Alþýðublaðið - 04.04.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.04.1939, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAG 4. APRÍL 1939 GAMLA BIO ALÞÝÐUBIAÐIÐ t DAfi. tslan dskvi k myndí n sem Orlogskapteinn Dam tók hér í fyrra sumar verður sýnd tvisvar í kvöld kl. 7,30 og 9,15. Aðgöngumiðar (lækkað verð) seldir frá kl. 4, ___________________________ L O. G. T. EININGARFUNDUR annað kvöld kl. 830. Inntaka nýrra félaga. Ræðu flytur Árelíus Nielsson, stud. theol. Ls. Lyra fer héðan fimtudaginn 6. þ. m. kl. 7 síðdegis til Bergen um Vestmannaeyjar og Thorshavn. Flutningi veitt móttaka til kl. 3 á miðvikudag. Farseðlar sækist fyrir santa tíma. P, Smith & Go. Útbreiðið Alþýðublaðið! Jóhannes V. H. Sveinsson, kaupmaður er 75 ára i dag. Það er ekki heiglum hent að telja mönnum trú um f»að að Jóhannes sé í dag 75 ára, pegar að maður sér hann á götu kvik- an, sem ungur væri, en það er samt svq, hann er fæddur 4. ap- ríl 1864, svo pað er ekki hægt að neita f>vi. Jóhannes byrjaði formensku 18 ára gamall og var f>að til árs- ins 1910, en eftir það byrjaði Nautakjöt, Hangikjöt, Saltkjöt, Bökunaregg. Verisunin Símar 3828 og 4734. S R F í Sálarrannsóknarfélag íslanðs heldur fund miðvikudag 5. apríl kl. 8V2 I Varðarhúsinu. Einar Loftsson flytur erindi. Frú Guð- rún Guðmundsdóttir segir frá skyggnisýnum. Haraldskver. Fé- lagaskírteini í bókabúð Snæ- bjarnar Jónssonar og við inn- ganginn. Stjórnln. V. K. F. Framsókn heldur fund í kvöld kl. 8V2 í Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu. Konur ættu að fjölmenna og mæta stundvíslega. jhann verzlun í Ólafsvik og hefir stundað hana að mestu síðan. Hann fluttist til Reykjavíkur 1917 og hefir verzlað par síðan fram á þennan dag. Áhugi Jóhannesar er þó við sjóinn, enda hafa margir dugleg- ir menn sem nú stunda sjó, not- ið ávaxta af kenslu hans í sjó- mensku. Hann er maður hjálpsamur, glaðvær, fyrirhyggjusamur oghef ir mikinn áhuga fyrir landsmál- um. Hinir fjölmörgu vinir hans munu minnast hans í dag með innilegum hamingjuóskum. S. Auglýsið í Alþýðublaðinu! GENGISLÆKKUNARFRUM* VARPIÐ Frh. af 1. síðu. sætisráðherra sér hljóðs og gaf eftirfarandi yfirlýsingu: .,Að tilhlutun Framsóknar- flokksins hafa síðan x þing- byrjun farið fram samtöl milli Alþýðuflokksins, Framsóknar- flokksins og sjálfstæðisflokksins um myndun þjóðstjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefir nú gefið þau svör, að hann vilji taka þátt í slíkri stjórnarmynd- un, en hefir þó sett fyrir þeirri þátttöku nokkur skilyrði, sem enn eru ekki útrædd. Frá Alþýðuflokknum liggur málið ekki fyrir í því formi að afstaða hafi verið tekin til þess. Er því auðsætt, að enn muni til þess þurfa nokkra daga að reyna til þrautar, hvort þjóð- stjórn, sem þessir þrír flokkar standi að, verði komið á, en við- ræðum um það mál verður haldið áfram. En umtal og um- ræður, sem orðið hafa um geng- islækkun, og fundarsamþylckt- ir, sem gerðar hafa verið af ýmsum um það mál, hefir hins- vegar skapað það ástand í land- inu, að úr því verður að fá skorið nú þegar, hvort Alþingi felst á gengislækkun. Það mál þolir héðan af enga bið. Fram- leiðslan má ekki við því lengur að bíða eftir þeirri hjálp, sem henni yrði að leiðréttingu á skráningu krónunnar. En auk þess eiga sér nú þegar stað upp- kaup á vörubirgðum, sem til eru í landinu, svo að til vand- ræða horfir. Jafnframt hliðra innflytjendur sér hjá að kaupa inn vörur og láta af hendi, af ótta við að þurfá síðar ef til vill að greiða þær með breyttu gengi. — Þá eru eigi alllítil brögð að feví, að útflytjendur dragi að selja vörur úr landi. Má segja, að afurðasalan sé því nær stöðvuð. Getur þetta m. a. valdið markaðstöpum. — Þá er og hitt eigi síður áberandi, að þeir, sem vörur selja úr landi, fresti afhendingu gjaldeyris í von um gengislækkun. En hvorttveggja þetta, sölutregðan og dráttur þess að skila gjald- eyrinum, hefir, eins og gefur að skilja, hin alvarlegustu áhrif á gjaldeyris- ,og viðskiftaástandið innanlands og gagnvart útlönd- um, og verður eigi komizt hjá að ráða tafarlaust bót á því. Af þessum ástæðum er nú borið fram á Alþingi frumvarp um þessi mál, og er það óum- flýjanleg nauðsyn, að afbrigði frá þingsköpum verði veitt til þess að ekki þurfi að vera löng bið á afgreiðslu frumvarpsins — hvort sem það verður sam- þykt eða felt.“ Dmræðnrnar. Afbrigði fyrir frumvarpinu voru samþykt með 24 atkv. gegn 4, en 3 greiddu ekki at- kvæði. Á móti voru kommún- istarnir ásamt Sigurði Kristj- ánssyni. Hófust nú umræður og talaði Skúli Guðmundsson atvinnu- málaráðherra fyrstur. Var ræða hans samhljóða greinargerð frv. Þá talaði Finnur Jónsson og er ræða hans birt á öðrum stað í blaðinu í dag. Næst tók til máls Pétur Ottesen, en því næst Héðinn Valdimarsson og lagði hann fram svohljóðandi van- trauststillögu gegn ríkisstjórn- inni: „Þar sem neðri deild Alþing- is hefir vantraust á núverandi ríkisstjórn telur deildin ekki rétt að afgreiða á þinginu mál, sem gerir stórfellda röskun á fjárhags og atvinnumálum þjóðarinnar og vísar þVí frá frv. til laga um gengisskráningu og ráðstafanir í því sambandi og tekur fyrir næsta mál á dagskrá." Eysteinn Jónsson mótmælti því, sem H. V. hafði sagt, að gengislækkunin myndi ríra á- lit erlendra fjármálamanna í landinu. Hann taldi, að álit okkar erlendis myndi þvert á móti aukast. Sig Kristjánsson Næturlæknir er i nótt Páll Sig- urðsson, Hávallagötu 15, simi 4959. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iöunnar-apóteki. OTVARPIÐ: 1930 Fréttir. 20.15 Erindi: Afstæðiskenning Einsteins, I. (Sigurkarl Ste- fánsson magister). 20,40 Hljómplötur: Létt lög. 20,45 Fræðsluflokkur: Um Sturl- ungaöld, VI. (Ami Pálsson prófessor). 21,10 Tónleikar Tónlistarskólans. 21.15 Fréttaágrip. 21,55 Symfóníutónleikar (plötur): Symfónía nr. 4. eftir Bruck- ner. Leiðréttingar. Inn í grein Barða Guðmunds- sonar þjóðskjalavarðar um „Sáttabrúðkaupin á Hvoli“, sem hirtist hér i blaðinu á laugardag- inn, hafa því miður slæðst nokkrar meinlegar prentvillur: 1 1. dálki stendur: „Þótt heimildir séu svo margar ...", en á að vera: „Þótt heimildir séu svo magrar I 5. dálki stendur búlyklana, en á að vera búr- lyklana. I 7. dálki hetjuskip, á að vera hetjuskap. í sama dálki fylgt, á að vera fylkt. I 8. dálki bróðurdauði, á að vera bráður flauði. Og í 152. dálki 16. kafla, á að vera 116. kafla. Æfing fellur niður hjá Málfundafélagi Alþýðuflokksfélagsius í kvöld. talaði eins og nazisti og var ekki þó hægt að heyra annað en að hann væri flokksbróðir komm- únista. Var hann á móti öllu. Haraldur Guðmundsson lýsti afstöðu sinni til málsins. Stór- feldar ráðstafanir til hjálpar sjávarútveginum hefðu verið nauðsyn og aðra leið hefði ekki verið hægt að fá samkomulag um. Þá hirti hann kommúnista eftirminnilega, en gerði síðan nokkrar fyrirspurnir til at- vinnumálaráðherra sem skýrt er frá á öðrum stað. Auk þeirra, sem nú hefir verið getið, tóku til máls Gísli Sveinsson (á móti) — Þorsteinn i Briem og Ólafur Thors, báðir með. — Enn margir tóku til máls. Kl. tæplega 10 var 1. umræðu lok- ið og hófst þá atkvæðagreiðsla. Var fyrst greitt atkvæði um vantraust kommúnista og var það felt með 24 atkv. gegn 8. Að atkvæðagreiðslunni lok- inni var málið tekið til 2. og 3. umræðu og var umræðunum í neðri deild lokið fljótt. Frum- varpið samþykt úr deildinni, með áorðnum breytingum. Þá þegar var fundur settur í efri deild og málið tekið þar fyrir. Stóðu umræður ekki lengi. Sig- urjón Á. Ólafsson lýsti því yfir. að hann væri andvígur frv. og myndi greiða atkvæði gegn því. Var frumvarpið síðan samþykt og afgreitt sem lög frá alþingi klukkan að ganga 3. Minntist ekki ð olín! Kommúnistar héldu margar ræður i gær á alþingi, en forð- uðust þó eins og heitan eldinn að minnast á það, hvers vegna þeir sögðu ekki upp samningi Dagsbrúnar við atvinnurekendur og bundu þar með kaup Dags- bninarmanna í næstu 15 mánuði. En Einar Olgeirsson þvaðraði um alt annað. Hann taldi t. d. upp margt, sem mætti spara á við útgerðina, veiðarfærin, kolin, kaup yfirmanna o. s. frv.j — en svo einkennilega vildi til, að hann mintist ekki á — olíuna! .... .'.aar».—. Rejfkt sanðakjðt Reykt hestakjöt. Orvals dilkakjöt, frosið. Frosíð kjöt af fullorðnu á '45 og 55 1/2 kg. Saltað á 60 aura Va kg. Saxað kjöt af fullorðnu á 75 aura Va kg. íslenzkt smjör. Tólg, Egg. Ostur. Kartöflur. Gulrófur. Gulrætur, Rauðrófur. Hvítkál. Kjðtbáðln NJálsgötu 23. Sími 5265. wm NYiA Blð ■ Ósýnulegu geislarnir Dularfull og hrikalega spennandi amerísk kvik- mynd frá Universal Film, þar sem ýmsir stórfengleg- ir framtíðardraumar vís- indanna eru gerðir að veruleika. Myndin er „tekniskt“ snilldarverk og aðalhlutverkið frábærlega vel leikið af sérkennileg- asta „karakter“-leikara nútímans BORIS KARLOFF. Aðrir leikarar eru: Bela Lugasi, Violet Cooper o.fl, Börn fá ekki aðgang. Útbreiðið Alþýðublaðið! Vor 00 sosnarkápnr eru komnar í miklu úrvali. Klæðaverslnn Andrésar Andréssonar h. f (Dömudeildin). Laugavegi 3 Stfómarráðsins og ríkfsféhlrðís verða lokaðar laugardaginn fyrir páska. Skrifstofur Sjúkrasamlags Reykjavikur verða lokaðar laugardaginn fyrir páska. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Sparisjóður Reykjavjkar og nágrennis verður lokaður laugardag* inn fyrir páska. Tryggingarstofnnn rikisins. Lokað laugardaginn fyrir páska. SkíOavikan á isafirði. E/s. Edda fer til ísafjarðar annað kvöld, miðvikudag 5. apríl, kl. 7 e. h. Far báðar leiðir í Istarrúmi kr. 25.00. Pantaðir farseðlar sækist í dag, verða annars seldir öðrum. Skrifstofnm vorum og vðrngeymsln f Nýborg verður lokað laug ardaginn fyrir páska, all- an daginn. ífengisverslnn rikislns. Skrifstofnr bæjarlns og bæjarfyrirtækja verða lokaðar Iaugardaginn 8. þ. m., allan daginn. Skrifstofnr . -v. k... K' vorar og vöruafgreiðsla lokað laugardaginn fyrir páska. RAFTÆKJAEINKASALA RÍKISINS. pV* Vantí yður bifreið pá hringið i síma 1508. — Opið allan sólarhringinn. Bifrðst

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.