Alþýðublaðið - 01.04.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.04.1939, Blaðsíða 3
LAUGARDAGINN 1. aprll 1939. ALÞÝÐUBLAÐlé «—-----------------------♦ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDBMARSSON. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngengur frá Hverflsgötu). SÍMAR: 4960: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 1196: Jónas Guðmunds. heima. 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN 1------------------—-----♦ Norski Alþýðiflokk' orim svarar fyrlr sjg. AÐ mun vera flestum enn i fersku minni, hvernig kommúnistar létu sameining- una stranda á því árið 1937, þegar Alþýðuflokkurinn bauð þeim hana, að Alþýðuflokkur- inn vildi ekki taka upp í stefnu- skrá hins fyrirhugaða samein- aða flokks nein slagorð þeirra um „byltingarsinnaða túlkun marxismans," „vinsamlegt sam. band við alþjóðasamband kom- múnista“ og „skilyrðislausa af- stöðu með Sovét-Rússlandi,“ sem fólu í sér hreina og beina afneitun lýðræðisins, enda þótt flokkuririn í orði kveðnu ætti að heita „sósíalistískur lýðræð- isflokkur.“ Kommúnistar reyndu að rétt- læta þessi óheilindi sín í sam- einingarmálinu með því, að norski Alþýðuflokkurinn hefði einhver slík slagorð á stefnu- skrá sinni og vitnuðu i því sam- bandi í einstök orð og setninga- slitur, rifin út úr öllu sam- hengi, sem þeir við lúsaleit höfðu fundið í henni. Síðan hafa kommúnistar oft haldið því á lofti til þess að blekkja þá fylg- ismenn, sem Héðinn Valdimars- son færði þeim, að hinn nýi, grímuklæddi flokkur þeirra, stæði á svipuðum eða sama grundvelli eins og norski Al- þýðuflokkurinn. Hitt hefir þeim láðst að skýra, hversvegna norsku kommúnistamir þá ekki hafa viljað ganga í þann á- gæta flokk! En eins og kunnugt er, neituðu norsku kommúnist- arnir sameiningartilboði norska Alþýðuflokksins um mjög svip- að leyti og undir mjög svipuðu yfirskini, eins og kommúnist- arnir hér sameiningartilboði ís- lenzka Alþýðuflokksins. Að sjálfsögðu hefir norski Alþýðuflokkurinn ekki vitað neitt um það, að kommúnist- ar hér uppi á íslandi væru að reyna að nudda sér upp við hann og misnota nafn hans til þess að blekkja með því ís- lenzka verkamenn og kljúfa hreyfingu þeirra. En kaldhæðni örlaganna hefir nú samt gert kommúnistum þann grikk, að norski Alþýðuflokkurinn hefir nýlega endurskoðað stefnuskrá sína og hreinsað hana svo af öll- um vafasömum orðatiltækjum, sem íslenzku kommúnistarnir hafa verið að reyna að hengja hatt sinn á, að hann fær nú væntanlega að vera í friði fyrir ástarjátningum þeirra fram- vegis. Um uppkastið að hinni nýju stefnuskrá norska Alþýðuflokks ins fer Arbeiderbladet í Oslo meðal annars eftirfarandi orð- um þ. 2. marz. s.l.: „Það eru þrjú atriði í upp- kastinu að stefnuskránni, sem sérstaklega hafa verið rædd og nokkur skoðanamunur hefir verið um, nefnilega afstaðan til marxismans, einræðisins og Sovét-Rússlands. Allir hljóta þó að vera sam- mála um það, að stefnuskráin verði að kveða nákvæmlega á um það, hvað átt er við með orðunum marxismi og marxist- ísk söguskoðun. Það gengur ekki að slá um sig með slíkum orðum útskýringalausum. Hver einstaklingur myndi þá leggja í þau þann skilning, sem hon- um sýnist. í stefnuskránni verð- ur að segja það skýrt, hvað flokkurinn sjálfur á við. Hvað afstöðuna til einræðisins snertir, ætti að nægja að minna á alla starfsemi Alþýðuflokksins og verkalýðssambandsins. Þess- ar samtakaheildir verkalýðsins standa svo föstum fótum á grundvelli lýðræðisins, sem yfir- leitt er unt að gera. Og það er fneðal annars því að þakka, að þær eru orðnar eins öflugar og raun ber vitni um. Þær kröfur, sem Alþýðufl. gerir um að tryggja og auka rétíindi alþýð- unnar, svo sem samtakafrelsið, málfrelsið og prentfrelsið, eru ó- samrýmanlegar öllu daðri við einræðið, í hvaða mynd sem er. Hið yfirlýsta fylgi AlþýÖuflokks- ins við lýðræðið gerir það sjálf- sagt og rökrétt, að hann taki af- stöðu gegn öllu einræði. Með tilliti til Sovét-Rússlands segir í uppkastinu að stefnu- skránni, að norski Alþýðuflokkur- inn fylgist með samúð með starfi rússnesku þjóðarinnar að því, að byggja upp nýtt og betra þjóðfé- lag, en taki afstöðu á móti póli- tik alþjóðasambands kommúnista, sem sé miðuð við rússnesk skil- yrði og ákveðin í samræmi við sérhagsmuni Sovét-Rússlands. Og eru þessi orð uppkastsins ekki i fullu samræmi við núverandi af- stöðu Alþýðuflokksins? Verkalýð- urinn og flokkur hans hér í land- inu hefir vinsamlega afstöðu til hins sósíalistiska uppbyggingar- starfs á Sovét-Rússlandi, en á- skilur sér jafnframt óskoraðan rétt til þess, að hugsa með fullri gagnrýni um þá viðburði og þau fyrirbrigði þar eystra, sem hon- um líkar ekki. Og pað er alveg sérstök ástæða til þess, að taka afstöðu á móti þeirri sundrung- arpólitík, og þeim herbrögðum, sem alþjóðasamband kommún* ista hefir haft í frammi. Það hef- ir verið ógæfa fyrir verkalýðinn í öllum löndum utan Sovét-Rúss-: lands. Viðburðirnir sanna svo að segja daglega þessa skoðun, sem sett er fram í uppkastinu að stefnuskránni. Og þess vegna er það líka skylda okkar, að láta hana koma skýrt og greinilega fram.“ Með þessum orðum ætti norski Alþýðuflokkurinn að hafa gert nokkurn veginn hreint fyrir sín- um dyrum og hrist af sér hin hræsnisfullu fleðulæti kommún- istanna hér uppi á íslandi, sem hafa verið að'reyna að nudda sér upp við hann. Alþingi í gær '0 UNDIR hófust í báðum deild- um alþingis kl. U/2 miðdegis. um alþingis kl. 11/2 miðdegis. A dagskrá efri deildar voru tvö mál. 1. Frumvarp til laga um ostru- rækt. 3. umræða. Frumvarpið var afgreitt til ríkisstjórnar sem lög frá alþingi. 2. Frumvarp til laga um dýra- lækna. 1. umræða. Frumvarpið hefir áður, verið til umræðu i Neðri deild. Því var vxsað tii 2. umræðu og landbúnaðarnefndar. Á dagskrá neðri deildar voru þrjú mál. 1. Frumvarp til laga um breyt- ingar á lögum nr. 68, 28. dez. 1934, um útvarpsrekstur ríkisins. 2. umræða. Frumvarpinu var vís- að til 3. umræðu. 2. Frumvarp til laga um ný- skipun útvegsmála og stofnun út- vegsmálaráðs. 1. umræða. Flutn- ingsmenn. Isleifur Högnason, Ein- ar Olgeirsson, Héðinn Valdimars- son. Frumvarpinu var vísað til 2. umræðu og sjávarútvegsnefnd- ar, 3. Frumvarp til laga um um- boðsverzlun útgerðarinnar. l.um- ræða. Flutningsmenn, Isleifur Högnason, Einar Olgeirsson, Héð- inn Valdimarsson. Frumvarpinu var vísað til 2. umræðu og sjáv- arútvegsnefndar. Glímufélagið Ármann fer skíðaferð í kvöld kl. 8 og í fyrra málið kl. 9. Farmiðar eru seldir í Brynju til kl. 6 í kvöld og á skrifstofu félagsins eftir kl. 7. Auglýsið í Alþýðublaðinu! SjiBaniiiaoiPini Ljódskáld og fénskáld Islands* Sjómannadagsráðið hefur álcveðið að efna til sam» lceppni meðal ljóðskálda og tónskálda um sérstök sjö mannaljóð fyrir daginn með viðeigandi göngulag'j (March). Vei'ður fyrst snúið r,ér að Ijóðskáldunum og veitt verðlaun fyrir tvö beztu kvæðin, sem verðlaunahæi þykja að máli dómnefndar, Dómnefndin verður skip- uð þessum mönnum: Guðmundi Finnbogasyni lanic- bókaverði, Sigurði Nordal prófessor og Geir Sigurðs- syni skipstjóra. Fyrstu verðlaun verða kr. 150.00 — hundrað og fimmtíu krónur — önnur verðlaun kr. 50.00 — firnnv tíu krónur. — Sjómannadagsráðið hefði kosið að ástæður leyfðu að verðlaunin væru mikiu Iiærri en hér er ákveðið, en væntir hinsvegar að vinsemd skáldanna til sjómanna stéttai'innar hvetji þau heldur til að sinna þessari málaleitan. Þau slcáld, sem vilja sinna þessu sendi kvæði sín til Sjómannadagsráðsins Ingólfshvoli, Reykjavík fyrir 20. apríl n. k. Kvæðið og nafn slcáldsins verða að vera sitt i hvoru umslagi auðkenndu með sama merki. Einu skilyrðin eru þau að ekki séu færri en þrjú erindi i kvæði, hvert erindi mlnnst sex ljóðlínur, og að bragarhátturinn sé vel fallinn til að semja við göngulag. A eítir verður svo leitað til tónskáldanna um lao við lcvæðið. Síiérn Sjéinannadagsins brynja. — Járnleysi landsins varð sjálfstæði þess að falli. Má sanna þetta með órækum gögn- um. Nú skiljum vér, hversvegna Þörður kakali varð að yfirgefa ríki sitt. Áður en hann fór af landi brott, freistaði hann þess, að búa þannig um hnútana, að eftirmanninum yrði aðJkoman sem erfiðust. Öruggast fylgi átti Þórður á Vesturlandi. Þar í-éðu lofum og lögum náfrænd- ur hans og vinir. Fremstur í þeirra hóp var hinn ungi garp- ur og gáfumaður, Hrafn Odds- son. Til yfirstjórnar í Norðlend. ingafjórðungi setti Þórður Eyjólf Þorsteinsson, svila Hrafns og jafnoka hans í hug- dirfð og hetjuskip — ásamt Hrana Koðránssyni — manni þrautreyndum í mannraunum og hörðum í horn að taka. í Austfirðingafjórðungi áttu hinir ungu Svínfellingar á Valþjófs- stað og' Kálfafelli alt maxmafor- ræði og voru óðfúsir til fylgis við Þórð svo sem fyrr greindi. Er svo að sjá sem blóminn af æsku landsins hafi fylgt sér undir merki Þórðar. — Það var sigurvænlegt — en stoðaði ekki. Yfir Árnesþing skipaði Þói'ðu. ur engan trúnaðarmann. Slíkt hefði verið tilgangslaust. í þeim sveitum vildi enginn hlýta for- sjá annara en Gissur^r Þor- valdssonar. — Þar var hann elskaður og virtur. Rangfærsl- ur liðins tíma hafa ekki megnað að afmá þetta aðalsmerki hans — þótt það tækist að gera þenna mann. sem til síðustu stundar stóð á verði um sjálf- stæði íslands, að þjóðníðing. Hann stóð svo lengi sem stætt var á verðinum, og lagði síðan grundvöllinn að þjóðréttarstöðu vorri m»ð Gamlá sáttméla. í meðvitund þjóðarinnar á hann skilið séss á bekk með beztu mönnum hennar. Er Þórður kakali var fallinn í ónáð konungs árið 1249 voru framtíðarhorfur um stuðning Rangæinga við málefni hans ekki glæsilegar. Menn bjuggust nú við bráðlegri útkomu hinna landflæmdu Oddaverja og Giss- urar Þorvaldssonar. Það var gefið að þessir höfðingjar myndu bindast samtökum til sóknar gegn trúnaðarmönnum Þórðar. Þetta var bág tilhugs- un fyrir Hálfdán bónda á Keld- um og nú kemur hann skýrt íram á sjónarsviðið með sínum viturlegu ráðum. Fyrsta ávöxt þeirra sjáum vér í brúðkaupinu á Stórólfshvoli. Hinir áköfu fylgismenn Þórðar — ungu bræðumir á Valþjófsstað, ganga að eiga heimasætumar á Keld- um og Hvoli. Hið gamla djúp milli Hvols og Keldna var brú- að með nýjum tengdum, og að- staða hins fjarstadda Stórólfs- hvolsbónda til hefnda var gerð næsta torveld. — Hvað þeim Hálfdáni og Hvolsmæðgum hef- ir farið á milli, áður en svo langt var komið — vitum vér ekki. — En víst er um það, að Steinvör húsfreyja varð að sækja brúðkaup dóttur sinnar til Hvols. Kvalalaust hefir það naumast verið. Minnir atvik þetta eigi lítið á hina undarlegu frásögn Njáluhöfundar um hið tvöfalda brúðkaup á Hlíðar- enda. Þar bar Bergþóra mat á borð fyrir Hallgerði og boðs- gestina. Hinar stórlyndu kon- ur: Bergþóra og Steinvör urðu báðar að brjóta odd af oflæti sínu og í verki að votta konum, sem lítt voru að þeirra skapi, vinsemd og virðingu. Á yfirborðinu hafði Hólf- dáni tekist að koma á sáttxxm milli Þórðar kakala og Hvols- mæðgna. Til kasta Filippusar í þessum sáttamálum kom aldrei. Hann drxxknaði ásamt Haraldi bróður sínum á heim- leiðinni til íslands árið 1251. Filippus átti engan son. Oddur Þórarinsson hefir því tekið við goðorði hans, er hann kvongv- aðist Randalín og hlotið það til eignar að tengdaföðurnum látn- um. Allar líkur benda til þess, svo ekki sé meira sagt, að hér sé að ræða um Hvítanesgoðorð Njálssögunnar. Og alveg víst er það, að goðorði þessu fylgdi sami ófarnaðurinn og heilla- leysið sem Hvítanesgoðorðinu í frásögn Njáluhöfundar: Bróður dauði hins nýjá eiganda og síðan mannhefndir. Á alþingi 1252 gerði Oddur Þórarinsson Hrana Koðráns- son að skógarmanni fyrir keyr- ishöggið á Hvoli. Má auðsætt vera, hvað því olli, að mál þetta er tekið upp eftir þriggja ára bið. Fyrir umtölur Hálfdánar hafa Hvolsmæðgur sætt sig við það í fyrstu, að hefndir kæmu eigi fram gegn Hrana eða öðr- xxm trúnaðarmönnum Þórðar kakala. En við hið sorglega frá- fall Filippusar blossar harmur- inn og heiftin upp. — Nú heimt- ar húsfreyjan á Válþjófsstað hefndir af manni sínum. Þenna ógnararf hafði hinn ungi höfð- ingi hlotið eftir tengdaföður sinn með goðorðinu. Aðstaða Odds var ekki hæg. Þjóðin skiftist í tvo harðsnúna flokka, sem börðust um völdin. Gegn Gissuri Þorvaldssyni og á. hangendum hans stóðu vinir Þórðar kakala. — Má þar fremsta í flokki telja hina ein- beittu og hugprúðu höfðingja Hrafri Oddsson, Eyjólf Þor- steinsson og Þorvarð Þórarins- son. í þeim flokki voru líka Hrani Koðránsson og Oddur á Valþjófsstað. Ef Oddur vildi koma fram hefndxim. var aðeins ein leið fyrir hendi. Hún var sú, að snúa baki við bróður sínum og ganga yfir í herbúðir fjand- mannanna. Það gerði Oddur að lokum, — svo sem auðsýnt má vera — harðlega knúður fram af konu sinni. — Vorið 1254 finnum vér hann á herferð við hlið Gissurar á móti Hrana, Eyjólfi og Þorvarði. í það sinn kom ekki til bardaga. En nokkru síðar tókst Oddi að fella Hrana. Eftir það varð ekki snúið við. Er Gissur Þorvaldsson fór ut- an nokkru síðar, fékk hann Odd til þess, að taka að sér foryst- una í baráttunni gegn vinum Þórðar kakala. Sú barátta var háð um líf og dauða foringj- anna. Um miðsvetrarleyti 1255 undirbjó Oddur úrslitahríðina gegn þeim Eyjólfi og Hrafni. Þeir urðu fyrri ti.1 og feldu Odd í Geldingaholti eftir frá- bæra vörn. „Nú fréttust þessi tíðindi — fall Odds, og þótti Þorvarði bróður hans mikill skaði og mörgum öðrum, þó að þeir bræður bæri eigi með öllu auðnu til samþykkis. Nú leið veturinn af hendi og vorið. — Ekki hafði Þorvarður málatil- búnað eftir bróður sinnSvo farast söguritara nokkrum á 13. öld orð. Boðskapinn um víg Odds bróður síns hefir Þorvarður hlotið að hafa fengið í janúar- mánuði og sjálfsagt beint frá bandamönnum sínum, Hrafni og Eyjólfi. Þorvarður hefst nú ekkert að í þessu máli fyr en xxm vorið. Þá setur hann rögg á sig og sendlr mann austan frá Hofi með bréf til Þorgilsar Böðvarssonar á Staðastað. Þor- varður vissi að þessi ofstopa- fulli og valdagráðugi höfðingi var óvinur þeirra Eyjólfs og Hrafns og vildi umfram alt ná Skagafirði úr höndum Eyjólfs. Þess vegna leitaði Þorvarðxxr bandalags við þenna mann í þeim tilgangi að knýja sína fyrri félaga til nokkixrrar yfir- bótar fyrir víg Odds. Um þlóð- hefnd var ekki að ræða frekar en hjá Flosa eftir víg Höskulds Hvítanesgoða. Munurinn var bara sá, að þétta hæfði Þorvarði í alla staði, en á engan hátt Flosa. Hið átakanlega við af- stöðu Þorvarðar var það, að heiður sjálfs hans og ættarinn- ar bauð honum að krefjast slíkra bóta, — en þeir Eyjólfur og Hrafn gátu á hinn bóginn sóma síns vegna ekki sætt sig við neinar yfirbætur, sem máli skiftu, — þar eð Oddxxr var fall- inn óhelgur á eigin verkxxm, — Eftir nokkra vafninga frá Þor- gilsar hendi komu þeir Þorvarð- ur sér saman um það, að hittast á Bláskógaheiði vestanverðri mánudaginn þann 13. júlí og stefna síðan herflokkum sínum til móts við þá Hrafn og Eyjólf. Þorvarður lagði af stað í ferð þessa laust fyrir túnaslátt. Á suðurleiðinni hefir hann hlotið að heimsækja mágkonu sína á Valþjófsstað. Á Fljótsdálshér- aði hefir hann sjálfsagt safnað iiði, en þar hafði Randalín ráðin eftir fall Odds. Kona þessi var ekki alveg mnkomulaus. Hún réði að minsta kosti yfir hálfu Múlaþingi eða trúnaðarmenn hennar. Heitasta ósk hennar hefír eflaust verið dauði og ó- famaður Þórðar kakala og alls hans liðs. Frá hennar sjónar- miðí sóð var það þessi maður, sem hafði rekið föður hennar út í dauðann og nú var eigin- maðurinn fallinn fyrir vopnum liðsmanna hans. — Fram- kvæmd hefndarinnar var ætluð einum trúasta stuðningsmanni Þórðar — tengdasyni Steinvar- ar á Keldum — Þorvarði Þór- arinssyni. Það er júnímorgun nokkru eftir sólstöður 1255. Á Valþjófs- stað ber að garði flokk ríðandí manria. Fyrirliðinn er Þorvarð- ur Þórarinsson frá Hofi — víg- fimasta hetja landsins síðan Oddur bróðir hans féll frá. Hann er þungbúinn á svipinn. Hann hefði helzt kosið að leggja leið sína fram hjá Valþjófsstað. Á bernskuheimilinu er ekki lengur vina að leita. Þar ræður fyrir konan, sem af grimmleik sínum hafði sent Odd bróður hans í dauðans greipar. — En þau höfðu mál að i’æða, sem ekki varð framhjá gengið. Það varðaði herútboð og héraðs- stjórn. — Randalín var útí stödd er Þorvarður reið í hlað- ið. Hún snéri að honum og mælti: „Kom heill og sæll mág- ur — og er fegið orðið hjarta mitt tilkomu þinni.“ Kveðjan snertir aðkomumanninn óþægi- lega. Það var liðinn hálfur sjötti mánuður frá falli Odds bróður hans og allan þann tíma hafði hann kinokað sér við því að ræða meðferð eftirmálsins við mágkonu sína. Hann vissi vel hver hennar tillög myndu verða. Hann snýr sér að fylgd- arliðinu og segir stuttlega: Hér skulu vér eta dagverð og ríða síðan. Þar næst eru hestarnir bundnir og gengið til stofu. Framhald þessarar sögu má lesa í 16. kafla Njálu. Aðeins eitt atriði þar krefst nú skýr- (Frh. á 4. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.