Alþýðublaðið - 17.04.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.04.1939, Blaðsíða 3
MÁNUDAG 17. APRÍL 1939 alþYðublaðid ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓBI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞ ÝÐUHÚSINU (Inngangur fró Hverfisgötu): SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S- Vilhjálms (heima). 1196: Jónas Guðmunds. heima. 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN i 4--------------------------♦ Ástandið innan Kommúnista- flokksins. VERKAMAÐUR, sem ný- lega talaði á fundi, sagði: „Mér er það fyllilega ljóst, að kommúnistaflokk- urinn er að tærast upp úr hor, enda er það eðlilegt. Áð- ur en flokkurinn innbyrti Héðin Valdimarsson lifði hann að iillu leyti á því að skammast út í olíuokur og berjast fyrir lækkuðu ben- zínverði og olíuverði. Nú minnist nokkurinn ekki á þessi má hann steinþegir um þau eins og múlbundinn rakki. Á hverju hefir hann þá að lifa? Ekki lifir hann lengi á draummilljónum Héðins Valdimarssonar eða sögum hans um baróninn af Balkanskaga.“ Það er töluvert til í þessum orðum. Allir muna hve geypi- lega blöð kommúnista hömuðust út í olíu- og benzínokrið hér fyr meir. Nú vita allir að það hefir ekki verið afnumið. hins vegar hafa blöðin steinþagnað. Þetta verður því athyglisverðara þeg- ar það er vitað, að nú í 5—6 vikur hefir legið hjá Þjóðvilj- anum grein eftir Hjört Helga- son fonnann Hreyfils um ben- zínokrið og olíunjósnirnar og ekki fengist birt. Hefir Hjörtur þessi þó lengi verið talinn heit- trúaður kommúnisti. En hér er fingur Héðins að verki og hvað þetta snertir liggja kommúnist- arnir marflatir fyrir honum. Sveinbjörn Guðlaugsson bif- reiðarstjóri var mjög framarla 1 benzínverkfallinu svokallaða, enda þá formaður Vörubíla- stöðvarinnar Þróttur. Meðan verkfaliið stóð fékk Sveinbjörn birtar greinar um málið í Al- þýðubiaðinu. Sveinbjörn er eins og kunnugt er formaður Kaup- félagsins og mun fá fyrir það 100 krónur á mánuði, og er það ekki of vel borgað, því að þetta er ærið starf. En vegna gamall- ar andstöðu þessa flokksbróður H. V. » ið hann reyndi H. V. að koma Sveinbirni úr þessu starfi á nýafstöðnum aðalfundi Kaup- félágsins. Og var hamast gegn Sveinbirni. Sigfús Sigiírhjart- arson átti að fá bitann. Við ráðabruggi og ofsóknum Héðins var séð og Sveinbjörn var end- urkosinn. En þetta sýnir starfs- aðfei'ðir H. V., sem oft voru búnar að gera Alþýðuflokknum óleik. Nú fær kommúnista- flokkurinn að kenna á þeim og hæfir þar hvað öðru. Á þessum sama fundi Kaup- félagsins skýrði framkvæmdar- stjóri frá því, að Kaupfélagið mvmdi bíða tjón af gegnislækk- tujinni, en að SÍS myndi a. m. k. taka á sig nokkurn hluta þess. Undir ©ins og Héðinn hafði fiaman og alvara f kosn< Ingabaráttunni dönsku Stauning talar. F yrstu KOSNINGARNAR í Danmörku á þessu mikla kosningaári þar i landi eru nú um garð gengnar. Orslit þeirra urðu þau, sem raunar enginn ef- aðist um, að stjómarskrárfrum- varpi Staunings, sem gengur út á það, að afnema landsþingið, úrelta stofnun, sem fram á allra síðustu tíma hefir veitt íhalds- flokkunum í Danmörku miklu meiri áhrif á dönsk stjórnmál en þeim bar samkvæmt fylgi peirra meðal dönsku þjóðarinnar, var tryggður öruggur meirihluti á þingi, þannig, að nú er ekkert annað eftir en að samþykkja það formlega þar og leggja það síð- an undir þjóðaratkvæði til þess að það verði að lögum. Þar með er lokið með fullnaðarsigri lýð- ræðiJns langvarandi baráttu, sem háð hefir verið í Danmörku fyrir stjórnarfarslegu frelsi og jafnrétti frá því að konungurinn afsalaði sér einveldinu árið 1848 og fram á þennan dag. Það er Al- þýðuflokkurinn, sem nú, þrátt fydr harðvítuga mótspyrnu efn- aðri stéttanna og íhaldsflokkanna, hefir leitt þessa baráttu til lykta með fullkomnum sigri lýðræðis- in$. Það er gert ráð fyrir þvi, að hin nýja stjórnarskrá gangi í gildi þ. 5. júní í sumar, sama daginn og fyrsta stjórnarskráin eftir hrun einveldisins fókk laga- gildi árið 1848, og einnig nú- gildandi stjórnarskrá árið 1915. En að því loknu fara aftur fram kosningar til danska þingsins i fyrsta sinní samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá. Það er því tvisvar kosið til þings i Danmörku á þessu ári og auk þess milli þeirra kósninga látið fara fram þjóðar- atkvæðí um stjórnarskrárbreyt- inguna. * Danir kunna því ekkert illa að verða að kjósa oftar en einu sinni á einu og sama ári. Þótt kosið heyrt þétta reis hann upp og bar fram tillögu um það, að sá arður, sem kaupfélagsmeðlimir áttu að fá, yrði tekinn af þeim og honum varið til að mæta þessu tjóni. Kaupfélagið á vara- sjóð, sem einmitt er stofnaður til þess að mæta slíkum óhöpp- um. Tillaga H. V. var kolfeld, en gerð hans var sú sama. Þann- ig er starfsemi kommúnista- flokksins undir forystu for- mannsins „út á við“. Brynjólf- ur „inn á við“ horfir á aðfarirn- ar og bíður síns tíma, sem ekki er langt undan. Og ekki hafa draumamillj- ónirnar hækkað gengið á þess- ari flokksnefnu með þrefalda nafninu. Að þeim er nú hlegið um land alt. Jafnvel flokks- mennirnir sjálfir gera gys að þeim, og Þorsteinn Pétursson hefir haft um orð, að það væri bezt að hætta þessu rövli um 60 milljónirnar, en senda bara Héðin og Arnór eftir þeim. Kommúnistaflokkurinn er marklaus flokkur, enda ekki á öðru von. Til þessa hefir hann lifað á stuðningi íhaldsins. Það hefir magnað hann og nært hann, þegar það hættir að spýta í hann, er hann dauður. Og þá rætast orð skáldsins Steins Steinars: „Á gröf hins látna blikar benzíntunna frá British Petroleum Com- pany.“ sé um þýðingarmikil mál og á alvarlegum tímum, og danskir kjósendur hafi í seinni tíð sýnt meiri stjórnarfarslegan þroska en flestir aðrir, fara kosningar i Danmörku jafnan fram á góðlát- legan, jafnvel gamansaman hátt í samanburði við kosningar bæði hér og víða annars staðar. Það sýndi sig líka í kosningunum, 8ém fram fóru í byrjun þessa mánaðar. Fréttaiitari frá aðalblaði norska Alþýðuflokksins, Arbeiderbladet í Oslo, sem dvaldi i Danmörku meðan á kosningabaráttunni stóð, skrifaði blaði sínu eftirfarandi lýsingu á henni, sem bregður skýru ljósi yfir bæði gaman og álvöru þeirra átaka milli dönsku stjórnmálaflokkanna, sem hann var bæði sjónar- og heyrnarvott- ur að: „Það er ekkert furðulegt, þótt hið órólega og ískyggilega ástand suður í Evrópu leggði nokkrar hömlur á það hispursleysi, sem annars er vant að einkenna danska kjósendur. En þrátt fyrir það má segja, að gaman og al- vara hafi haldist merkilega vel i hendur í þessari kosningabaráttu. Danir hafa sterka þörf til þess að gera sér mat úr því gaman- sama og skringilega, sem sjá má í flestum viðburðum, hversu al- varlegir, sem þeir eru, og i kosn- ingabaráttu, með öllum þeim op- inberu og háværu fundahöldum, sem henni eru samfara, eru æfin- lega nóg tækifæri til þess að henda gaman að mönnum og málefnum. Sérstaklega þykja hin- ir svo nefndu „ferköntuðu fund- ír“ vera mjög eftirsóknarverðir i þeim tilgangi. Þeir eru að sumu leyti ekki ólíkir sameiginlegum kjósendafundum stjórnmálaflokk- anna annars staðar á Norður- löndum, en þó ekki nálægt því eins grafalvarlegir og örlaga- þrungnir á yfirborðinu eins og t. d. opinberir kjósehdafundir í Noregi. í samanburði við þá mætti líkja „ferköntuðu fundun- ium“ I kosningabaráttunni í Dan- mörku við alþýðlega gamanleiki, að vísu meö alvarlegum undir- straumi. Það eru fjórir aðalræðu- menn — einn frá hverjum hinna stóru stjórnmálaflokka í Dán- mörku, Alþýðuflokkinum, rót- tæka flokkinum, vinstri flokkin- um og hægri flokkinum, og hver þeirra fær hálfa klukkustund til sinnar framsöguræðu. Því næst er frambjóðendum smærri flokk- anna gefið orðið í tíu mínútur hverjum. Þá fá kjósendur kjör- dæmisins að tala, þeir, sem það vilja, í fimm mínútur hver. En að endingu er hverjum ræðu- manni hinna fjögra stóru stjórn- málaflokka ætlaðar fimmtán mín- útur til andsvara. En á meðan á ræðuhöldunum stendur, hafa áheyrendurnir alment viðurkend- an rétt til þess að gera sínar at- hugasemdir með því að grípa fram i, og það má með sanni segja, að þeir kunna að nofa sér þennan rétt. * Það er alls konar gamansemi, sem alt af endurtekur sig á þess- um fundum í sambandi við hin- ar og þessar venjur ræðumann- anna. Þegar t. d. ræðumaðurinn fær sér sopa af vatni úr glasi, er oft einhver niðri í salnum, sem hrópar: „Skál!“ Og þá fara allir að hlæja. Eðá einhver i salnum kallar til ræðumannsins: „Vertu ekki að drekka meira vatn. Þú ert þegar nógu útvatnaður!" Það er erfitt fyrir ræðumanninn að liggja undir slíkum áburði. Hann reynir því að ná sér niðri, t. d. með því að svara, að fundar- maðurinn, sem kallaði fram i, sé sennilega vanur við eitthvað sterkara. Oft er lika minst á grammó- fónplötur. „Við viljum fá nýja grammófónplötu!“ er hrópað neð- an úr salnum. „Þessa, sem þú ert ■að spila, höfum við heyrt svo oft hjá þér áður!“ Á fundi skamt frá Kaupmanna- höfn bað fulltrúi fyrir Réttarsam- Hedtoft Hansen, hinn nýi for- seti Alþýðuflokksins. bandið, einn af hinum mörgu smáflokkum i Danmörku, um orðið. Hann var ákaflega lítill vexti, svo lítill, að þegar hann kom uþp að ræðumannspúltinu, gerði ekki betur en að áheyrend- urnir sæju hið góðlátlega andlit hans yfir púltinu. Strax var hróp- að neðan úr salnum: „Þú átt að standa, þegar þú talar við fólk!“ ■Fundarstjórinn, sem var úr alt öðrum flokki en ræðumaðurinn, skoðaði hann rækilega í krók og kring, eins og til þess að ganga úr skugga um, hvort þessi at- hugasemd hefði við nokkuð að styðjast, og sagði síðan: „Ég get tilkynt fundarmönnunum það, að ræðumaðurinn situr alls ekki. Hann stendur meira að segja á tánum.“ Ég heyrði sama ræðumann tala á fundi i litla fiskimannabænum Dragör á austurströnd Amager. Fulltrúi róttæka flokksins réðist þar á Réttarsambandið með tölu- vert stærri höglum en maður skyldi ætla að nauðsynleg væru á svo lítinn flokk. Hinn litli ræðumaður Réttarsambandsins fékk orðið á eftir og talaði um jarðskattinn, trúarjátningu flokks síns, og sagði síðan með graf- alvarlegum svip: „Þegar fulltrúi róttæka flokksins talar þannig um Réttarsambandið, þá er það bara vegna þess, að hann er sjálfur með ranglætinu.“ Þetta þótti Dönunum vera að taka nafn Réttarsambandsins nokkuð alvar- lega, og allir fóru að skelli- hlæja. Það mátti sjá, að ræðu- maðurinn hélt áfram að tala, en það heyrðist ekki orð framar af því, sem hann sagði. Eftir nokkr- ar mínútur varð hann að gefast upp og var leiddur til sætis af fundarstjóranum. * Á fundinum í Dragör voru þrjár „stórar kanónur“. Það voru hægri maðurinn Raft, ritstjóri, vinstri maðurinn Holstein Ledre- borg greifi og H. C. Hansen okk- ar, ritari Alþýðuflokksins. Raft er snjall og snúinn ræðumaður, einn af þeim fáu ræðumönnum hægri flokksins, sem fólki þykir gaman að hlusta á. Hann er feit- ur og góðlátlegur, en lýsir í mjög kröftugum orðum „ódugnaði“ Stauningstjórnarinnar. H. C. Han- sen hefir miklu fleiri staðreyndir á reiðum höndum, en er bæði fyndinn og fljótur til andsvara. Fólkið heldur mjög mikið upp á hann. Þegar Raft er rétt búinn að halda sína bomburæðu, lýsir H. C. Hansen honum þannig: „Hann minnir á loftgeymi, sem komið hefir gat á (Hlátur). Þeg- ar hann er búinn að ryðja úr sér, sjá allir, að það var ekkert annað en vindur i honum." (Dynjandi langvarandi lófa- klapp.) Það voru aðallega þessir tveir, sem áttust við á fundin- um í Dragör. Báðir eru lagnir skylmingamenn og í uppáhaldi hjá áheyrendunum. Holstein Le- dreborg greifi gerir grein fyrir stefnu vinstri flokksins í leiðin- legri ræðu. Hann svarar ekki, þótt gripið sé fram í. Áheyrend- urnir heimta hvað eftir annað H. C. Hansen, hinn nýi ritari Alþýðuflokksins. nýja grammófónplötu, en fá hana ekki. Þá byrja þeir að masa sí:i í milli og láta greifann tala viö sjálfan sig. * Kiaufskur ræðumaður er alt af kærkomin persóna á þessum fund um. Það eru nú sennilega ekki margir, sem eru svo ó- heppnir eins og einn ræðumaður iha’.dsflokksins (hægri flokksins), scm „Poliliken“ segir að hafi les- ið eftirfarandi upp af blöðum sír.um: „Atvinnuvegirnir eru lam- aðir, lífskjör fólksins eru orðin svo aum, aó þau geta varla aum- ari orðið, og frelsið er hnept í f jötra. Þannig er ástandið þar sem einræði meirihlutans(!) er kom- ið á. Framhald á blaðsíðu fimni, þriðja dálki.“ Á þessu hafði hann ekki varað sig í tíma, en rak nú alveg í vör&urnar, þvi hann fann Christmas Möller formaður hægri flokksins, ekki fúunhaldið, hvemjg sem hann leitaði í blöðum sinum. En það vantar þó ekki, að margt fleira gamansamt kemur fyrir. í Baardesö talaði vinstri- maður fyrir fullu húsi. Þegar hann hafði lokið ræðu sinni, klöppuðu nákvæmlega þrír menn í salnum. Þá stóð einn fundar- manna á fætur og ; sagði: „Ö hræðstu ei, þú hópur smár.“ * Þegar kosningabaráttan byrj- aði, áttu margir von á því, að Piirschel, sem áður var leiðtogi hægri flokksins, en myndaði lít- inn nazistaflokk utanum sig sem „foringja”, myndi taka töluvert mikið fylgi frá sínum gamla flokki. En þegar leið á kosninga- baráttuna, varð það fljótt ljóst, að róðurinn myndi reynast þung- ur fyrir „foringjann". Blöðin hentu gaman að því, að einn af frambjóðendum hans hefði látið hera inn í fundarsal, sem ætlaður var fyrir hreinan flokksfund, 150 kaffibolla til þess að geta átt á- nægjulega stund með fylgis- mönnum sínum. En það kóm'u ekki nema þrjár hræður, og einn- ig þær höfðu sig á brott aftur, þegar þær sáu hvernig ástatt var. Og enginn fékkst til þess aÖ snerta við þessum 150 kaffiboll- um, né kökudiskunum með vlnar- brauðunum, upp á kostnað naz- istans! Annar frambjóðandi Piirschels varð sér þannig opinberlega til skammar, að ékki var um neitt annað að gera en að afturkalla framboð hans. Hann heitir Hein- rich Heinekn og er verksmiðju- eigandi. Hann sagði á einum kjósendafundinum: „Það er eng- inn skaði skeður, þó að einum Þjóðverja fleira eða svo komi inn í fólksþingið. Við viljum heldur greiða Þjóðverja atkvæði pkkar heldur en að sjá Danmörku rauða.“ Þar með var lokið stjórn- málaferli þessa manns. * 1 orðaskiftunum við nazista fór ylirieitt gamanið jafnan að grána. Allir þjóðlega hugsandi menn, hvaða flokki sem þeir tilheyrðu, lýstu djúpri fyrirlitningu sinni á tilraunum þeirra til að opna landið fyrir erlendri ofbeldis- stefnu og harðstjórn. Þessi ein- ing á móti nazismanum kom mjög greinilega fram á stórum fundi í Thistedkjördæmi á Jót- landi, þar sem bæði Hedtoft Hansen, hinn nýi forseti Alþýðu- flokksins, og Christmas Möller, formaður bægriflokksins, töluðu. Á meðal þeirra, sem þátt tóku í, umræðunum, var hinn þekti naz- istaprestur, séra Malling, nafn- togaður lýðskrumári í Danmörku. Hann byrjaði á því að tala hæðn- islega um hina hálaunuðu þing- menn frá Christiansborg (þing- húsið í Kaupmannahöfn), sem ekki þektu neina samúð með at- vinnuleysingjunum. Þá greip Hedtoft Hansen fram í: — Hver launar yður? — Ríkið. — Hafið þér lág laun? — Nei, það er langt frá þvi. Frh. á 4. siðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.