Alþýðublaðið - 17.04.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.04.1939, Blaðsíða 2
MÁNUDAG 17. APRÍL 1939 Alpingi á laugardag. Efri deild afgreiðir frum- varp til almennra hegning- arlaga til neðri deildar. *T»IL þess að málið mætti koma fyrir, þurfti að leita afbrigða, sem þegar í stað voru samþykt með 9 samhljóða atkvæðum. Eins og getið var um í blað- inu á laugardag var frumvarp til almennra hegningarlaga samþykt við 2. umræðu í Efri deild án nokkurra breytinga. Frumvarpið er frá allsherjar- nefnd og hefir hún haft málið til athugunar um alllangan tíma. Frumvarpinu fylgir löng og mjög ýtarleg greinargerð. Að alefni hennar er á þessa leið: Sú siðaskoðun alls almenn- ings, að virða beri lögvarða hagsmuni annara manna, er öll- um refsingum drýgri til að aftra réttarbrotum. En vitundin um refsiviðurlög við ákveðnum verknaði mun einnig hafa áhrif á gerðir manna í sömu átt, þótt þaú áhrif verði hvorki mæld né vegin. Refsisetningin styrkir og ofi þá ’skoðun, að siðferðislega rangt sé að fremja verknað þann, sem refsingu á að varða. Þá er refsingunni einnig ætlað að.hafa áhrif á þann einstakling sjálfan. sem henni sætir, og kþma í veg fyrir. að hann fremji brot að nýju vegna ótta við nýja og oft aukna refsingu. Hins vegar verður ekki ætlað, að refsing sé til þess fallin að betya hugarfar þess, sem fyrir. henni verður. Hún er, eins og áður segir, nauðsynleg neyðar- ráðstöfun, en til þess að ala upp sanna löghlýðni munu aðrar að- ferðir betri. Refsing er ein þeirra að- ferða, sem þjóðfélagið hefir til þess að verjast réttarbrotum. Markmið refsingar er fyrst og fremst verndun almenns rétt- aröryggis og viðhald lögbund- ins þjóðskipulags. En auk þess fullnægir refsing réttlætistil- finningu almennings, er ekki sættir sig við það, að menn skerði órefsað mikilvæg rétt- indi . annara. Það mun ekki dregið í efa, — að refsing eigi rétt á sér vegna þess til- gangs, þar eð víst má telja, að aðr'ar vægari aðferðir mundu ekki verða að gagni. En nú er refsing böl, bæði þeim, er henni sætir, og ýmsum öðrum ein- staklingum, einkum vanda- mönnum afbrotamannsins. og loks þjóðfélaginu í heild, þó að hún sé þ-^í nauðsynlegt böl. Af því leiðir, að refsingu ber ekki að beita nema nauðsyn krefji og ætla megi, að hún nái tilgangi sínum. Ýmsum réttar- " brotum er þannig háttað, að önnur og vægari viðurlög en refsing eru til þess fallin að af- stýra þeim. - Refsivist greinist samkvæmt frv. aðeins í tvennt: varðhald og fangelsi. Gert er ráð fýrir, að til fangelsisvistar sé dæmt fyrir meiri háttar afbrot, og að þeirri refsivist sæti einnig þeir menn, sem óheppilega má telja, að umgangist fanga, t. d. þeir, sem áður hafa setið í fangelsi, þótt síðar framið brot hafi verið smávægilegt. í varðhald skal hinsvegar yfirleitt dæma fyrir smáfelld brot, en þó með áður- greindri undantekningu. Hér á landi getur aðgreining fanga aldrei orðið eins margbreytt og hjá hinum stærri þjóðum, en nefnd greining varðhaldsfanga frá öðrum föngum er tvímæla- laust nauðsynleg. Ákveðið er, að vinnuskylda fylgi allri refsivist. Varöhalds- föngum er þó heimilt að leggja sjálfir til verkefni, ef það sam- rýmist öryggi og góðri reglu- Að sjálfsögðu er gert ráð fyrir því, að vinna fanga verði um vinnutíma og annað fyrirkomu- lag svipuð venjulegu starfi vinnandi fólks til sjávar og sveita. Ómannúðlegri hörku ber ekki að beita við vinnuna, en sé hún aftur á móti hofð léttari en venja er um dagleg vinnu- störf, mundi það geta dregið úr áhrifum refsingarinnar. Sérhvert fullvalda ríki er tal_ ið bært um að ákveða sjálft gildissvið refsilaga sinna að því er varðar þau atriði, hvar, af hverjum og gegn hverjum brot var framið. Þó er rétt að taka tillit til annarra ríkja við lagasetningu á þessu sviði, —■ en þjóðréttarreglur munu vera óglöggar um það efni. Nauðsyn á réttaröryggi í landinu og verndun íslenzkra hagsmuna annarsvegar og tillit til erlendra ríkja hinsvegar verður einkum að ráða því, til hvaða afbrota íslenzkt refsivald skuli ná. Almennu hegningarlögin dönsku frá 15. apríl 1930 hafa að miklu leyti verið höfð til fyrirmyndar við samningu frv. þessa, en hliðsjón einnig höfð af ýmssri annarí refsilöggjöf er- lendri og frv. til refsilaga. Svo hefir og að sjálfsögðu jafnan verið haft fyrir augum, hvað henta myndi bezt hér á landi. i ALÞÝÐUBLAÐIÐ Snæ- • •!£—‘ • ■ • ' Óg Gerþa gekk þangað, sem Og hrafnaklukkan hneigði * r hráfnaklúkkan var. — Þú ert sig og horfði á Gerðu. Hvaða ’ 'faííeg^'áagði' Gerða, — get- vísu kunni nú hrafhaklukk- urðu sagt mér, hvar leik- an? Hún var ekki um Óla. bróðir minn er? í litlum garði ljómaði sólin, eihs og á vordegi. Amma Þetta er nú litla æfintýrið gamla var útkd-stólnum sínum og dóttúrdóttíh kennar, fá- mitt, sagði hrafnaklukkan. tæka þjónustustúlkan, kom í heimsókn; hún kysti ömhiu 'Úi Á -síha- - -- ■■ - 'rí - - ' - ^esiings atónin mín,-.sagði Það er þýðingarlaust að Gerða —r hún er víst farin að spyrja blómin, þau kúnria sakna mín. En ég kem aftur bara æfintýrin sín, en vita og þá hefi ég Óla - með mér. ekk;i hvar Óli er. Syo ætlaði •iö vrít . ' hún aö hlaupa burtu, en þá :: - /' sá hún páskaliljuna. Hún stansaði og laut niður að henrií. Hvað sagði páska- liljan? .... . m IWfflMs Fiskimálanefndinni hefir verið falið að hafa á hendi allan útflutning á frys.tum fiski til Bretlands. sem fram- leiddur kann að verða á yfirstandándi ári. Er því öllum öðrum óheimilt að bjóða til sölu, selja eða flytja út frystan fisk til Bretlands. Hinn víðkurini Islanðsvinur, málfræðingurinn Élias Wessen prófessor varð fimtugur í fyrrad. Hann var formaður félagsins Sverige—Island 1930—1938 og vann þá og raunar fyrr og síðar mikið starf til eflingar sænsk- íslenzkrar menningariégrar sam- vinnu. íslenzkum námsmönnum í Stokkhólmi hefir hann verið holl- vinur og greitt fyrir þeim á marga lund. FB. ------------------------- y. Einhleypan mann vantar herbergi frá 1. maí; má vera í kjallara. Skilvís borgun. Upp- lýsingar í Confektbúðinni, Laugavegi 8. Sænskir frœðimaðir ffytirkér fyrirlestra. ÖRÓFESSOR H. Nilsson-Ehle, forstöðumaður tilraunastöðv- nrinnar í Svalöf í Svíþjóð, kemur hingað í boði Háskóla Islands 1. maí n. k. Próf. Nilsson-Ehle er eirin hinná allra merkustu núlif- andi erfðafræðinga og hefir orðið mjög mikið ágengt í jurtakyn- bótum, svo áð fyrir starf hans hefir uppskera af ýmsum jarö- argróðri aukist og batnað og fært þjóð hans stórkostleg verð- mæti. ■ Próf. Vilsson-Ehle mun flytja hér nokkra fyrirlestra, og verður efni þeirra sem hér segir: 1. Sænskar kynbætur á land- búnaðarjurtum og fjárhagslegur ávinningur af þeim. 2. Kynbætur á skógar- og á- vaxtatrjám, einkum fyrir aukn- ingu á litingafjölda. 3. Ættbrigðarannsóknir á korn- tegundum, éirikum með tilliti til röntgen-ættbrigða á byggi. Erindin verða öll flutt í byrjun maímánaðar, og verður aðgangur heimill almenningi ókeypis, en siðar verður nánar auglýst, hvar og hvenær eríndm verða flutt. (Tilk. frá Háskólanum.) ísland í erlendum blöðum. í The Evening News (London) er grein, sem nefnist Travels of a Doctor (Ferðalög læknis), þ. e. Sir Henry Höllands, og er þar aðallega rætt um bók hans Re- oollections of Past Life. Hann byrjaði ferðalög sín með því að fara til 'lslands og skrifa bók um ferð sína og ræðir þar bókmentir, stj'órnarfyrirkomulag, lög og trú- arbrögð hér á landi, heilsufar o. fIv Hann tók læknispróf í Edin-1 borg eftir að hann ferðaðist til Islands og ferðaðist svo um ýms lönd. — Fjölda mörg brezk blöð birta skeyti um það, að fulltrúar Lufthansa fófu erindisleysu til Reýkjavíkur. I sumum blöðunum er; fregnin birt undir fyrirsögnum, er. stílaðar eru til að vekja at- hygli á því, að þegar stærri og meiri máttar þjóðir urðu að láta í minni pokann fyrir Þjóðverjum, hafi Island „árætt að segja nei“ og hafi það „vakið furðu í Ber- lin‘‘. — Maurice Reidy birtir grein, sem. hann nefnir „Irish Links with Ice!and“ í Cork Week- ly Examiner og ræðir þar hin fornu sögulegu tengsli Irlands og Islands og gerir grein fyrir þeim, en gleymir ekki nútimanum, og hvetur landa sína til nánarikynna af fsjandi. Greininni fylgja tvær myndir, er önnur frá Reykjavik, en hin frá ísafirði. FB. Maðurinn sem hvarf 20. ,-,jæja, — fjármálum og öllu þessháttar hefi ég ekkert vit, á, eins og þú veizt,“ svaraði Ilka. En svo mikið vit hafði hún nú samt .sem áður á fjármálum, að hún var ákaflega ánægð með að fá öll yfirráð yfir öllum þessum stóru fjárupphæðum, sem eignirnar, gáfu af sér. Alla aðra framkomu manns síns var hún aftur á móti langt frá því að vera ánægð með. Hún byrjaði að verða reglu- lega óróleg. Áður fyr hafði hún ávalt getað vafið honum um litla fingur sinn, en nú virtist hann allt í einu vera far- inn. að hafa dutlunga hennar að engu, — og fegurð hennar og-yndisþokki virtist alveg fara fram hjá honum. Þetta særði hégómagirnd hennar, jafnframt því sem hún fann að áhrifa- vald hennar var í beinni hættu. Jim var að vísu ennþá ákaf- lega kurteis gagnvart henni og tók fullt tillit til hennar. En hann virtist draga sig meira og meira inn í sjálfan sig, og ,ekkert auga hafa fyrir hana. Hún ákvað því að gera ,eina tilraun. Án þess að minnast á það einu orði aflæsti hún al- gerlega dyrunum á milli svefnherbergja þeirra eitt kvöldið. Svo bjóst hún við áköfum mótmælum og ásökunum næsta mqrgun. En Blake gerði ekki einu sinni svo mikið, að hann spyrði hana. hversvegna hún hefði aflæst, án þess að hann svo. mikið sem minntist á dyrnar. Hún ákvað því að reyna gagnstæða aðferð, opna þær og látas þær standa alveg upp á gátt næstu nótt, — En þá kom það í ljós, að Blake hafði neglt þær fastar sín mégin. Húrðin hafði því sýnilega verið þann- ig negld síðustu vikurnar. Ilka fékk eitt ofsakastið. Þetta var blátt áfram blóðug móðgun.. Og hefði hún farið að rannsaka, þetta nánar, hefði margt annað komið í ljós, sem mundi- hafa valdið henni ærn- um heilabrotum. Því það voru ekki. aðeins þessar dyr, sem voru lokaðar, heldur var öllum dyrum á einkaherbergi,. Jim Blakes aflæst áhverju kvöldi.og ekki opnaðar fyr en næsta morgun. Auk þess hafði Tinker gamli, veiðihundurinn, .ver- ið fíuttur upp á herbergi til hans og búið þar um hann á mjúkri mottu fyrir framan rúm húsbóndans. Þessar ráðstaf- anir voru. nefnilega ekki - eins ,og Ilka áleit vísvitandi móðg- anir, heldur fyrst og fremst öryggisráðstafanir. — Blake var ekki búinn að gleyma ráðagerð þeirra MarshaUs og Ilku viðvíkjandi honum og ætlaði sér að fyrirbyggja nýja mögu- leika fyrir þau: Þó lífið væri að sönnu ekki sérlega lokkandi, kærði hann sig ekki um að missa það á þann hátt að verða myrtur af konU siririi og elskhuga hennar. Og auk þess hafði hann hina-'stóru hugsjón sína að lifa fyrir. í fyrstú var Ílfea að hugsa um að ganga hreint til verks ög krefjast skýringar. En slík hreinskilni var of ólík eðli hennaí. Að ;,Jim hénnar,“ sem svo lengi hafði verið a'uðmjúkur þræll hennar, skyldi allt í einu hafa brötið af sér þá hlekki, sem aðdráttarafl fegurðar herinar hafði Iagt hann í, flaug henni ekki í hug: En það hlaut að vera vera önnur kona með í leikn- um. Kona, sem hafði stolið ást hans, sem hún taldi sig eina eiga tilkgll til.,Og grunur- hennar féH -sfrax á Gharlottu Hope. Hvaða koná.hafði jafnmörg tækifæri til að koma sér í mjúk- inn hjá Jim? T\ AG nokkurn, þegar Jim hafði sagt, að ekki yrði hægt áð ná í sig á kontórnum, kom hún þangað öllum að óvör- um, og spurði eftir honum. Unga stúlkan í fremstu skrifstof- unni afsakaði að herra Blake væri ekki viðstaddur. „En ef til vill óskaði frúin eftir að fá að tala við einkaritara hans? Hann muridi að líkindum vita hvenær herra Blake væri vænt- anlegur á skrifstofuna.“ „Nei, þökk fyrir. Þá held ég að ég vilji heludr fá að tala við ungfrú Hopé.“ Hún brosti hinu allra blíðasta brosi sínu, þegar Charlotta kom inn. ■ ,,Þér munuð ekki geta sagt mér, hvar ég get fundið manri- inn minn?“ sagði hún. „Ég hefi því miður ékki minstu hugmynd um hvar hann er,“ svaraði Charlötta. „Jæja, það er nú heldur ekki svo sérstaklega áríðandi,“ svaraði Ilká og virti kvennlögfræðinginn hugsandi fyrir sér. Svo hélt hún áfram: „Þér hlakkið vafalaust til að fá frí svona bráðlega?“ „Frí?“ endurtók Charlotta undrandi. — „Nei, ég hefi alveg nýlega fengið mitt venjulega sumarfrí.“ „Já, en það verður þá aukafrí. Það er þó í þjónústu Jims, sem þér vinnið svona mikil störf, svo þér hljótið að fá auka- frí, þegar hann er lagður af stað 1 ferðina.” Ég hefi ekkert heýrt úrii þáð, að heríá'Blake sé að leggja af stað í f«rðalag.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.