Alþýðublaðið - 13.04.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.04.1939, Blaðsíða 3
FIMTUDAGINN 13. april 1939. ALÞÝÐUBLAOIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangiir frá Hverfisgötu). . SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Viihjálms (heimá). 1196: Jónas Guðmunds. heima. 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN „Frjáls verzlun“ MÁLGAGN heildsalaklík- unnar í Sjálfstæðisflokkn- um, Vísir, sem nú hefir að baki sínu átta af seytján þingmönn- um flokksins, eða þá, sem undir urðu í átökunum innan Sjálf- stæðisflokksins um gengis- lækkunina, er nú daglega að nauða á því, að það sé ekki nóg að lækka gengi íslenzku krón- unnar til þess að rétta við hag sjávarútvegsins, heldur þurfi jafnframt að koma í veg fyrir vaxandi dýrtíð í landihu af völdum gengislækkunarinnar til þess að allt sæki ekki aftur í sama horfið. Um þetta atriði eru allir þeir, sem úm málið hafa hugsað, svö sammála, að öldungis ástæðu- laust er fyrir Ýísí' að vera að eyða mörgum orðum að því, — enda mun mönnum bregða und- arlega við, að heyra málgagn heildsalanna, vera að fárast' um hættuna af vaxandi dýrtíð. Það er enginn ágréiningúr; úíh þáð, að nauðsyn beri til að hafa hem- il á vöruverðinu í landinu til þess að gengislækkunin nái þeim tilgangi sínum að rétta við hag útgerðarihnar, heldur um hitt, hvaða leiðir skuli farnar til þess. Vísir hefir sína sérstöku skoð- un á því, ef skoðun skyldi kalla, og hún er ekki ný. Það meðal', sem hann vill hafa við dýrtíð af völdum gengislækkunarinnar, et sami Kíhalífselixírinn og hann hefir allt af hingað til heimtað án þess að um nokkra gengislækkun væri að ræða. — Það er afnám innflutningshaft- anna eða „frjáls verzlun,“ eins og hann vill helzt orða það. Um þá kröfu er það að segja, að það þarf sannarlega þröng- sýni og ábyrgðarleysi eiginhags. munaklíkunnar, sem hefir heild söluna á innfluttum vörum hér 1 sínum höndum, til þess að fara fram á slíkt, eins og nú er ástatt um atvinnu og gjaldeyr- isafkomu íslenzku þjóðarinnar og útflutningsmöguleika til ann ara landa. Svo mikið ætti þó heildsalablaðið að vita, a^ það eru takmörk fyrir því. hve mik- ið íslenzka þjóðin getur flutt inn af erlendum varnirigi yfir- leitt og ekki sízt. nú, þegar .höft eru lögð á innflutning allra ís- lenzkra afurða í öðrum löndum. En það lætur svo sem það viti það ekki, svo sem íslenzka þjóð- in geti leyft sér þann lúxus, sem engin önnur telur sig hafa efni á, og heimtar fyrir hönd heildsala. klíkunnar „frjálsa verzlun“, það er að segja frjálsar hendur til þess að flytja inn ótak- markað magn af erlendum vör- um, hvaðan sem henni sýnist, enda þótt það gæti kostað okk- ur þá takmörkuðu markaði, sem við höfum fyrir íslenzkar afurð- Lr erlfindis, s&m «ins og kunnugt er eru ýfirleitt bundnir við það, hð við kaúpum þar einnig inn, og þar af leiðandi ehgin trygg- ing, þvért á móti litlar líkur, væru til þess að við gætum greitt það, sem inn væri flutt, með okkar íslenzku útflutnings-. vörum. Það má vel vera, að með því að fara þessa leið heildsala- klíkunnar, mætti undirbjóða þann iðnað, sem skapast hefir af völdum atvinnuleysis og g j aldeyrisskorts hér á landi undanfarin ár, og kyrkja hann í fæðingunni. Það myndi sjálf- sagt ekki heldur koma neitt við hjarta heildsalanna, þótt ís- lenzku iðnaðarmennirnir yrðu þannig gerðir atvinnulausir. En þeir, sem eru að berjast fyrir því, að skapa hér aukna' at- vinnu og bæta gjaldeyrisaf- komu þjóðarinnar með því að rétta við útgerðina, aðal út- flutningsatvinnuveg landsins, munu áreiðanlega ekki vænta sér neins styrks í þeirri viðleitni sinni af því, að veitt yrði inn í landið óstöðvandi flóði af er- lendum iðnaðarvörum, sem eng- in ráð væru til þess að greiða í íslenzkum afurðum, en gerðu hinsvegar heila stétt manna, iðnaðarmennina, sem ; nú hafa að minnsta kosti möguleika til þess að hafa ofan af fyrir sér og sínum, atvinnulausa. Nei, það eru önnur ráð en pau, sem Vísir og heildsalarnir heimta, sem verður. að hafa' til þess, að hafa hemiil á dýrtíðinni, ef gengislækkunin á að ná þeim tilgangi sinum, að rétta við sjávarútveginn, bæta gjaldeyr- isafkomúna og auka atvinnuna í landinu. Þajð eru ráð, sem að vísu ekki þröng hagsmuiia- klíka eins og heildsalarnir hafa heinn hag af, en hinsvegar yf- irgnæfandi meirihluti allrar þjóðarmhar. Og þau ráð eru í því falin, að hafa svolítið harð-' hentara eftirlit méð álagningu heildsalanna á erlendar vörur heldur. en hingað til. Það veltur í dag eftir gengis- lækkunina yirkilega mikið á því, að verðlagsnefndin sýni síg hlutverki sínu vaxin. Norræaa stðdenta- mótið I Osié f jðni. EFTIR því sem ritari nor- ræna stúdentamótsins, sem haldið verður í Oslo í júní, skýrir frá, er ’búist við 600 til 700 þátttakendum í mótinu frá hverju hinna f jögra skandinav- isku landa. Við búumsL einriig við þátttakendum frá íslandi, segir ritari mótsins, en þaðan koma auðvitað tiltölulega miklu færri fulltrúar, þar sem ferðin þaðan er bæði löng og kostnaðarsöm. . r.. . ., Mótið mun starida frá: 23’.:~ 27. júní í sumar. Á seetningar- daginn koma stúdentárnir sam- an við Ákershusvigið í Osló oog ganga þaðan til háskólans, þar sem mótið verður sett í hátíða- salnum. Á dagskrá mótsins er meðal annars umræðufundur, þar sem fimm stúdentar, einn frá hverju hinna fimmv Norðurlandanna. rökræða málefnið „Norðurlönd og Evrópa.“ Meðal ræðumanna á mótinu verður Paasche pró- fessor, sem heldur fyrirlestur um efnið „Frelsi“. í sambandi við mótið verður efnt til hátíðarsýningar í þjóð- leikhúsinu norska. Auk þess verða veizluhöld, söngmót framan við háskólann í Osló og norrænn knattspyrnukappleik- ur á einum af íþróttavöllum borgarinnar. Athöfninni við setningu mótsins í hátíðasal háskólans verður útvarpað. Við það tæki- færi mun einn stúdent frá hverju hinna fimm Norður- landa halda rasðu. 4t Þessi grein er rituð af ungum Hafnfirðingi. Er hún svar við rógsskrifum Þjóðviljans gegn Alþýðufloltksmönnum og bæjarfélaginu. ÞAÐ HEFIR LÖNGUM verið sagt um íslenzka blaðamensku, að hún væri hvorki hefluð eða sérstaklega siðfáguð: En þó held ég, að aldrei hafi verið prentað á íslandi blað, sem eins gersamlega og ófrávíkjaniega sneiðir fram hjá almennu vel- sæmi og Þjóðviljinn. Er engu líkara en ritstjórnin fari þar fram með þeijn hætti. ,að einn maðurinn sitji við að leitá að öllum .verstu skainmaryrðum og svívirðusámböndum. sem til eru ‘i málinu, en annar dundi svo við að setja þetta saman, og ráða orðin einatt meiru um efn- ið en efnið um brðin, — og um sannleik og réttlæti er alt á reiki, sem von er til, þegar svo er í pottinn búið. Þetta þokkalega. blað virðist nú hafa tekið upp þá venju, að senda okkur Hafnfirðingum kveðju sína um hverja helgi. Sækir það efnið í ádrepur þess- ar til lærisveina sinna hér í. Hafnarfirði, og láta þeir nafns síns getið við sumar, Eru það þeir Ólaíur Jónsson, Jón Bjarnason og Helgi Sígurðsson (vitanlega í viðtali þó), ..sem á þennan hátt.vilja auka á frama sinn og frægð. — Má með sanni segja um þessa menn, að „litlu verður Vöggur fegihn“. Síðasta greín blaðsins af þessu tagi er þáskahugvekja eftir Jón Bjarnason, sem ber hið mjög Svo dramatiská heiti: ,,Með súltinn áð vopni.“ HÉR f UPPHAFI gat ég lítils háttar um rithátt og ritmensku Þj óðviljans, og er það alveg víst, að hugvekjuþöfundur hefir fullkomlega í einu og öllu farið eítir línu blaðsins í þessari siS- ustú ritsmíð sinni. Hann læzt þir vera að lýsa ástandinu hér í Hafnarfirði, og hvílkum ógn- al fantabrögðum hann og flbkksbræður hans séu beittir af forráðamönhum bæjarips. Hann getur þess í upphafi greinar sinnar, að hann hafi hfelzt til lengi þagað, en nú geti hann ekki lengur orða bundist og hljóti nú að birta alþjóð þessa dýrmætu vitneskju sína. Það kerinir næstum klökkva í rómnum. Hann segir með nokkrum orðum frá Haf narfj arðardeil- unni, og dregur þar auðvitað ekki úr hetjudáð sinni og sinna félaga. Er það ágætt, að þeir lifi í sinni sælu trú um einhver stþrkostleg áfrek í þessari deilu, þýí að varla munu aðrir öfunda þá af þessum verknaði. í „Andstæðingar Skjaldborg- arinnar eru ekki skotnir, þeim erj neitað um vinnu,“ ... „sjálf- ur hefi ég unnið hjá Bæjarút- gerðinni í 5 ár, en síðan deil- unni lauk, hefi ég fengið þar vinnu í 6 Vi klukkustund,“ seg- ir hann. , ÍÞetta virðist eiga að vera kjarninn í greininni. Og þessu hfefir hann lumað á alt frá því Hafnarfjarðardéiluhni. lauk, og gerir það nú heyrinkunnugt al- þjóð á upprisuhátíðinni. Jón Bjamason hefir verið kommúnisti frá því hann köm í Háfnarfjörð. Hann hefir þess vegna ávalt verið andstæðingúr Alþýðuflokksins. Hann ségist sjálfur hafa unnið í 5 ár -hjá Bæjarútgerðinni, og sama er að segja um alt hans heimilisfólk. Það he&r u« langt skeil unnið hjá þessu fyrirtæski. Hugvekju- höfundur sjálfur, og .hans fólk, er því órækt vitní þess, að:for- ráðamenn Bæjarútgerðarinnar hafa ekki stjakað pólitískum andstæðingum sínum frá at- vinnu þar. Hlýtur því eitthvert annarlegt hugarástand að hafa knúið greinarhöf. til þess að birta þjóðinní þann boðskap sinn, að hann hafi verið beittur atvinnukúgun af ráðamönnum fyrirtækisins. Mér er ekki kunnugt um, hvort J. B. hefir haft minni at- vinnu á Bæjarstöðinni síðan Hafnarfjarðardedlunni lauk. Eh hitt veit ég, að hann héfði átt að hafa minni vinnu þar síðan. Það er hagur allra fyrir- tækja, að allir starfsmenn þeirra komi sem drengilegast fram, gæti þess að vera á verði um hagsmuni þeirra og reyni í hvívetna að stuðla að gengi þeirra og gæfu. Því betur fær eitt fyrirtæki staðist, því betur sem starfsmenn þess gæta stöðu sinnar og rækja sitt starf. Þetta er viðurkent af öllum. HAFNARFJARÐARDEILAN var pólitiskt upphlaup gegn Bæj- arútgerðinni. Nokkrir íhaldsmenn og kommúnistar æstu til uppþots. Þeír hugsuðu ekkert um skaöa fyrirtækisins, enda trúlegt, að sumum hafi hlegið hugur í brjósti við að geta svalað sér á þvi. Bæjarútgerðín beið tjón við deiluna, þvi að togarinn Juní varð að liggja með fiskfarm í nokkra daga, unz þeir Héðinssinnar og íhaldsmenn flæmdu hann upp á Akranes, þar sem hann var af- greiddur í verksmiðju, sem Héð- ínn á drjúgan skilding i, sjálfsagt af einhverjum fylgifiskum hans. JónBjarnason skipaðí sér í flokk með þessum eyðileggingarseggj- um .þrátt fyrir atvinnu sína hjá fyrirtækinu í fimm ár, þegar mjög var þröngt um atvinnu i bænum og margir um hvert hand ; tak. Það launar hver eins og hann er maður til. Hvaöa fyrírtæki myndi liða starfsmanni sínum annað eins? Mundi Héðinn Valdimarsson, svo nefndur sé einhver flokksbröðir Ji B., una því til lengdar, að ein- hver óhlutvandur náungi sviki sig irin á fyrirtæki hans, B.P., í þvi augnamiði að njósna um hag og rékstur félagsins fyrir eitthvert annað félag, við skulum segja olíukaupafélag smáútvegsmanna? Ég hygg, að hann myndi ekki líða það lengi, og lái honum það ekkert. Það hefði herið full ástæða til, að J. B. fengi enga vinnu hjá Bæjarútgerðinni eftir deiluna. — En sú leið hefir ekki verið farin að sögn hans sjálfs, eins og sjá má hér að framan. Míg minnir, að jábræður Jóns hafi eitthvað ymprað á því,- að Bæjarútgerðin væri almennings- eign, og þar af leiðandi hefðu forráðamenn bundnari hendur um atvinnuúthlutun en atvinnurek- endur. Þetta er alveg rétt. En þar með er ekki sagt, að þeir eigi skilyrðislaust að taka þá ínenn í vinnu, sem vinna gegn fyrirtækinu og auka því skaða. Kommúnistar í Rússlandi hika ekki við að telja verksmiðjur landsins almenningseign, en þó skjóta þeir miskunnarlaust þá menn,. sem uppvisir eru taldir að svftum við þessi fyrirtæki. : En nú skal lítillega bent á, hvwnig AlþýfiaflokksmwSh ScMi • 9 að því að „svelta í hel“ flokks- bræður J. B. (sbr. grein hans). Rúmið leyfir ekkl mörg dæmi, en þau verða þeim mun skýr- ari. MAÐUR ER NEFNDUR Krist- inn Sigurðsson. Hann er flokks- bróðir J. B„ illu heilli, því að það er margt vei um manninn. Hann er í stjórn Hlífar, og stóð þess vegna með þeim óheilla- mönnum, sem hófu árásina á Al- þýðuflokkinn og Bæjarútgerðina í Hafnarfjarðardeilunni. Þessi maður er nú á togaranum Óla Garða, sem „níðingarnir" Kjartan Ólafsson, Emil Jónsson og Björn Jóhannesson (sbr. grein J. B.) á- samt fleirum festu kaup á, til þess að auka nokkuð atvinnu í bænum á þessum erfiðu tímum. Þannig er hann „sveltur i hel“. Stjúpdóttir J. B. er engu minni hetja í pólitíkinni en hann sjálf- ur. Hún var ráðskona hjá setu- liði Héðins meðan á déilunni któð, og var einatt á vettvángi, ef von vár einhverra tíðinda. Nú um daginn fékk hún atvinnu í A1 þýðubrauögeröinni ,sem er eins og kunnugt er stjórnað af alkunn um Skjaldborgara. Þannig er hún „svelt í hel“ og líkar mér þaÖ ekki iiia, þvi að mér er vel við stúlkuna. Vona ég, að hún líti i náð til stjúp- föður síns í þrengingum hans nú á hátíð hinna ósýrðu brauÖa. J. B. fer mjög öþokkalegum orðum um Guðmund Jónasson í hugvekju sinni. G. J. er verkstjóri hjá h. f. Rán. Hann hefir nú í þjónustu sinní sem aðstoðarverk- stjóra mann, sem leynt og ljóst hefir starfað með þeím rægi- riöglum Héðins i Hafnarfirði. Þannig er sá maður „sveltur í hel“. Og fyrir þetta þarf J.- B. alveg sérstaklega að ausa G. J. auri, þótt allir Hafnfirðingar þekki hann ekki; nema að góðu einu. NC HEFI ÉG sýnt fram á með dæmum hvernig tal hugvekjuhöf- undar um hefndarpólitík á hend- ur þeim ólánsmönnum, sem stóðu áð Hafnarfjarðardeilunni, erfleip- ur eitt ög staðlausir stafir. Um hitt gfeía að sjálfsögðu verið skjft- ar skoðanir, hvort Alþýðuflokk- urinn hefði ebki átt að láta þessa menn taka afleiðingunum af ó- happaverkum sínum. Og víst er um það, að þessir menn, sem kalla sig sósíalista og „samein- ingarmenn“, skirrast ekki við að standa í vegi fyrir pólitiskum andstæðingum sínum, þar sem þéir koma þvi við. Þó kastar fyrst tólfunum hjá þessum mönnum, þegar þeir fara að tala um sig sem bjargvætti verkalýðsins.. Það lætur álíka vel í eyrum og sagt væri, að ýlustrá og illgresi ætti að þekja tún bóndans í stað töðúnnar. Enda má nú segja; að þeir vinni hvert glappaskotið á fætur öðra, og látí skammt stórra höggva. Þeir byrjuðu á því að reka nokkra Alþýðuflokksmenn úr H;if.s Marglr þessará mánná íiöfíjtt - stárfað meira fyrir félagið en all- ir þeir til samans, sem nú-erá í 'stjórn, Þessir menn höfðu ekkert annað gert en það, sem félaginv. var til heilla- — Samt gátu peir höfðingjarnir, jábræður Jótts, fengið sig til þess að brjóta þrá- faldlega lög félagsins, sva þeir gætu vísað þessum velunnuram félagsins á brott. Var engu líkam en lllur andi hafi hlaupið í þossa verkalýðsmálavitringa, er þeir frömdu þetta frægðárverk. Enda vora þeir þá að eins viljalaust verkfæri í höndum nokkurra i~ haldsatvinnurekenda- Brottrekst* urinn var pólitískt liefndarverk, sem bezt sást á því, að einungis yfirlýstum Alþýðuflokksmönnum var vísað úr félaginu, en ekki hreyft við öðrum, sem engu síð- ur voru rækir samkvæmt tylli- ástæðum þeim, er vitringarnir fundu upp sér til afsökunar. J. B. ætti því ekki að minnast á hefndarpólitík, til þess eru' þeir á of hálum ís, hann og hans lagsmenn. — En kannske er ekkí að furða þó aö hann geri and- stæðingum sinum upp vammír bg skammir. Margur hyggur mann af sér, segir máltækið. STARFSEMI þessara verkalýös málavitringá er annars bezt lýst, i. Þjóðviljanum, sama blaðí og páskahugvekja J. B. blrtlst i. Þar er á 3. siðu kafli úr fundargerð síðasta Hlífarfundar. Eftir honum hefir hver firran boðið annaxi heim á þessum fundi. Skal hér ekki orðlengt um fundinn, en Iát- ið nægja að vísa tll frásagnar Þjóðviljans. Hún nægir fullkom- lega til þess, að allir hugsandi menri fái yfirlit yfir endemin. ~ Aðeins verða menn að vita það, sem fallið hefir niður úr Þjóð- viljanum, að 15—20 manns vom á fundinum. — Þó að ég.hafi hér gert lítils háttar athúgasemdir við páska- hugvekju J. B., mega menn ekki taka það svo, aö hún sé á nokk- urn hátt til þess að spilla fyrir málefnum Alþýðuflokkslns í Hafn- arfirðí. Síður en svo. Hafnfirð- ingar þekkja þessa menn. — En það er altaf leiðinlegt, að sjá menn snúa sannleikanum við, og þess vegna hripa ég þessar límir. Öllu alvarlegra er það, að þess- ir menn, sem „ekki era skotnir", eins og svikaramir í Rússlandi, virðast standa í vegi fyrir sam- tökum alþýðunnar i Hafnarfirði. Og fyrir það eiga þeir skilið þau orð, sem Þjóðviljinn helzt notar um andstæðinga sína. Ég vil ekki kalla þá níðinga, þessa menn, sem kallá sig sósíal- ista og sameiningarmenn hér í Hafnarfirði, þótt þeir hafi „skrið- ið saman" til þess eins að auka á tjón manna og vandræði. Ég læt J. B. eftir slík orð. En hitt' vil ég segja um þessa menn og þeirra starfsemi: „Þeir, sem aldrei þektu ráð, þeir eiga að bjarga hinum.“ Og þetta er mælt af fullkomn- .ustu þekkingu á mönnunum. Hafnarf. á annan páskadag. ■ - a». ; Auglýsið í Alþýðublaðinu! Nýir kaupendur fá ALÞÝÐUBLAÐIÐ 111 MBfitu mánððamóta ókeypis

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.