Alþýðublaðið - 15.04.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.04.1939, Blaðsíða 2
LAUGARDAG 15. APR. 1939 ALÞÝDUBLAÐIÐ UMRÆÐUEFNI Hundur glefsar í hæla mína. Einkenniieg tilhneiging. — Hvað segja lesendurnir um hlöðin? Bréf frá nokkrum lesendum um efni Alþýðu- hlaðsins. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. ÞAÐ ER ALT AF einhver rakki á eftir mér í Þjóðviljanum. Ég hefi ekki fyrir því að sveia honum, því að venjulega er það hlutverk hús- bændanna að sjá um að rakkar þeirra ólmist ekki um of að veg- farendum — og þó að hann glefsi í hæla mér tel ég að af því stafi engin hætta, þar sem þetta er tannlaus og hálfblindur aumingi. ÞAÐ ER annars merkileg til- hneiging hjá sumu fólki, að þurfa alt af að vera með slettur og róg um alla menn. Alveg er mér sama hvaða buil og vitleysa birtist í þessu blaði, þeir um það, sem það skrifa — og eins og svínahirðinum dettur ekki í huga að velta sér í mat skepnanna þó að þau geri það, dettur mér ekki annað í hug en að láta þetta fólk í friði með sína meiningu. — Nóg um það. ÉG SPURÐIST um daginn fyrir um það hjá lesendum Alþýðu- blaðsins, sérstaklega þó þeim, sem gerðust kaupendur að blaðinu í síðasta mánuði, en þeir skiftu nokkrum hundruðum hér í Reykjavík og stærstu kaupstöðun- um, hvað þeim líkaði bezt í blað- inu og hvað verst, og hvernig þeir vildu helzt hafa blaðið, Sunnu- dagsblaðið meðtalið. Ég hefi feng- ið allmörg bréf um þetta. KJARTAN G. segir m. a. í all- löngu bréfi: „Ég hefi ekki- keypt Alþýðublaðið sem fastur kaupandi nema stuttan tíma, áður keypti ég blaðið aðeins einstaka sinnum í lausasölu. Yfirleitt líkar mér blað- ið vel, en þó ekki að öllu leyti. Greinar um deilumál innan verka- lýðsfélaganna mega ekki taka of mikið rúm — og framar öllu verða þær að vera stuttar. Það eru fáir. sem hafa áhuga fyrir þessu efni. Neðanmálsgreinarnar eru ágætar flestar og þær ætti að auka sem mest, helzt ætti að vera neðan- málsgrein á hverjum degi. Dálk- urinn þinn er ágætur og líkast til vinsælasti hluti blaðsins, því að allir lesa hann. Þú átt að skrifa á hverjum degi, en styttra en vant er. Leiðarar blaðsins eru mjög góðir, glöggir og skilmerkilegir, fjalla alt af um ákveðin málefni og gera þeim góð skil, en of mikil pólitík í blaðinu yfirleitt er ekki heppileg. Sunnudagsblaðið líkar mér yfirleitt vel, en fróðlegar er- lendar greinar vantar, sumar smá- sögur í blaðinu eru lélegar. FRÚ A. K. skrifar: „Mér líkar neðanmálssagan hjá ykkur ágæt- lega og betra efni fyrir börnin og jafnvel okkur fullorðna fólkið — til hvíldarlesturs en æfintýri H. C. Andersens gátuð þið ekki valið — enda eru börnin mín alveg vitlaus DAGSINS. eftir blaðinu síðan æfintýrið um Snædrottninguna fór að birtast. Kvennasíðan er alveg fyrirtak og bezta kvennasíðan, sem völ er á hjá blöðunum. En þið megið ekki fylla blaðið með pólitísku rifrildi. Skrifið stuttar glöggar greinar um pólitísku málin, það nægir alveg. Annars ert þú nú mitt uppáhald, Hannes minn, með allar þínar skemtilegu og nauðsynlegu at- hugasemdir. „GUÐLAUGUR“ segir: „Af því að ég var fyrir skemstu að hnýta svolítið í neðanmálssögurnar, þá tel ég mér skylt að verða við til- mælum þínum til lesenda Alþýðu- blaðsins, og segja álit mitt um Sunnudagsblaðið og æfintýri barn- anna. Og skal það fljótt sagt, að Sunnudagsblaðið hlakka ég alt af til að sjá, og hefi lesið þar margt eiít mér til mikillar ánægju, fróð- leiks og skemtunar. Og nú síðast um páskana t. d. grein Jóns Gunn- arssonar um vatns-jurtaræktunina. Þó ég beri ekki mikið skyn á slíka hluti, þá s.kilst mér þar vera um nýjung að ræða, sem vert sé að gefa gaum. Um æfintýri H. C. An- dersens er það að segja, að betra barnalesmál gat blaðið naumast valið, svo vinsæl eru þau, — fyrst blöðin annars verða að flytja barnasögur neðanmáls.»En það er sem ég álít að þau ættu ekki að gera, nema barnablöð, barnasög- ur. En ég skil svo sem ástæðuna. Samkeppnin, kaupendurnir, aug- lýsing. Og svo nokkur orð um „Manninn, sem hvarf.“ Jú, fremur hefir sú saga stað í hugsanlegum veruleika, en „Kynjalandið,“ og nafn Roosevelts forseta á „forsíð- unni,“ ætti þó að vera nokkurs virði! Ekki get ég verið sammála skoðanabróður mínum (á neðan- fálssögum) „S“, að „Kynjalandið“ hefði á nokkurn hátt getað líkst „Þúsund og einni nótt“, þó snill- ingur hefði þýtt. Til þess vantar Kynjalandið þann rómantíska æf- intýraljóma, sem yfir hinni fyr- nefndu sögu er. Mættum við les- endur biðja um meiri þingfréttir og greinilegri. Við höfum ekki nærri allir viðtæki. Hvað gerist markverðast hjá frændþjóðum vorum á Norðurlöndum? Stutt skeyti og úrslitatölur í kosning- um nægja okkur ekki. Meira af „góðum neðanrnálsgreinum.‘‘ ÉG LÆT þessi bréf nægja að þessu sinni. En mörg bréf um þetta efni bíða betri tíma. Það er gaman að fá svona bréf, með því að senda slíkar athugasemdir gætu lesendurnir sjálfir ráðið miklu um efni blaðanna. Hannes á horninu. Húseign til sölu í nágrenni bæj arins, ásamt hænsnahúsi og 1 hektara lands. Hænsni geta fyglt ef óskað er. Hagkvæmir greiðslu- skilmálar. Eignaskifti hugsanleg. Upplýsingar í Verzlunin Áfram, Laugavegi 18. drottningin. Hvað sagði sóleyjan? — Það eru þrjár yndislegar systur. Ein es í rauðum kjól, önnur í bláum kjól og sú þriðja í hvítum kjól. Þær héldust í hendur og dönzuðu við kyxlátt vatnið í tunglsljósinu. Þetta voru ekki álfa- stúlkur, heldur mannlegar verur. Það var yndislegur ilmur 1 loftinu og telp- urnar hurfu út í skóginn. Þrjár líkkistur voru bornar gegnum skóginn. í þeim lágu litlu stúlkurnar. Fiðrildin sveimuðu kringum þær. Sofa litlu stúlkurnar, eða eru þær dánar? Ilmurinn af blómunum gefur til kynna, að þær séu dánar. Klukkurnar hringja yfir þeim. — Þú gerir mig sorgbitna, sagði Gerða litla. — Það er svo sterkur ilmur af þér. Er þá Óli litli dáinn? — Óla þekki ég ekki, sagði sóleyjan, — ég er bara að segja þér æfin- týrið mitt. Athugasemd. UT af athugasemd hr. Har- aldar Ágústssonar í Morg- unblaðinu 9. apríl við frétt þá, er birtist í sama blaði 6. apríl s.l., um að unnið væri að stofn- un sambands eldri og yngri iðn- skólanemenda fyrir forgöngu Málfundafélags Iðnskólans, vill undirbúningsnefnd taka eftir- farandi fram: I. Málfundafélagið kaus 4 menn í undirbúningsnefnd stofnfundar og bauð skólastjóra Helga H. Eiríkssyni að tilnefna 1 mann í nefndina, og tilnefndi hann Harald Ágústsson kenn- ara við skólann. Síðan hefir skólastjóri hafnað frekara sam- starfi við félagið í þessu, máli, og tók það þá málið í sínar hendur og kaus mann í stað Haraldar Ágústssonar. og til- kynti honum það síðar bréflega. Hann er því ekki lengíxr í nefndinni, og þar af leiðandi ekki formaður hennar eins og hann birtir undir fyrnefndri at- hugasemd. II. Málið er fullkomlega af undirbúningsnefnd undirbúið undir stofnfund, og er það því rangt að 'málið sé ekki nægilega undirbúið, eins og.H. Á. hefir sagt. III. Nefndin hefir öll vérið sammála um birtingu' áður- nefndrar fréttar, og enginn á- greiningur hefir. átt sér stað, sem getur • rétlætt þau ummæli H. Á., að í sambandið eigi að velja menn eftir litum og skoð- unum. Nefndin álítur, að í samband- inu hafi allir rétt til að vera, sem hafa minst verið 1 vetur í Iðnskólanum, og væntir þess að bæði eldri og yngri nem- endur fylki sér einhuga um það, svo að það megi verða þess megnugt að gegna sínu hlut- verki 1 þágu Iðnskólans og iðn- mentunar í bænum. í undirbúningsnefnd stofn- fundar. Jón Sigbjörnsson. Einar Sigurjónsson. Ágúst H. Pétursson. Björn Steindórsson. Hafsteinn Guðmundsson. Morgunblaðið hefir neitað að birta athugasemd þessa. Nína Sæmundsson. Dönsk blöð skýra frá því, að á heimssýningunni í New York :i sumar muni íslenzki mynd- íöggvarinn Nína Sæmimdsson sýna nokkur af listaverukm sín- um, meðal annars brjóstlíkan af kvikmyndaleikkonunni Hedy Lamarr. Enn fremur er frá því skýrt, að Nína Sæmundsson, sem stundað hefir nám við lista- háskólann í Kaupmannhöfn, hafi að undanförnu unnið að nokkrum meiri háttar lista- verkum í Bandaríkjunum, með- al annars konulíkneski, sem komið hefir verið fyrir yfir að- aldyrum í Waldorf Astoria í New York, og Prómeþeifslíkn- eski, sem sett hefir verið upp 1 West Lake skemtigarðinum , í Los Angeles. (FÚ.) Fornbúningur. , Þegar ég á sínum tíma tók upp fornbúning, var það af því að ýmsir spjátrungar, sem síð- an urðu nazasnar, höfðu tekið að klæðast kápum fornmanna og með sverð og belti og köll- uðu þjóðbúning. Þetta gat nú gengið, en hvað haldið þið þeir hafi haft á fótum? Silkisokka og lakkskó með háum hælum. Þá var mér öllum lokið, tók upp hinn forna höfðingjabúnað með íslenzkum sokkum og íslenzka þvengjaskó. Minn rétti búning- ur ásamt spjóti og þvengjaskóm fékk staðfestingu hans hátign- ar konungsins. En þegar spjátr- ungamir áttu að velja um eng- an búning eða þvengjaskó, þá völdu þeir heldur lakkskóna en feðrabúninginn, og þar sem til- gangi mínum er nú náð að fullu þá hefi ég nú afráðið að leggja búninginn niður og láta landið — fornminjasafnið sitja fyr- ir honum heldur en Rvíkurbæ, því hann á ekkert safn nema sorphauga. Ég klæðist því ekki búningnum oftar, enda fæ ég ekki að ferðast í friði þá ég klæðist honum. Á páskadaginn fékk ég óróaseggi í kringum mig — en ég elska friðinn eins og Chamberlain. Oddur Sigurgeirssoon hjá Guðm. Sigurðssyni við Laugarnesveg. Ármenningar bæði piltar og stúlkur eru befi- in að mæta í sjálfboðavinnu við byggingu róðrarhúss féíagsíns og lagfæringu umhverfis þess j Nauthólsvfk á sunnudaginn kl. 8V2 árd. Verkfæri verða á staðn- um. Fjölmennið og mætið stund- víslega. Auglýsið í Alþýðublaðinu! MAÐURINN SEM HVARF 1». „Hvers vegna ætlið þér að borga í seðlum?“ spurði lækn- irinn og grunsemdirnar í röddinni voru auðheyrðar." „Er nokkuð undarlegt við það? — Ég kann betur við það heldur en skrifa út ávísanir.“ „Já, ég get hugsað mér það,“ svaraði rödd læknisins kulda- lega. — „Það er svo auðvelt að rekja slóð ávísana, af því að þar er skrifað fult nafn.“ „Einmitt. — Og þér álítið með öðrum orðum að ég sé glæpamaður?“ ,,Ef til vill ekki ennþá. En ég verð að fá að vita mikið nán- • ar um ástæðurnar fyrir þeirri ósk að breyta svo algerlega um ytra útlit, heldur en þér virðist vilja láta mér í té.“ „Ég er reiðubúinn til að borga yður . ..“ „Þetta eru engin hrossakaup,11 greip lækiíirinn fram í hörkulega. — „Hér er um alt annað að ræða. Ég þigg ekki mútur.“ „Þá býst ég ekki við að það þýði að halda áfram þessum samræðum, doktor Grimshaw,” svaraði Jim og lét heyrnar- tólið frá sér. Næsta dag snéri Blake sér til upplýsingaskrifstofu einnar og tveimur dögum síðar færði einn af njósnurum hennar honum allar þær upplýsingar, sem hann hafði beðið um. Sama kvöldið hringdi hann svo aftur í doktor Basil Grims- haw í Omaha. Þegar læknirinn heyrði hver það var, sagði hann óþolinmæðislega: „Þetta er þýðingarlaust, þér eyðið bara tíma yðar og mín- um líka.“ „Það er ég ekki eins viss um,“ svaraði Blake. „Jæja, — hvað viljið þér þá?“ Blake snéri sér nú vífilengjulaust að því, sem samkvæmt upplýsingum njósnarans hlaut að vera veikasti punkturinn hjá doktor Grimshaw. „Þér eruð að berjast fyrir því að koma á fót nýju sjúkra- húsi, — eftir yðar höfði.“ „Já, rétt er það.“ „Og yður vantar nákvæmlega 77 566 dollara og 50 cent á hina nauðsynlegu upphæð.“ „Það lítur út fyrir, að þér séuð vel kunnugur mínum hög- um og hafið fengið nákvæmar upplýsingar,11 svaraði lækn- irinn þurlega. „Það geri ég alltaf, þegar um eitthvað áríðandi er að tefla,“ svaraði Blake jafnþurlega. „Nú, og hvað svo?“ „Ég hefi tilboð. Ég býðst til að leggja fram 80 þúsund dollara til sjúkrahússins. Og vitanlega auk umsagnarinnar greiðslu fyrir læknishjálpina. „Og ætlið þér einnig að leggja þetta fram í seðlum.“ „Já, allt í seðlum.“ „Þá segi ég nei.“ Neitunin kom hiklaust og var ákveðin. En Blake þefckti meðbræður sína og svo að segja fann þá innri baráttu sem læknirinn hlaut að eiga við að stríða. Rödd hans var nærrí blíðleg, þegar hann tók aftur til máls. „Þá neyðist ég þar með til að gera yður að trúnaðarmanni mínum.“ „Því ráðið þér alveg sjálfur.“ Rödd læknisins var alltaf jafn fjandsamleg. „Ég ætla að biðja yður að segja til þegar þér hafið heyrt nægilega mikið,“ svaraði Blake og byrjaði svo að skýra fyrir honum fyrirætlanir sínar, þó hann vitanlega þegði vandlegá yfir hinu rétta nafni sínu og heimilisfangi. Það liðu 2 mínútur, — það liðu 3--------. Þá sagði læknir- inn allt í einu: „Þökk fyrir, meira þarf ég ekki að vita.“ ,> „Þá ætlið þér að takast þetta á hendur?“ „Já, en upp á yðar eigin ábyrgð. Þér hafið fengið mig til að trúa á yður, — og finna samkend með yður. Hventer er yður hentugast að koma?“ „Að 8 vikum liðnum.“ „Verið þér sælir, herra, Burton.“ "NT Ú tók Jim Blake til óspiltra málanna við síðasta undir- búning að hvarfi sínu. Fyrsta hugsun hans var að sjá konu sinni borgið. Nálægt því tvær millj'ónir af eigríum hans væru í fasteignum, sem gáfu af sér um 70—80 þús- undir dollara um órið. Hann stakk upp á að fsera þessar «gnir yfir á nafn Ilkú.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.