Alþýðublaðið - 14.04.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.04.1939, Blaðsíða 1
Skemtifundur AlMðisflokksfélagS' ins annað k¥ðld BITSTJÓBI: P. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKUEIWN XX. ÁRGANGUB FÖSTUDAGINN 14. apríl 1939. 85, TÖLUBLAÐ. SMlyríl Alpýðuflokkslns I gengisiálinu skopuíu varnir f yrir verkalýðinn. Ræða Stef áns Jóh. Stef ánssonar á íimdi Alþýðnflokksfélagsins í gærkveldi. ' —-------;-------? Try AÐ VAR UM TVENT AÐ VELJA fyrir Alþýðuflokk- 53»f^ inn í gengislækkurtarmálinu: Að taka skilyrðislausa afstöðu á.móti öllum þeim ráðstöfunum. sem gerðar yrðu í því máli, og hafa því engin áhrif á lausn þess, eða að semja vm málið við aðra stjórnmálaflokka og hafa þar með tæki- færi til að koma fram vörnum fyrir hönd verkalýðsins í landinu,- gegn því að áhrif gengislækkunarinnar kæmu þyngst niður á honum*" í !i ' Þetta sagði Stefán Jóh. Stef- ánsson forseti Alþýðusam- handsins á fundi Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur í gærkveldi. Fundurinn stóð í 4 tíma og fór mjög vel fram. Sóttu hann hátt á 2. hundrað manns og tóku margir til máls, þar á meðal margir verkamenn. Og St. J, St. hélt áfram: „Þegar nefnd Alþýðuflokksins átti fyrstu viðræðu sína við Framsóknarflokkinn, lagði Framsóknarflokkurinn fýrir nefndina tillögur sínar um- hjálp handa sjávarútveginum. í þessum tillögum var höfuðat- riðið gengislækkun (þundið 26,50) og engar bætur til hánda verkalýðnum. Vonin um að gengislækkuniri ýrði til þess að stórauka atvinnuna átti að nægja fyrir sjóménn, verka- menn, verkakonur og annað láglaunafólk. Þessi var og af- staða Sj álfstæðisflokksins.'' „Við sannfærðumst um það, að gengislækkun var qhjá- kvæmileg — og það varð álit flestra, að skylda okkar væri að koma í veg fyrir að byrðar hehnar kæmu þyngst niður á verkalýðnum og eftir langvar- andi samninga tókst þetta, svo að viðunandi er, þó að hins vegar sé hægt að segja með réttu, áð fullkomnar bætur hafi ekki fengist. En hvað hefði gerst ef Al- þýðuflokksþingmenn hefðu ekki tekið þessa afstöðu? Þá hefði gengislækkunin dunið yfir alþýðuheimilin á þessu landi án þess þau kæmu nokkrum vörnum við. Það er athyglisvert í þessu sambandi og rétt að benda á það, að við afgreiðslu málsins í efri deild báru þrír sjálfstæðismenn fram tillögu um það að af nema' allar bæturriar úr lögunum til handa verkalýðnum, að gengislækk- unin næmi rúmlega 10%, kaup væri lögþundið og allar bætur afnumdar. Jafnframt hljóta Alþýðuflokksmenn að benda á það, að við útvarpsumræðurhar kom það greinilega í Ijós. að þær varnir, sem fyrst og fremst voru færðai- fram fyrir málinu, voru þau atriði í lögunum, sem Alþýðuflokkurinn kom fram um bætur til handa verkalýðn- um og láglaunafólki. Það er langt frá því, að geng- islækkunin hafi verið æskileg fyrir verkalýðinn. En ég segi: Hún var óhjákvæmileg, Hún hefði komið, hvað sem við hefðum sagt, og ef við héfðum tekið sömu afstöðu og kommún- istar, þá hefði verkalýðurinn staðið varnarlaus.'* „Um þetta verður svo alþýð- an í landinu að fema. Stjórn- málabaráttan er enginn leikur, þar sem engin ábyrgð hvílir á Frh. á 4. síðu. fete mynduð ríkisstjórn priggja stærsta flebkanna? AÐ GEFNU TILEFNI gaf Eysteinn Jónsson fjármála- ráðherra þá yfirlýsingu á alþingi í gær, að viðræður færu nú fram milli fulltrúa stjórnmálaflokkanna um mögu- |; leika fyrir myndun þriggja flokka stjórnar.: Kvað hann þessar viðræður langt komnar og að héðan af gæti það ekki dregist lengi, að úr því fengist skorið, hvort möguleikr væru fyrir slíkri stjórnarmyndun. Ástándið í alþjóðamálum er þessa dagana svo ískyggi- legt, að fulíkomlega sýnist ástæða filað gerð verði í ein- lægni og alvöru tilraun til að koma á méira samstarfi en verið hefir um lausn aðkallandi vándámála, og éf ófriður brýst út, eins og útlit erfyrir, ér það mjog ríauðsynlegt að þjóðin komi fram sem'ein heild. ' Alþýðublaðið snéri sér í morgún til, Sfefáns Jóh. Stef- árissonar formanris Alþýðuflokksins og spiirði hann hvað þessum málum liði. Hann kváðst ekki géta sagt um það að svo komnu máli, en hann taldi líklégt að úrslit í þeim $ fengjust núna um helgina. ¦. r******+*+*^*+****'**><^*+++*+*'^**++++***+++****"*4+^*-**++*'*+**J*+*'+^' álgafrestar fy; rlnRiin M iciina % Ghamberiaira viil ekki Manda sér inn í Allianinsíriðið En bœði England og Frakkland lof a að hjálpa Grikklandl og MÉmenln, ef á þau verður ráðist. Illliiii Moscicki Póllandsforseti skrifar undir nýútgefin Iög um stóra lántöku til loftvarna. Hervæðing í kyrþey um alla Evrópu! ¦---------------------------?-—,—-,— Menn ófíasí fiýzka árás á Pólland á hverri stundu. Þýzk flotadeild send suður í Miðjarðarhaf. Frá fréttaritara AlþýSublaðsins K.höfn í morgun. "P FTIR að yfirlýsingar — þeirra Chamberlains og Daladiers urðu kunnar í Ber- lín í gærkveldi, var gefin þar út opinber tilkynning. sem fer hinum hörðustu og óvirðulegustu orðum um þá stefnu, sem Bretland hafi nú tekíð, og telur að menn verði nú að horfast í augu við riýja heimsstyrjöld. Þessi yfirlýsing þýzku stjórn- arinnar þykir spá illu um árang- urinn af viðleitni Englands og Frakklands til þess að varðveita friðihn, og það því heldur, að hvaðanæfa koma nú fréttir um hérvæðingárráðstafanir, enda þóít svo virðist, að reynt sé að halda þeim, sém mest leyndum. Sérstaklega óttast menn, að alyarlegir viðburðir geti skéð fyrr en varir á Íandamærum Þýzkalands og Póllands, óg þykja ummæli þýzkra blaða, sem nú á ný bera hinar þyngstu sakir á Póíverja fyrir meðferð þeirra á Þjóðverjum í Pollandi, mjög benda í þá átt, að verið sé að skapa átyllu fyrir skyndilega þýzka árás á Póiland. \ ..FrávBerlín berst sú.fr:egn. að þýzka stjórnin hafi á- kveðlð, að senda sex beiti- skijp og fjölda mörg önnur minni herskip og kafbáta til Spánar. Öllum er ljóst að slík ákvörðun þýðir ekkert annað en, að raunverulegá er verið að sérida þýzkan flota til Miðjarðarhafsins til liðs við ítalíu. ; ' Mwm Orónsðgnrnar og um Tékkósló?akiu i haust. LONDON í gærkveldi. FÚ. Mörg þýzk blöð koma í dag með sögur um ofbeldi og meið- ingar, sem Þjóðverjar eigi að sæta í Póllandi, og þýzka fréttastofan skýrir svo frá, að 100 Þjóðverjar, sem búa í Pól- landi, hafi orðið að flýja til Danzig til þess að forðast of- sóknir. Pólsk blöð skýra hins vegar frá því í dag, að yfirvöldin í Vestúr-Póllandi hafi orðið að taka marga Þjóðverja fasta, vegna alls konar lögleysuverka, er þeir hafi framið. Er þannig sízt friðvænlegra milli Pól- lands og Þýzkalands en verið hefir undanfarna daga.. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. K.höfn í morgun. "C1 FTIR yfirlýsingu Chamberlains í neðri málstofu enska *-* þingsins í gær þykir að minsta kosti víst, að innrás Itala í Albaníu verði út af fyrir.sig- ekki ófriðarefni í Evrópu. Chamberlain fór hörðum orðum um hernám Albaníu og sagði það tæpast geta samrýmst brezk-ítalska sáttmálan- um um óbreytt ástand við Miðjarðarhaf* en lýsti því þö yfir, að brezka stjórnin teldi þann sátfmála þrátt fyrir það eklsi enn úr gildi fallinn. Hún vænti þess einnig, að ítalir myndu standa við þau loforð, sem þeir hefðu gefið um að kalla alla ítalska hermenn heim frá Spáni eftir að Franco hefði haMið innreið sína í Madrid, sem fyrirhuguð er þ. 2. maí. Chamberlain viðurkendi það, að Albanía hefði beðið England um hjálp, en brezka stjórnin hefði enn sem komið er enga af stöðu tekið til þeirra málaleitana. Hinsvegar lýsti hann því yfir, að England myndi skoða það sem óvinsam- lega ráðstöfun við sig, ef ítalía reyndi að leggja undir sig eyjuna Korfu, rétt sunnan við landamæri Albaníu og Grikk- lands, og bæði England og Frakkland hefðu lofað ekki að- eins Grikklandi, heldur og Rúmeníu, á sama hátt og Pol- landi, fullum stuðningi, ef á þau væri ráðist. Yfirlýsing sú, sem Daladier gaf út í París í gærkveldi var í fullu samræmi við yfirlýsingu Chamberlains að öðru en bví, a8 Daladier tók fram nauðsyn þess, að Sovét-Kússland væri meH í þeim samtökum, sem nú væri verið að skapa til verndar friðinusn. Orðrómur gengur um það bæði í London og París, að Eng- land og Frakkland muni innan skamms gefa Tyrklandi samskonar loforð og þau hafa þegar gefið PóIIandi, Grikklandi og Búmeniu. Albanía bað England um iijáíp, LONDON í gærkveldi. FÚ. Chamberlain hóf mál sitt á því að gefa skýrslu um innrás Itala í Albaníu, er hann sagði að valdið hefði stórkostlegum ugg í álfunni og mikilli óá- nægju. Annars væru skýrslur ítala og Albana um þessi mál mjög ósamhljóða. Frásögn ítala af atburðunum væri á þá leið, að ítalía hefði verið knúin til þess að taka Al- baníu hernámi vegna misfellna á stjórnarfari Zogu konungs og samkvæmt beiðni frá Albaníu sjálfri. Hins vegar hafi stjórn Albaníu tjáð Halifax lávarði, að hún hefði hafriað úrslitakost- um, sem henni hefðu verið sett- ir af ítölsku stjóninni og jafn- framt skýrði Chamberlain frá þvi, að albanska stjórnin hefði beðið Bretland um hjálp. Með tilliti til þess, hversu mjög hér greindi á í frásögn- um þessara tveggja aðilja, hefði brezka stjórnin ekki ennþá tek- ið neina ákvörðun í málinu og biði eftir frekari skýrslum frá ræðismanni sínum í Durazzo. Tæplega samrýmaniegt brezk-italska sáttmálan- um. Því næst sagði Chamberlain, að hvernig sem háttað væri staðreyndum í málinu, þá mætti ekki dyljast þess, að þessi innrás ítala v Ajlbahíu hefði verkað á almenningsálitið eins og grímulaust ofbeldisverk, þar sem voldugra rki hefði kúgað veikara og yarnarlausara ríki með vopnavaldi. Þetta hlýtur að skapa vaxandi óróa í al- þjóðamálum, sagði Chamber- lain, og getur tæplega sam- rýmst brezk-ítalska sáttmálan- um, er gerður var í maímánuði síðastliðnum, þar sem ítalía skuldbindur sig til þess að halda óbreyttu ástandi við Mið- jarðarhaf. Jafnvel á föstudag- inn var hafði Ciarío greifi tjáð sendiherra Bretlands í Róm, að þetta ákvæði sáttmálans myndi verða strengilega haldið. Nú er Adríahafið vissulega hluti áf Miðjarðarhafi, og ltalía getur ekki með nokkru móti haldið því fram, að Bretlandi komí þetta mál ekki við. ðtfnsamleo f HstðhB, ef ttalir taka Korfu. Þá lýsti Chamberlain yfir því, að það væri fjarri sanni, að brezka stjórnin hefði nokkr- ar fyrirætlanir með höndum um að taka eyjuna Korfu, en brezka stjórnin myndi telja það mjög óvinsamlega ráðstöfun, ef nokkurt annað herveldi gerði það. Á páskadag sagði Chamber- lain áð brezku stjórninni hefðu borist fregnir um, að ítalir myndU í náinni framtíð taka Korfu, en fulltrúi ítölsku stjórnarinnar í London hefði þegar í stað fullvissað brezku stjórnina um það, að þetta gseti ekki verið rétt. Þegar hér var komið gaf Chamberlain þá yfirlýsingu sína, að brezka stjórnin myndi veita Grikklandi og Rúmeníu alla þá hjálp, er í hennar valdi stæði, ef sjálfstæði þessara tveggja ríkja væri ógnað, svo að þau álitu nauðsýnlegt að grípa til vopna til þess að verj- ast slíkum hótunum. Hann kvað sér verá kunnugt um það, að Daladier myndi gefa þessum ríkjum sams kon- ar yfirlýsingu. Prh. á 4. slöu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.