Alþýðublaðið - 24.04.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.04.1939, Blaðsíða 2
MÁNUDAG 24. APRÍL 1939 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Bréf frá verkamanni: Nokkrar f yrirspur nir til formannsins inn á við. ----».. STÓRYRÐI virðast fara vel í munni þeirra manna, sem telja sig vera að leiða verkalýð- inn inn í Paradísina. Þetta kom skýrt fram hjá Br. Bj. við út- varpsumræðurnar um gengismálið. Það var að hans áliti engu öðru um að kenna örðugleikar þeir, sem þjá atvinnuvegina, en þjófnaði út- gerðarmanna og svikum Alþýðu- flokksins. Það má vel vera að slík- ur málflutningur sé sómi fyrir kommúnista, en ég tel hæpið að hægt sé að vinna sigur á erfiðleik- um þjóðarinnar með stóryrðum og glamri. Að allir þeir, sem fengist hafa við útgerð og tapað fé, séu sníkju- dýr og fjársvikarar við þjóðfélag- ið og skuldir þeirra séu vísvitandi og viljandi óborgaðar, það læt ég kommúnista eina um að segja, en eitt ber vel að athuga, að slík orð töluð af þingmanni, sem teljast verður ábyrgur orða sinna, færa ekki þjóðinni traust og álit. Hitt er ekki nema sjálfsagt að gera sér Ijóst, að ýmislegt hefir farið af- laga í stjórn útgerðarjnnar. Ef menn ætla að setja hnefann í borð- ið við öllu því, sem gjört er til þess að bjarga atvinnuvegum landsmanna frá hruni, þá getur orðið langt að bíða þar til birtir yfir lífskjörum hinna vinnandi stétta, því þó að hinar 60 millj. frá „Jónsa” séu mikið og gott í munni þeirra, sem allt vilja fá að láni hjá öðrum, þá sýndi hitt þó betur sjálfbjargarviðleitni, að setja til starfa sjómennina okk- ar og láta þá sækja þessar 60 millj. t skaut Ægis. með því að bæta við nýjum og betri skipum og gæti svo ríkisstjórnin afhent sjómönnunum viðurkenningu fyrir hreysti og drengskap að launum, heldur en að ; veðsetja auðlindir okkar og jafnvel sjálfsákvörðunarrétt okkar erlendum yfirráðum. Br! Bj. sagði í ræðu sinni: „Við þetta bætist svo óhæfilega há laun einstakra manna og gegndarlaus fjársóun þeirra, sem lifa sníkjandi á útgerðinni!” Þessi orð hljóta að hitta nánasta flokksmann hans, H. V., því sé nokkurt svívirðilegt til, sem fram- ið er við allan mótorbátaflotann, þá er það olíuokur H.V. og Co. og ég vil spyrja Brynjólf: Af hverjú er Þjóðviljinn hættur að minnast á að sjómennirnir séu arð- rændir af olíuokri BP og Shell, nema af því, að það sé of nálægt kostnaðarhlið Þjóðviljans, því það er íöngu vitað, að H. V. verður að bera þa%f járhgslegan þunga sam- kvæmt tign hans og metorðum í þeim flokki. ALLIR vita, að stærsti gjalda- liðurinn, sem dreginn er frá óskiftum afla, er olían og ég veit það af minni reynslu á mótorbát- unum, að oft hefir þeim blóðsugum verið bölvað hátt og mun gjört um langan tíma enn í hvert sinn sem dreginn verður frá kostnaður af olíukaupum yfir veiðitímann. Ef við flettum upp í Verkalýðs- blaðinu frá síðustu kosningum, þá sést skýrt sá dómur, sem það kvað upp um olíuhneykslið og berum svo þann dóm saman við þögnina, sem sezt hefir í hálsinn á ritstjóra Þjóðviljans. Þá verður ljóst, að þegar H. V. hefir sett sitt eigið hagsmunaginkefli í munn þessara manna, þá þagna þeir á einu stærsta hagsmunamáli sjómanna- og smáútvegsmanna á öllu landinu. Ég vil spyrja Br. Bj.: Var það af umhyggju fyrir bættum kjör- um fátækra vörubílstjóra, og þeirra fólksbílstjóra, sem eiga bíl og verða að lifa af þeim, að hækk- að var verð á benzíni löngu áður en gengislækkunin kom frá þing- iriu eða var það gert til þess að geta komið á tvöfaldri hækkun á þessari sömu vörutegund, hinni fyrri til aukins gróða fyrir hlut- hafann, en þeirri síðari vegna gengisbreytingarinnar, eða er þar bara að verki hinn miskunnsami Samverji? í öðru lagi: Var það af um- hyggju fyrir okkur Dagsbrúnar- mönnum, að ekki er sagt upp samningunum við vinnuveitendur, þar sem stjórn Dagsbrúnar hlaut að vera ljóst, hvað þingið myndi gjöra í gengismálinu eða var H.V. á sama máli og flokksbróðir hans, Benjamín Eiríksson, að gengis- lækkun væri ekki einasta æski- leg, heldur beint nauðsynleg, og þess vegna þýddi ekki að vera að hugsa um Dagsbrúnarkarlana? í þriðja lagi: Var það af um- hyggju fyrir verkafólkinu, að hann og þingmenn flokksins með langa nafninu, báru fram breyt- ingartillögur við gengisskráningar- lögin, þar sem þeir heimtuðu að feldar yrði í burtu allar réttarbæt- ur fyrir verkamenn og sjómenn vegna aukinnar dýrtíðar, og heimt- uðu að allur þunginn af verðbreyt- ingu krónunnar yrði bótalaus hjá verkamönnum. Svo tala þessir menn um alls- herjarverkfall, til þess að ógna drottningin. Aftur varð. Gerða að hvíla sig. Þá sá hún kráku hoppa fyrir framan sig og krákan sagði ,,krakra“, en hún meinti það vel, því að hún var að spyrja, hvers vegna litla stúlk- an væri ein úti í snjónum. þetta og sagði krákunni ævi- hvort hún hefði ekki séð gæti nú skeð, sagði krákan. — Hvar er hann? spurði Gerða. — Vertu ró leg, sagði krákan, — nú hefir víst prinzess- an fengið Óla til að gleyma þér. — Býr hann hjá prinsessu? spurði Gerða. iáfel at , > \ ' Afarie /ýil/w — Já, sagði krákan, —- en ég — í þessu konungsríki býr prinzessa, sem er ákaflega gáf- á erfitt með að tala þitt mál. uð, enda hefir hún lesið öll blöð, sem til eru í heimimmi, Svo sagði krákan henni alt, og gleymt þeim aftur. Svo gáfuð er hún. sem hún vissi. ríkisvaldinu og það á að vera hin einasta lausn á erfiðleikum verka- manna, en líklega bíða þessir menn með verkfall þangað til þessar 60 milljónir koma frá „Jónsa litla”, svo hægt verði að kaupa brauð og mjólk handa börnum hins vinnulausa. Tvenns konar gengisfall hefir skollið yfir verkalýðinn, hið fyrra er gengisfall, sem Einar Olgeirsson og Br. Bj. gerðu á samtakamætti allrar alþýðu í landinu 1930, þeg- ar þeir sundruðu félagsskap verka- manna og sköpuðu tvær andstæð- ur fjandsamlegar hvor annari. Það er sú stærsta blóðtaka, sem tekin hefir verið á íslenzkum verkalýð. Enn eitt verða allir þeir, sem vilja gjöra sjálfstæðiskröfu þjóð- ar sinnar að veruleika, að gjöra sér vel skiljanlegt, að skilyrði fyrir menningarlegri og fjárhagslegri velferð okkar er fyrst og fremst fólgin í því, að hver og einn geri sér það ljóst, að hann hefir skyldur að rækja gagnvart þjóð sinni. Við íslendingar krefjumst ekki blóðfórna þegnanna, eins og aðrar þjóðir gjöra af sinum þegn- um, en við krefjumst drengskap- ar hvers einasta manns, sem vill hjáípa til að skapa nýjan gróanda í athafnalífi þjóðarinnar. Jón S. Jónsson. Félagsmálaráðherrar Norður- landa koma saman á fund í Krist- jánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í dag (mánudag). Jón Krabbe sendisveitarfulltrúi mætir fyrir Tiönd Stefáns Jóhanns Stefánsson- ar félagsmálaráðh. íslands. FÚ. Yaxandi gengi Al- Mðufíokksins i Færeyjnm. VIÐ þjóðþingskosningar í Færeyjum var kosinn frámbjóðandi sambandsflokks- ins, Johan Poulsen kennari með 2183 atkvæðum. Johannes Pat- ursson kongsbóndi, utan flokka. fekk 1849 atkvæði, Dam kenn- ari, frambjóðandi, Alþýðuflokks ins 1 Færeyjum fekk 1354 at- kvæði. Vinnuflokkurinn fékk 598 atkvæði og Sjálfstjórnar- flokkurinn 314 atkvæði. Johan Poulsen, sem er forseti lögþingsins sagði fyrir kosning- una, að hann myndi ef til vill ganga í einhvern af hinum borgaralegu flokkum, en vissi ekki hvern! Atkvæðatala sambandsflokks- ins og Jóhannes Paturssons hefir lækkað verulega frá síð- ustu lögþingskosningum, en at- kvæðatala Alþýðuflokksins hef- ir aukist mikið, enda hefir flokkurinn undir forystu Dams komið fram stórmerkilegum málum. Mannabein finnast í jörð í Svarfaðardal. Þann 4. þ .m. var verið að vinna að hlöðugreftri á Sökku í Svarf- aðardal, örskamt frá bænum, og þegar grafið hafði verið niður sem svaraði 1,80 metra, komu í ljós mannabein, er lágu reglulega með hendur krosslagðar á brjósti. Næstu daga fundust fleiri og fieiri, þar til komnar voru átta beinagrindur. Tvær þeirra voru af börnum. í kring um 7 af þessum beinagrindum fundust leifar af trjáviði, og kring um eina fanst saumurinn úr kistunni, er var íslenzkur hnoðsaumur. — Fullvíst er talið, að þarna muni vera um miklu meira að ræða. Eftir fyrirnrælum biskups verða bein þessi jörðuð að Völlum. F.Ú. ísland í erlendum blöðum. Walther Zimmermann hefir skrifað grein um ísland í Deutsche Apotheker-Zeitung. ITöfundurinn er apótekari og hefir þrívegis verið á íslandi. FB. Auglýsi& í Alþýðublaðinu! MAÐURINN SEM HVARF 23. unum fyrir því, að hann, að minnsta kosti bæri í brjósti ákaf- lega sterkar vinartilfinningar 1 garð hennar sjálfrar. — En hversvegna reyndi hann nú umfram allt að glíta þessi sak- lausu bönd, sem bundu þau? — Varð hann að eignast allt eða ekkert, — jafnvel frá konu, sem hann elskaði ekki?“ Hann var sýnilega að undirbúa eitt eða annað ákaflega mik- ilvægt og leyndardómsfult. Og alt í einu sá hún, eins og svo oft áður, í huganum skammvbyssuna í skrifborðsskúffu hans. Gat það verið það, sem hann var að undirbúa af svo mikilli gætni? — Og skyldi þá ekki á einhvern hátt vera hægt að komast nánar að fyrirætlunum hans. Með þeirri reglusemi og nákvæmni, sem honum var eigin- leg, hafði Blake það fyrir sið, að merkja við í almanakinu öll óunnin áríðandi störf og samtöl, oft vikur og jafnvel mánuði fram í tímann. Hún vissi hvar hann geymdi almanakið og einn morgun tók hún það og fór að fletta því. Eftir 30. september var ekki merkt við einn einasta dag. Hver einasta síða, það sem eftir var af árinu, var auð. Fyrsta október virtist með öðrum orðum eiga að hef jast nýtt tímabil 1 æfi Jim Blakes. Ef til vill lokaþátturinn? Eða hví skyldi al- manakið ella vera svo þögult. Charlotta tók þá ákvörðun, að bíða átekta fram á síðasta dag. En ef hún væri þá jafnnær um fyrirætlanir hans, ákvað hann að þá skyldi hún grátbiðja hann að trúa sér fyrir þeim. Meðan þessu fór fram, fyltist taskan í hinum múraða pen- ingaskáp jafnt og þétt. Og hlutfallslega fækkaði tilkynning- unum frá víxlurunum. Að lokum kom sú síðasta. Hún hljóðaði svo, að síðustu verðbréf hans, 700 hlutabréf í Huralgamatet Carbon voru seld og að peningamir biðu hans. Þetta var 29. september. Um morguninn þann 30. september mætti Charlotta mjög sneinma á skrifstofunni. Hún rak strax augun í bréf, sem lá á skrifborði hennar. Hún opnaði það með titrandi höndum, því hræðilegt hugboð greip hana. Hún las þessi fáu orð: „Kæra Charlotta! Ég legg af stað í langa verzlunarferð. Það verður enginn ákveðin utanáskrift til mín. Þegar hlutverki mínu er lokið, munuð þér heyra frá mér. J. L. B.“ Neðst á pappírsörkina hafði hann svo bætt við tveimur lín- um, þær virtust skrifaðar meeð óstyrkri hönd, en þær yljuðu henni um hjartaræturnar. „Þér megið ekki vera hræddar um mig, góða Charlotta. Mér líður vel.“ Hvar gat hann verið? Hvað var það, sem hann hafði fyrir stafni? Hún óskaði nú þess af öllu hjarta, að hún heefði rifið sundur bréfið, sem hún skrifaði honum. En nú var það of seint, — of seint. Óljóst hugboð sagði henni, að hann væri í hættu, og að hún yrði að fara á eftir honum. Jafnvel þó það væri á móti vilja hans. Hún varð að gera það. ÞRIÐJI KAFLI EFTIR ' 9 ANTHONY ABBOT. JIM BLAKE sat á járnbrautarklefa sínum. Flótti hans frá hinni gömlu tilveru til nýs lífs var hafinn. Lestin æddi áfram gegn um skóga og akra, yfir hálsa og sléttur og hann starði án afláts út um gluggann án þess þó að veita lands- laginu eftirtekt. Har.n yfirfór ennþá einu sinni í huganum fyrirætlanir sína, ákveðinn í a ðframkvæma þær til fulls í smáu og stóru. í dynjandi rigningu og myrkri ók lestin inn á Unionbraut- arstöðina í Omaha. Blake hristi af sér burðarkarlana, sem þyrft- ust ð honum og greip sjálfur hina stóru rammgerðu ferðatösku sína og flýtti sér út úr lestinni og steig svo upp í fyrstu leigu- bifreiðina, sem á vegi hans varð. Hann gaf bílstjóranum fyrir- skipun um að aka hratt til heilsuhælis doktor Grimshaws. Regnið lamdi rúðurnar, og aðeins á stöku stað rauf ein- stakur ljósgeisli náttmyrkrið, sem huldi alt umhverfið, sem gerði alt þetta ferðalag — þetta æfintýri ennþá æfintýralegra. Blake gat ekki varizt því, að sú spurning ásótti hann, hvort þetta allt væri ekki einhverskonar brjálæði. Átti hann að hætta við allt saman áður en það yrði of seint. Hann átti erfitt með að hugsa skýrt þessa stundina. Bifreiðin skrölti og hristist öll á ósléttum þjóðvegunum, því þeir voru nú komnir út úr borg- inni og stefndu eitthvað út í sveit. Ennþá var tími til að snúa við. Blake þurfti ekki annað en að berja í rúðuna og eftr eina klukkustund aftur til New York. — Til baka til New York. — Til baka til Wall Street og vinnunnar og fallega hússins í Southampton. Og — til baka til Ilku og elskhuga hennar. Andliti Charlottu brá fyrir í hugskoti hans. Hann sá hana eins skýrt eins og hin ömurlega nótt með daufu ljósrákirnar í dimmunni og regndroparnir hefðu framkallað mynd henn- ar, ljóslifandi. — En hvað las hann í andliti hennar: Nei, á- kveðna neitun.------Nei, Jim Blake ætlaði ekki að snúa við. Með svo snöggri beygju að það söng í öryggishemlunum sveigði bifreiðin út frá hliðarvegi, sem þeir höfðu ekið um stund og inn á einkaakbraut. sem lá í mörgum hlykkjum heim að. stóru járnhliði. Þar nam bifreiðin staðar og Blake sté út. Regnið fossaði niður. Hann greip stóru tööskuna sína, rétti bílstjór- anum stóran seðil og hraðaði sér svo heim að húsinu sem að- eins grilti í myrkrinu. Vatnið streymdi af yfirhöfn hans og hann hljóp upp tröppur, sem lágu upp á gangsvalir húss- ins. Gólfið var blautt og sleipt og virtist fúið, það brakaði 1 því öllu. Hann þreifaði sig áfram og hnaut aftur og aftur um eitthvað sem hann vissi ekki hvað var, uns hann kom að dyr- um. Hann barði á hurðina, en enginn svaraði. Svo heyrði hann bifreiðina fara aftur í gang og þégar hann leit um öxl, sá hann ljós hennar hverfa óðfluga út í nóttina. Regnvatnið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.