Alþýðublaðið - 14.04.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.04.1939, Blaðsíða 2
FðSTUDAGINN 14. apríl 1939. Gy'" 'iúsgögn og ramma er bezt að hreinsa með svampi gegnum bleyttum í ediki. Nudd ið síðan vel yfir með votum klút. Takið aldrei í rafmagnssnúruna þegar þér takið úr sambandi, við það flettist utan af vímum. Myndin E. Hvernig haldið þér yður grannri? Læknir svarar þessari spurningu þannig: Lifið eins og höfðingi á morgnana, — •ins og borgari um miðjan dag- inn, eins og betlari á kvöldin. Mynd B. Lifur úr þorksi og héilagfiski er holl fæða, í þeim er A. og D. vítamín í ríkum mæli. Vítamín mynduðust fyrst í lítilli þangplöntu, sem vex í Kyrrahafinu, þessa plöntu etur mjög lítill fiskur, sem svo aftur er etinn af stærri fiski, hann etur svo þorskurinn, lúðan, flyðran og sprakan, þannig fá þessir fiskar vítamín í lifrina. Það var fyrst uppgötvað hversu holl lifrin er úr þessum fiskum með því að láta veika smáfiska eta hana, þeim var um tíma gefið brauð, sem dýft var í porskalýsi, og árangurinn varð sá, að smáfiskarnir urðu frísk- ir og stækkuðu. Annars er lýsi af lifur úr heilagfiski vítamín- ríkara en af þorskalifur, nokkr- ir dropar af því eru á við matskeið af þorskalýsi. Þó að lýsi sé mjög hollt má ekki neyta þess nema lítið eitt, því of mik- il neyzía þess getur orsakað magaveiklun. — Gangið þér í tilbúnum fötum? — Nei, hvernig dettur yður það i hug:? — Er það ekki mjög óþægi- l*«t að ganga í ótilbúnum föt- um? HEIMILIÐ, KONURNAR OG BÖRNIN Sérstakur staður fyrir hvern hlut og hver hlutur á sínum stað. ÞÉR eruð kannske hræddar um að þetta eigi að vera löng siðapredikun um hversu nauðsynlegt það er að hafa alt í röð og reglu! En það er ekki þannig. Það eiga aðeins að vera nokkur góð ráð og uppástungur, sem ef til vill geta komið að notum í hinu daglega lífi. Því regla á heimilum er mikill létt- ir við dagleg störf. Ef þér t. d. geymið stoppuáhöld yðar í gömlum skókassa, megið þér í hvert skifti, sem fellur niður lykkja, róta í öllum kassanUm þar til þér finnið hinn rétta lit. Það liggur alt í einum graut, og er hreinasta plága. Á vorum tímum er öllum hlutum mjög haganlega komið fyrir. Við kærum okkur ekki um að eyða miklum tíma til hússtarfanna. en aftur á móti gerum við kröfu til þess að alt sé í röð og reglu. Við skulum þá taka okkur ferð á hendur gegn um íbúðina og sjá út hvern ig má með smávegis ráðstöfun- um koma öllu í reglu. Við kom- um fyrst í forstofuna og lítum í kringum okkur. Á hattahill- unni liggja treflar og hanzkar af allri fjölskyldunni — það bætir ekki lögun hattanna og gerir yfirlitið í forstofunni leið- inlegt. En ef þér fengjuð yður nú eitthvert efni og saumuðuð poka með nokkrum hólfum og hengduð hann síðan innan á skáphurðina, þá mætti geyma þar marga hluti. sem ekki fara vel á snögum eða hillum. Og gleymið ekki því mikilsverða atriði, að sérhver hlutur, sem ekki er notaður, er bezt geymd- ur á háaloftinu eða í rusla- geymslunni, alt of mikið af ó- þarfahlutum liggja daglega fyr- ir allra augum og skapa rusl á heimilunum. Undir spegilinn í forstofunni skuluð þér láta smíða smáhillu; þar má hafa greiðu, fatabursta og púður, það er þá við hendina. í klæða- skápnum eiga að vera svo mörg herðatré, að hver yfirhöfn hafi sitt, og nokkur að auki fyrir gesti, því ekki er kurteist að hengja yfirhafnir gestanna á snaga, en sína eigin á herðatré. í borðstofunni og daglegu stofunni er líklega alt í reglu, ef til vill er það þó eitthvað bágborið með skrifborðið, nema maðurinn yðar sé eitthvert af- bragð sinnar tegundar. Þér skuluð reyna að útvega honum flata körfu undir hin og þessi skjöl. pappírsveski undir bréfin og skellið síðan bréfapressu á það. sem eftir er, og svo eru vonandi skápar og skúffur í borðinu. Réttlætisins vegna má líka til með að minnast lítils- háttar á saumaborð frúarinnar. Fátt getur skapað jafn óendan- lega bendu eins og tuttugu og sjö alla vega litar stoppugarns- hnotur og silkivinsli, sem velt- ast hvað um annað með nála- bréf og niðurrúllað málband, í för með sér. Lagið til í hvert skifti, sem þér saumið einn smá saum og gætið þess, að hafa allt í röð í skúffunni. Þá skul- um við ganga inn í svefnher- bergið! Eru skór undir rúmun- um? Það getur ekki gengið. Lát- ið smíða yður þrjár smáhillur, og látið skóna standa þar á í röð. í skápum og dragkistum fer bezt ef þér bindið band ut- an um undirfötin yðar, því prjónasilki fer alltaf illa í skúffum — eða máske þér fáið yður línklæðamöppu, sem að- eins er búin til úr pappaspjaldi, og fóðruðu með lérefti og með samskonar böndum til að binda yfir þvottinn. Náttkjólar skulu vera útaf fyrir sig, undirkjólar útaf fyrir sig o. s. frv. Háls- klútar, bönd og sokkar mega vera í smápokum, sem bundir eru aftur. Blóm, slör. skartgrip- ir og aðrir áýrmwtir hlutír skulu geymdir í öskjum. Gætið þess, að maðurinn hafi nógu mörg herðatré undir fötin sín, festið snúru innan á fataskáp- hurðina undir slifsin hans, og kennið honum að hengja þau þar. Leggið rykpoka yfir fötin á herðatrén, einkum og sér í lagi þó yfir kjól og smoking, þér getið sjálfar saumað þessa rykpoka úr musselin eða öðru þunnu efni, • hafið gat fyrir krókinn á herðatrénu, á sama hátt skuluð þér fara með eftir- miðdagskjóla yðar og betri föt. í baðherbergið megið þér ekki hengja alla skapaða hluti. Þér skulið láta festa á vegginn langa nikkelstöng undir hand- klæði, og hafa svo auðvitað hillu undir speglinum til að láta tannburstaglös, tannkrem og annað slíkt standa á. Meðalaskápur er líka mjög nauðsynlegur og ef börn eru á heimilinu, þarf meira að segja að hafa hann læstan, hafið allt 1 röð og reglu í honum og skrifið skýringar á hverja flösku og krukku, annars standið þér kannske einn góðan veðurdag með svæsnasta höfuðverk og finnið ekki skamtana, eða þér skerið yður og finnið hvergi joðið. Þér þekkið það líka kannske — að finna hálfa flösku af með- ali og hafa ekki hugmynd um hvað í henni er, utan á henni stendur kannske eitthvað ó- skiljanlegt á latínu og ,,Skúli, þrisvar sinnum á dag.“ Var það nú þegar Skúli var með hóst- ann eða magapínuna, sem ég keypti flöskuna fyrir ærna peninga? Til þess að komast hjá þessu, skuluð þér líma yðar eigin skýringar á hverja flösku: Við hóstanum i Skúla 6. apríl 1939. Þá vitið þér það — og sparið yður peninga í næsta skifti, sem Skúli fær hósta. í bamaherberginu þarf einn- ig að ríkja regla, aðallega með tilliti til uppeldisins, þar skul- uð þér láta smíða hillur með- fram veggjunum og hafa for- hengi fyrir þeim, það er miklu betra en kassar, þar sem allt liggur í einum graut, svo skuluð þér festa lista á vegginn með snögum mátulega háum fyrir börnin, svo þau læri að hengja sjálf upp fötin sín, og munið að hafa ekki mikið af púðum og teppum inni, það eykur bara á ruslið, en reglan gerir lífið létt- ara, og einmitt þessvegna er hún þess virði, að eitthvað sé á sig lagt fyrir hana. Þannig ei tekið rétt mál. SALÖT Kartöfiusalat. 2 dl. vatn. 1/2 dl. edik, pipar á hnífsoddi, 3 matskeiðar sykur, 2 Iitlir laukar, linfullur diskur smátt skornar kartöflur. Vatnið soðið með edikinu, sykrinum, piparnum og smátt skornum lauknum, kartöflurnar settar út í, látið sjóða þar til vatnið er.horfið, þá er rétturinn tilbúinn, og má borða hann með hvaða köldum mat sem er. Sænskt síldarsalat. Vel þeyttur rjómi er kryddaður með pipar, salti, sykri og ediki eftir smekk. Þar í er látið: sild, kartöflur, rauðrófur og súrsaðar gúrkur eða asiur og einn lítill, hrár laukur, alt vel saxað með saxjárni. Skreytt með þeyttum rjóma, ókryddaðttín. Svaladrykkir handa börnum. Það er ekkert hægt að segjá við því þó börn verði öðruhvoru leið á að drekka mjólk við þorsta Mörgum hættir líka við að berá fram hálf volga mjólk ef ekki er til kæliskápur á heimilinu, einkum þegar fer að hitna í veðri. Annars er hægt með ýmsu móti að halda mjólk kaldri t. d. með því að láta ilátið sem mjólk- ■er í standa á undirskál og hvolfa síðan ýfir það nýjum jurtapotti og Iáta tappa í gatið sem er á botninum. Einnig með því að vefja ullardúk, sem undinn er upp úr köldu vatni utan um flöskuna og láta hana standa í trekk. Þegar þér vitið þetta er óþarft að bera fram volga mjólk. Sé barnið yðar vant að drekka kókó þegar það kemur heim úr Skólanum, þá munið það að kalt kókó er ágætur drykkur þegar heitt er i veðri, en munið að hræra í því öðru hvoru á meÖan það er að kólna, þvi það er fátt sem börnum er ver við en mjólkurskánir. Kalt te með sítrónusafa og sykri er mjög góður drykkur og svalandi, en gætið þess að sykra það ekki of mikið, því mjög sæt- ir drykkir e'ru aldreí svalandi. Saft og vatn, ef vatnið ernógu kalt, ér einnig góður drykkur. Sítrónuvatn þarf ekki að minna á, munið aðeins að búa drykk- inn til sjálfar, en láta ekki barn- ið kreista sítrónurnar út í glasið hjá sér. Kaupið öðruhvoru ís- mola og látiðíhina ýmsu drykki; börnin hafa svo gaman af þegar isinn glamrar við glasið, og ef þau fá svo líka að drekka gegn- um sogrör. Hér er uppskrift af ágætum svaladrykk: 100 gr. sítrónusýra, 2 1. vatn, 2 kg. sykur, saft og börkur af 4 sítrónum. PækiII er soðinn úr vatninu, sykrinum og sítrónuberkinum, börkurinn tek- inn upp úr, sítrónusýran ogsaft láM í. Þatta m iit« oSarlitið Ef þér saumið á yður heima er áríðandi að þér kunnið að taka rétt mál. Hér eru tvær myndir, sem sýna hvemig á að taka mál. 1. Bindið band um mittið, frá því takið þér svo mál að og frá mittinu. Annars er málið tekið þannig: 2. Yfir brjóstið, laust. 3. Yfir brjóstkassann milli ermanna. 4. Yfir mjaðmirnar laust, ca. 25 cm. frá mitti. 5. Lengd framstykkisins. 6. Yfir axlirnar frá mitti að framan niður út í mitti að aft- an. 7. Undan holhendinni niður í mitti. 8. Axlabreidd. 9. Víddin yfir herðablöðin, þar sem breiðast er. 10. Bakið frá hálsi niður í mitti. 11. Síddin frá mitti niður á fald að framan. 12. Að aftan. 13. Ermasaumur, frá hol- hendinni fram á hendi. 14. Ermin. að ofan, beygið handlegginn, mælið frá öxl fram við olnboga. og þaðan fram á hönd. 15. Kringum ermina efst. 16. Upphandlegginn. 17. Olnbogamál. 18. Úlnliðsmál. 19. Hálsmál. með raaðum eða gulum ávaxta- lit, síðan er því helt á flöskur. Þegar þetta ér drukkið er það þynt út með ísköldu vatni. Voksdúkar á matborð eru stöðugt að færast í vöxt. Áður voru þeir notaðir í eldhús- um og hversdags innan fjölskyld- unnar; nú er farið að nota þá á gestaborð líka. Og því ekki það? Þeir eru hreinlegii; og gott a'ð hirða þá, fallegir á litinn og sterkir, og meíra verður ekki krafist. Hvers vegna vera að kaupa dýra dúka, sem svo eru óhreinir eftir nokkrar máltíðir, og eyða tíma og peningum til að þvo þá og straua? Af voksdúkum má aftur á móti þvo alla bletti með litilli fyrirhöfn, og þeir geta enzt i það óendanlega, séu þeir rúllaðir upp á prik á milli þess s«ffl þ«r eru notaðir. Ýms góð ráð fyrir húsfreyjuna, Jafnvel seigasta nautakjöt verður meirt, ef þér látið fá-- eina dropa af ákavíti, rommi eða koníaki út í vatnið. það finnst ekkert bragð af því. Geymið þér kartöfluvatnið? Vatn, sem þér hafið soðið í af- hýddar kartöflur, skuluð þér geyma. Það er gott til að þvo úr því, ná úr blettum, hreinsa með fitu af matarílátum o. s: frv. Ef þér í hvert sinn sem þér sjóðið kartöflur hellið vatninu á flösku og geymið það, hafið þér það alltaf við hendina. Þegar kartöflurnar líta illa út„fær maður ólyst á þeim, þér skuluð einu sinni reyna að láta eina skeið af ediki út í suðu- vatnið, það finnst ekkert á bragðinu, en kartöflurnar verða hvítar og líta vel út. Þegar hitnar í veðri verða skór, sem hafa verið mátulegir, oft of þröngir. Fæturnir bólgna út við hitann. Á þessu má ráða bót, með því að hella dálitlu af spritti í skóna og fara síðan í þá, þeir víkka þá út eftir fæt- inum. Þegar púðursvampurinn er orðinn óhreinn má til að þvo hann, það er bezt á þann hátt að slá dálitlu af sápu út í volgt vatn, þar til freyðir, hrista síð- an svampinn vel 1 vatninu. þar til hann er hreinn, þegar hann er orðinn þur, er hann sexri nýr. Skóhlífar v'erða oft gljáalaus. ar og ljótar, þvoið þær úr köldu vatni og nuddið þær síðan með olíu eða vaselíni. Ef það koma slettur eftir henzín í efni, sem þér hafið hréinsað með því, skuluð þér bursta það upp úr kartöflu- mjöli. Sápuafganga má slá út í dá- lítið af mjólk og nota þá síðan sem nýja sápu. Lakkskó, sem hafa misst gljá- ann, skuluð þér nudda með lauk og síðan með hreinni tusku. EGGJAHVÍTUR Eggjahvítur, sem skildar eru frá rauðunum, eru oft látnar á disk og geymdar uppi í skáp þangað til þær eru ónýtar. Ef þér nú takrð þessar eggjja- hvítur, hellið þeim á disk þg látið þær í heitan bakarofn, sem þó má ekki vera eldur í, t. d. þegar þér eruð nýbúnar að baka, látið þær standa um stund í ofninum eða þar til þær eru orðnar að gulri skán, skafið þær síðan af diskunum og látið þær í glas, þá getið þér með því að leysa þær upp í dálitlu vatni notað þær sem nýjar, þér getjð þeytt þær. steikt eða gert við þær hvað sem þér viljið. Svona má geyma þær endalaust. Það hefir verið reynt að steikja 20 ára gamla hvítu, sem þannig hafði verið farið með, og var hún sem ný. Spakmmli um ástina. Ástin er stórt barn og konan er hennar brúða. Madame Voiller. r 1rshpí yw?: / ? Það er sama hvort hann er ungur eða gamall, þann rétta fær þú hvort sem er aldrei. Afinn: Jæja, drengur minii, nú er ég búinn að segja þér allt sem ég gerði í stríðinu. Drengurinn: Já, en afi, hvað gerðu þá hinir hermennirnir? — Ósköp á auminginn hún Dísa bágt. Nú, af hverju þá? — Hún heldur að hún geti notað skó nr. 36 á fætur, sem eru nr. 38. Útbreiðið Alþýðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.