Alþýðublaðið - 14.04.1939, Side 1

Alþýðublaðið - 14.04.1939, Side 1
Skemtlfimdur AlþýðnUokbsfélags- ins annað kvöld BITSTJÓRI: P. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDl: ALÞÝÐUFLOKKURINN XX. ÁRGANGUR FÖSTUDAGINN 14. apríl 1939. 85. TÖLUBLAD. Skilyrðl Alpýðnflokksins í gengismálinn sköpnðu varnir tyrir verkaiýðinn. —4. Ræða Stefáns Jóh. Stefánssonar á fundi y Chamberlain vill ekki blanda sér inn i AlbanínstríOið —...■» —.— En bæðl England og Frakkland lota að hjálpa Grlkklandl og Húmenfu, et á pau verður ráðlst. Nýr gálgafrestu O Alþýðuflokksfélagsins í gærkveldi. —------♦ AÐ VAR UM TVENT AÐ VELJA fyrir Alþýðuflokk- inii í gengislækkunarmálinu: Að taka skilyrðislausa afstöðu á móti öllum þeim ráðstöfunum, sem gerðar yrðu í því máli, og hafa því engin áhrif á lausn þess, eða að semja um málið við aðra stjórnmálaflokka og hafa þar með tæki- færi til að koma fram vörnum fyrir hönd verkalýðsins í landinu, gegn því að áhrif þyngst niður á honum.“ Þetta sagði Stefán Jóh. Stef- ánsson forseti Alþýðusam- bandsins á fundi Alþýðuflokks- féíags Reykjavíkur í gærkveldi. Fundurinn stóð í 4 tíma og fór mjög vel fram. Sóttu hann hátt á 2. hundrað manns og tóku margir til máls, þar á meðal margir verkamenn. Og St. J. St. hélt áfram: ,,Þegar nefnd Alþýðuflokksins átti fyrstu viðræðu sína við Framsóknarflokkinn, lagði Framsóknarflokkurinn fyrir nefndina tillögur sínar um- hjálp handa sjávarútveginum. í þessum tillögum var höfuðat- riðið gengislækkun (þundið 26,50) og engar bætur til handa verkalýðnum. Vonin um að gengislækkunin yrði til þess að stórauka atvinnuna átti að nægja fyrir sjómenn, verka- menn, verkakonur og annað láglaunafólk. Þessi var og af- staða Sj álfstæðisflokksins.“ „Við sannfærðumst um það, að gengislækkun var óhjá-. kvæmileg — og það varð álit flestra, að skylda okkar væri að koma í veg fyrir að byrðar hennar kæmu þyngst niður á verkalýðnum og eftir langvar- andi samninga tókst þetta, svo að viðunandi er, þó að hins vegar sé hægt að segja með réttu, að fullkomnar bætur hafi ekki fengist. En hvað hefði gerst ef Al- gengislækkunarinnar kæmu ' t Í,- ' þýðuflokksþingmenn hefðu ekki tekið þessa afstöðu? Þá hefði gengislækkunin dunið yfir alþýðuheimilin á þessu landi án þess þau kæmu nokkrum vörnum við. Það er athyglisvert í þessu sambandi og rétt að benda á það, að við afgreiðslu málsins í efri deild báru þrír sjálfstæðismenn fram tillögu um það að afnema allar bæturriar úr lögunum til handa verkalýðnum, að gengislækk- unin næmi rúmlega 10%, kaup væri lögþundið og allar bætur afnumdar. Jafnframt hljóta Alþýðuflokksmenn að benda á það, að við útvarpsumræðurhar kom það greinilega í ljós. að þær varnir, sem fyrst og fremst voru færðar fram fyrir málinu, voru þau atriði í lögunum, sem Alþýðuflokkurinn kom fram um bætur til handa verkalýðn- um og láglaunafólki. Það er langt frá því, að geng- islækkunin hafi verið æskileg fyrir verkalýðinn. En ég segi: Hún var óhjákvæmileg. Hún hefði komið, hvað sem við hefðum sagt, og ef við hefðum tekið sömu afstöðu og kommún- istar, þá hefði verkalýðurinn staðið varnarlaus." „Um þetta verður svo alþýð- an í landinu að 'dæma. Stjórn- málabaráttan er enginn leikur, þar sem engin ábyrgð hvílir á Frh. á 4. síðu. i Veiðnr mpdnð rikisstjórn í prignla stærstn Mkaona? j ----- —:— -------- ;; AÐ GEFNU TILEFNI gaf Eysteinn Jónsson fjármála- !: ráðherra þá yfirlýsingu á alþingi í gær, að viðræður !; ;| færu nú fram milli fulltrúa stjórnmálaflokkanna um mögu- !; ;! leika fyrir myndun þriggja flokka stjórnar. !; ;! Kvað hann þessar viðræður langt komnar og að héðan !; af gæti það ekki dregist lengi, að úr því fengist skorið, ;j !; hvort möguleikr væru fyrir slíkri stjórnarmyndun. jj !; Ástandið í alþjóðamálum er þessa dagana svo ískyggi- ;j ;j legt, að fullkomlega sýnist ástæða til að gerð verði í ein- jj ij lægni og alvöru tilraun til að koma á meira samstarfi en jj ;j verið hefir um lausn aðkallandi vandamála, og ef ófriður !; jj brýst út, eins og útlit er fyrir, er það mjog nauðsynlegt j; ;j að þjóðin komi fram sem ein heild. j! ;j Alþýðublaðið snéri sér í morgun til Stefáns Jóh. Stef- ;j ;j ánssonar formanns Alþýðuflokksins og spurði hann hvað jj ;j þessum málum liði. Hann kvaðst ekki geta sagt um það að j: jj svo komnu máli, en hann taldi líklegt að úrslit í þeim j jj fengjust núna um helgina. !; Moscicki Póllandsforseti skrifar undir nýútgefin lög um stóra lántöku til loftvarna. Hervæðlng i kyrpey um alla Evrópu! —---♦-- Menn óttast þýzka árás á Pólland á bverri stundu. Þýzb flotadelld send suðair i Miðjarðarhaf. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins K.höfn í morgun. FTIR að yfirlýsingar þeirra Chamberlains og Daladiers urðu kunnar í Ber- lín í gærkveldi, var gefin þar út opinber tilkynning> sem fer hinum hörðustu og óvirðulegustu orðum um þá stefnu, sem Bretland hafi nú tekið, og telur að menn verði nú að horfast í augu við nýja heimsstyrjöld. Þessi yfirlýsing þýzku stjórn- arinnar þykir spá illu um árang- urinn af viðleitni Englands og Frakklands til þess að varðveita friðinn, og það því heldur, að hvaðanæfa koma nú fréttir um hervæðingarráðstafanir, enda þótt svo virðist, að reynt sé að halda þeim, sem mest leyndum. Sérstaklega óttast menn, að alvarlegir viðburðir geti skeð fyrr en varir á Íandamærum Þýzkalands og Póllands, og þykja ummæli þýzkra blaða, sem nii á ný bera hinar þyngstu sakir á Pólverja fyrir meðferð þeirra á Þjóðverjum í Póllandi, mjög benda í þá átt, að verið sé að skapa átyllu fyrir skyndilega þýzka árás á Pólland. ...Frá Berlín berst sú fregn, að þýzka stjórnin hafi á- kveðið, að senda sex beiti- skiþ og fjölda mörg önnur minni herskip og kafbáta til Spánar. Öllum er ljóst að slík ákvörðun þýðir ekkert annað en, að raunverulega er verið að senda þýzkan flota til Miðjarðarhafsins til liðs við Ítalíu. Söaiu Gróusögurnar og um Tékkóslóvabiu i haust. LONDON 1 gærkveldi. FÚ. Mörg þýzk blöð koma í dag með sögur um ofbeldi og meið- ingar, sem Þjóðverjar eigi að sæta í Póllandi, og þýzka fréttastofan skýrir svo frá, að 100 Þjóðverjar, sem búa í Pól- landi, hafi orðið að flýja til Danzig til þess að forðast of- sóknir. Pólsk blöð skýra hins vegar frá því í dag, að yfirvöldin í Vestur-Póllandi hafi orðið að taka marga Þjóðverja fasta, vegna alls konar lögleysuverka, er þeir hafi framið. Er þannig sízt friðvænlegra milli Pól- lands og Þýzkalands en verið hefir undanfarna daga. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. K.höfn í morgun. "C1 FTIR yfirlýsingu Chamberlains í neðri málstofu enska þingsins í gær þykir að minsta kosti víst, að innrás ítala í Albaníu verði út af fyrir sig ekki ófriðarefni í Evrópu. Chamberlain fór hörðum orðum um hernám Albaníu og sagði það tæpast geta samrýmst brezk-ítalska sáttmálan- um um óbreytt ástand við Miðjarðarhah en lýsti því þó yfir, að brezka stjórnin teldi þann sáttmála þrátt fyrir það ekki enn úr gildi fallinn. Hún vænti þess einnig, að ítalir myndu standa við þau loforð, sem þeir hefðu gefið um að kalla alla ítalska hermenn heim frá Spáni eftir að Franco hefði haldið innreið sína í Madrid, sem fyrirhuguð er þ. 2. maí. Chamberlain viðurkendi það, að Albanía hefði beðið England um hjálp, en brezka stjórnin hefði enn sem komið er enga afstöðu tekið til þeirra málaleitana. Hinsvegar lýsti hann því yfir, að England myndi skoða það sem óvinsam- lega ráðstöfun við sig, ef Ítalía reyndi að leggja undir sig eyjuna Korfu, rétt sunnan við landamæri Albaníu og Grikk- lands, og bæði England og Frakkland hefðu lofað ekki að- eins Grikklandi, heldur og Rúmeníu, á sama hátt og Pól- íandi, fullum stuðningi, ef á þau væri ráðist. Yfirlýsing sú, sem Daladier gaf út í París í gærkveldi var í fullu samræmi við yfirlýsingu Chamberlains að öðru en því, að Daladier tók fram nauðsyn þess, að Sovét-Rússland væri með í þeim samtökum, sem nú væri verið að skapa til verndar friðinum. Orðrómur gengur um það bæði í London og París, að Eng- land og Frakkiand muni innan skamms gefa Tyrklandi samskonar Ioforð og þau hafa þegar gefið Póllandi, Grikklandi og Rúmeníu. Albania bað England nm hjólp, LONDON í gærkveldi. FÚ. Chamberlain hóf mál sitt á því að gefa skýrslu um innrás Itala í Albaníu, er hann sagði að valdið hefði stórkostlegum ugg í álfunni og mikilli óá- nægju. Annars væru skýrslur ítala og Albana um þessi mál mjög ósamhljóða. Frásögn ítala af atburðunum væri á þá leið, að Ítalía hefði verið knúin til þess að taka Al- baníu hernámi vegna misfellna á stjórnarfari Zogu konungs og samkvæmt beiðni frá Albaníu sjálfri. Hins vegar hafi stjórn Albaníu tjáð Halifax lávarði, að hún hefði hafnað úrslitakost- um, sem henni hefðu verið sett- ir af ítölsku stjóninni og jafn- framt skýrði Chamberlain frá því, að albanska stjórnin hefði beðið Bretland um hjálp. Með tilliti til þess, hversu mjög hér greindi á í frásögn- um þessara tveggja aðilja, hefði brezka stjórnin ekki ennþá tek- ið neina ákvörðun í málinu og biði eftir frekari skýrslum frá ræðismanni sínum í Durazzo. Tæpiega samrýmanlegt brezk-italska sóttmálan- um. Því næst sagði Chamberlain, að hvernig sem háttað væri staðreyndum í málinu, þá mætti ekki dyljast þess, að þessi innrás ítala íi Ajlbahíu hefði verkað á almenningsálitið eins og grímulaust ofbeldisverk, þar sem voldugra rki hefði kúgað veikara og varnarlausara ríki með vopnavaldi. Þetta hlýtur að skapa vaxandi óróa í al- þjóðamálum, sagði Chamber- l lain, og getur tæplega sam- rýmst brezk-ítalska sáttmálan- um, er gerður var í maímánuðí síðastliðnum, þar sem Ítalía skuldbindur sig til þess að halda óbreyttu ástandi við Mið- jarðarhaf. Jafnvel á föstudag- inn var hafði Ciano greifi tjáð sendiherra Bretlands í Róm, að þetta ákvæði sáttmálans myndi verða strengilega haldið. Nú er Adríahafið vissulega hluti af Miðjarðarhafi, og Italía getur ekki með nokkru móti haldið því fram, að Bretlandi komi þetta mál ekki við. ðvinsamleg róöstöfnn, ef Italir taka Korfn. Þá lýsti Chamberlain yfir því, að það væri fjarri sanni, að brezka stjórnin hefði nokkr- ar fyrirætlanir með höndum um að taka eyjuna Korfu, en brezka stjórnin myndi telja það mjög óvinsamlega ráðstöfun, ef nokkurt annað herveldi gerði það. Á páskadag sagði Chamber- lain að brezku stjórninni hefðu borist fregnir um, að ítalir myndu í náinni framtíð taka Korfu, en fulltrúi ítölsku stjórnarinnar í London hefði þegar í stað fullvissað brezku stjórnina um það, að þetta gæti ekki verið rétt. Þegar hér var komið gaf Chamberlain þá yfirlýsingu sína, að brezka stjórnin myndi veita Grikklandi og Rúmeníu alla þá hjálp, er í hennar valdi stæði, ef sjálfstæði þessara tveggja ríkja væri ógnað, svo að þau álitu nauðsynlegt að grípa til vopna til þess að verj- ast slíkum hótunum. Hann kvað sér verá kunnugt um það, að Daladier myndi gefa þessum ríkjum sams kon- ar yfirlýsingu. Frh. á á. siöu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.