, það veit ég. — En mér kom ekki til hugar að þér munduð muna það.“ „Þennan mánaðardag fyrir 8 árum síðan stiguð þér í fyrsta skifti inn fyrir þessar dyr.“ „Er í raun og veru svona langt síðan?“ spurði hún lágt. Hann brosti og hélt áfram: „Með lævísum brögðum, sviksamlegu athæfi og — og —“ ,,Stjórnkænsku!“ greip hún hlæjandi fram í. „Það er hið eina — sem ég viðurkenni mig seka um.“ Þetta bros hennar opnaði augu hans til fulls. Á þessu augna- bliki varð honum loks ljóst, að hann elskaði hana. — Elskaði hana svo heitt, að hann vildi heldur missa hana, en að nafn hennar fengi nokkurn blett af opinberu hneyksli. — Ef hann hyrfi, mundi hún fljótlega gleyma honum. Hún mundi altaf og æfinlega vera einfær um að sjá sjálfri sér borgið. Og það voru ef til vill þeir hæfileikar hennar, sem hann dáði einna mest. 'O’ANN hafði einu sinni sagt við hana: „Merm hefja mig til skýjanna sökum þess, að ég hefi brotist þetta áfram og byrjaði með tvær hendur tómar. En þér hafið staðist langtum þyngri þraut. Þér voruð ríkar, en urðuð fátækar, en töpuðuð þó ekki kjarkinum og liðuð ekki tjón á sálu yðar.“ Hann hafði sagt þetta, daginn sem hún hafði sagt honum ««fö§ögu *ína, dagírrn s«mm hann hafði gert sér grein fyrír því, að hún var annað og meira en óvenjulega duglegur einkaritarí. „Faðir minn var lögfræðingur í Iowa,“ hafði Charlotta sagt, og hann hafði grætt offjár á atvinnu sinni. En óvænt innan- héraðskreppa og bankahrun gleypti hvern eyri og eyðilagöi heilsu hans. Hann fékk slag og varð að lifa þrjú síðustu árih í sjúkrastól. Móðir mín var dáin og ég var eina bamið hans. Nú varð ég að hjúkra honum þessi árih sem ósjálfbjarga barni. Þegar hann var dáinn, gat ég með erfiðleikum komist að á verzlunar- skóla. Áður hafði ég lært að leika á fiðlu og sú fingralipurð ■— sem ég hafði fengið við það, kom mér nú að nokkru gagni- Kennarar mínir fullyrtu, að mér væri í lófa lagið að vinna öll verðlaun í vélritunarkeppni. En fyrir mér vakti aðeins, að fá lífvænlega stöðu. Það voru hundruð þúsunda af ungum stúlk- um, sem leituðu þess sama og ég. En auk þess varð ég að lifa þangað til mér tækist að ná í þessa stöðu. Svo auglýsti ég: „Ég er útlærð í vélritun og hraðritun. Til þess að fá full- komna æfingu, býðst ég til að vinna ókeypis einn mánuð. — Hver vill gefa mér tækifæri?“ „Getið þér getið, hvað möi*g tilboð ég fékk?“ „10—20,“ hafði Blake svarað. „Nei, gott betur. 500.“ „Jæja, eru virkilega svona margir nirflar til!“ „Það var einmitt það, sem ég hafði gert ráð fyrir. Ég valdi eitt tilboðið, fékk stöðuna og stóð mig svo vel, að húsbóndirin bauð mér laun. En ég stefndi hærra. Ég bað hann um meðmæli og fékk þau. Framúrskarandi góð meðmæli. Svo auglýsti ég aftur og fékk betra tilboð. Þetta gerði ég þrisvar sinnum. Svo sá ég auglýsinguna frá yður, svaraði henni og eftir nokkurra daga reynslu sögðuð þér, að ég væri fastráðin, ef ég vildi.“ En Charlottu nægði ekki að vera aðeins einkaritari til lengd- ar. Hún las lögfræðí í frístundum sínum og nú var hún orðín yngsti meðeigandi í lögfræðingaskrifstofunni. En þó hún væri •Jdri Itogíw eink«dtari hah*, *n hefði ams «igin skriistofu,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.