Alþýðublaðið - 04.04.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.04.1939, Blaðsíða 3
ÞBIDJVDAC 4. APBfL 193« ALÞYÐUBLAOIÐ «----------- ... , . . >--.♦ ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. S. VALDEMARSSON. í fiwveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. ASGREIÐSLA: ALÞÝBUHÚSINO (InBgengur «ré Kverfisuðtu). SlMAR: 4?0§: Afgmðsla, auglýsingar. 4®0f: Ritstjðrn (innl. ftéttir). 4902: Ritstjóri. 4908: V. S. Vilhjálms (heiina). H96: Jónas Guðmunds. heima. 408®: AlþýOuprentsmiðjan. 4906: Afgreið'sla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN t 1---------------------—♦ noklBriBB með hala röfanafnið. VÐ UMRÆÐUR á alþingi í gærdag reyndu komm- únistar að gera sér mikinn mat úr því, sem Alþýðuflokkurinn hefði sagt um gengislækkun 1937. Töldu þeir að þá hefði Al- þýð'uflokkurinn lýst sig andvíg- an gengislækkun og það væru því hin verstu svik við kjós- endur þess flokks, að þing- menn Alþýöuflokksins lýstu sig nú geta fallist á að breyta gengi krónunnar. Las Einar Olgeirsson upp nokkur ummæli úr Alþýðu- blaðinu frá því í júní 1937 sínu máli til stuðnings. Öllum fórst öðrum en Einari Olgeirssyni og kommúnistun- um að taka upp slíkan mál- flutníng. Engir hafa óftar en þeir dansað sinn línudansinn iivert árið og fordæmt það í ár, sem þeir lofsungu sem hið eina rétta í fyrra. Einar og fleiri af aðalmönnum kommúnista hafa snúist eins og vindhanar 1 svo að segja öllum málum og alger ógemihgur er að segja hvaða stefnu sá flokkur hefir, sem E. O. nú telst tii. Sjálfir virðast þingmenn flokksins alls ekki vita það, og þá má geta nærri hvort hinir óbreyttu liðsmenn hafa þar um nokkra hugmynd. Það skal skýrt tekið fram hér, að Alþýðuflokkurinn hefir verið og er enn þeirrar skoðun- ar, að gengi krónunnar eigi að vera fast og breytast svo sjald- an sem unt er. Þar með er ekki það sagt, að gengi megi aldrei breyta, hve mikið ósamræmi sem aðrar aðstæður skapa milli kaupmáttar krónunnar á inn- lendum og erlendum markaði. Flestar eða allar nágranna- þjóðir vorar hafa breytt gengi peninga sinna síðan íslendingar ákváðu það gengi, sem hingað til hefir verið á krónunni, og surnar þeirra meira en þeirri gengisbreytingu nemur, sem nú er talað um hér. Árið 1937, þegar kosningar fóru fram, var ástandið alt ann- að en það er nú. Þó útgerðin stæði þá að vísu höllum fæti, var ástánd hennar langt frá því að vera eins slæmt og það nú er orðið, og hefði aflaleysið ekki verið svo gífurlegt hvað þorsk- veiðarnar snertir, sem raun er á, er með öllu ósennilegt. að grípa hefði þurft til gengis- lækkunar nú. En Alþýðuflokkurinn hefir einn allra flokka bent á aðra leið í þessum málum en geng- islækkun. Hann hefir bent á að fara mætti þá leið að veita út flutningsverðlaun. Hvernig hafa kommúnistar tekið þeirri leið? Hafa þeir mælt með því að hún væri farin? Nei, þeir hafa ekki bent á neina leið n$ma þá að taka lán hjá „elsku Sturlu“ til þess að bœta úr öll- um vandræðunum og ekki ein um eyri af því láni átti að verja til að styrkja útgerðina, þann atvinnuvegiim. sem svo að kalla einn skapar gjaldeyrinn, sem greiða átti lánið aftur með. Alþýðuflokkurinn er svo heppinn, að þeir menn, sem val- ist hafa til þingmensku fyrir hann, finna að þeim ber að líta á hin mestu vandamál þjóðfé- lagsins ekki síður frá sjónar- miði þjóðarheildarinnar en flokks síns. ' Þeir vita að um þetta mál eru skiftar skoðanir í öllum flokk- um — líka í kommúnista- flokknum — (sést það bezt á bók hr. Benjamíns Eíríkssonar, sem segir að 15% gengislækk- un sé sjálfsögð, og þegar svo er verða oft hin yfirlýstu flokks- sjónarmið að víkja fyrir alþjóð- ar nauðsyn. Svo hefir þetta reynst hin síðari ár í öllum löndum. Flokkar, sem beinlínis hafa á stefnuskrám sínum af- vopnun og minkun herbúnaðar, bera fram og samþykkja millj- óna fjárveitingar til aukins víg- búnaðar, og margt fleira mætti telja, þó á þetta eitt sé bent. Þáð sem hér hefir gerst er það, að síðan 1937 hefir orðið gerbreyting í þessu efni. Kaup- máttur krónunnar er nú allur annar innanlands en hann er erlendis og þó enn um stund væri reynt að halda þessu ó- samræmi við, myndi fyr eða síðar reka að því að þetta yrðí að breytast. Fyrir þessari staðreynd, og því að algerlega var ómögulegt að fá hina stjómmálaflokkana til að reyna að fara aðra leið, hefir Alþýðuflcjkkurinnj beygt sig. Og hann hefir gert það af tveim ástæðum. Önnur er sú, að útgerðín þol- ir ekki að bíða lengur eftir þeirri hjálp, sem hún þarf að fá, en hin er sú, að með því að Al- þýðuflokkurinn eigi þátt í þess- um málum getur hann spornað við því að gengislækkunin falli með öllum sínum þunga á herð- ar hinna lægst launuðu í þjóð- félaginu. Og því hefir honum tekist að afstýra með því að koma inn í lögin kaupgjalds- endurskoðun eftir stuttan tíma og kauphækkunum í hlutfalli við hækkun verðlags á nauð- synjum. ■ & Það sat sízt á kommúnistun- um að tala um svik af hendi Alþýðuflokksins í þessum mál- um. —• Enginn flokkur hefir nokkru sinni farið ver með sig og sína en kommúnist- arnir. Þeir voru 1937 kommún- istar og hétu þá líka kommún- istar. Þá var þeirra flokkur hinn eini rétti flokkur. Þá var hann sá flokkur, er einn; gat fram úr öllu ráðið svo vel væri. Og fólkið kaus Einar og félaga hans sem kommúnista. En hvað eru þeir nú? Hvar er nú Kommúnistaflokkur íslands, sem til kosninga gekk 1937? Hann er úr sögunni „sem slík- ur“. Hann hefir verið lagður niður og nú eru á þingi fjórir utanflokka menn, af þeim er einn liðhlaupi úr Alþýðuflokkn- um, en 3 liðhlaupar úr Komm- únistaflokki íslands, sem lagð- ur hefir verið niður. Er hægt að svíkja sína kjósendur öllu hreinlegar en þessi flokkur hef- ir gert? Hafi nokkur flokkur nokkru sinni „sett met" í að svíkja sitt fólk, þá er það gamli kommúnistaflokkurinn hér, sem það hefir gert. Að vísu mun það vera svo, að þeir menn, sém lagt hafa flokkinn niður, eru enn komm- únistar eins og þeir áður voru Rœða Finns Jónssonar Kommúnistar, sem stjörnai „Dagsi»nln“, binda kanp verkamanna i 15 mán. enn ..4®,—--- Þé vissu peip um yfipvofandf stórbrejrtingar á gengi krénunn^ ar eða aiiknar áliSgnr. —.——»...——— Frlt. af 2. sfðu im þegar bannað er að hækka kaup allra annara. Er því til að svara, að einmitt þessar stéttir hafa orðið harðast úti undan- farin ár, vegna vandræða sjáv- arútvegsins og vaxandi at- vinnuleysis. Og þó þeim sé ekki að öll uleyti bætt upp dýrtíðin, verður að vænta þess, að aukn- ingin, sem sennilega verður í sjávarútveginum, ætti að geta bætt þeim skaðann að fuliu. Fleirl Orjgglsráðstaftnlr fjrrlr alojðnfðlklð. Þó telja megi réttlætismál gagnvart sjávarútveginum að breyta gengi krónunnar, verður því eigi neitað, að með því eru lagðar byrðar á þjóðina. Til þess að ekki sæki aftur fljót- lega í sama horf fyrir útvegin- um, þarf að hafa hemil á dýr- tíðinni. í frv. er bannað að hækka húsaleigu til 14. maí 1940. Eflaust væri nauðsyn á að sjá um að húsaleigan hækk- aði eigi heldur að þeim tíma loknum. Slíkar ráðstafanir geta dregið úr byggingarfram- kvæmdum einstaklinga og hefir Alþfl. í því tilefni fengið loforð ríkisstjómar og Fram- sóknarflokksins fyrir lá millj. krónum í styrkjum og lánum til byggingar verkamannabú- staða í Rvík hvort árið 1939 óg 1940 og tilsVarandi í öðrum kaupstöðum, sem leggja fram fé í býggingarsjóði. Þá er og yf- irlýst, að lögunum um eftirlit með verðlagi verði beitt til hins allra ýtrasta, enda nauðsynlegt vegna almennings að ekkert verði lótið ógert til að haldá dýrtíðinni í skefjum. Enn hefir Alþýðuflokkurinn fengið yfir- lýsingu frá Framsóknarfl. um að ekki verði á fjárlögum dreg- ið úr verklegum framkvæmd- um né framlagi til atvinnubóta og enn fremur að óbeinir tollar verði ekki auknir umfram það, sem nú er í frv. þeim, er fyrir liggja. Ætti þetta alt að verða til öryggis fyrir hinar lægra launuðu stéttir, sem jafnframt eiga að hafa gagn af væntan- legri atvinnuaukningu. Þegar gripið er til slíkra rá‘ð- stafana, sem gert er ráð fyrir í frv., verður að gera þá kröfu til útgerðarmanna, að þeir geri alt, er í þeirra valdi stendur, til að koma útgerðinni í það horf, að hún geti borið sig, bæði með því að gæta allrar hagsýni og sparsemi í rekstrinum, og ekki sízt á þann hátt að efna til sam eiginlegra innkaupa fyrir alla útgerð landsmanna á öllum helztu nauðsynjum útgerðar- innar, svo sem olíu, kolum, salti og veiðarfærum. Við höf- um á þessum síðustu tímum mátt horfa upp á það, að ein- stök verzlunarfyrirtæki og ein- staklingar hafa bókstaflega rakað saman stórfé á því að selja vörur til útgerðarinnar, á sama tíma og útgerðin hefir stórtapað. Þessir alóþörfu milli- liðir, sem eru afætur á útgerð- inni, verða að hverfa. og það er aðeins í blekkingar- skyni gert, að klína öðru nafni á flokkinn. Það vita allir að er gert til þess að villa enn betur á sér heimildir en áður var hægt. Þjóðín veit vel að það eru aðeins „hendur Esau, en rödd Jakobs“, — rödd svikar- ans, — sem hún heyrir, er nýr kommúnistaflokkurinn með halarófunafnið lætur til sín heyra. Gengisbreytingin getur varla verið annað en bráðabirgðalausn og framtíð útvegsins getur ekki bygst á henni einni saman. Til hennar má ekki grípa nema í ýtrustu nauðsyn, eins og hér er lagt til. Með henni er útgerðar- mðnnum gefið færi á að koma útgerðinni á heilbrigðan grund- völl og þeir verða þess vegna áð leggja fram alla krafta sína, til þess að svo megi verða. Krón- íuna á að stöðva á því verði sem í frv. er lagt til, en jafnframt verður að stöðva töp útgerðar- innar. SjávarAtvegurlnn grund- vSllur allra annara at- vinnnvega. Þó svo sé komið hér í Reykja- vík að bæjarbúar lifl ekki nú orð- ið nema að litlu leyti á sjávarút- vegi, þá er langmestur hluti út- flutnings okkar úr sjónum. Án útflutnings kemur enginn gjald- eyrir til * landsins. Allur atvinnu- .rekstur þarf einhvern gjald- eyri og getur ekki án hans . starfað. Sjávarútveg- tirinn er þannig grundvöllur undir öllum öðrum atvinnuvegum landsmanna. Stöðvun eða hrörn- un sjávarútvegsins myndi orsaka stöðvun eða hrömun anhara at- vinnuvega. Engin getur þvi sagt að mál hans' séu sér óviðkomandi. Menn greinast sem von er til í flokka um gengismálið og raun- ar ekki eftir stjórnmálafl., því innan hvers einasta stjórnmála- 'flokks í landinu ríkja hinar gagn- stæðustu skoðanir um málið. Einkun mun andstaða gegn geng- isbreytingunni vera mikil hér i Reykjavík. Cti um lándið í sjáv- arþorpunum, þar sem menn lifa á sjávarútvegi, er skilningur manna á þessu máli hinsvegar miklu meiri. Otgerðarmálin eru þar nærstæðari hugum manna, og menn litu ekki björtum aug- tim á framtíð útgerðarinnar í haust er leið. Sameiginleg yfirlýsing fulltrúa AlþýðufL, Framsóknarfl. ogSjálf- stæðisfl. í milliþinganefnd sjáv- arútvegsmála um að nauðsyn bæri til að styrkja sjávarútveg- inn vakti því mikla ánægju á meðal manna í sjávar- plássum úti á landi. Þetta vakti vonír hjá mönnum og allmörg skip ,sem annars hefðu staðið uppi, voru gerð út á yfirstand- andi vertið. Yfirlýsing þessi ein saman hefir þannig örfað atvinnu vinnulífið frá því, sem annars hefði verið, en eftir hinum lof- uðu ráðstöfunum hafa menn síð- an beðið með eftirvæntingu. f Síðan í þingbyrjun hafa menn F| AGSBRÚN hefir ekki sagt upp samningum sínum við atvinnurekendur en af ópum og öskri kom- múnista undanfarnar vikur bjuggust menn almennt við því, að samningunum yrði sagt upp. Samningar þeir, sem gilt hafa s.l. ár við atvinnurek- endur, voru undirskrifaðir í fyrra um sumarmál. Voru þeir gerðir til eins árs og miðaðir við 1. júní og átti að segja þeim upp með 2 mánaða fyrirvara, eða fyrir 1. þessa mánaðar. Þeir, sem fylgst Uafa með, vita það, að kommúnistar hafa und- anfarið hamast út í gengislækk- un, og töldu þvi ailir víst, að þeir myndu reyna að verja Dags- brúnarmenn gegn afieiðingum gengislækkunar með því að segja upp samningum og knýja fram kauphækkun. En þeir lyppuðust niður. Þeir sögðu ekki upp samningnum; þess vegna hefðu verkamenn í Reykjavík orðið að sitja við sama kaup, þrátt fyrir gengislækkun, ef Alþýðuflokknum hefði ekki tekist að bjarga hagsmunum þeirra á annan hátt. Héðínn Valdimarsson sat svart- fur í sæti sinu á alþingi í gær undir umræðunum um gengis- svo sífelt veriö að spyrja hvað málum sjávarútvegsins liði. Ýms- ir haía verið orðnir vondaufir um nokkurn árangur. Fjöldi manns áttu alla afkomu sína undir að lausn fengist á máli þessu og margir voru að missa þolinmæðina. Eftir hina sameiginlegu yfirlýsingu þessara þriggja flokka hefði það orðið mikill álitshnekkir fyrir þingræð- 'lð í landinu, ef ekki hefði náðst samkomuiag um lausn málsins. Eg tel lausn þá, sem lögð er til í frv., eftir atvikum mjög við- unandi fyrir umbjóðendur Al- þýðuflokksins, enda var hún sú eina, er þingræðislegt samkomu- lag náðist um. Ég hefi þá vissu trú að þegar farið er að ræða piálið frá báðum hliðum í blöð- unum, en ekki eingöngu eins og gert hefir verið, aðeins með öfg- um og blekkingum, muni menn sannfærast um, að þetta var það: eina rétta sem hægt var að gera í málinu og ég vona að reynslan eigi eftir að sanna þetta. lækkunina, er Haraldur Guö- mundsson sýndi fram á óheilind- iin I gaspri hans. Ef nokkur héfir svikið umbjóðendur sína, þá er það Héðinn Valdimarsson; hann batt verkamennina á hönduni og fótum, þrátt fyrir það,, þó að honum væri kunnugt um, að gengislækkun væri yfirvofandi. En i þessu er kommúnistunum alveg rétt lýst. Þeir öskra og æpa út í loftið, en hafast ekki að. Þarna bera þeir ábyrgðina. Þeír fcera ábyrgðina gagnvart verka- mönnum um stéttarfélag þeirra. Þessari ábyrgð hafa þeír auð- tvitað algerlega brugðist. Þeim bar samkvæmt hrópum þeirra, að segja upp samningunum óg knýja fram kauphækkun, til að . mæta gengislækkuninni, ön þeir gerðu það ekki og gleyptu þár með öll sín eigin stóru orð. Þrátt fyrír það, þó að verka- menn séu alment hættir að taka mark á kommúnistum, þá bjugg- ust þeir þó margir við því, að stjórn Dagsbrúnar myndi me'ð því að segja upp samningum a. m. k. gera tilraun til að verja • verkamenn gegn afleiðingum gengislækkunar, en það gerðu þeir ekki; með því hafa þeir gef- ið þá yfirlýsingu, að orð þeirra eru innantóm og ekkert mark á þeim takandí. Hins vegar er ekki nema lik- legt, að þeir boðí Dagsbrúnar- menn til æsingafundar og láti þá samþykkja mótmælaályktanir — og ætli þeim svo að lifa á þeim. Hjónaband. I fyrradag voru gefin saman í hjónaband af Sigurgeir Sigurðs- syni biskup ungfrú Vilnia Magn- úsdóítir, Grettisgötu 2, og Hauk- ur Baldvinsson garðyrkjumaður. Flnttnr á Bæjar- bíiastöðina! Hér með tilkynnist viðskifta- vinum mínum, að ég hefi nú um mánaðamóíin flutt frá Liílu- bílstöðinni á Bæjarbílastöðina. Hringið í síma 1395! Fljót og góð afgreiðsla. Bílum aðeins lofað, ef þeir eru við hendina. Reykjavík, 3. apríl 1939. Magnús Magnússon. Auglýsið í Alþýðublaðinu! i M r Happdrætti Báskðla íslaaás. f DAO er síðasti endurnýjunardagur. | Nú eru aðeins 3 séludagar eftir fyrir 2. flokk. Ætlið pér að gleyma að endurnýja.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.