Alþýðublaðið - 24.03.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.03.1939, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGXNN 24. MARZ 1939 ALÞfÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ BITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFÖREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 490Ö: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 1196: Jónas Guðmunds. haima. 4908: Alþýðuprentsmiðjan, 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIDJAN i--------------------------♦ Viðræðurnar við Lufthansa. "tXlNNI opinberu tilkynningu, ■“•■“sem rikisstjórnin gaf út i gær um það, að hún hefði neitað málaleitun þýzka flugfélagsins „Deutsche Lufthansa“, þess efn- is, að fá að hefja reglubundnar fiugferðir milli Þýzkalands og Is- Iands á komandi sumri, og jafn- fraint tilkynt sendimönnum þess, að hún væri eins og sakir standa staðráðin í því, að veita ekki neinu erlendu flugfélagi rétt til þess að halda uppi fiugferðum til íslands, hefir áreiðanlega ver- ið fagnað af allri alþýðu manna hér á landi. Það er ekki svo að skilja, að hver maður á landinu myndi. ekki feginn vilja fá reglubundnar flugsamgöngur við meginland Ev rópu á friðartímum. En allir sem nokkra ábyrgðartilfinningu hafa til að bera gagnvart landinu og þjóðinni, munu vera á einu máli um þaö, að aldrei hefði getað verið varhugaverðara að veita voldugu erlendu flugfélagi, sem vitað er að hefir stjórn eins stórveldisins í Evrópu að baki sér, réttindi umfram önnur til þess að halda uppi föstum flugsam- göngurn milli Isiands og útlanda, en einmitt nú, þegar ekki er annað sýnilegt en að þess sé aðeins skamms að bíða að Ev- rópustyrjöld brjótizt út, sem öll stóiyeldi álfunnar yrðu aðilar í. Því að aldrei hefir riðið meira á því fyrir íslenzku þjóðina að geta varðveitt það dýrmæta hlut- leysi, sem hún hefir hingað til notið í átökum stórveldanna úti um heim. Ríkisstjórnin dregur heldur enga dul á það, að það sé fyrst og fremst hín mikla óvissa og uggur, er nu rlkir í alþjóðamál- um, sem hafi ráðið því, að hún svaraði málaleitun hins þýzka flugfélags neitandi. Og allur al- menningur hér á landi mun vera þeirrar skoðunar, að. hún hafi |;ert rétt í því, að láta á þessari stundu umhyggjuna fyrir hlut- leysi íslenzku þjóðarinnar sitja fýrir öllu öðru. Island héfir þar með enga af- stöðu tekið til þeirra átaka, sem nú fara fram milli stórveldanna uti í Evrópu. Þvert á móti. Það héfir með svari ríkisstjórnarinnar gefið ótvírætt til kynna, að það vili enga afstöðu taka með eða móti einum aðila eða öðrum í þeim átökum, heldur gæta og fá áð njóta fullkomins hlutleys- is gagnvart þeim. En þótt ótrúiegt sé, virðast þeir menn vera til hjá okkur, sem þykjast sjá sér pólitískan hag í því, að senda símskeyti og blaða- greinar til útlanda um svo al- varleg mál eins og það, sem hér er um að ræða, í því skyni að skapa tortryggni og efasemdir meðal stórþjóðanna um þann al- menna og tínlæga ásetnlng Is- JÓN SIOURÐSSON ERINDREKI: Ofbeldls- «fl eyðllegglngarstarf kommún ista f verkamannafél. Fram á SeyðlsHrðl VERKAMANNAFÉLAGIÐ „FRAM“ á Seyðisfiröi er eitt elzta verkalýðsfélag lands— ins og má segja, að það hafi lengi öndvegi skipað iiinan verkalýðssamtakanna hvað við- kemur stéttarlegum þroska meðlimanna. góðum samtökum og skipulagslegri uppbyggingu félagsins. Það má segja, að óeining, úlf- úð og reipdráttur innan félags- skaparins, hafi verið lítt þekt fyrirbrigði, þar til einmitt þetta vor, sem félagið stóð á sínum merkilegu tímamótum. Það vor var fluttur hingað til bæjarins Árni Ágústsson, landsþektur maður, þó að engu góðu væri. Árni var einu sinni Alþýðu- flokksmaður, en var, þegar hon um var bjargað burtu úr Reykjavík, nýbúið að reka hann úr flokknum fyrir undirróður, sviksemi í starfi o. fl., sem of- langt yrði að telja. í heipt sinni gegn Alþýðu- flokknum og Alþýðusamband- inu byrjaði hann strax hér að sá sæði ósamlyndis og úlfúðar, þó hægt færi í fyrstu, og má furða heita, hvað margt af verkafólki hefir látið blekkjast af fagurgala hans og innihalds- Iausu orðskrúði. Svo kænlega var unnið af Árna fyrst í stað, að Alþýðu- flokksfólk lét blekkjast af fag- urgala hans, og hélt að um aft- urhvarf og bætta hegðun væri að ræða og kaus hann í bæjar- stjórn, sem góðan og gildan Al- þýðuflokksmann. En Adam var ekki lengi í Paradís, strax þegar Árni hafði fengið þessa aðstöðu, kom hans rétta innræti í ljós. Þegar flokkssvikaranum Héðni Valdimarssyni var vikið úr Alþýðuflokknum, kom Árni aftan að flokksmönnum hér og reyndi að koma því fram í Verkamannafélaginu, að þá strax yrðu kjörnir fulltrúar á Alþýðusambandsþing, og barðist fyrir því að samþykkt yrði van- traust á meirihluta sambands- stjórnar, og hefir hann síðan í félagi við æstustu kommúnist- ana unnið sleitulaust að því, að sundra pólitískum smtökum al- þýðunnar hér á Seyðisfirði, svo og faglegum einnig. INNAN Verkamannafélags- ins hafði um nokkur ár verið starfandi verkakvenna- deild, en meðal verkakvenna í bænum var töluverð óánægja með starfsemi deildarinnar og vildu margar verkakonur held- ur stofna sitt eigið og sjálfstætt verkakvennafélag, og var til þess gengið á sl. vori, að stofn- að var Verkakvennafélagið ,,Brynja“, sem strax var tekið í Alþýðusambandið. Þegar „Brynja“ var stofnuð fékk Árni konu sína og aðrar konur, sem hann gat, til þess fengið, að ganga í „Brynju“,“ með það fyrir augum, að ná yfir ráðum þar, en er ljóst var, að sú tilraun tókst ekki, fékk hann þær sömu konur til þess að lenzku þjóðarinnar, að varðveita hlutleysi sitt, ef til ófriðar kem- ur, umfram alt annað. Þannig varð það kunnugt i gær, að í blaði kommúnista í Kaupmanna- höfn hefir verið birt símskeyti héðan áð heiman um málaleitun hins þýzka flugfélags, sem ekki aðeins hefir inni að halda skaðleg ósannindi um umræður, sem far- ið hafa fram um málið á al- þingi, heldur einnig er bersýni- lega ætlað til þess að eitra and- rúmsloftið milli Islands og á- kveðins störveldis úti í Evrópu I því skyni að veikja á þann hátt þá hlutleysisafstöðu, sem við hingað til höfum haft. Slíkt ábyrgðarleysi á svo al- varlegum tlmum gengur landráð- um mmí............. i ['! ’’ ■ ganga aftur úr félaginu og vildi hann láta þær vera kyrrar í „Fram“, svo nota mætti hann þær til skemdarverkanna þar. „Brynja“ náði strax á sl. vori samningum við atvinnurekend- ur, að mörgu leyti með hag- kvæmari kjörum fyrir verka- konur, heldur en kvennadeild- inni hafði áður tekist, og var eitt ákvæði samningsins ' að „Brynju“-konur skyldu sitja fyrir um vinnu. Við framkvæmd þessa samn- ingsatriðis risu deilur á milli félaganna „Fram“ og „Brynju“, vegna þess, að innan vébanda „Fram“ voru allmargar konur, sem vinnu sóttu, en gátu hana ekki fengið, nema gjörast með- limir „Brynju“, ef samningur- inn eða þetta atriði hans væri framkvæmt. Deiiumálum þessum var skotið til úrskurðar Alþýðu- sambandsins og leysti stjórn sambandsins deiluna með svo- hljóðandi úrskurði, samkvæmt skeyti til „Fram“, 15. júní 1938: „Verkamannafélagið „Fram,“ Seyðisfirði. Verkakonur, sem gengu í „Brynju“, þar með alfarnar úr ’ „Fram.“ Stop. Vinnuréttindi verkakvenna, sem voru eftir í „Fram,“ skulu jöfn „Brynju“- kvenna til næsta „Fram“-aðal- fundar, enda taki „Fram“ eng- ar nýjar konur í félagið, og breyti lögum næsta aðalfundar. AIþýðusamband.“ Hlýddu félögin bæði úr- skurði þessum, svo sem sjá má af bréfi stjóma félaganna til atvinnurekenda, en það var svohljóðandi: „Hér með tilkynnist yður, að samkvæmt samþykkt Verka- mannafélagsins „Fram,“ úr- skurði Alþýðusambandsins og samkomulagi við Verkakvenna- félagið „Brynju“, hafa meðlim- ir ofangreindra félaga hvors um sig jöfn vinnuréttindi á vinnu- stöðvum í bænum. Samkvæmt þessu er óheimilt- að víkja konu úr vinnu, þótt hún sé ekki í ,,Brynju“, ef hún er löglegur meðlimur í Verka- mannafélaginu „Fram.“ Þessi ákvörðun gildir til næsta aðalfundar í „Fram“ í janúar n. k. Seyðisfirði, 16. júní 1938. í stjórn „Brynju.“ Valgerður Ingimundardóttir. (Sign.). Bergþóra Guðmundsdóttir. (Sign.). Valborg Karlsdóttir. (Sign.). í stjórn „Fram.“ Þorst. Guðbjörnsson. Ingólfur Hrólfsson. Gunnþór Björnsson. Baldur Guðmundsson. Árni Ágústsson. Með undirskrift sinni viður- kenna þeir Baldur Guðmunds- son og Árni Ágústsson gildi úr- skurðar sambandsins, þó þeir hinsvegar síðar vilji hann ekki viðurkenna, sem ég frekar mun víkja að seinna. Alla tí§, síðan „Brynja“ var stofnuð, hefir Árni og félagar hans, hinir aðrir kommúnistar, unnið ötullega að því, að vinna félagsskapnum mein, og má hér tilfæra orð hans, er hann í brjálæðiskasti orgaði upp á fundi, sem haldinn var s.l. sum- ar út af deilumálum félaganna. Orðin voru þessi: „Brynja“ á að drepast, og hún skal verða drepin,“ en þessum vilja sínum hefir Árni ekki fengið fram- gengt enn, og fær senrúlega ekki fyrst um sinn, því innan „Brynju“ ríkir fullkomin eining og mikill áhugi til starfs og eru í félaginu nú milli 60—70 kon- ur. IVETUR var ákveðið af stjórn og fulltrúaráði Verkamannafélagsins „Fram“ að allsherjaratkvæðagreiðsla skyldi viðhöfð við stjórnar- kosningar í félaginu. Tveir list- ar komu fram og voru þeir merktir A og B. Á A-lista voru Alþýðuflokksmenn en á B-lista kommúnistar. Kosning stóð yfir dagana 9.—15. jan. og fóru þannig, að A-listi fékk 91 atkv. en B-listi 90. Við talningu kom í ljós, að einum seðli kom meira upp úr atkvæðakassa, en tala þeirra manna, sem atkvæðis- réttar neyttu. Einnig var sá galli á kosning- unni, að 7 konur eða fleiri, greiddu atkv., sem þó ekki höfðu rétt til þess, skv. úrskurði sam- bandsstjórnar, þeirra, er áð framan getur. Af þessu tvennu, varð að líta svo á, að kosning væri ekki lögleg, og kallaði því formaður saman stjórnarfund til þess að ráða fram úr þessxnn vanda. Meirihluti hinnar gömlu stjóm- ar félagsins var ófáanleg að fara með stjórn lengur, og varð því að velja á milli þeirra manna, sem á listunum voru í kjöri og fela þeim að fara með stjórn, þar til atkvæðagreiðsla gæti farið fram á ný, en það var ó- hugsanlegt fyr en þeir félags- menn kæmu heim sem suður fóru á bátunum héðan, en þeir voru 50 talsins. Stjórnarfundur var haldinn 18. jan. og flutti Gunnþór Björnsson þar svohlj. tillögu: „Legg til, að þar sem A-list- inn hefir komið sterkari út úr kosningum þeim, er fram fóru frá 9—15. þ. m. taki þeir menn, er hann skipuðu, við stjórn fé- lagsins.“ Árni Ágústsson er var vara- maður í stjórninni lagði fram aðra tillögu svohljóðandi: „Legg til að fráfarandi fé- lagsstjórn sitji til bráðabirgða unz ný allsherjaratkvæða- greiðsla hefir farið fram í fé- laginu, enda verði aðalfundur félagsins því sammála. Að öðru leyti verði málinu vísað til aðalfundar félagsins, sem einn getur leyst málið, eins og nú stendur.“ Tillaga Gunnþórs var samþ. með 3 atkv. gegn 2. Með voru auk tillögumanns, þeir Þorst. Guðjónsson og Ingólfur Hrólfs- son, en móti Árni og mágur hans. Baldur Guðmundsson, er síðar kemur við sögu. Fólk athugi, vegna þess sem síðar kemur, að í tillögu Árna er tekið fram: „Að öðru leyti verði málum vísað til aðalfund- ar félagsins, sem einn getur leyst málið, eins og nú stend- ur.“ ANN 28. jan. er svo aðal- fundur haldinn og var hann allvel sóttur. Á þessum fundi var ég mættur, en ég var einnig á stjórnarfundi þeim, sem að framan getur. Reikninga félagsins var ekki hægt að leggja fram á fundin- um eins og lög félagsins mæla þó um, að gert skyldi, vegna þess, að gjaldkeri félagsins, — Baldur Guðmundsson, hafði þá ekki tilbúna. Formaður skýrði fundinum frá ♦ úrslitum atkvæðagreiðslu við stjórnarkosninguna. og í lok ræðu sinnar lagði hann fram í umboði meirihluta stjórn ar, svohljóðandi tillögu: „Aðalfundur Verkamannafé- lagsins „Fram“ felst á þá sam- þykt meirihluta félagsstjórnar, að þeir menn, er á A-lista voru og kjörnir voru, taki við stjórn félagsins nú þegar.“ Árni Ágústsson og Svein- björn Hjálmarsson lögðu hins- vegar fram svohljóðndi tillögu: I stað tillögu stjórnar komi: „Leggjum til, að kosið verði milli þeirra manna, sem voru í kjöri við allsherjaratkvæða- greiðslu og þeir, sem þannig verða kosnir, skipi stjóm félags- ins til kráðabirgða.“ Eftirtektarvert er, að þarna er Árni fallinn frá sinni fyrri tillögu um að gamla stjórnin sitji, heldur vill hann láta að- alfund skera úr um það, hvorir eigi að fara með stjórn, þeir sem fengu 91 atkv. við allsherj- aratkv.greiðslu, eða þeir sem fengu 60 atkv. Allharðar umræður urðu um málið, og reið Sveinbjörn Hjálmarsson fyrstur á vaðið af þeim kommúnistum og bar það, að þeim væri vitanlegt að Al- þýðuflokksmenn hefðu viðhaft fölsun í sambandi við atkvæða- greiðslu og þetta eina atkvæði, sem umfram var í kassa, hefði lent á A-lista, en er Sveinbjörn síðar var krafinn sagna bæði af mér og öðrum um það, á hvaða hátt sú fölsun hefði orðið, og hverjir hefðu hana framkvæmt, og bent á, að það hlyti hann að geta upplýst, úr því hann gæti svo ákveðið sagt, að fölsun hefði verið viðhöfð af Alþýðu- flokksmönnum, rann hann á að halda þessu fram, og meira að segja þrætti fyrir að hann hefði þetta nokkurn tíma sagt. ÞEGAR maður hugleiðir þessar baráttuaðferðir kommanna, getur mðaur látið sér í hug detta, að þeim sé ekki með öllu ókunnugt um, hvérnig þetta eina atriði er tilkomið. Einn af þeim dögum, sem kosning stóð yfir, kom fyrir atvik, sem ekki verður framhjá gengið að minnast á, í sambandi við þetta mál. Árni Ágústsson og kona hans Jóhanna komu inn í stofu þá, sem kosið var í, og heimtaði Jó- hanna að fá að kjósa, en hún var ein af stofnendum „Brynju“ og hafði því, samkv. úrskurði stjórnar Alþýðusambandsins, ekki til þess rétt, og var ekki á kjörskrá félagsins. Lenti strax í orðakasti á milli þeirra hjóna og þess manns, sem settur var til þess að gæta að alt færi fram eftir settum reglum um framkvæmd at- kvæðagreiðslunnar. Hjónin höfðu ekki sem bezt vald á skapsmunum sínum og fóru fram með ofbeldi á þann hátt, að á meðan Árni stóð með reiddan hnefa framan í kjör- stjóra, ruddist hans velmetin ektakvinna á bak við hann og þreif kjörseðla úr kassa, sem þar var, og sagðist mundu kjósa hvað sem hver segði. Þá hún fór að sefast, skilaði hún seðlum aftur, en ómögulegt að vita, hvort hún hefir skilað þeim öllum. Ég segi ekki að þarna sé á- stæðan fundin fyrir tilveru þessa eina atkvæðis, en þegar maður hugleiðir framkomu hjónanna í þessu tilfelli, og þekkir yfirleitt vinnuaðferðir kommúnista og ofbeldishneigð, verður manni á að ætla að þeir séu valdir að svikum, því vitað er að þeir starfa samkvæmt og hafa að kjörorði: „Tilgangur- inn helgar meðalið." Það kjör- orð höfðu Jesúítar líka. Ég hefi tekið hér útúrdúr og orðið dálítið langorður um þetta atvik, en fram hjá því varð ekki gengið. v EINS og ég tók fram áður, urðu allharðar umræður um framkomnar tillögur, og kom þar margt í ljós. I lok umræðna var tillaga stjórnar borin undir atkv. og var hún samþykt með 63 atkv. gegn 49, en af þeim voru 7 atkv. kvenna, sem samkv. marg- nefndum úrskurði áttu ekki at- kv.rétt og voru því mótatkvæði raunverulega aðeins 42. Vegna reikninganna var þeg- ar hér var komið fundi frestað, þar til reikningarnir kæmu og hægt væri að halda framhalds- aðalfund út af þeim. í heilan mánuð eða meir ger- ist svo ekkert sérstakt í þess- um málum, annað en það, að stjórn félagsins gerir ítrekaðar tilraunir til þeu að fá reikaing- ana hjá fyrverandi gjaldkera. Baldri Guðmundssyni, en þrátt fyrir marggefin loforð hans um að reikningarnir skyldu koma á þessum eða hinum tíma, sem hann tiltók, voru þeir ekki komnir um miðjan þennan. mánuð, og sá stjórnin. sér þá ekki fært annað en halda frsim- haldsaðalfundinn þá án reikn- inganna, og var hann haldirn: að kvöldi 15. þ. m. Fundurinn var ekki svo fjöl- sóttur sem skyldi vegna kvef- pestar, sem gekk í bænum. FUNDUR þessi var auglýstur aðeins fyrir félagsmenn, en þrátt fyrir það komu nokkuð margar af þeim konum, sem til- kynt hafði verið að þær væru ekki meðlimir félagsins lengur, og ruddust inn á fundinn og létu þar allan tímann allófrið- lega, en út í það skal ekki niik- ið frekar farið hér, enda þeim hollast. Formaður lýsti fyrir fundin- um því sem gerst hafði milli funda; og þar á meðal tilreun- um stjórnarinnar í þá átt að fá reikningana, og beindi því síð- an til Baldurs. hvort hann vildi ekki gera grein fyrir þeirri á- stæðu, sem hann hefði fyrir neitun sinni um að skila þeim. Baldur stóð upp og sagði: „Reikningamir eru ekki til og ég skila þeim ekki.“ Og þé er formaður inti frekar eftir á- stæðunni, sagðist Baldur ekki vera fyrir neinum dómi hér. Ég fékk þarna orðið dálitle. stund og benti á ofbeldishneigíi kommúnista, sem kæmi fram í þessu máli sem öðrum og sýndi einnig fram á, að ef þeim liðist áfram sem hingað til að vinnr sín skemdarverk innan félags- ins, væri það í rústir lagt. og samtök seyðfirzkra verka- manna þar með að engu gerð, þess vegna hlyti fundurinn at> fordæma þessar aðgerðir Bald- urs og hans félaga. í lok ræðu minnar lagði ég fram svohljóð- andi tillögu: „Framhaldsaðalfundur verka mannafél. „Fram“, haldinn 15, marz 1939, vítir harðlega þá vanrækslu og hirðuleysi, aem átt hefir sér stað í starfi fyr- verandi gjaldkera félagsins, Baldurs Guðmundssonar, þar sem hann hefir ekki enn haft tilbúna eða skilað reikningiuE félagsins fyrir sl. ár, þrátt fyrir margítrekaðar óskir núverandi stjórnar og marggefin loforð ’.mi, að þeim skyldi skilað á þessum eða hinum tfma, sem til hefir verið tekinn. Þar sem af þessum sökum nú- verandi gjaldkera er ókleifí gert að inna það starf af hendi, sem hann hefir verið kjörinn til, og þar að auki starfsemi fé- iagsins allverulega lömuð, þá gerir fundurinn þá kröfu til fyrverandi gjaidkera, að hann tafarlaust afhendi reiíkninga fé- Iagsins, þá í því ástandi, sem þeir nú eru, og einnig öll plögg þess, sem í hans vörzlum eru, til núverandi gjaldkera. Verði fyrverandi gjaldkeri hins vegar ekki við þessari sjálfsögðu kröfu félagsins, þá samþykkir fundurinn að fela stjórninni að leita lagalegs rétt- ar þess og fá reikningana og þær bækur eða plögg þess, sem í hans vörzlu eru, teknar með fógetavaldi, ef nauðsyn kref- ur.“ UM tillögu þessa urðu tals- verðar umræður og upplýst ist þar, að kommúnistar töldu Baldri ekki skylt að afhenda reikningana til hinnar „óiög- legu“ stjórnar, sem þeir köfí- uðu svo, og kemur þar glögt í ljós hin fádæma máfiærsía þeirra, þar sem þeir voru þó margoft búnir að viðurkenna lögmæti stjómarinnar með þátttöku sinni í atkvæðagreiðsl- um o. fl„ eins og ég hefi ræki- lega bent á hér að framan. Atkvæði um tillöguna féllu þannig, að hún var samþykt með 43 atkv. gegn 42. Atkvæði þeirra kvenna, sem ekki voru í félaginu, voru ekki talin. Lok þessa sögulega fundar urðu þau, að kommúnistar urðu yfir sig æstir í skapi, byrjuðu slagsmál svo slíta varð fundi. Frh. A 4, siðrt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.