Alþýðublaðið - 17.04.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.04.1939, Blaðsíða 1
Roosevelt Bandaríkjaforseti, Cordell Hull, utanríkismálaráS- herra hans, og Miss Perkins vinnumálaráðherra. Fyrst reynt að leyna henni í Berlín og Rómahorg, siðan hatramar blaða- árásir og svívirðingar um forsetann. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. Khöfn í morgun. OOSEVELT Bandaríkjaforseti hefir komið einræðis- herrunum Hitler og Mussolini i slæma klípu með á- varpi, sem hann sendi þeim á laugardaginn. í ávarpi þessu skoraði forsetinn á þá að skuldbinda sig til þeás.að ráðast ekki á næstu tíu árum á neitt af þrjátíu tilteknum ríkjum í Evrópu, Asíu og Afríku, og lofaði um leið fyrir sitt leyti, að gerast milligöngumaður til þess, að öll þessi ríki gæfu samskonar loforð um að ráðast hvorki á Þýzkaland né Ítalíu. Jafnframt tók forsetinn það fram, að Bandaríkin myndu að gefnum slíkum loforðum beita sér fyrir auknum við- skiftamöguleikum Þýzkalands og Ítalíu við önnur lönd, þannig, að þeim væri tryggðir aðflutningar á meiri hráefn- um en þau ættu nú kost á. Samtímis og þessi áskorun var afhent í Berlín og Róma- borg, voru sendiherrar Bandarikjanna látnir skýra ensku og frönoku stjórninni frá henni og það tekið fram, að Bandaríkja- forsetinr óskaði að öll ríki, sem nefnd væru í áskoruninni, tækju opinberlega afstöðu til hennar. Gleyntði fslandi. Ríki þau, sem Þýzkaland og ítalia eiga samkvæmt áskorun- inni að skuldbinda sig til að ráðast ekki á, og jafnframt er vænst, að gefi Þýzkalandi og ítalíu samskonar loforð, eru: F'innland, Eistland, Lettland, Lithauen, Sviþjóð, Noregur, Danmörk. Holland, Belgía, England, Eire (írland), Frakk- land, Spánn, Portúgal, Sviss, Lichtenstein, Luxemburg, Pól- land, Ungverjaland, Rúmenía, Júgóslavía, Rússland, Búlgaría, Grlkkland. Tyrkland, arabisku ríkin, Palestína, Egiptaland og Iran (Persía). Eins og sjá má af þessari upptalningu hefir Bandarikja- forsetanum láðst að nefna ÍS- land. En það vekur einnig oft- irtekt, að það er ekki minnst á Danzig. Reynt að halda ásfeor- uninnl leyodri! Áskorun Roosevelts fékk undir eins mjög góöar undir- tektir í París og London og því Frh. á 4. sfehi. Stefán Jóh, Stefánsson. Eysteinn Jónsson. Ólafur Thors. Jakob Möller. Hitler og Mnssolíni i vanda staddir nt af i sfeornn Roose velts Bandarikjðforseta. ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÓTGRFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURÍNN XX. ÁRGANGUB MÁNUDAG 17. APRÍL 1939 87, TÖLUBLAÐ B Mý ríkissQórn við á morgun Ráðuneyti Hermanns Jónassonar segir af sér I dag.j Stjórnin nýtur stuðnings Framsókuarflokksins Mpýðuflokkslns og Sjálfstæðlsflokksins. jLJ ERMANN JONASSON biðst Isusnar fyrir sig og ráðuneyti sitt “ í dag með símskeyti til konungs. Jafnframt hefir verið mynduð ný ríkisstjórn undir forsæti Hermanns Jónassonar og mun hún verða tilkynt á alþingi á morgun og taka við völd- um. Er hin nýja ríkisstjórn studd af þremur stjórnmálaflokk- um, Framsóknarflokknum, AlþýðufSokknum og Sjálfstæðisflokkn- um. Hin nýja ríkisstjórn er skipuð eftirtöldum mönnum: Hermann Jónasson: Forsætis-, dómsmála- landbúnað- ar-, kenslu- og kirkjumálaráðherra. Stefán Jóh. Stefánsson: Félagsmálaráðherra (trygg- ingamál, bæjarmálefni, atvinnubætur, heilbrigðismál) og utanríkismálaráðherra. Eysteinn Jónsson: Viðskiftamálaráðherra (bankamál, verzlunarmál, gjaldeyrismál). Ólafur Thors: Atvinnumálaráðherra (sjávarútvegsmál. iðnaðarmál). Jakob Möller: Fjármálaráðherra (fjárlög, skattamál, tollamál). Samnlnoaumleitanlrnar. Eins og kunnugt er hafa und- anfarnar vikur staðið yfir tilraun- ir til myndunar nýrrar ríkis- stjórnar, sem studd væri af þrem- ur stærstu þingflokkunum. Hafa af hálfu flokkanna tekið þátt í þessum viðræðum: Af hálfu Framsóknarflokksins ráð- herrarnir Hermann Jónasson, Ey- steinn Jónsson og Skúli Guð- mundsson. Af hálfu Alþýðu- flokksins: Stefán Jóh. Stefánsson, Haraldur Guðmundsson, Ingimar Jónsson, Finnur Jónsson og Kjartan Ólafsson. Af hálfu Sjálf- stæðisf lokksins: Ólafur Thors, Magnús Jónsson, Pétur Ottesen og Jakob Möller. Orslit í þessum málum höfðu dregist mjög lengi fyrir þá sök, að innan Sjálfstæðisflokksins varð ekki samkomulag um þær kröfur, sem flokkurinn gerði um n:ál, er heyrðu undir ráðuneyti, er flokkurinn fengi til umráða og krafðist nokkur hluti flokks- ins, að öll verzlunar- og innflutn- ingsmál kæmu undir ráðuneyti hans. I þeim tillögum, sem upphaf- lega voru lagðar til grundvallar fyrir samvinnu um stjórnarmynd- un flokkanna, var ekki gert ráð fyrir þessu, og á þvi varð engin breyting. Fult samkomulag náðist í gærkveldi kl. 6. Afstaða Alitýðnflokksins. Alþýðuflokkurinn tók afstöðu til þessa máls á fundi stjómar Alþýðuflokksins föstudaginn 13. þ. m. og var samþykt eftirfarandi ályktun: „Sambandsstjórn samþykkir að Alþýðuflokkurinn gangi til stjórnarmyndunar með Fram- sóknarflokknum og Sjálfstæðís- flokknum á þeim grundvelli, sem lagður er I liðunum 2—-6 í Hermann Jónasson. skjali því, sem sent var Fram- sóknarflokknum með bréfi dags. 30. marz s.l. og með þeirri verka- skiftingu og að öðru leyti sam. kvæmt viðtölum, sem farið hafa fram á milli flokkanna um þessi mál og lýst hefir verið í sambandsstjórn. Jafnframt fel- ur . sambandsstjórn .samninga- nefnd þeirri, sem haft hefir þessi mál með höndum af AI- þýðuflokksins hálfu og þing- flokknum að ganga frá endan- legum samningum hér að lút- andi.“ Jafnframt var þá ákveðið, að ef af stjórnarmyndun þriggja flokka yrði, þá tæki Stefán Jóh. Stefánsson, formaður Alþýðu- flokksins sæti i rikisstjórninni fyrir flokksins hönd. Yflrlýsing um stefnu st]ðrnarinnar. Um leið og gengið verður tíl fullnustu frá stjórnarmynduninni, mun forsætisráðherra fyrir hönd stjórnarinnar gefa út yfirlýsingu um stefnu stjórnarinnar og þau verkefni, sem hún ætlar að leysa. Sjálfsagt væri og, að fulltrúar Frh. á 4, síðu. Eftirlit með fram- færslnkostnaði Reykjaviknr. NÝJU gengisskráningarlög- in gera ráð fyrir, að skip- uð verði nefnd, til þess að fylgjast með framfærslukostn- aði Reykjavíkurbæjar. Þessi nefnd er nú fullskip- uð og eiga sæti í henni þrír menn, þeir Jón Blöndal, til nefndur af Alþýðusambandinu, Bjöm Árnason endurskoðandi, tilnefndur af Hæstarétti, for- maður nefndarinnar, pg Kjart- an Thors, tilnefndur af Vinnu- veitendafélaginu. Sömu íög gera einnig ráð fyr- ir. að skipuð verði nefnd til að hafa eftirlit með því, að húsa- leiga hækki ekki, en hún er ekki fullskipuð. Allýðnflokknrinn vann 4 ný sæti í landslinginn. K.höfn í fyrradag. FÚ. Lokaniðurstöður landsþingskjörsins í Dan- mörku liggja nú fyrir. Alþýðuflokkurinn vann 4 þingsæti, radíkali flokkurinn 1, Bændaflokkurinn 1, Vinstri flokkurinn tapaði 4 þingsætum, íhaldsflokkurinn 2. Alþýðuflokkurinn vann 2 af þessum 4 sætum með hlutkesti. Stjómarflokkarnir hafa sam- kvæmt þessu 11 þingsæta meiri hluta í landsþinginu. Samningar byrj- aðir f Moskva. LONDON í morgun. FÚ. BREZKIR, franskir og rússneskir trúnaðar- menn halda áfram samn- ingum í Moskva um þátt- töku - Sovét-Rússlands í varnarbandalagi gegn of- beldinu. Er þess vænst, að sam. komulag náist innan fárra daga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.