Alþýðublaðið - 12.04.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.04.1939, Blaðsíða 4
MÍÐVIKUD. 12. APRÍL 1939 M6AMLA BIOH „þegar lífið er leikur!u (MAD ABOUT MUSIC.) Bráðskemtileg og hrífandi söngvakvikmynd frá UNI- VERSAL PICTURES. Að- alhlutverkið syngur og leikur hin yndislega 16 ára söngstjarna DEANNA DURBIN, er allir kannast við úr söngmyndinni: „100 menn ein stúlka.“ Brunaútsalan í Vinnufata og sjöblæðabúðinni Hafnarstrætl 15 hefst á morgun kl. 8 f. h. Selt verður meðal annars: Manehettskyrtur, blndi, trefiar, hálsklútar, háf- ur, leðurvörur, nærföt, vinnuföt, háleistar, sokk ar, rakáhöld o. m. fl. Breiðfirðlngafélagið heldur fund að Hótel Borg fimtudaginn 13. apríl kl. 8,30 e. h. Félagsmenn sýni skírteini við inn- gang. Nýir meðlimir teknir. STJÓRNIN. ÍSLENZKU HAFRANNSÓKN- IRNAR i Frh. af 3 .síðu. 70 tegundir af fiski. En fiskurinn, sem mældur hefir verið, skiftir hundruðum þúsunda, en rann- sóknarstöðvarnar skifta hundruð- um. Pað er því orðið afskaplega mikið, sem búið er að safna af fróðleik. En oft vill það fara svo, um slíkar rannsóknir, þó alt sé ritað niður jafn ótt, að ekki geta aðrir notfært sér efnið, sem óunnið er úr, en þeir sem hafa stjórnað rannsóknunum, er þær fóru fram. Þessvegna hefir verið gert mjög einfalt kerfi ,sem rann- sóknirnar eru skráðar eftir, þann- ig að þó þeirra Árna Friðriks- sonar og Finns Guðmundssonar misti við (sem þó vonandi verður ekki), myndu þeir er tækju við, finna þrjár bækur, sem eru eins- konar lyklar að öllum fróðleikn- um, um það, sem rannsakað hef- ir verið á Pór. Eru um 30 fisk- tegundir skráðar fremst í hverri bók, og kerfið sem skráð er eftir svo einfalt, að þeir myndu finna alt er þeir þyrftu að vita, hér um bil jafn fljótt, og þeir, sem stóðu fyrir rannsóknunum. Verið er nú að rannsaka hvað mikið veiðist af hverri fiskteg- and, hlutfallslega á hvert veiði- tæki, og er það mikilvægt atriði, pieðal annars til þess að fá Faxa- flóa friðaðan. Hætt er t .d. við, að erlendir veiðiþjófar myndu setja það skilyrði fyrir því að hætta botnvörpuveiðum í Faxa- flóa, að lóðaveiði yrði einnig bönnuð þar, nema hægt væri að sýna fram á, að lóðin gerði lít- inn skaða flatfisks ungviðinu. En rannsóknir þessar hafa sannað það, sem reyndar sjómenn vissu áður, að lóðin er aðallega veiði- tæki fyrir þorsk, og að sama sem ekkert fæst í hana af flat- fiski. PRENTARAFÉLAGIÐ MÓT- MÆLIR GEN GISLÆKKUN - INNI. (Frh. af 3. s.) ar með frjálsu samkomulagi við atvinnurekendur. 6. Félagið telur, að það verði að vera sameiginleg krafa alls verkalýðs í landinu, sem hann standi fast saman um, að engin kjarabót, sem unn- ist hefir honum til handa, verði á nokkurn hátt skert. 7. Að öllu þessu athuguðu skorar félagið á hið háa al- þingi að gera nú þegar ráð- stafanir til þess að leiðrétta það hörmulega misrétti, sem áðurnefnd lög hafa í för með sér fyrir alþýðustétt þjóð- arinnar. NÝ SÍLDARVERKSMIÐJA. (Frh. af 1. síðu.) Rekstur verksmiðjunnar gekk eftir atvikum sæmilega, greiddi hún um 7500 krónum hærri leigu til bæjarins, en greitt hafði verið samkvæmt fyrri leigusamningi, hafði auk þess um 12 000 krónu tekjuafgang, verksmiðjan greiddi öll op- inber gjöld til bæjarsjóðs, eins og um einkafyrirtæki væri að ræða, nema útsvar, eftir sömu reglum og síldarverk- smiðjur ríkisins. Mér var það þegar ljóst, að þar sem verksmiðja þessi er orðin gamaldags og úr sér gengin (og hinn góða vinnslu- árangur tel ég helzt að þakka yfirvélstjóranum Snorra Stef- ánssyni) bar mikla nauðsyn til, ef rekstur hennar átti að ganga sæmilega, að endurbæta hana að miklu eða öllu leyti, og var aðallega um tvær leiðir að ræða. Fyrsta, að endurbæta verksmiðjuna að nokkru leyti, nota það, sem fyrir var, en bæta við nokkrum nýjum vélum, annað. að nota hina ágætu lóð og önnur skilyrði, sem fyrir hendi eru og byggja nýja verk- smiðju, sem vinnur úr 5—6 þús. málum síldar á sólarhring. Öllum kom saman um að reyna seinni leiðina, sem tví- mælalaust var sjálfsagt. Hefir þegar verið gerðar teikningar og kostnaðaráætlun fyrir verk- smiðjuna. Einnig hefir verið at hugað um lánsmöguleika er- lendis án ríkisábyrgðar, til þess að hrinda þesu máli í fram- kvæmd. Ég tel, að þeim málum sé ekki komið það langt áleiðis, að rétt hafi verið að skýra frá þeim opinberlega í blöðum, en vegna þess, að Þjóðviljinn hefir í dag skýrt sumpart bókstaflega rangt og að öðru leyti mjög villandi frá þessum málum, tel ég rétt að upplýsa um þessi mál eftir því sem ég tel, að ekki muni skaða framgang málsins. Hins vegar er það mjög óvar- færnislegt og getur orðið til þess að spilla fyrir málinu, að þessar röngu upplýsingar hafa komið fram í blaði kommún- ista í dag. Lánstilboð það, sem liggur fyrir, er ekki frá Norges Pri- vatbank, heldur frá A. S. My- rens Værksted, Oslo, sem býðst til að taka að sér að láta verk- smiðjunni í té alt erlent efni, byggingarefni og vélar, bæði það sem fyrirtækið framleiðir sjálft og einnig efni, sem þarf að fá annars staðar frá. Er lánið boðið gegn bankaábyrgð héðan frá íslandi og gegnum svokall- aða Exportkredit, þar sem norska ríkisstjómin ábyrgist seljendum andvirði hinna út- fluttu vara. Er því hér um vöru- lán, en ekki bankalán að ræða, en gert er ráð fyrir, að vextir af láninu verði um 6%, en þá sennilega einhverjir framleng- ingarvextir. Lánstíma og önnur atriði tel ég ekki rétt að upp- lýsa að svo stöddu. Tilboð þetta er árangur af viðtölum, sem ég ásamt bæjar- stjóra og verksmiðjustjórn átti við fulltrúa Myrens Værksted, Holtsmark verkfræðing á Siglu firði og síðar í Reykjavík, en þeim viðræðum var svo haldið áfram af Svavari Guðmunds- syni bankastjóra, sem endan- lega útvegaði lánstilboðið. Eimskip: Gullfoss er í Kaupmannahöfn, Goðafoss kemur til Hull í kvöld, Brúarfoss er á Bíldudal, Detti- foss er í Reykjavík, Selfoss er hér. Súðin er hér, fer á fimtudagskvöld vestur um í hringferð. 8. Félagið skorar því sérstak- lega á fulltrúa alþýðunnar á alþingi að beita sér af al- efli fyrir því í fullkominni samvinnu við fulltrúa henn- ar í verkalýðsfélögunum, að jafna þann kjaramun innan þjóðfélagsins, sem skapast hefir við samþykt áður- nefndra laga.“ f DAG. Næturlæknir er Gísli Pálsson, Laugavegi 15, sími 2474. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. OTVARPIÐ: 13,00 Skýrsla um vinninga i/happ drætti Háskólans. 18.15 íslenzkukensla. 18,40 Pýzkukensla. 19,20 Pingfréttir. 19,50 Fréttir. 20.15 Kvöldvaka Verzlunarskóla- manna. 22.15 Dagskrárlok. ArBentinukeppnin: Orslitin nðlgast, síð- asta nmferð verðnr tefld í kvðld. þeirra Ás- og Baldurs að jafntefli jOlÐSKÁK mundar lauk þannig varð. Biðskák þeirra Ásmundar Ás- geirssonar og Baldurs Möller var tefld í gærkvöldi og varð jafn- tefli eftir langa og harðvítuga viðureign. Endataflið var mjög skemtilegt, komu báðir upp drottningu. Ásmundur átti í vök að verjast þar sem hann hafði peði minna en heppnaðist þó að halda jafnteflinu. Vinningar standa því þannig: Ásmundur 5 vinninga. Baldur og Einar 4 vinninga hvor, Sturla 31/2 vinning. Ólafur 3 vinninga. Gilf- er 2V2 vinning. Steingrímur 2 vinninga og Sæmundur 0. Næsta umferð sem er sú síð- asta verður tefld í kvöld. YFIRLÝSING CHAMBER- LAINS. (Frh. af 1. síðu.) að flytja þinginu. Pingið kemur saman síðdegis á fimtudag. Á þingfundum munu þeir Chamber- lain og Halifax lávarður gefa þingheimi beggja deilda yfirlýs- ingu um, hvert sé viðhorf brezku stjórnarinnar til ástands þess, er skapazt hefir í Evrópu við innrás ítala í Albaníu. Almenningi i Englandi er full- komlega hulið, hvers efnis þess- ar yfirlýsingar muni verða, og engin openber tilkynning hefir verið gefin út um neinar álykt- anir, sem gerðar kunni að hafa verið á ráðuneytisfundinum í gær. AFLINN. (Frh. af 1. síðu.) afli á bát far um 20 skp. Tveir bátar, sem stunda netaveiðar, öfluðu vel, eða um 200 skp. í vikunni. Fáir bátar stunda handfæraveiðar á grunnmiðum, en fá góðan afla. Togarinn Sindri lagði á land á Akranesi 90 smál. af þorski og ufsa s.l. þriðjudag og fór síðan á salt- fiskveiðar. Frá Keflavík var róið þrjá daga í síðustu viku. Afli var frá 6—15 skippund. í dag var lagð- ur kjölur í nýjum 60 smálesta vélbát í skipasmíðastöð Péturs Wigelund í Njarðvík. Eigandi bátsins er samvinnuútgerðarfé- lag Keflavíkur. Einnig er í smíðum á sama stað 25 smálesta bátur, eign Sveinlaugs Helga- sonar frá Seyðisfirði. (FÚ.) Talkór F. U. J. hefir æfingu í kvöid kl. 8 í Alþýðuhúsinu efstu hæð. Drottningin er á ísafirði. Trúlofun. Um páskana hafa opinberað trúlofun sína: Frk. Málfríður Magnúsdóttir frá Sauðárkrók og Ólafur Símonarson lögreglu- þjónn. ■JjAl Hestaat. Það bar við hér i bænum í gær, er þrjú hross voru að berj- ast á blettinum við Fríkirkjuveg- inn, að eitt þeirra, hryssa, sem Hannes Thorarensen átti, datt nið ur dauð. Hafði hún fengið högg nálægt hjartanu. Hjónaefni. Trúlofun sína hafa opinberað ungfrú Margrét Jóhannesdóttir, skrifstofustúlka og Ólafur Bjarna- son stud med. frá Akranesi. Stúlka óskast um tíma í for- föllum húsmóðurinnar. Uppl. í 'síma 9214. ■ NYIA Blð ■ Hrói Hðttur. Hrífandi fögur, spennandi og skemtileg stórmynd frá WARNER BROS. Aðalhlutverkið, Hróa Hött, leikur hinn karlmannlegi og djarfi ERROL FLYNN. Öll myndin er tekin í eðli- legum litum Móðir okkar Þórdís Símonardóttir. andaðist 3. þ. m. og er jarðarför hennar ákveðin föstudaginn 15. þ. m. og hefst ki. IY2 e. m. að heimili hennar, Hellisgötu 7, Hafnarfirði. María Kristjánsdóttir. Guðrún Kristjánsdóttir. Herdís Kristjánsdóttir. Símon Kristjánsson. Gísli Kristjánsson. Jarðarför Helga Jónssonar ^ frá Tungu og dóttur lians Þórdísar Ragnheiðar fer fram frá fríkirkjunni fimtudaginn 13. apríl og hefst með húskveðju frá heimili systur hans, Laugavegi 74, kl. IY2 e, h. Vandamenn. Jarðarför Halldórs Halldórssonar fer fram frá heimili hans, Lækjargötu 4. Hafnarfirði, firntu daginn 13. apríl kl. 2 e. h. Kransar afbeðnir, Steiney og Magnús Ingibergsson. Alpýiuflokksfélag Reykjavikur heldur fund í Iðnó á morgun, fimtud. 13. þ. m., kl. 8,30 að kveldi DAOSKRÁ: Aðalfundarstðrfum iokið. Rætt um stjórnmálaviðhorfið. STJÓRNIN Frambalds-aðalfnnðiir Solusambands ísi. fiskframleið- enda verður haldinn mánudag- inn 17. þ. m. og hefst í Varðar- húsinu kl. 2 e. h. Reykjavík, 5. apríl 1939. Stjórn S. L F. Verðiag á rafmagnsvðrum. Sökum gengisbreytingarinnar hækkar frá og með deg- inum í dag verð á rafmagnsvörum um 10%, eða því sem næst. Nýr verðlisti verður gefinn út eins fljótt og því verður við komið. f? Raftækjaeinkasala rikisins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.