Alþýðublaðið - 25.04.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.04.1939, Blaðsíða 2
MUÐJCDAG 25. APRÍL 1939 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐUEFNI Húsmæður kvarta um ó- bragð að mjólk. Fyrirspurn til mjólkursamsölunnar og svör hennar. Mannaskifti við hljóðnemann. Umferðaráðið og umferðareglurnar. Skíða- færið á sunnudag. Úlfaþyt- ur í Kanada út af íslandi. „Swastika over Iceland!“ Bréf frá stúlku. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. NOKKRAR HÚSMÆÐUR hafa skrifað mér bréf þess efnis, að mjólk, sem nú er seld hér í bæn- um sé vond. Mjólkin þolir enga geymslu. verður strax þrá, að dómi húsmæðranna. ÉG SNÉRI MÉR til Mjólkursam- sölunnar og hafði tal af skrifstofu- stjóianum, Jóni Brynjólfssyni. — Hann ságði: „Okkur er kunnugt um þetta. Þetta ,.þráabragð“ kem- ur stundum af mjólkinni síðari hluta vetrar og hafa farið fram ná- kvæmar rannsóknir hinna færustu manna, á því, hvernig á þessu standi. En engin viðunanleg skýr- ing hefir fengist. Við endurbætta kælingu í mjólkurhreinsunarstöð- inni hefir tekist að draga mikið úr þessu óþragði, en þó ekki til fullnustu. Ég get ekki gefið hús- mæðrum annað ráð en það, að hafa mjólkina á vel köldum stað.” Kæl- ingin er bezta ráðið gegn því að óbragðið komi fram. Ég býst nú við, að húsmæðurnar geri sig ekki fullkomlega ánægðar með þessar skýringar, en það verður að hafa það. Enginn mjólkurfræðingur er ég. Vonandi hverfur þráabragðið fljótt. ÉG VAR AÐ SKAMMAST út af holunni á gatnamótunum á Hverfisgötu og Ingólfsstrætis ný- lega. Vonandi verður gert við hana'áður en eínhver drepur sig í hcnni. En ekki eru holurnar neðst í , Bankastræti, Lækjargötu- megjn við steininn, félegri. Ókunn- ugir erlendir menn gætu haldið, að allar þessar holur væru eftir loft- sprengjur úr flugvélum. UNGFRÚ HAFSTEIN er farin úr hljóðnemanum — og kem- ur þangað ekki aftur að sögn — í staðinn höfum við fengið „blý- antsþulinn” frá í vetur. Ég þekki ekki þennan unga mann — og ég hefi því enga ástæðu til að gera honum persónulega gramt í geði, en ég verð að segja það, eins og það er, að maðurinn er gjörsam- I DAGSINS. lega óhæfur sem þulur — og það er ósvífni hin mesta af útvarps- stjóra, sem ræður starfsmenn út- varpsins, að fela þessum manni þetta starf, því að það fer ekki hjá því, að honum hlýtur að vera kunn ugt um það, að útvarpshlustendur þoldu hann ekki í vetur og þótti við bregða, er hann var kvaddur að öðru starfi. UMFERÐARÁÐIÐ svokallaða, sem stóð fyrir ýmsum umbótum í umferð hér í bænum segist að þessu sinni ekki ætla að gera neitt fyr en það hafi fengið fleiri merkissteina á gatnamótum og fleiri merkinagla. Nýlega sótti það um innflutning á merkinöglum, en fékk neitun og hefir það nú beðið lögreglustjóra að snúast í málinu. Væri vel ef hann gerði það — og væri þá ekki hægt að segja, að lögreglan hefði ekkert gert í þess- um málum. FINNUR JÓNSSON alþingis- maður sagði við mig í gær: „Ég er alveg hissa á því, hvað unga fólkið í Reykjavík notaði illa sunnudaginn. Veðrið var himneskt — hiti og blíða. Við vorum 7 sam- ’ an uppi í Innsta dal. Þar var ný- fallinn snjór og gott skíðafæri, en fátt sáum við af skíðafólki. Það virðist svo, að ungir Reykvík- ingar viti það ekki, að það get- ur ferið ágætt skíðafæri, þó að sumar sé komið. ÚLFAÞYTURINN út af mála- leitun Þjóðverja um lendingarstaði hér vakti mikla athygli í Kanada, etir því sem íslenzku blöðin vestan hafs skýra frá. Flest stórblöð birtu greinar um málið — og Vestur-ís- lendingar töluðu ekki um annað. Eitt stærsta blaðið flutti forsíðu- grein um málið með yfirskriftinni: „Swastika over Iceland (Haka- krossinn yfir íslandi). Og einn af þingmönnunum flutti fyrirspurn í þinginu þess efnis, hvaða þýðingu það hefði fyrir öryggi Kanada, ef Þjóðverjar fengju yfirráð á ís- landi. STÚLKA skrifar mér: „Það er gamáll sannleikur, að sá, sem etur nesti sitt áður en hann fér af stað, verður að vera nestislaus í ferð- inni. Það er ekki hægt að borða sama bitann að kvöldi, og geyma hann til morguns. Þetta mun Kol- skeggur sá ekki hafa athugað, sem um daginn var að svara Ólafi Frið- rikssyni. Það er ekki hægt að láta kvenfólkið njóta jafnréttis við karlmenn, og þó ætla að reka það drottningin. Hún situr í hásæti og syngur vísu um það, að hún vilji gifta sig, en hún vildi fá mann, sem gæti svarað fyrir sig. Svo kallaði hún saman allar hirðfrúrnar og þegar hún sagði Það er satt, sem ég segi, sagði þeim, hvað til stæði, urðu þær kátar. krákan, því að kærastinn minn, sem er taminn og á heima í höllinni, hefir sagt mér þetta. Blöðin komu út með mynd — Jæja, jæja. sagði krákan. —- Menn streymdu að úr öllum af prinzessunni og það fylgdi, áttum og það varð mikil þröng í höllinni. að öllum laglegum ungum mönnum stæði til boða að koma til hallarinnar og tala við prinzessuna og sá, sem bezt gæti svarað fyrir sig, fengi prinzessuna. sókn hefir verið fyrirskipuð, m. a. til þess að komast að raun um hvort kafbáturinn eða kaf- bátarnir hafi verið innan eða utan landhelgi. NRP. Ákvarðanir um skemtiferðir Þjóðverja til Noregs. OSLO, 24. apríl FB. Gjaldeyrisstjórnin þýzka hef- ir tekið ákvarðanir viðvíkjndi skemtiferðalögum Þjóðverja til Noregs í sumar. Um 800 manns verður leyft að ferðast til Nor- egs á norskum skipum, frá Bre- men og Hamborg. NRP. Lofotaflinn í ár 25,7 millj. kg. meiri en í fyrra. OSLO, 24. apríl FB. Vertíðinni við Lófót er nú lokið. Alls nam aflinn 115,3 millj. kg. eða 25,7 millj. kg. meira en í fyrra. — Útgerðar- menn og sjómenn bera ekki eins mikið úr býtum og menn voru farnir að gera sér vonir um vegna þess hversu vel aflaðist. Brúttóhlutur sjómanna varð 667 kr. á mann. NRP. Saklausa skrifstofustúlkan hei.ir aie ísk gamanmynd, sem Gamla Bíó sýnir núna, Aðalhlut- hlutverkin leika Jean Arthur og Ray Millard. Spennur, Kjólatölur, Hnappar mikið úrval. Kjólakragar, belti, hyrnur, treflar, slæður, háls- bindi, gjafakassar, kvenblússur. Ódýr kvenundirfatnaður, barna bolir, bleyjubuxur, barnahosur. úr vinnu, ef það giftist. Annað- hvort verðum við að taka upp skoðanir nazista, og segja kven- fólkið réttminna en karlmenn, og þá reka það úr vinnu, ef það giftist, eða taki afleiðingunum af jafnréttinum, og hætta allri hræsni og hálfvelgju í þessum efn- um.“ Hannes á horninu. Kafbátur við Noregs- strendur. OSLO, 24. apríl FB. Frá Hammerfest er símað, að björgunarskútan Vardö hafi sl. laugardag orðið vör við kafbát við Sletnes og nokkrum klst. síðar sáu menn á vélbát um 250 feta langan grámálaðan kafbát við Gjesvertappene, en milli þessara tveggja staða eru 50 sjómílur. Getur því huggast, að um sama kafbát sé að ræða, en líklegt er það ekki. — Rann- Matrésfot, bliissnfSí eða iafeka- fot, auMtað úr Fatabúðinnl. Helgi Hj8rvar; Á méðlrin að vera ambátt Þfóðfélagsins ? ....----- Ræða fliitt á barmaelagiifðB 1939. SUMARDAGURINN FYRSTI hefur á fá- um árum tekið þeim stakka- skiftum hér í Rvík, að frá því að vera eins og aðrir fimtudag- ar, er hann orðinn sá dagur, sem einna mest er um að vera í þessum bæ, göturnar fullar af börnum í skrúðgöngum, öll sámkomuhús full, allar hendur á lofti fyrir börnin og velferð þeirra. Það eru engar ýkjur, heldur staðreynd, að þetta er verk eins félags, Barnavinafé- lagsins Sumargjafar. Þetta félag er stofnað og því er uppi haldið af fáum forvíg- ismönnum, sem öðrum fremur eiga það með réttu, að heita barnavinir. Þetta starf fyrir börnin er eitt hið óeigingjarn- asta félagsmálastarf, sem unn- ið er hér í bænum, enda hafa fá félög orðið jafnvinsæl og fárri starfsemi er tekið betur. Félag- inu hefir lánast að koma al- menning þessa bæjar í skilning um, að málstaður barnsins sé mikilsverður. Ég ætla að taka það sérstak- lega fram, til þess að menn leggi síður ranga meiningu í það, sem ég nú þegar ætlaði að segja, að ég tel slíka félagsstarf- semi ekki einasta nauðsynlega og fagra, heldur blátt áfram ó- hjákvæmilega, ekki síst í fjöl- bygðum bæjum. Slík einka- starfsemi, eins og Sumargjafar, mun það æfinlega verða, sem heldur uppi merki hins nýja tíma, merki framfaranna og framtíðarinnar í uppeldismál- um, sem vekur foreldrana og almenning til umhugsunar um nauðsynlegar endurbætur og knýr hið opinbera til fram- kvæmdanna. Barnavinafélagið Sumargjöf ber með vissum hætti merki framtíðarinnar í uppeldismálum í þessu landi. Skólinn hefur frætt börnin, en uppeldi og aðhjúkrun, forsjá sálarinnar, hefir hann ekki get- að annast nema að litlu leyti. Það hafa félög, eins og Sumar- gjöf, reynt að bæta að nokkru upp, bæði erlendis og hér með þessari starfsemi. Frá því var skýrt í útvarpinu fyrir skemstu, að Barnavinafé- lagið Sumargjöf hefði haft á einu ári á sínum vegum og við sína góðu vist 280 börn, að með_ altali í 70 daga hvert, veitt þeim hjúkrun og umsjá og holla gleði og 30 þúsund mál- tíðir. Allir vita, að hlutskifti þessara barna var óvenju gott. En ég ætlaði í þessu sam- bandi að bera fram nokkrar einfaldar spurningar. En þær hafa sína þýðingu: Hvaða athvarf áttu þessi 280 eftirlætisbörn Sumargjaf- ar í nærri 10 mánuði, í þá 295 daga ársins, sem þau voru ekki hjá Sumargjöf? Og hvaða at- hvarf áttu þau líka á nóttunni, þegar Sumargjöf gat ekki ann- ast þau? Þegar þau fóru af leik- völlum Grænuborgar, þá hafa þau líklega farið heim til sín. Þau hafa kanski átt sér rúm í horni, kanski fátæklegt hjá sumum þeirra, en gott að eiga, þegar þau komu þreytt heim. Og það hefir kanski einhver verið búinn að búa um rúmið þeirra, þegar þau komu heim. Og hver háttaði þau, og hver þvoði þeini á kvöldin? Og hver framreiddi handa þeim þær 30 þús. máltíðir, sem þau fengu ekki í Grænuborg þénn- an tíma, eða þser 250 þús. mál- tíðir hinn tíma ársins? Ég spyr. Kanski hefur mamma þeirra gert þetta. En það þykir alt svo sjálfsagt, sem mamma gerir, og það eru ekki með venju þeyttir lúðrar eða gengn- ar skrúðgöngur út af því. Þessi 280 börn voru á aldrin- um 3—8 ára. Á þessum aldri munu vera í Rvík einni 4—-5 þús. börn. Sumargjöf hafði 280 börn. Hver annaðist um hin 4000 eða meir? Kanski hefur mamma líka gert það? Og yngri en þessi börn munu vera yfir 2 þús. í Rvík. Hver hjúkraði þeim, hver huggaði þau, hver sá þeim fyrir leik- föngum? Og eldri en þessi börn eru 3 —4 þús. börn í Rvík einni, Hver fóstraði þau? Hver bjó þau í skólann? Hvert gátu þau flúið með þarfir sínar, raunir sínar og vandamál? Kanski áttu þau heimili, sem stóð þeim op- ið. Kanski áttu þau mörg hver þá móður til að hverfa, að eng- inn skóli og engin Grænaborg gæti bætt þeim þá móður? Og hvað er svo um börnin suður með sjó, fyrir vestan og austan, út um. alt landið, þ&r sem engin Sumargjöf er? ™ Ég meina: Sumargjöf hefir unnið gott verk ög fagurt,' og mikið verk, ekki sízt með for- göngunni og fordæminu: í upp- eldi og meðferð barnámía, í því að áminna okkur, krefja okkur og sýna okkur í verki: þetta þarf að gera, þetta er hægt að gera, svona á að gera það. Til þess að gera þetta þarf fyrst og fremst kærleika til barnanna, fórnfýsi, hispurslausa kærleiks- lund, og svo að sjálfsögðu það, sem fyrir peninga verður keypt: húsnæði, mat, ofurlítið af grænu grasi, ofurlítið svig- rúm í guðs frjálsu náttúru. En hversu litlu af öllum skyldunum, hversu litlu af allri uppeldisbyrði þjóðarinnar hefir Sumargjöf getað lyft? Hverf- andi broti i; þessum bæ einum, enn meir hverfandi broti í þessu landi öllu. Og sé nú hennar verk samt merkilegt og sé það vert þeirra þakka, sem menn sýna í verkinu og stuðningi sín- um við félagið og starfsemi þess, — hverra þakka mundi þá vert starf þeirra, sem vinna alt hitt, sem bera allar þær byrðar, sem Sumargjöf varð að láta óhreyfðar, sem hafa á sig tekið allar þær þarfir lítilla barna, sem enginn félagsskapur á jarðríki mun megna að full- nægja. Og hver vann alt þetta verk? Ein manneskja í þessu landi vaiin þetta verk, vann það frá alda öðli: það er móðirin. Og hvert er hennar þakklæti, hver er sá styrkur, sem hún fær af þjóðfélagínu í sínu mikils- verða starfi? Hún er yfirleitt látin eiga sig. Skólinn tekur börnin hennar og fræðir þau. Barnaverndarnefndin tekur þau líka og skrásetur þau á seðla, eða ráðstafar þeim, ef þau gera eitthvað sérstakt fyrir sér. Þjóðfélagið tekur þau til fram- færslu, ,ef heimilið kemst alger- lega í þrot. En þungan róður og mikil bágindi er mörg móðirin búin að hafa áður en henni kom sú líkn. Þróun nútímaþjóðfélagsins er með þeim hætti, að móðirin, húsfreyjan, sem fæðir börn. er gerð að ambátt þess. Þróun at- vinnuháttanna og félagsmál- anna, framrás tímans, hefur meir og meir gert hennar kjör verri en annara, hennar rétt minni en allra annara. Svo aug- sýnilegt er þetta, að í menning- arlöndunum dylst engum leng- ur, hvert stefnir. Konan hefir ekki hafið upp raust sína og kvartað, ekki konurnar sem heild; jafnvel þvert á móti; svo undarlegt er það. En hin ein- staka kona, hin. nokkurn veg- inn mentaða kona, svarar sínu svari um öll lönd; hún svarar þegjandi: hún elur ekki börn. Unga stúlkan, sem vinnur fyrir sér í hinu mentaða þjóð- félagi, veit ofurvel og sér fram á þáð, að ef hún giftir sig manni, sem verður að vinna fyrir sér með hándafla sínum, þá eru ör-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.