Alþýðublaðið - 15.04.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.04.1939, Blaðsíða 3
LAUGARDAG 15. APR. 1939 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. ATGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima); 1196: Jónas Guðmunds. heima. 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Aveðrið náigast. ÞRUMUSKÝ órfiðarins hanga yfir Evrópu. Síðan heimsstyrjöldinni lauk hefir ó- friðarblikan aldrei verið svart- ari en nú og aðeins virðist vera stutt tímaspursmál hvenær upp úr blossar. Stefna einræðisríkjanna að leggja undir sig smáþjóðirnar eina af annari raskar svo öllu jafnvægi í stjórnmálum og fjár- málum Evrópu, að ekki getur nema til eins leitt, ófriðar, nýrr- ar heimsstyrjaldar. Afleiðingar þessarar styrjald- arhættu eru fyrst og fremst þær heima í hverju landi, að innan- landsdeilumáíin eru lögð til hliðar og þjóðirnar sameinast til meiri átaka og einignar um hin sameiginlegu velferðarmál, því flestum er frelsið og frið- urinn innanlands fyrir öllu öðru. Engin þjóð veit hver örlög bíða hennar ef ófriður skellur yfir. Enginn veit hver endir verður slíks óíriðar og hverjir þar munu sigra né hvernig um- horfs verður að honum loknum Allir vona enn, að það megi takast að afstýra ófriði, þó nú sé svo komið að vísu, að sú von sé orðin ærið veik. Engin þjóð í E\ rópu er v arláusari og fámennari en við íslendingar. Lega lands vors er nú ekki lengur sú vernd, sem húh var oss í síðustu styrjöld, þar sem hernaðartækin — sér. staklega flughernaðurinn — er nú kominn á svo mikið hærra stig, en þá var. En þó svo sé, að vér séum báeði varnarlaus og lítil þjóð, ber okkur samt að gera allt, sem í okkar valdi stendur til að vernda þa* frelsi og það sjálfstæði, : „ við nú höfum öðlast fyrir ga og stundum erfiða barát Við getum á engan veg gæ ess betur en á þann veg, að sameinast til þeirra átaka, sem oss eru nú nauðsyniegust. Við eigi m stórt og lítt numið land og auðug fiskimið umhverfis landið. Skynsamleg hagnýting þess hvorutveggja og annara auð- linda okkar er fyrsta skilyrðið til þess að við getum bjargast — ef til ófriðar kemur. Hver sannur íslendingur a þar að leggja iið sitt til, og þeir menn vinna hér skað semdar- og landráðastarf, sem nú eggja til uppreisnar og sundrungar. En það þarf manndóm til þess að geta rétt gömlum and- stæðingum höndina og hafið samstarf við þá menn, sem ár- um saman hafa verið andstæð- ingar manns. En þann mann- dóm eiga áreiðanlega íslenzkir stjórnmálamenn, ef þeir láta ekkert annað ráða gjörðum sín- um en það, sem skynsaml@gast er og til mestrar þjóðarheillar horfir. Sjálfsagt munu þeir þó til, sem jafnvel á örlagastund eiga svo mikla smámensku í fórum sínum, að þeir meti meira, að halda áfram þýðing- arlausum illdeilum um smá- muni og espa til óspekta, en að beygja sig fyrir alþjóðar nauð- syn. Kommiínista hóta „harð- fylBi.“ Hér í blaðinu var í gær bent a, að. svo virtist, sem jafnvel í herbúðum kommúnista væri að vakna skilningur á því, að þeir mundu verða að beygja sig fyrir lögum þeim, sem sett væru í landinu. En Adam var ekki lengi í paradís. í Þjóðviljanum í gær er sami ofbeldistónninn sem áður var upptekinn. Þar segir m. a.: ,,í sem fæstum orðum sagt,, það sem gera verður, er að allir þeir, sem sviftir voru réttindum með lögum um gengisbreytingu mótmæli sem einn maður, og láti vald- hafana jafnframt vita það skýrt og án afdráttar, að valdið er f jöldans og ábyrgð- in valdhafanna, EF GRÍPA ÞARF TIL „HARÐFYLGIS“ TIL ÞESS AÐ LÁTA RÍK- ISVALDIÐ LÚTA ÞJÓÐ- ARVILJANUM.“ Hér er komið annað hljóð í strokkinn en var í fyrradag, — þegar því var hátíðlega lofað, að hafast ekkert ólöglegt að. Margur mun spyrja, hvaða „harðfylgi“ er það, sem grípa á til, til þess að „láta ríkisvaldið lúta þjóðarheildinni?“ Varla þarf mikið „harðfylgi“ til þess að láta þjóðina skera úr því við kosningar hverjum hún treystir bezt í málum sínum. Við þær getur þó ekki verið átt. Það er annarskonar „harð- fylgi“, sem þessi flokkur hygst að beita. Það er ofbeldið. Fæst hér enn ein sönnun fyrir því, hverskonar flokkur þetta er, og að ekkert mark er takandi á því tali hans, að hann ætli að hlýða lögum og rétti í landinu. Það ef og verður alltaf éins með þennan flokk. Nú þegar allar þjóðir, sem eitthváð eiga eftir af lýðræði, reyna að vernda það sem bezt bæði inn- an ríkjanna sjálfra og út á við gagnvart einræðisþjóðunum, er hér úti á íslandi flokkur manna, sem virðist hafa það sem sitt fyrsta og eina stefnuskráratriði að stofna til ofbeldis og óhappa- verka. AUir vita að vísu, að á þess- um flokki er ekkert mark tak- andi og hann fær enga til fylg- is við ofbeldiskenningar sínar, en innrætið og tilgangurinn er hið sama fyrir því. asti skákmaður Islendinga. Hann varð sigurvegari í Argentínu- keppninni með 78,6 % vinninga. Sænsbnr verkalýðs- foringi Iðtinn. ■J^ÍÚNA í marzlok lézt einn af merkustu verkalýðsleiðtog- um Svía, Sigfried Hanson, bróð- ir Per Albin Hansons, forsætis- ráðherra Svia. Sigfried Hanson var einn af beztu og nýtustu foringjum sænska Aíþýðuflokksins og hafði gegnt ýmsum ábyrgðarmiklum stöðum fyrir flokkinn. Hann var lengi ritstjóri blaðs' ins „Fagföreningen", átti sæti á þingi og var forstjóri félagsmála. skrifstofu ríkisins. Hann var 55 ára, er hann lézt og fór útförin fram með mikiili viðhöfn. EINS OG • GETH) VAR í blaðinu í fyrrad. varð Ásmundur Ásgeirsson sigur- vegari í Argentínukeþpninni með 5W vinning af 7 vinn- ingum mögulegum eða 78,6%. Hann tapaði engri skák, en gerði þrjú: jaintefli. Er þetta mjög- glæsileg út- koma og sýnir ennþá einu sinni, að þrátt fyrir erfiðar aðstæður til skákiðkunar er Ásmundur einn af okkar snjöllustu skákmeisturum og tvímælalaust af öllum þorra skákmanna álitinn vera sá alsnjallasti. Þrátt fyrir það þó Ásmund- ur hafi- fyrir löngu vakið al- menna athygli með hinum mörgu sigrum sínum hér á landi og sé viðurkendur af öll- um að vera skæðásti og hættu- legasti mótstöðumaður við tafl- borðið, sem við íslendingar eig- um, er mér ekki kunnugt um að skákferils hans hafi verið getið opinberlega að nokkru verulegu leyti. Ég vil því með þeim upplýs- ingum, sem ég hefi aflað mér. og þekki til, fara hér nokkrum orðum um skákferil hans. Svo glæsilegan tel ég hann vera og það sama munu fleiri álíta. Ásmundur Ásgeirsson gekit í Taflfélag Reykjavíkur árið 1924 eða ári eftir að hann fór fyrst að fást við skákiðkun. Á skákþingi Islendinga 1929, sem var fyrsta opinbera skák- mótið sem Ásmundur tók þátt i var hann nr. 2 og 3 ásamt Jóni Gúðmundssyni. Sannarlega glæsileg byrjun! Árið 1930 var skákþing Reykja- víkur haldið i fyrsta sinn og var hann þá sigurvegari þar. Hann hefir unnið Reykjavíkurbik- arinn þrisvar sinnum. Sama ár tefldi hann fyrir ís- íslands hönd í Hamborg á 2. borði, fékk hanp þá 3J/a vinning af 17 vinningum mögulegum 20, 6 o/o. Árið 1931 varð hann Skák- meistari íslands f fyrsta sinn. Á Skákþingi Reykjavíkur varð hann nr. 1 árið 1932. Það ár ferðaðist hann til Austur- og Norðurlandsins og tefldi hrað- skákir, blindskákir og samtímis- skákir (fjöltefli) við itíjög göðan orðstír og glæsilega útkomu. BSindskákirnar vöktu sérstak- lega athygli enda hefir hann þar sem annarsstaðar sýnt ágæta frammistöðu og á sjálfsagt eng- an sér líkan í þeim hér á landi. Þessi för Ásmundar mun án efa hafa sett sinn svip á skák- líf úti á landi, enda var honum allstaðar vel tekið og reynt að gera alt sérh hægt var til að fá sem bezta menn til þess að keppa við hann. Skákmeistari Islands varð hann aftur árið 1933 og þá með mjög góðri útkomu, hafði 8 vinninga áf 9 mögulegum, eða 88,9«/o. Það þing er vafalaust eitthvert al- sterkasta íslandsþing sem hald- ið hefir verið. Þvi þar voru þá samankomnir allir beztu skák- menn landsins. Sama ár tefldi hann í Folkestone á 1. borði og hafði 3% vinning af 14 skákum eða 25o/o. Má það kallast góð frammistaða þar sem mótstöðu- menn hans voru allflestir stór- meistarar. . Árið 1934 varð Ásmundur skák- mftistari Islands og nú með glæsi- Ásmundur Ásgéirsson. legri útkomu en nokkru sinni áð- ur IOV2 vinning af 11 möguleg- um vinningum, eða 95,5°/o, alveg einstök frammistaöa. Árið 1936 tefldi hann á 2. borði í Munchen og fékk 6V2 vinning af 18 vinningum mögulegum, eða 38,lo/o. Næsta ár varð hann éfstur af íslendingum á Engels-mótinu og einnig á Islandsþinginu sem þó var síðar dæmt ógilt. Sama ár 'tefldi hann í Stokkholmi og stóð sig langbezt af íslendingum og voru aðéins þrír Norðúrlandabú- ar af 25, sem stóðu sig jafnvel eða betur en hann. Ásmundur vann þá 8 skákir af 16 og er það sú bezta útkoma sem Island hefir fehgið á alþjóðaskákmót- um. Á haustmóti Reykjavikur var hann efstur með 11 vinninga. af 13 mögulegum, eða 84,60/0. Á skákmóti Reykjavíkur 1939 varð hann nr. 2 og núna -íJkjeppn- 'jnni um Argentínuförina er hann efstur með 5V2 vinnig af 7 mögu- legum, eða 78,6o/o. Eins og sjá má af framan- töldu þá hefir Ásmundur alstað- ar sýrit þá frammistöðu sem fá- ir eða engir aðrir lslendingarhafa sýnt. Altaf þegar hann kep.pir hér er hann framarlega eða fremstur 0g altaf hættulegasti keppinauturinn. Skákferill Ásmundar er ekki langur eins og raun ber vitni um, þó hann sé hins vegar mjög eftirtektarverður. Tvímælalaust má telja að hann sé viðþektastur af öllum íslenzkum skákmeistur- um. Hver sá maður sem horfir á Ásmund tefla kappskákir og virð- ir hann fyrir sér, hlýtur aðverða þess fljótlega var að þar er maÖ- urinn með veldissprotann, maður sem kaldur og rólegur býður mót stöðumanninum byrgin og eng- inn fær séð á svipbrigðum hvort er að vinna eða tapa. Slíkir eig- inleikar eru hjá hverjum, sem þá hefir, afar hættulegt og biturt vopn á mótstöðumanninn. „Altaf á Ási eitthvað til“, það hefir hann margsihnis sýnt og sannað. Þegar hann hefir átterv- iða stöðu sem allir hafa álitið gjörtapaða hefir hann margoft bjargað sér út úr því- og jafn- vel snúið taflinu á dásamlegan hátt. í skákinni á móti Baldri Möller núna í Argentínukeppn- inni sýndi hann þetta tvívegis, gerði jafntefli þar sem af mörg- um var álitið að skák hans væri töpuð. Er þó Baldur ekkert lamb að leika við og engin ástæða til að halda að hann hafi ekki val- ið beztu leiðirnar sem um var að ræða. Það sama kom fyrir á klands- þinginu á Akureyri 1934 í skák- irini á móti- Þráinn Sigurðssyni þar sem alment var álitið að Þráinn mundi vlnna, en Ásmund- ur náði jafntefli með snildarlega fallegum -leik. Ásmundur Ásgeirsson er hafn- arverkamaður hér í Reykjavík, hann er núna 33 ára gamall og má því ennþá mikils af honum vænta sem áhrifamanni og braut- ryðjenda í íslenzku skáklífi. Væri því vel þess vert að alþingi sýndi lit á því og greiddu götu hans með íþróttastyrk og íþróttavinir legðust á eitt með að gréiða götu hans með hentugri atvinnu en hann nú hefir. Því eðlilega á verkamaðurinn. erfiðasta aðstöðu til íþróttaiðkunar, einkanlega þó á sviði skáklistarinnar. Va'a’aust blandast engumhug- ur um það, sem þekkir Ásmund og aðstöðu hans til skákiðkunar, að þar hefir verið og er á ferð- inni maður með mikla hæfileika 1 skáklistinni, maður sem ekki þarf að láta segja sér alt, en hugsar rökrétt og markvíst. Sannarlegur iþróttamaður á sviði hinnar dularfullu og hugljúfu skáklistar. Öli Valdimarsson. Alþingi í gær Frumvarp til almennra hegn- ingarlaga samþykkt án nokk. urra hreytinga við 2. umræðu í efri deild. Frumvarpið er frá allsherjar- nefnd og hefir hún haft mál þetta til athugunar um alllang- an tíma. Hefir nefndin haldið marga fundi um málið, leitað álits lagadeildar háskólans um frv., og loks heefir Þórður Eyjólfs- son hæstaréttardómari, sem hefir haft með hondum samn- ingu frv. fyrir ríkisstjórnina, komið á nokkra fundi með nefnd inni og gefið margar þýðingar- miklar upplýsingar og skýring- ar á ákvæðum frv., éinkum að því er snertir nýmæli þau, er í frv. felast, og þær margvíslegu breytingar, sem verða á gild- andi refsilöggjöf, ef frv. verður að lögum. Lagadeild háskólans svaraði málaleitun nefndarinnar. Færist lagadeildin undan að láta uppi rökstutt álit á frv., en bendir á að full þörf sé á nýrri löggjöf í þessu efni. Eins og að líkindum ræður, verður ekki til þess ætlazt, að þingnefnd, sem hefir mjög tak- markaðan tíma til umráða, geti til nokkurrar hlitar gagnrýnt svo umfangsmikinn lagabálk, sem þennan. Að lagasmíð sém þessi heppnist, er að langmestu leyti undir því komið, hvern undirbúning málið fær utan þings. Telur nefndin, að rannsókn hennar hafi leitt í ljós, að til frv. þessa hafi verið sérstaklega vel vandað af höfundi þess og að þær breytingar, sem ætlazt er til, að gerðar verði með írv. á gildandi refsilöggjöf, séu yfir- leitt í góðu samræmi við rétt- arvitund þjóðarinnar og að í frv., ef það verður að lögum, felist mikil réttarbót frá því, sem nú er. Fyrir því hefir nefndin orðið sammála um að leggja til, að frv. nái samþykki Alþingis, en nefndarmenn áskilja sér þó rétt til að bera síðar fram breytingartillögur við einstakar gr. frv. Einn nefndarmanna ritar undir nefndarálitið með fyrir- vara um það, að frv. gangi fram á þessu þingi. Vill hann, að mál- ið fái þá afgreiðslu nú á þing- inu, að skipuð verði nefnd lög- fróðra manna til að endur- skoða frv. á milli þinga og skili áliti sínu fyrir næsta reglulegt Alþingi. Á undanförnum áratugum hafa frændþjóðir okkar á Ncrð- urlöndum unnið að endurskoð- un hegningarlaganna, hver í sínu landi. Hefir mjög verið vandað til þessa verks og hver nefndin, skipuð hinum færustu mönnum, tekið við af annari, áður en fært þótti að láta frv. verða að lögum. Þannig tók það Dani 23 ár að undirbúa hin nýju hegningarlög sín, sem sett voru árið 1930 og þetta frv. er að verulegu leyti byggt á. Það er mikilsvert, að frá hegningar- lögum landsins sé gengið þannig, að ekki þurfi stöðugt að vera að breyta þeim, og því betra, að slík lagasetning drag- ist um eitt ár fremur en að ekki verði til hennar vandað svo sem unnt er. Framsögumaður f.h. nefnd- arinnár var Magnús Gíslason, skýrði hann all ýtarlega ásamt Hermanni Jónassyni, efni frv. og tilgang. Aðalefni greinargerðarinnar mun verða birt að lokinni þriðju umræðu. Tilkyanmg öl ðtgerðamnia og sildarsaltenða. Þeir útgerðarmenn og síldarsaltendur, scm óska eftir löggildingu sem síldarútflytj end- ur fyrir árið 1939, skulu sækja um löggild- ingu til Síldarútvegsnefndar fyrir 30. apríl n.k. Umsókninni fylgi tilkynning um, hvort saltendur hafa ráðið sérstakah eftirlitsmann með síldverkuninni, hver hann sé, og hvort hann hafi lokið síldverkunarprófi. Enn fremur vill Síldarútvegsnefnd vekja sér- staka athygli útflytjenda á því, að egninn má bjóða síld til sölu erlendis án leyfis nefnd- arinnar, og þurfa þeir, er ætla að gera fyrir- framsamninga, að sækja um leyfi til nefnd- arinnar fyrir 30. apríl n.k. Allar umsóknir þessu viðvíkjandi sendist til Síldarútvegsnefndar, Siglufirði. Siglufirði, 31. marz 1939. Slldarútvegsnefnil.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.