Alþýðublaðið - 01.04.1939, Blaðsíða 1
Attauglð
b.tí
Það er gamall og græzku-
laus siður, að láta fólk
hlaupa apríl, en gamanið
fer að grána, þegar hlaup-
in kosta peninga. Tryggið
ykkur meiri kaup en
hlaup með því að koma á
hinn eldfjöruga danzleik
F.U.J. í Iðnó á laugardag.
ESTSTJÓRI: F. E. VALDEMAESSON
ÚTGEFANDI: ALÞÝDUFLO&KURINN
XX. ÁRGANGUR
LAUGARDAGINN 1. apríl 1939.
77. TÖLUBLAÐ.
Mtanlð
danzleik F. U. J. í
Iðnó á laugardaginn
kl. 10 e. h. AðgSnpi-
miðar kosta aðeins
kr. 2.50,
gland og Frakklaod iof
iðveizlD, ef á pað ver
Söteí
Indriði inars-
son látinn.
INDRIÐI EINARSSON rit-
höfundur lézt í gær að heim.
ili sínu hér í bænum, 88 ára að
aldri, fæddur 30. apríl 1851.
Hann var hagfræðingur og
sá fyrsti, sem íslendingar eign-
uSust.
Indriði Einarsson var af-
kastamikill rithöfundur og
samdi aðallega leikrit. Kunn-
asta leikrit hans er Nýjársnótt-
in, sem leikin hefir verið ákaf-
lega oft. Hann þýddi einnig
mörg af leikritum Shakespea-
res.
Chamberlain gaf yfirlýsingu um það i enska þinginu i gær.
—a-------__-------- » i . .
Afstaða Sovét"Rússlands vírðist enn óviss.
LONDON í morgun. FÚ.
CHAMBERLAIN forsætisráðherra Breta gaf í dag eftir-
irfarandi yfirlýsingu í neðri málstofu enska þingsins
um.ástandið í Evrópu og afstöðu Englands til þess:
„Eins og deildinni er kunnugt, stendur brezka stjórnin
nú í sambandi við aðrar ríkisstjórnir um þau vandamál,
sem nú eru á döfinni. Þessar samningagerðir eru ekki
enn fullkomnaðar, en til þess að skýra málin að nokkru, vil
ég tilkynna deildinni, að ef til þess skyldi koma> meðan
á þessum umleitunum stendur, að sjálfstæði Fóllands verði
ógnað þannig, að pólska stjórnin neyðist til að snúast til
varnar með öllum afla sínum, þá myndi brezka stjórnin
telja sér skylt að veita Póllandi þegar í stað alla þá hjálp,
sem í hennar valdi stendur að veitaT Brezka stjórnin hef-
ir sent pólsku stjórninni yfirlýsingu þess efnis.
Ég get bætt því við, að franska stjórnin hefir gefið
mér umboð til að lýsa yfir því, að afstaða hennar í þessu
máli er hin sama og brezku stjórnarinnar."
Eftir að Chamberlain hafði gef-
ið þessa yfirlýsingu, lagði Arthur
Greenwood, þingmaður Alþýðu-
flokksins, fyrir hann nokkrar
spurningar.
Hann hóf mál sitt með því að
']
Framsókn og Sjálfstæðisflokk-
urinn vilia ekki f ailast á heild- jj
artillðgur Wðuflokksins.
U RAMSÓKNARFLOKKURINN og Sjálfstæðisflokkur-
* inn hafa ekki viljað fallast á heildartillögur Alþýðu-
flokksins, sem getið var um í blaðinu í gær.
í gær sendi nefnd sú, sem hefir átt viðræður fyrir
hönd Alþýðuflokksins við nefndir frá hinúm flokkunum,
bréf til Framsóknarflokksins um afstöðu Alþýðuflokksins.
I þessari nefnd eiga sæti: Stefán Jóh. Stefánsson, Haraldur
Guðmundsson, Ingimar Jónsson og Finnur Jónsson. Bréfið
var svohljóðandi:
,»Með tilvísun til bréfs yðar, dags. 27. þ. m. skal yður
hér með tjáð, að innan stjórnar Alþýðuflokksins hefir ekki
fengist meirihluti fyrir því, að flokkurinn taki þátt í mynd-
un samsteypustjórnar með Framsóknarflokknum og Sjálf-
stæðisflokknum að óbreyttum þeim grundvelli, er um get-
ur í bréfum yðar og Sjálfstæðisflokksins og þeim skilyrð-
um, sem um hefir verið rætt af viðtalsnefnd yðar.
Telji Framsóknarflokkurihn og Sjálfstæðisflokkurinn
sig hins vegar geta fallist á frekari bætur vegna gengis-
lækkunar, erum vér fúsir til að ræða þau mál við yður."
Stjórn Alþýðuflokksins hélt fund í gærkveldi, þar sem
þessi mál flokkanna voru rædd, og munnlega var skýrt frá
svörum hinna flokkanna.
Á fundinum var það upplýst, að Framsóknarflokkur-
inn og Sjálfstæðisflokkurinn hefðu neitað að fallast á
tillögur Alþýðuflokksins í heild, eins og þær liggja fyrir,
um frekari bætur vegna gengislækkunar, sem settar voru
fram af hálfu Alþýðuflokksins, sem skilyrði flokksins fyrir
þátttöku hans í myndun samsteypustjórnar.
Alþýðublaðinu er ekki kunnugt um, hver nú verður
afstaða hinna flokkanna til þessara mála framvegis.
segja, að pessi yfirlýsing for-
sætisráðherrans kynni að reynast
eins pýðingarmikil og yfirlýsing
sú, sem gefin hefði verið þar í
pingdeildinni af Sir Edward Grey
fyrir einum aldarfjórðungi, þ. 4.
ágúst 1914. Þá baðst hann svars
við þeirri spurningu, hvort líta
bæri á pessa yfirlýsingu sem
fyrsta skrefið til framkvæmdar
st]órnmálastefnu i pá átt að
veita árásarríkjunum viðnám,
hvort brezka stjórnin hefði nú
sannfærzt um nauðsyn pess að fá
Sovét-Rússland til samvinnu við
stór og smá ríki um þessi mál
og hvort stjórnin teldi það ráð-
legt, að koma á fót ráðstefnu
þessara ríkja til varnar friðinum,
en til andstöðu við ofbeldið.
Sovétstjðrnin beftr yóð
orð, en sefnr enga Ff-
irlýsingn.
Chamberlain svaraði, að yfir-
lýsing hans hefði aðeins gildi um
stundarsakir. Hann sagði, að ut-
anríkismálaráðuneytið hefði ídag
rætt mjög itnarlega um þessi mál
við rússneska sendiherrann í
London, og að hann efaðist ekki
um, að rússneska stjórnin hefði
fullan skilning á grúndvallarsjón-
armiðum brezku stjórnarinnar i
þessum málum og væri þeim
samþykk.
Um alþjóðaráðstefnu sagði
Chamberlain, að þar kæmi til á-
lita, hvað heppilegast væri að
gera, ,ef það reyndist vera heppi-
legasta leiðin, að kalla saman
slika ráðstefnu, þá myndi brezka
stjórnin ekki hika við það.
Chamberlain var einnig spurður
að því, hvort hann vissi nokkuð
til þess, að Þýzkaland hefði nálg-
ast Pólland til þess að ræða
deilumálin
Hann svaraði: „Ég hefi að svo
stöddu enga vitneskju fengið um
slikar tiiraunir."
Chamberltiin með hina heims-
frægu regnhlíf sína.
ðll NorðnrliJnd viö-
arkenna Franco.
Tilkynning frá ríkisstiórninn;
31. marz 1939:
Að fengnum konungsúrskurði
hefir stjórn Francos hershöfð-
ingja i Burgos í dag verið til-
kynt, að stjórn hans væri af ís-
iands hálfu viðurkend sem lög-
leg stjórn Spánar.
Sams konar tilkynning mun
stjórninni í Burgos einnig hafa
borist frá stjórnum hinna Norð-
urlandaríkjanna samkvæmt áður
gerðu samkomulagi þeirra um að
akvörðun um viðurkenningu
skyldi tilkynt Francostjórninni
samtímis af hálfu allra Norður-
Iandaríkjanna.
Harald Gnstafsson
Og Litvinov, sá sem þegir.
Harald Gustafsson fyrver-
andi forstjóri Sænsk-íslenzka
frystihússins, lézt í gær í
sjúkrahúsi í Stokkhólmi.
Gustafsson lét af störfum
hér vegna vanheilsu. Meðan
hann dvaldi hér ávann hann
sér miklar vinsældir allra, sem
honum kyntust.
Hið ísl. prentarafélag.
Aðalfundur félagsins verður
haldinn á morgun í Kaupþings-
salnum kl. 2 e. h.
Þjóðveijar præta fyrir alí-
ar árásarfyrirætlanir.
..........».------------
Kalla yfiriýsingu Gltamberlains óskiljanlega.
LONDON í morgun. FÚ.
¥ TILEFNI af yfirlýsingu
•»¦ Chamherlains í gær um
aðstoð við Pólverja, ef á þá yrði
ráðist, hefir hin opinhera þýzka
fréttastofa gefið út yfirlýsingu.
f yfirlýsingunni. sem gefin
var út í gærkveldi, segir, að
þessi yfirlýsing Chamberlains
sé óskiljanleg með tilliti til
þess, að Chamberlain skorti
állar upplýsingar er sönnuðu,
að fyrir dyrum stæði árás á Pól-
land. Yfirlýsing Chamberlains
hefði ékkert nýtt inni að halda,
segir fréttastofan, að þetta væri
ekki annað en ein hlægileg til-
raun enn til að vekja óróa. End-
urreisnarstarf Þýzkalands í Mið-
Evrópu muni ekki verða truflað
af slíkum ræðumannayfirlýs-
ingum.
Hitler mun í dag halda ræðu í
Wilhelmshaven, er hleypt verð-
ur af stokkunum öðru nýju or-
ustuskipi, og er talið, að ræða
hans muni að nokkru leyti
verða svar við yfirlýsingu1
Chamberlains.
Áherzla er lögð. á það i Lon-
don, að brezka stjórnin hafi ekki
fengið neinar ákveðnar upplýs-
ingar um það, að Þýzkaland und-
irbúi skyndilega aðför að Pól-
landi, en náin athygli er þó
veitt ýmsum augljósum stað-
reyndum, svo sem árásum þýzku
blaðanna á Pólland. Menn gera
f DAG.
Næturlæknir er í nótt Krist-
ján Grímsson, Hverfisgötu 39,
sími 2845.
Næturvörður er í Laugavegs
og Ingólfs apóteki.
ÚTVARPIÐ: *?
19,50 Fréttir.
20,15 Leikrit: „Lauffall", eftir
Sutton Vane (Indriði
Waage, Alda Möller,
Brynjólfur Jóhannesspn.
Gestur Pálsson, Valur
Jóhannesson).
21,30 Danslög.
Á MORGUN:
Næturlæknir er Halldór
Stefánsson, Ráriargötu 12. sími
2234.
Sunnudagslæknir er Gísli
Pálsson, Laugavegi 15, sími
2474.
ÚTVARPIÐ:
9,45 Morguntónleikar (plöt-
ur): a) Fiðlukonsert í a-moll,
eftir Bach. b) Píanókonsert nr.
3, eftir Beethoven.' 10,40 Veð-
urfregnir. 11 Messa í dómkirkj-
unni. (Prédikun: Ólafur Ólafs-
son kristniboði. Fyrir altari:
Séra Friðrik Hallgrímsson.)
12,15 Hádegisútvarp. 15,30 Mið
degistónleikar: a) Tríó Tónlist
arskólans leikur. b) (16,10)
Hljómplötur: Ýms lög. 17,20
Skákfræðsla Skáksambandsins.
17,40 Útvarp til útlanda (24,52
m.). 18,30 Barnatími: Ýmislegt
frá Kína (frú Oddný E. Sen og
börn hennar). 19,10 Veöur-
fregnir. 19,20 Hljómplötur:
Smálög fyrir celló og fiðlu.
19,40 Auglýsingar. 19,50 Frétt-
ir. 20,15 Erindi: Leitin að höf-
undi Njálu, III. (Barði Guð-
mundsson þjóðskjalavörður).
20,40 Hljómplötur: Haydn~til-
brigðin, eftir Brahms. 21,10
Kirkjutónleikar í dómkirkj-
unni: a) Orgeileikur (Páll Is-
ólfsson). b) Útvarpskórinn
syngur. 22,30 Dagskrárlok.
Sjðtíu og fimm ára
er í dag Maria Ámundadóttir,
Laugavegi 159 A. Hefir hún
ennþá óbilaða sálarkrafta og sjón
og gegnir heimilisstörfum enn í
dag sem mörg undanfarin ár hjá
tengdasyni sýnum,' Pétri Þórðar-
syni, og tveim sonum hans.
Gamanvísur
þær, sem Alfreð Andrésson
söng á árshátíð Hestamannafé-
lagsins Fákur, verða sungnar að
Baldurshaga kl. 3 e. h. á morgun,
Revyan
Fornar dygðir verður sýnd á
morgun kl. 2 e. h.
sér einnig vel ljóst í London, að
helzta einkennið á innlimun
Tékkóslóvakíu af hálfu Þýzka-
lands var hin mikla skynding,
sem höfð var á um innlimunina,
og er þvi alment álitið, að yfir-
lýsing Chamberlains hafi átt að
eyða öllum efa, sem fyrír kynni
að vera um afstöðu Bretlands,
áður en atburðarásin næði sama
hraða og fyrir hálfum mánuði.
Brezka stjórnin hefir síðustu
daga staðið í nánu sambandi við
stjórn Bandaríkjanna, og yfirlýs-
ing Chamberlains var tilkynt
stjórninni í Washington fyrir
þingfundinn í gær.