Alþýðublaðið - 25.04.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.04.1939, Blaðsíða 3
ÞREÐJUDAG 25. APRÍL 1939 ALÞÝ0UBLAÐIÐ «------------r-»---------<> ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÖM: F. R. VALDKMARSSON. í fjarveru hana: JéNAS GUÐMtmUSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverflsgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: NRstjóri. 4903: V. S. ViHijálms (beima). 119@: Jónas Guðmunds. heima. 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN • - ■ . . V 1--------------;---—-----♦ IMAÍ, dagur verkalý'ðsins í • öllum lýðfrjálsum löndum, fer nú óðum að nálgast. Hér í Reykjavík mun fulltrúa- ráð verkalýðsfélaganna gangast fyrir hátíðahöldum verkalýðsins þennan dag bæði úti og inni eins og endranær og hafa til þess fullan stuðning Alþýðu- flokksins. Og kjörorð dagsins munu verða þau sömu og hingað til: Fyrir frelsi og lýðræði, á móti allri harðstjórn og öllu ein- ræði. Fyrir bættum kjörum hinna vinnandi stétta, nýjum verka- mannabústöðum og: auknum al- þýðutryggingum. Fyrir einingu verkalýðshreyfingarinnar, á móti allri sundrung, hvaðan sem hún kemur. Með tilliti til hins vaxandi afturhalds úti um heim hefir aldrei verið nauðsynlegra en nú að alþýðan hér á landi fylki sér einhuga um þá stefnu, sem felst í þessum kjörorðum, og fylgi henni fram ekki að eins með þrautseigri baráttu, heldur og með þeirri framsýni og gætni, sem yfirstandandi tímar bjóða. Þvi miður má gera ráð fyrir því, að úr fleiri en 'einni átt vérði reynt að kljúfa verkalýðinn p. maí í ár eins og mörg úndán- farin ár. Kommúnistaflokkurinn héfir eins og áður gert ráðstaf- ir til þess að hafa sín sérstöku hútíðahöld, þó með þeim hætti, að hann þykist nú hvergi ætla að koma nærri þeim sjálfur, en boðr ar þau undir nafni verkalýðsfé- laganna. En slikur loddaraleikur er alt of gegnsær til þéss að geta blekt aðra en einfaldar sál- ir. Allir vita, að fulltrúaráð verk- lýðsfélaganna, sem fer með sam- eiginleg mál þeirra hér í Reykja- vík, hefir æfinlega haft forystu fyrir hátiðáhöldum verkalýðsins 1. mai, eins og það hefir einnig nú. Og það er því ekkert annað en ný aðferð kommúnista til þess að breiða yfir klofnings- starfsemi sina þennan dag í ár, að þeir boða til hátíðahalda í nafni verkalýðsfélaganna, blekk- ing, sem byggist á því, að þeir hafa sem stendur stjórn Dags- fbrúnar í sínum höndum og nota hana og þá fyrst og fremst for- mann hennar sem skálkaskjól fyrir Kommúnistaflokkinn og hið áriega klofningsstarf hans á degi verkalýðsins, 1. maí. Enginn hugsandi verkamaður getur við nánari íhugun verið í vafa um það, að þetta sé rétt. Þau hátíðahöld, sem blað kom- múnista boðar, eru ekki hátíða- höld verkalýðsfélaganna, heldur hátíðahöld kommúnista sjálfra, mannanna, sem leitt hafa sundr- ungina inn í verkalýðshreyfing- una hér á landi og haldið henni við fram á þennan dag, studdir af erlendu einræðisríki, þar sem verkalýðurinn þekkir ekkert frelsi og ekkert lýðræði, og á við lakari kjör að búa en nokkurs staðar í nálægum löndum. í munni slikra manna éru kjörorð I. maí fyrir frelsi og lýðræði, á móti harðstjórn og einræði, fyrir bættum kjörum hinna vinnandi stétta og einingu verkalýðshreyf- ingarinnar ekkert annað en fals. En það eru fleiri en kommún- istár, sem nú efna til klofnings hátíðahaldanna 1. maí. íhaldið hefir nú í fyrsta skifti boöað til sérstakra hátíðahalda þennan dag. Það fer varla hjá því, að verkamönnum komi slík vlður- kenning af hálfu íhaldsins við hátíðisdag hans kynlega fyrir sjónir. En í þvi sambandi má ekki gleyma, að einnig Hitler hefir reynt að notfæra sér hann til framdráttar svartasta aftur- haldinu í álfunni. I sjálfu sér þarf það ekki heldur að koma neinum á óvart, þótt ihaídið hugsi sér nú einnig til hreyfings hér 1. ma(í i ár, eftir' alla þá við- burði, sem fram hafa farið í verkalýðsfélögunum undanfarið. Og allra sízt kommúnistum, sem hafa opinberlega viðurkent tals- menn þess og meira að segja nazismans í verkalýðs- félögunum sem alvarlega tak- andi fulltrúa verkalýðsins og beinlínis gert bandalag við þá til sameigihlegrar klofningsbar- áttu gegn hinum gamla og þraut- reynda flokki verkalýðsins, Al- þýðuflokknum. Ef ihaldirtu tekst í þetta sinn eins og blað kommúnista sagði síðast liðinn laugardag að „kljúfa raðir alþýðunnar“ 1. maí og „ó- virða svo þennan kröfu- og há- tíðisdag verkaiýðsins með klofn- ingsbrölti sínu“, þá getur það fyrst og fremst þakkað kom- múnistum Sjálfum fyrir það. Þeir hafa frá upphafi sins éigin flokks ,',óvirt þennan kröfu- og hátiðisdag verkalýðsins með klofningsbrölti sínu“ og géf- ið íhaldinu fordæmið, og þeir hafa nú á síðasta ári beinlínis leitt það inn 1 vígi verkalýðsins, verkalýðsfélögin hér í Reykjavík. Hin fyrirhugaða lýðskrumstil- raun íhaldsins 1. maí í ár er al- varlegur lærdómur fyrir verka- lýðinn í Reykjavík og ætti að sýna honum, hver árangurinn er af klofningsstarfi og vinn'ubrögð- úm kommúnista. Og hann ætti að kenna honum að standa betur á verði um samtök sín og einingu þeirra en hingað til og verða honum hvatning til að fylkja sér sem fastast undir merki full- trúaráðs verkalýðsfélaganna og Alþýðuflökksins bæöi 1. maí í ár og framvegis. Þurkoð bláber nýkomin. Háfðfískur. Riklingur. ísl. smjör. Ostar, margar teg. Egg, lækkað verð. Sent um allan bæinn. Simi 3570. ♦ Merkilegt kenslustarf hafið fyrir atbeina þeirra. --",-_4---- ■ ■ UTVARPSVIKA barnaskól- anna, sem er kensla að mestu leýti, hófst í gær eins og áður hefir verið skýrt frá. Vikan hófst með ávarpi for- manns nefndar þeirrar, sem undirbúið hefir vikuna, Jóns Sigurðssonar skólastjóra, og fer hér á eftir útdráttur úr því: „Um leið og þessi skólavika íslenzkra barnaskóla hefst í út- varpinu, þykir mér vel hlýða að fylgja henni úr garði með nokkr- um skýringum og athugasemd- um. Otvarpskensla þessi er fram- kvæmd í tilefni af 50 ára afmæli íslenzkra kennarasamtaka. Hún er því í raun og veru einn þáttur og sá fyrsti í minningarathöfn þeirri, sem „Samband íslenzkra barnakennara“ heldur á þessu vori um hálfrar aldar uppeld- isafrek íslenzkra mæðra, feðra, kennara og annara alþýðufræð- ara — og þó ekki sízt allra hinna mörgu og merku braut- ryðjenda íslenzkra fræðslu- og uppeldismála hin síðustu 50 ár. Þetta mun vera fyrsta sinn, sem barnaskölar landsins í heild hlusta á útvarpskenslu, og fer vel á því, að hefja nýjan aldar- helming ísl. uppeldismála og kveðja annan með aðstoð þessa merkilega mennihgartækis. En útvarpskenslu. þessari er og ætlað annað hlutverk. Henni er ætlað,, að leiða í ljó.s hversu ís- lenzk skólabörn leysa sín náms- störf af hendi eftir ákveðnum kenslufyrirskipunum á þessum tímamótum, 50 ára samtakaaf- mæli ísl. kennara. Þessvegna eruð þér kennarar og skólastjórar beðnir að senda alla þessa vinnu barnanna til skrifstofu fræðslumálastjóra í Rvík, nafn barns og aldur þess og nafn s.kólans sé merktáhverjú vinnublaði. Síðan verður valið úr vinnunni og úrvalið, það sem ‘. érkennilegast þykir,.verÖur síðan geymt í sérstöku safni (með kensluskrá þeirri, sem kent var leftir) í minningar- og skólavinnu- safni fræðslumálaskrifstofu is- lands 7 eftirkomandi kynslóð- um til íróðleiks og íhugunar. Um kenslutilhögun útvarpsvik- unnar er þetta að segja: Útvarpskennarar munu gefa börnunum vissan fróðleik og tölur til að vínna eftir. En börnin geta ekki unnið það, að minsta kosti ekki alt, meðan kennarinn talar, svo að nokkurn hluta vinnunnar verða þau að gera eftir að sjálf útvarpskenslan er hætt. Nú getur vel svo farið, að börnki nái ekki öllu sem útvarpskennarinn tekur fram. Þessvegná eru það vinsam- lég tilmæli til hvers bekkjarkenn- ara að hann skrifi sjálfur niður alt, sem börnunum Verður gefið til úrvinslu, svo að hann eigi hægt með að leiðrétta börnin við starfið ef þeim fatast eitthvað. Einnig vildum við biðja þess, að börnunum yrði lofað að fá nægan tíma til að lúka hverju verkefni, ef þau hafa ekki lokið því þegar útvarpskenslan hættir. Um sjálfa kensluna er þetta að. segja til skýringar fyrir kennara víðsvegar á lándinu: Það er ekki ætlan þeirra, sem kenna í útvarpið að kenslan geti verið tæmandi, heldur aðeins sýn ishorn þess, hvernig hver útvarps kennari telur heppilégt að kent sé. En vegna naums tíma eru aðejns tekin fá atriði. Enda er svo til ætlast, væri þessi kensla framkvæmd sem almenn kenslu- stund, að þá færi allmikill hluti af starfi kennarans í kenslustund- inni til að leiðbeina einstökum börnum og tib þess að líta eftir JÓN SIGURÐSSON skólastjóri. hversu börnin í heild ynnu um námsefnið. Að lokum vil ég bera fram þá ósk til allra þeirra kennara, sem láta nemendur sínar hlýða á út- varpskensluna og vinna eftir hennar fyrirmælum, að þeir gæti þess vel, að alt sé vandlega undirbúið þegar kenslan á áö hefjast. Kenslan hefst hvern morg un kl. 9,30 og þá verða öll börn- in að vera í sætum sínum og hafa alt á borðinu hjá sér, sem þau þurfa að hafa samkvæmt bréfi frá fræðslumálastjóra 21. marz s. 1. Á undan kenslunni verður kórsöngur barna og hefst hann hvern morgun kl. 9, 25 Kæru börn, þið sem hlýðið á útvarpskensluna og vinnið sam- kvæmt henni. Þó að útvarps- kenslan verði með öðrum blæ og hátíðlegri en þið eigið að venjast, skuluð þið samt ekkiláta það trufla ykkur neitt. Þið skuluð reyna að taka eftir kenslunni og skrifa rólega niður, það semkenn arinn í útvarpinu segir ykkur að skrifa hjá ykkur. Ég vona að þið leggið ykkur fram við námið og starfið. Margt það sem þið vinnið þessa útvarpskensludaga verður geymt um langan ókom* inn tíma. Frh. á 4. síðu. lög hennar ráðin, og því verri, ef hún fæðir börn: fátækt og þrengingar, handafli eins mánns á að lifa fyrir heilt heimili, án alls tillits til þess, hvort hann er einn síns liðs eða hann elur upp börn fyrir fram- tíðina. Atviniiuhættirnir, verka- skiftingin, stéttasamtökin, skömtun atvinnu, skömtun kaups, skipulagningin, alt ber að sama brunni; alt gengur þetta út yfir móðurina og börn- in hennar, dæmir heimili henn- ar til óumflýjánlegrar fátækt- ar. Ef ung stúlka kýs sér það, að vefja bréf utan um karamellur í verksmiðju, þá getur hún klætt sig fulível, átt frítíma, lifað félagslífi, notið félags- verndar. Það er hægt að gera verkföll, það er hægt að fella ríkisstjórnina, ef réttur kara- mellustúlkunnar væri skertur eða dregið af kaupi hennar. En ef hún kysi hitt, að giftast manninum, sem henni þykir vænt um, og ala honum börn, leggja líf sitt þar við, að elska þau og fóstra þau og skeyta ekki öðru, hvar er hennar rétt- ur þá? Getur fátæk móðir, sem aðeins vill hugsa um bömin sín og heimili sitt, getur hún orðið heilli þjóðstjóm að falli? Nei. Jafnvel réttindaaukning öðrum til handa verður seði oft til þess að skerða enn meir hennar rétt. Ef hún er uppi í sveit, þá hef- ur hún gras og sól fyrir börinin sín. En hún er skilin þar ein eftir og hjálparlaus. Hvað sem í boði er, þó að þjóðin stynji undir atvinnuleysi, þó að þús- undir aðgerðlausra, einhleypra kvenna lifi á snöpum á mölinni: sveitákonan fær ekki hjálp með barnahópinn sinn. Ef móðirin er með börnin sín í Reykjavík, eða hún kemur í það fyrirheitna land, hversu fer þá? Hún getur að vísu fengið hjálp, ef hún hefir húsnæði og fé til. En manninum hennar er yfirleitt ,og:í..flestum störfum skamtað til sinna heimilisþarfa, eins og hann væri einhleypur, eins og hann hefði fyrir sér ein- um að sjá. Óg hlutskifti móður- innar er fyrirfram ráðið. Gang- ið um þennan bæ og sjáið með augum ykkar, hvar meginið af börnum þessa bæjarfélags er; hvar eru heimili alls fjöldans? í lökustu götunum, í lökustu húsunum. í lökustu íbúðunum. í kjöllurunum; stundum í kjöll- j urum nýju húsanna, en ekki í 1 stofunum. Börnin, sem búa í ■ hinum beztu íbúðum þessá bæj- j' ar, eru harla fá. Og mönnum þykir þetta svo sjálfsagt, að i nýju húsin, sem Reykjavík byggir í óða önn, þau eru yfir- leitt alls ekki bygð handá börn- um. Nýtízkuíbúðin í Reykjavík er hentug og góð, en fyrir ný- gift hjón. Þar er hvergi gert ráð fyrir, að born eigi að stálpast og vaxa upp í þessum fallegu nýtízkuhúsum. Slíkt þekkist ekki, nema í einbýlishúsum ríkra manna, en það kemur ekki við hinni almennu hlið málsins. Ef ungu hjónin verða fyrir því „óláni“ að eignast nokkur börn, þá liggur leið þeirra óhjákvæmilega burt úr þessari íbúð, sem ekki er ætluð börnum, hún liggur þangað, sem hinum fátæku er meir sam- boðið að hafast við. Konan, sem glæptist á því, að gera heimili með manni sínum, ala börn og hugsa um það eitt að elska þau og annast, hún fær fljótt að kenna á því, að höfuðstaður þessa lands er ekki gerður fyrir hána; hann er gerður fyrir ein- hleypt fólk, sem vinnur’ fyrir séir hvað í sínu lagi; og þannig er alt þjóðfélagið að verða; það er ekki fyrir fávísar barnakon- ur. Móðurinni eru ekki ætlaðar nýtízkuíbúðirnar, ekki fallegu stofurnar, ekki bílarnir, sem málsmetandi Reykvíkingar aka í til þess að stytta sér léið milli Hafnarstrætis og Austurstræt- is. Reykvíska móðirin er yfir- léitt fátæk og dæmd til fátækt- ar af lögum og blindum venj- um glapsýnnar kynslóðar, af rangsnúinni timanna rás. Hún finnur, að jafnvel húsameistar- ar Reykjavíkur eru beygðir svo undir ok tímans, að þeir skapa hina nýju Reykjavík eins og fína óbyrju. Gömlu húsin, gömlu götusundin skilja þeir eftir handa börnunum og mæðrum þeirra. Hér rísa upp heil bæjarhverfi, ný og fögur. En þar má hvergi fæðast barn, þá er íbúðin ónýt. Þess vegna er það, að keppi- kefli og draumur ungra kvenna er ritvélin og skrifstofan í Reykjavík, karamelluverksmiðj- an, eða búðarborðið. Það þýðir: sæmileg föt, lakkaðar neglur, frjálsar og glaðværar kvöld- stundir. Konan hefir öðrum þræði i baráttu sinni fyrir frelsi og jafnrétti gerst sinn eiginn böðull, án þess að vilja það eða skilja það. Hún hefir að minsta kosti ekki enn tekið upp neina gagnsamlega baráttu til þess að tryggja þann rétt konunnar, sem mestur er, rétt móðurinn- ar, en til þess þarf fyrst og fremst að tryggja rétt heimil- isins og barnsins. Konan hefir í baráttu sinni blekt stórlega sjálfa sig, ofmetið sum gæði lífsins, vanmetið sum hin verð- mætari. Gamall og reyndur sænskur skrifstofustjóri fyrir stóru fyr- irtæki hefur sagt frá eitthvað á þessa leið: Það hefur verið hlutskifti mitt í marga áratugi að taka á móti riýju starfsfólki og fylgja því á sinn stað. Hundruðum saman hafa ungar stúlkur kom- ið til mín, til þess að byrja vinnu sína. Það hagar svo til, að þær eiga að ganga niður þrjár tröppur í vinnusalinn, og þær hafa í öll þessi ár stigið niður þessar tröppur í fyrsta sinn í fagnaðarvímu yfir nýju stöðunni og framtíðinni. Ég hefi séð æfi þeirra, og ég hefi, eftir því sem árin liðu, hvað eftir annað verið að því kominn að stöðva þessa himinglöðu ungu konu og segja: Stígðu ekki nið- ur fyrir þessi þrep, barnið mitt. Lífið er ekki hér; þú átt kanski eftir að grána hér og fölna, glöð og vinmörg fyrstu árin, síðan einmana, vonsvikin, köld og þreytt; engin manneskja á þér neitt að þakka; en þá er um seinan fyrir þig að snúa héðan. Taktu heldur á þig aðrar þraut- ir en tómleikann; taktu heldur á þig fátæktina, þjáningar móð- urinnar, — andstreymi hins daglega lífs. Þú verður þá kanski ekki ástvinalaus í ell- inni, sem bíður þín hér, þján- ingalítil hið ytra, en hið innra tóm og grá, án allra þakka frá lífinu. Þjóðfélagið, einnig okkar litla, afskekta þjóðfélag, er sí felt að blekkja sjálft sig og svíkja sjálft sig í þessum efn- um. Þó að kaup fari hækkandi. þó að kröfur til lífsþæginda vaxi, þó að lífsþægindi vaxi, þá er eitt verk, ein köllun, sem þar er aldrei meðtalin: verk kon- unnar, sem kaus sér eða hlaut það hlutskifti eitt, að elska óg fóstra sín eigin börn, og kon- unnar, sem gekk börnum í móð- ufstað og elskaði þau, eins eða meira en hún hefði alið þau sjálf, þetta verk alt er að engu metið til fjár eða launa í skipu- lagi þjóðfélagsins; undantekn- ing er það hér á landi, öldungis ný og kanski fyrirboði nýs skilnings, í nýstaðfestum lög- um, að fjölskyldumönnum eru sérstaklega trygð ofurlítil for- réttindi í kaupgreiðslu. Það væri glæsilegt verkefni fyrir stjórnmálamann eða stjórnmálaflokk, að taka upp málstað móðurinnar í þessu landi og bjarga honum við. Hvernig má gæfa þessarar þjóðar verða heil, meðan móð- irin, húsfreyjan, er ambátt þjóðfélagsins, eins og nú er? Farþegar með Dettifossi til útlanda: öl- afur Gíslason, Hörður Jónsson, Ólafur ófeigsson, Magnús Sig- urðsson bankastjóri, Herr Wolf- Rottkay og frú, Hulda Þórðar- ’dóttir, Björgvin Jónsson, Hanna Erlendsson, Stefán Stefánsson. Útbreiðið Alþýðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.