Alþýðublaðið - 27.04.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.04.1939, Blaðsíða 2
FIMTUDAGINN 27. apríl 1939. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Merkiskona 75 ára. !. i Sigríður Jónsdóttir. IGÆR átti 75 ára afmæli frú Sigríður Jónsdóttir, nú til heimilis að Hólum við Kleppsveg. Frú Sigríður er fædd að Stóru-Borg undir Eyjafjöll- um þann 26. apríl 1864, dóttir hjónanna Jóns Jónssonar bónda að Stóru Borg og konu hans Ingibjargar Einarsdóttur. Hún dvaldi í föðurhúsum lengst af þar til árið 1898, að hún giftist Bjarna Jenssyni héraðslækni að Breiðabólstað á Síðu, sem lézt árið 1930. Þau hjón bjuggu saman að Breiðabólstað, þar til árið 1914, að Bjarni Jensson lét af læknisstörfum og flutt- izt til Reykjavíkur og bjuggu þau í Reykjavík, þar til Bjarni Jensson lézt. En nú um skeið hefir frú Sigríður dvalið á heim- ili Jens sonar síns. Þau hjónin áttu saman 6 börn, Þórð bónda að Vallarhúsum á Miðnesi, Jens aðalbókara og féhirði hjá Sláturfélagi Suðurlands, Ólöfu sýslumahnsfrú í Stykkishólmi, Ingólf kaupmann í Reykjavík, Björn, sem lézt árið 1930, en stundaði læknisfræðinám — og Jón verzlunarmann í Reykja- vík. Frú Sigríður var fríð kona með afbrigðum og heldur sér furðuvel enn þrátt fyrir þrjá aldarfjórðungana, sem hún hef- ir að baki sér og þrátt fyrir ærið starf, sem hún hefir að baki sér, sem húsmóðir á stóru embættismannsheimili og sem móðir margra barna og þrátt fyrir það, þó heilsá hennar hafi ekki alltaf verið sem bezt nú á síðari tímum. En við, sem þekkj- um frú Sigríði bezt, vitum, að meiri enn hinn ytri fríðleikur hennar, er sú andlega fegurð og yndisþokki þessarar konu, sem kemur í ljós við nána viðkynn- ingu og þeir munu margir, sem minnast hinnar miklu og lítt viðjafnanlegu hlýju, sem þeir hafa fundið hjá þessari konu og hve öllum líður sérstaklega vel í návist hennar. Hún er af bændum komin og er fulltrúi hins bezta í íslenzkri bænda- menningu, hefir meðal annars ætíð verið með afbrigðum gest- risin og hjálpsömn við alla, — en hefir jafnframt á merkilegan hátt tileinkað sér hugsjónir hins nýja tíma og hefi ég sjald- an hitt aldrað fólk, sem á jafn geðfeldan hátt sameinar hið bezta hins gamla og hins nýja tíma. Hlutverki konunnar í þjóðfé- laginu verður aldrei ofmetið og frú Sigríður Jónsdóttir, er á- samt fleirum, ein af þeim, sem sanna orð skáldsins: „í sálarþroska svanna býr sigur kynslóðanna.“ Við vinir frú Sigríðar ósk- um henni langra lífdaga og bjarts og fagurs æfikvölds. Kunnugur. Jurtaleifar frá ísöld. Raunsóknir Jihannesar Áskelssonar. ¥ SÍÐASTA HEFTI jarðfræðirits ins „Meddelelser fra dansk Geologisk Forening“, sem félag danskra jarðfræðinga gefur úr, birtist ritgerð á þýzku eftir Jó- hannes Áskelsson jarðfræðing, er henn nefnir „Interglaziale Pflanz- enablagerungen“ og fjallar um jurtaleifar frá híýviðrisskeiðum jökultímans. Skýrir höfundurinn þar frá rannsóknum, er hann gerði sum- Barði Guðmundsson: Rean á Blágskógaheiði. G hefi leyft mér að gera ráð fyrir því, að viðræða Flosa og Hildigunnar í Vörsa- bæ hafi ekki átt sér stað. Ég hugði samt að samtalið væri í meginatiiðunum sannsögulegt og hefði farið fram í stofunni á Valþjófsstað, milli Þorvarðar1 Þórarinssonar og húsfreyjunn- ar þar, júnídag nokkurn árið 1255. Þar sem heimildir geta þess hvergi, að Þorvarður og Randa- lín hafi ræðst við um eftirmál Odds Þórarinssonar, munu menn undrandi spyrja: Til hvers er að vera með slíkar bollalegging- ar? — En það er nú svo að krókaleiðir heimildagagnrýninnar eru margvíslegar. Ef vér fylgjum einni þeirra, má sjá að það er ekki úr vegi, þótt gert sé ráð fyrir slíkri viðræðu á Valþjófs- stað þann 27. júni 1255. Meíra að segja munum vér einnig fá hugboð um veðurlagið á Blá- skógsheiði hálfum mánuði síðar, þótt heimildirnar steinþegi líka um þetta atriði, sem von er til. Þá er Hildigunnur og Flosi höfðu lokið hinni eftirminnilegu samræðu sinni, beið Flosi ekki boðanna, sté á bak hesti sínum s*m bundinn b»ið fyrir dyrum, og reið til alþingis. Þar var brátt tekið til meðferðar vígsmál Hösk- ulds, og fáum vér nú að sjá það svart á hvítu, hvers konar málalok FIosi hugðist að una við. Hann svarar sáttatillögum Síðu- Halls á þessa leið: — Það vil ég yöur kunnugt gera fyrir orð Halls mágs míns og annara hina beztu drengja , að hér geri um sex menn af hvorra hendi, löglega til nefndir. Svo varð það. Vígsmálið er lagt í gerð, og nefna þeir Flosi og faðir mannanna, sem höfðu drepið fóstbróður sinn „meira en saklausan“, sína sex mennina hvor til gerðarinnar, eins og hér væri að ræða um deilu þar sem aðiljar báðir hefðu mik- ið til síns máls. Gerðaruppsögnin reyndist svo verri en vænta mátti. Engar utanferðir — engar hér- aðssektir hinna málsbótalausu manndrápara; aðeins þrenn mann manngjöld. Og svo vorkunsamir voru dómararnir við afbrotamenn ina, að þeir tóku það sjálfir að s'ér, að greiða helming þessa fjár. Þingheimur lét ekki á sér standa að aura saman í sjötta hluta gjaldanna. Féllu þannig aðeins venjuleg manngjöld í hluta veg- •ndanna fimm til gr«iðslu. Var A' ' ' lll lii* i$ip v Þ.vM’ drottningín. Bíddú nú við, bíddu nú við, nú erum við að komast að efn- inu. Á þriðja degi kom lítill piltur, hestlaus og vagnlaus, gangandi upp að höllinni. Sá var nú ekki feiminn, þó að hann væri í görmum, og augun leiftruðu eins og augun þín og hann hafði ljómandi fallegt hár. ■ ....,vvný\TíTrí|yTir Þegar hann gekk inn skínandi hallargólfið, brakaði hátt I — Það er áreiðanlega Óli, skónum hans. En hann lét það ekki á sig fá. sagði Gerða, — ég veit að hann átti ný stígvél, því að ég heyrði braka í þeim í stof- unni hennar ömmu. — Það er Óli, sagði Gerða. — Það má vel vera, sagði krákan. — En það sagði kær- og hún klappaði saman lóf- astinn minn mér, að þegar hann kom inn í höllina, hafi unum. — Hann hafði ofurlít- hann ekki orðið hræddur við hallarþjónana. Hann kinkaði inn poka á bakinu, sagði kolli til dyravarðarins og sagði: — Það hiýtur að vera leið- krákan. — Sleðinn hans hefir inlegt að standa á þrepinu. Ég held ég smeygi mér inrifyrir. verið í pokanum, sagði Gerða, — því að hann var með sleð- ann, þegar hann fór. urin 1937 og 1938 á Snæfells- nesi norðanverðu, sérstaklega á fjallinu Stöðin í Grundarfirði. Fann Jóhannes þar gróðurleif- ar, er ekki var áður kunnugt urn,. að hér á landi hefðu vaxið, þar á meðal elri, sem nú er ekki lengur til á Islandi. Af þessu dregur höfundurinn meðal annars þá ályktun, að á þessu hlýviðris- skeiði jökultímans, sem hér ræðir um, hafi sumarhiti á Islandi ver- ið að minsta kosti eins mikill og nú eða jafnvel meiri. Telur hann einnig, að hér sé um elztu in'e 'glacialjarðlög á íslandi ) ræða. Ritgerðinni fylgja nokk myndir og uppdrættir, tslenzk frfnerkjabt > Nýlega hefir verið gefin út bók fyrir þá, sem safna íslenzk- um frímerkjum. Er bókin þann- ig gerð, að fyrir hvert frímerki, sem komið hefir út á íslandi, er einn reitur með mynd eða skýr- ingu, sem auðvelt er að átta sig á. Bókin er með lausum blöð- um, svo hægt er að bæta við blöðum fyrir þau frímerki, sem gefin verða út síðar. Frágang- ur bókarinnar er vandaður og mun hún kærkomin öllujn þeim, sem safna íslenzkum frímerkj- um. Útgefandi bókarinnar er Gísli Sigurbjörnsson frímerkja- kaupmaður. Farþegar með Gullfossi vestur í fyrra- kvöld: Zophonías Guðmundsson, Jón Gíslason, Guðjón Sigurðsson, Stefán ' Kristjánsson, Edvard Proppé og frú, Hanna Proppé, Svava Proppé, Samúel Pálsson og frú, Gísli Jónsson, Ragnar Guðmundsson, Kristín Gunnars- dóttir, Sigríður Jónasdóttir, Teií- ur Finnbogason, Rafn Kristins- son, Elín Tómasdóttir, Sigur- björg Guðmundsdóttir, Kr. A. Kristjánsson, Oberst Olav West- by, Jakobína Pálsdóttir, Anna Jónsdóttir, Svava Gísladóttir, Kristín Ebenesdóttir, Þorsteinn Kjarva', Jón Hjartar, Þrúður Kiistjánsdóttir, Borgný Hermanns dótíiy B ynhildur Stefánsdóttir, Hólmgeir Jensson og frú, Ágúst Jóhannsson, Pétur Njarðvík, R. Thorarensen, Kristján Sigmunds- son, Þorsteinn Hreggviðsson. Matrésfðt, blússufot eða jakka- fot, auðvitað úr fatabéðineif. Auglýsið í Alþýðublaðinu! það sannarlega vel sloppið og létt að verðleikum. Hinn stolti Svínfellingagoði ætl- ar að ganga að þessum kostum. Þá verður það sóma Flosa til happs að Skarphéðinn ærumeiðir hann og tekur Flosi nú loks þá ákvörðun að láta sverfa til stáls. Þegar svo var komið málunum mælti Njáll: „Nú kemur það fram, sem mér sagði löngu hug- ur um, að oss myndi þungt falla þessi mál“. „Eigi er það“, segir Skarphéðinn, „því að þeir mega aldrei sækja oss að landslögum“. Þá mun það fram koma, segir Njáll, er öllum mun verst gegna“. Frásögn þessi öll er fráleitt í því orsakasambandi sem hún er ofin inn í. Það er næsta ógeð- felt að heyra Skarphéðin segja þannig sem málstaður hans var „Þeir mega aldrei sækja okkur að Iandslögum“. En- út yfir tekur. þó að Flosi skuli vera látinn bjóða það fram að sættast á jafna hönd. Þannig að gerðardóm ur útnefndur af báðum aðiljum skuii ráða málalokum. Víst má telja að fyrirmyndir úr reynd höíundar valdi nokkru urn veil- urnar. Og er þessa naumast ýkja- Iangt að leita. Hinn 20. júíí 1255 var Þorvald- ur Þórarinsson kominn til Eyja- fjarðar eftir fjögra vikna ferða- Iag frá Hofi í Vopnafirði suður um land og norður þangað. þenna dag stóðu nú loks þor- varður og Þorgils Böðvarsson andspænis þeim Eyjólfi ogHrafni Oddsyni, reiðubúnir til þess að láta vopnin skera úr deilumál- unum ef sættir næðust eigi. Á- bótinn á Múnka-Þverá Eyjólfur Biandsson fór á milli fyrirmann- anna með friðaræðum. — Her þeirra Þorvarðar hafði tekið sér stöðu í Þórunnarey. Þangað kem- ur ábóti frá fundi sínum við þá Eyjólf og Hrafn sem biðu átekta hjá Rauðahjalla. Skýrir Þórður Hvítnesingur sem var með Þor- varði svo frá þessu: „Litlu síðar kom ábóti í Þór- unnarey og segir þeim Þorvarði og Þorgilsi sættaumleitun þá, er hann hafði haft við þá Hrafn og Eyjólf. Kvað hann þá bjóða að leggja mál þeirra Þorvarðs öll undir jafna hönd og sættast að því, — en skilja undan héraðs- sektir og utanferðir og ríki þau öll er Þórður Sighvatsson hafði þeim skipað. töluðu þeir þar margt um. Var Þorvarður ekki fjarri sættum og gerði þann kost að mál þeirra mundi fara í jafn- aðardóm, en Eyjólfur skyldi fara utan og láta lausar sveitir. Hrafn skyldi hafa'sveitir sínar vestur í fjörðum og vera eigi vistum fyrir sunnan Gilsfjörð. Ábóti mælti: Hér langt í millum. Þeim þótti Oddur hafa unnið til ó- heigi sér og gerst óhæfur í hér- aði, er hann tók með ráni og hét þeim aðförum, — en Eyjólfur sagðist ha'a konungsbréf og skip- an í Skagafirði, — þóttist eiga stórsakir á Þorgilsi —- fyrir að- fárir, en vera saklaus“. Þórður Hvítnesingur hefir bæði fyrr og síðar í sögunni af mági sínum þorgilsi skarða gert mikið úr þeim drengskap sem Þorgils hafi sýnt Þorvarði, með því að veiía honum til hefnda eftir Odd Þórarinsson. Hér fellúr sú spila- borg í rústir. Þórður blæs hana niður sjálfur með fyrgreindri frá- sögn af sátíaumleitunum fyrir Þverárfund. Þorvarður er reiðu- búinn til þess að fallast á jafn- aðardóm milli þeirra Eyjólfs og sættast að því, en setur það skilyrði, að Eyjólfur láti lausan Skagafjörð og Húnaþing og fari utan. Á þessu atriði strandar sættin milli hinna gömlu sam- herja ,sem báðir vildu nú fá mál sín útkljáð á friðsámlegan hátt og af fullum drengskap. 1 stuttu máli sagt: Það er „drengskapar- maðurinn" Þorgils Böðvarsson, sem girðir fyrir alla sáttamögu- leika. Réttri viku fyr hafði Þor- gils knúið Þorvarð til þess að gefa heit um það, að sættast eigi við Eyjólf — sem honum stóð hugur til — nema Eyjólfur léti af hendi við Þorgils Skaga- fjörð og Húnaþing og Þorgils þættist vel sæmdur af málalok- um. Þegar alt kemur til alls var því orustan á Þveráreyrum ekki háð út af drápi Odds Þórarins- sonar, heldur vegna valdagræðgi Þorgilsar skarða. Fyrir tilstilli þessa vandræðamanns bárust á- gætustu menn landsins á bana- spjótum þann 20. júií 1255. Þegar engu varð þokað um þau skilyrði Þorvarðar og Þor- gilsar að Eyjólfur færi utan og léti af hendi héruðin, reið ábóti afitur til fundar við þá Hrafn. — Nú skeður það merkilegasta í f essari frásögn. Ofurhuginn Eyj- ó'fur Þorsteinsson, sem sagt gat ir.eð sanni: „Þeir mega aldrei : ækja oss að landslögum“, lætur íi'.ega um það, að fallast á kröf- una um' utanferð, — en hann aftók með öllu að láta héruðin laus við Þorgils skarða. Vegna h\ers vill hann ganga svo langt til samkomulags við Þorvarð, þótt hann hefði lið betur búið og sigurvænlegra — en sjálfur manna öruggastur til allra stór- ræða? Því er auðsvarað. Hin gamla vinátta þeirra hvilir sem ma>a á framkvæmdarvilja hans í þessari deilu, og hann vorkennir Þorvarði bróðurmissinn. Eyjólfur vill umfram alt sættast; en að fórna sæmd sinni til sáttarbóta, það víll hann ekki. Farast Þórði Hítnesing svo orð um lok sátta- tilraunanna: „Tók Eyjólfur eigi fyrir utan- ferð að sumri, en þverknýtti að láta hérað fyrr en það væri kon- ungsvilji; en Hrafn var í allri sætt tregari, og fúsari að berjast. Þóttust þeir hafa sanna frétt, a'ð liðsafli var lítill, en búningur minni. Hafði þeim og jafnan veitt léttilega að berjast, og hugðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.