Alþýðublaðið - 31.03.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.03.1939, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGINN 31. marz 1939. mCAMLA Blðn Islan dsk vi k myndln sem Orlogskapteinn Dam tók hér í fyrra sumar. ] SÝND í KVÖLD KL. 8 (LÆKKAÐ VERÐ) og 9,15 verður endurtekinn skemti fundur Ferðafélags íslands Fundurinn hefst með nokkrum skemtiatriðum. Síðan verður sýnd íslands- kvikmyndin. Aðgöngumið- ar seldir í Gamla Bíó í dag, meðlimum Ferðafélagsins kl. 13-—17, en úr því er sal- an frjáls. Sama verð og klukkan 8. Útbreiðið Alþýðublaðið! Kventöskur verða seldar á morgun MEÐ TÆKIFÆRISVERÐI. Fallegar götu- og eftirmið- dagstöskur, sem hafa verið notaðar við gluggasýning- ar eða hafa smágalla, seld- ar frá 7,50. Kaupið nú, bæði fyrir sumardaginn fyrsta og ferminguna. Hljóðíærahúsið. —m I—nwmiHMHIIIi i' ililirHii'Hl'il ] i1FiiWlWWril8iMKTiiílP«F1iIim Tilkpninð til iiúseipnda í Reifklavík. Samkvæmt samningi við bæjarstjórn Reykja- víkur, dags. 9. marz 1939, yfirtökum vér brunatryggingar á öllum húseignum í Reykja- vík frá og með 1. apríl. Gjalddagi iðgjalda er 1. apríl og ber að greiða iðgjöldin innan mánaðar frá gjalddaga. Iðgjöldum verður veitt móttaka fyrst um sinn á sama stað og áður, Laugavegi 3 (2. hæð). Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 10—12 f. hád. og kl. IV2—314 e. hád., nema laugardögum kl. 10—12 f. hád. Brunadeild HVE LENGI MYNDI HITLER GETA HALDIÐ ÚT I STRIÐI? Frh. af 3. síðu. hjálms annars fór út í heims- styrjöldina 1914 hernaðarlega vel undirbúið, en á sviði iðnaðarins og matvælaframleiðslunnar illa undirbúið. Pað tapaði stríðinu vegna þess, að framleiðslan bil- aði. Bandamenn unnu vegna þess , að framleiðslan á járni, stáli og matvælum hélt áfram að ganga sinn gang, og fór meira að segja vaxandi. Hitler-Þýzkaland ætlar sér ber- sýnilega að læra af reynslu síð- ustu heimsstyrjaldar. I næstu heimsstyrjöld ætlar það að hafa tvö herforingjaráð, annað fyrir herínn, hitt fyrir framleiðsluna. En herforingjaráðin ein vinna enga styrjöld. Til þess þarf full- tingi og fórnfýsi þjóðanna sjálfra, Og í dag er allur þorri þýzku þjóðarinnar andvígur naz- istastjórninni undir niðri, þó hann þori ekki að sýna það op- inberlega. Ef stríðið verður langvarandi, mun spádómur Ilimmlers, yfir- manns Gestapo — þýzku leyni- lögreglunnar — rætast: að Þýzkaland verði ekki aðeins að berjast á vesturvígstöðvunum og austurvígstöðvunum, heldur einn- ig á innanlandsvigstöðvunum. Og hann mun rætast á hrikalegan hátt. Hve lengi getur Hitler haldið út í stríöi? Nægilega lengi til þess að heyja skyndistríð, en ekki svo lengi, sem næsta heimsstyrj- öld kemur til með að standa. Útbreiðið Alþýðublaðið! Inflúenza um 811 Norðurlðnd. Nokkrir hafa pepr dáið 1 Noregi. KAUPM.HÖFN i gærkv. F.Ú. NFLÚENZUFARALDUR hefir ir undanfarið valdið hinum sænsku sjúkrahúsum vandræðum. Til dæmis hefir orðið að færa rnjög saman heræfingar þær, sem fram fóru nýlega, vegna þess að margt hermannanna hafði sýkzt af inflúezu. í Noregi hefir inflúeza sýkt mörg hundruð manns, og hafa nokkrir dáið af hennar völdum, til dæmis í Oslo og Björgvin, og er nú faraldurinn kominn til Þrándheims. Viröist faraldur þessi vera á leið Iengra norður á bóg-, inn. I Danmörku er infiúenzufarald- ;urinn í rénum, en þó koma stöð- ugt fyrir ný tilfelli. ! tímaritið „Le Nord“ skrifaði Sveinn Björnsson sendi- herra í fyrra grein á ensku um ríkisréttarlega og þjóðréttarlega stöðu íslands. Ritgerð þessi er nú komin út sérprentuð á dönsku og hefir Ejnar Munksgaards For- lag gefið hana út. Þá hefir félag- ið „Norden“ gefið út sérprentaða ritgerð, sem Sveinn Björnssön skrifaði í norræna tímaritið „Fol- kung“. F.Ú. 75 ára er á morgun 1. apríl Lilja Grímsdóttir frá Sæmundarhlíð nú til heimilis Njálsgötu 4A. Sundmótið í qærkveldi: Jónas Halldérsson setti nýtt met á 800m, Inya Sveins vantaði aðeins Vio lir sek. á mettíma i 100 m. snndi SUNDMÓT Olympiunefndar- innar í gærkveldi í Sund- höllinni fór prýðilega fram. Jónas Halldórsson setti nýtt met í 800 metra sundi á 11 mín. 35,3 sek., en gamla metið var 11 mín. 39,2 sek., en það átti hann sjálfur. Er þetta 45. met Jónasar. Fjórir beztu sundmenn bæj- arins syntu á undan Jónasi, og synti hver þeirra 200 metra. Voru það þeir Halldór Bald- vinsson Æ., Logi Einarsson Æ.. Pétur Eiríksson K. R. og Guð- brandur Þorkelssono K. R. Varð Jónas á undan þeim þrem- ur, Pétri, Halldóri og Loga, en Guðbrandur kom að marki á undan honum. Sundmótið hófst með 50 m. sundi karla, frjálsri afðerð. Varð Logi Einarsson fyrstur á 28,7 sek., annar Guðbr. Þorkels- son 28,8 sek og þriðji Svanberg Haraldsson 28.9 sek. íslands- metið á Jónas Halldórsson og er það 27,8 sek. Þá fór fram 100 metra bringusund kvenna. Fyrst varð Þorbjörg Guðjónsdóttir Æ., 1 mín 39,6 sek., önnur Hulda Jóhannesdóttir Á. 1 mín. 41,9 sek. og þriðja Jóhanna Erlings- dóttir Æ. Klara Klængsdóttir á metið 1 mín. 38.0 sek. Ingi Sveinsson vann 100 metra bringusud karla á 1 mín. 21,7 sek. Vantaði hann aðeins 1/10 úr sek. til að ná sínu eigin meti. Annar varð Esra Péturs- son á 1 mín. 26,6 sek. og þriðji Einar Sæmundsson á 1 mín. 26,8 sek. Þá fóru fram dýfingar og síðan sundknattleikur. Aðalfundur sænsk-íslenzka fé- lagsins „Svíþjóð“ Á aðalfundi ísl. sænska félags- ins „Svíþjóð“, sem haldinn var í gær flutti sænski sendikennarinn Osterman stutt erindi um skáldið Bo Bergman og las upp ljóð hans. Þá var sýnd sænsk kvik- mynd og loks danz stiginn. For- maöur félagsins var kosinn Magn ús Kjaran, stórkaupm., og með- stjórnendur: Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri, Gústaf Pálsson verk- fræðingur, Jón Magnússon cand. phil og Pétur G. Guðmundsson ritari. Nokkrir bátar hafa róið frá Seyðisfirði und- anfarna viku, og aflað talsvert á handfæri. Fiskur virðist allmik- ill, en fremur smár, hvar sem reynt er. Loðna nokkur er í Seyðisfirði, náðist hún í fyrra kvöld og verður því farið að róa með línu. „Nationaltidende“ I Kaupmanna- höfn flytur grein um úrvalskvenna- flokk þann, sem nú er á leið til Kaupmannahafnar til þátttöku í norræna fimleikamótinu. Spáir blaðið því, að frammistaða þessa flokks verði eitt með því skemti- legasta á öllu mótinu. F.Ú. Kristinboðsdagurinn I Reykjavík. Eins og að undanförnu verða kristinboðsguðþjónustur haldnar hér í bænum á pálmasunnudag: I dómkirkjunni kl. 11 f. h. og kl. 5 e. h. 1 fríkirkjunni kl. 5 e. h. Um kvöldið verða samkomur í húsi K. F. U. M. og Betaníu. t DAfi. Næturlæknir er í nótt Kristín Ólafsdóttir, Ingólfsstræti 14, sími 2161. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19,50 Fréttir. 20.15 Útvarpssagan. 20,45 Hljómplötur Norrænir söngvarar. 21,00 Heilbrigðisþáttur (Guðm. Thoroddsen prófessor). 21,20 Strokkvartett útvarpsins leikur. 22,00 Fréttaágrip. 22.15 Dagskrárlok. F. U. J. 11 manna nefndin heldur fund i kvöld kl. 8 í Alþýðuhúsinu, efstu hæð. Baldur fer á saltfiskveiðar í dag. Islandskvikmyndin. Vegna fjölda áskorana verður endurtekin skemtifundur Ferðafé- lags íslands í GamlaiBíó i kvöld kl. 9,15 verður þar sýnd íslands- kvikmyndin og fleira verður þar til skemtunar. áðventkirkjan. Fyrirlestur sunnudaginn 2. ap- ríl kl. 8,30 síðdegis Efni: „Gyð- ingaofsóknir, fylling gyðinga og fylling heiðinna þjóða. Allir vel- kontnir. O. J. Olsen. Trésmiðadeilan var ekki leyst um hádegi í dag. Samningatilraunafundir voru (haldnir í gær og i gærkvöldi og aftur í dag kl. 1 átti fundur að hefjast að nýju. Aðalfundur Alþýðuhúss Reykja- víkur h. f. var haldinn í gærkvöldi: Stjórn, varastjórn og endurskoðendur voru endurkosnir, en aðalstjórn skipa Oddur Ólafsson, Ingimar Jónsson og Jón Axel Pétursson. Næsti háskólafyrirlestur franska sendikennarans, hr. J. Haupts, verður í kvöld kl. 8. Efni Franskar skáldsögur á 19. öld. Gustave Flaubert. Síðasti fyrirlestur próf. Hammerich fer framíHá- skólanum (kenslustofu lagadeild- ar)í kvöld kl. 8. Efni: Síðaritím- ar. Þjóðverjar. Skíðavikan á ísafirði. Verið er að undirbúa förina á skíðavikuna á ísafirði og er ekki vonlaust að skip fáist til fararinnar. Er ætlast til að þeir, sem hug hafa á að fara vestur, skrifi sig á lista í dag, sem ligg- ,ur frammi í Bókaverzlun Isafold- arprentsmiðju, eða tilkynni þátt- töku til Lúðvígs Guðmundssonar skólastjóra, sími 5307, eða til Steinþórs Sigurðssonar skólastj. Ráðgert er að fargjald fram og aftur kosti 35 krónur, rúm eða bólstraður bekkur, og 25 krónur i lest. Væntanlegir þátttakendur verða að hafa tilkynt þátttöku slna fyrir hádegi á morgun, og mun þá um helgina fást úr þvi skorið, hvort úr förinni getur orðið. Fyrstu sumarfuglanna varð vart í Vestmannaeyjum í fyrra dag. Var það stór gæsa- hópur, er flaug norður á bóg- inn. Er það talið óvenju snemt. Sama dag urðu menn varir við lóuna hér — er það líka mjög snemt. Venjulega kemur lóan um sumarmál. EINBÝLISHÚS til leigu. Upplýsing- ar á Grandavegi 37. I. O. G. T. UMDÆMISSTÚKAN nr. 1. Umdæmisþingið verður að þessu sinni haldið í Hafnar- firði og hefst í Góðtemplara- húsinu þar annað kvöld kl. 8. Þess er óskað að fulltrúar og stigbeiðendur komi fyrir kl. 8 og hafi með sér kjörbréf og skírteini, ef ekki er áður búið að afhenda þau til um- dæmisritara. Sunnudaginn 2. apríl kl. lYi miðdegis fer fram guðsþjónusta í Góð- templarahúsinu í Hafnar- firði. Herra biskup Sigurgeir Sigurðsson predikar. Öllum er heimill aðgangur að guðs- þjónustunni, bæði templur- um og öðrum. og er fólk beð- ið að hafa sálmabækur með sér. Útbreiðið Alþýðublaðið! r ~J nyja bio rxi Kraftaverha- maðurinn. „THE MAN WHO COULD WORK MIRACLES.“ Afburða sérkennileg og at- hyglisverð kvikmynd frá United Artists, eftir sam- nefndri sögu enska stór- skáldsins H. G. Wells. Að- alhlutverkið, kraftaverka- manninn, leikur ROLAND YOUNG. Aðrir leikarar eru: Joan Gardner, Ralph Richardson o. fl. Aukamynd: MICKEY Á HÁLUM ÍS. Litskreytt Micke Mouse teiknimynd. Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að Halldór Halldórsson frá Þormóðsstað lézt á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði 30. marz. ' Aðstandendur. Félag nngra jafnaðarmaima. DansBeikar í Iðnó langardaginn 1. apríl kl. 10e»h. Aðgongumlðar fást i Iðné eftir kl. 4 á laugardag. Verð kr. 2,50. F. P. J.»dansleikirnig ern pekkt^ ir, sem jpeir heztn á vetrinum. NÝJA BANDED LEIKUR NEFNDIN Knattspyrnumótin verða sem hér segir á komandi sumri. 3. fl. mótið hefst 14. maí (vormót) drengir undir 16 ára. 2. fl. mótið hefst 18. maí (vormót) drengir undir 19 ára. Reykjavíkurmótið hefst 25. maí kept um Reykjavíkurhornið. 1. fl. mótið hefst samtímis svo sem við verður komið (áður B-mót), kept um Glæsisbikarinn. 4. fl. mótið hefst 5. júlí, drengir undir 13 ára, kept verður einu sinni í viku þar til mótinu er lokið. íslandsmótið hefst 26. júlí, kept um íslandsbikarinn. 1. fl. landsmót hefst samtímis svo sem við verður komið, kept um Víkingsbikarinn, áður B-lið. 2. fl. mótið hefst 17. ágúst, drengir undir 19 ára (haustmót). 3. fl. mótið hefst 22. ágúst, drengir undir 16 ára (haustmót), Tvöföld umferð. Tilkynningar um þátttöku í mótunum skulu komnar til K. R.R. eigi síðar en 14 dögum fyrir hvert mót. KNATTSPYRNURÁÐ REYKJAVÍKUR. Smásðluverð á eftirtöldum tegundum af tóbaki má eigi vera hærra en hér segir: Heller Virginia Shag í 50 gr. pk. kr. 1.25 pr. pk. Goldgulden - 50 — — _ 1.30 — - Aromatischer Shag - 50 — — _ 1.30 — - Feinreichender Shag - 50 — — _ 1.35 — - Blanke Virginia Shag - 50 — — _ 1.30 — - Justmans Lichte Shag - 50 — — — 1.20 — - Moss Rose - 57 — . — _ 1.45 _ „ Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má leggja allt að 3% á innkaupsverð fyrir sendingarkostnaði til útsölustaðar. Tóbakseinkasak Hkisins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.