Alþýðublaðið - 27.04.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.04.1939, Blaðsíða 3
FIMTUDAGINN 27. apríl 1939. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ♦------------------------♦ ALÞÝÐUBLAÐIÐ HITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU - (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Sitstjórn (innl. fréttir). 4902: Rftstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 1196: Jónas Guðmunds. heima. 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN i-------------------------♦ Hvers geínm vlð vænst á morgun? UM allan. heim og þó sér- staklega hér í Evrópu bíða menn eftir hverjum degi með ákafri eftirvæntingu. Ógn- ir alheimsstyrjaldar vofa yfir, öryggi heimila og heilla þjóða er í hættu, brjálaðar stríðsæs- ingar æða um löndin, þetta er afleiðing af völdum einræðis- herranna í einræðislöndunum, löndunum, þar sem verkalýðs- hreyjfingin. samvinnuhreyfing- in og allt lýðræði hefir verið lagt í rústir. Hér á landi vekur það ekki neina sérstaka athygli, þó að einn maður haldi ræðu, ekki þó að hann sé mikill valdamað- ur. Hér koma ráð margra manna saman, enginn einn getur ráð- ið örlögum þjóðarinnar. En þannig er það ekki í þeim lönd- um, þar sem ofbeldi einræðis- ins ríkir. Þar bíður þjóðin með kvíðavænlegri eftirvænt- ingu eftir ræðum og ákvörðun- um foringjans. Á morgun ætlar Hitler að halda ræðu á svokölluðu þingi Þýzkalands. Það er ekki ein- ungis, að þýzka þjóðin bíði eftir þessari ræðu með kvíða, heldur og öll Evrópa, jafnvel allur heimurinn. Á þessari einu ræðu getur það oltið, hvort heimin- um verður steypt út í ægilega styrjöld, sem eyðileggur þjóðir og getur eyðilagt menningu hins hvíta kynstofns. Undanfarnar vikur hafa rík- in í Evrópu verið að undirbúa sig undir ófrið, vígbúnaðinum hefir fleygt fram, til hans hefir verið varið ' upphæðum, sem við íslendingar kunnum varla að nefna, ríkin hafa bundist samningum og leitað hefir verið eftir samningum um hernaðar- bandalög. Bretar og Frakkar hafa lagt á það ríka áherzlu að fá Rússa í bandalag við sig gegn yfirgangi hinna stríðsbrjáluðu fasistaríkja, en nýjustu fregnir herma, að ekkert samkomulag hafi fengizt — enn sem komið er, — það er gamla sagan um samninga við þann flokk, sem ræður í Rússlandi. Við. hann er enga samninga hægt að gera, og þó að samningúr sé gerður. er allt af hægt að búazt við því, að hann verði svikinn. í þessu eru kommúnisminn og fasisminn bræður, enda er fas- isminn afkomandi hinnar kom- múnistisku stefnu, kommún- isminn hefir skapað fasismann, vaxandi gengi kommúnista- flokkanria hefir ætíð le'itt til valdatöku fasismans, sú varð sagan á Þýzklandi og á ítálíu. Við íslendingar bíðum at- burðanna úti í heimi með kvíða. Á gang þeirra mála get- um við engin áhrif haft. Það eina, sem við getum gert, er að sameina okkar eigin krafta til viðnáms gegn þeim erfiðleikum sem að okkur steðja, og það gerum við. Þeir, sem sporna við því, verða að troðast undir. Æskan, 4.' hefti yfirstandandi árgangs er nýkomið út. ForsíSumynd ,er af Stúdentagarðinum og Reykja- víkurtjörn. Leggjum land undir fót, heitir vorþuia eftir Margréti Jónsdóttur, Litla-Svört heitirfram haldsaga eftir Óskar Þórðarson frá Haga, Hún systir mín, kvæði eftir Stefán Jónsson kennara, Um gullið heitir ágæt framhaldsgrein eftir Jónas Jósteinsson kennára o. m. fl. ~— ---------------—r* Útbreiðið Alþýðublaðið! Úr umræðunnm á alÞingi um sðlu Þérs og Hermóðs og byggingu nýs vitabáts. ♦ TILLAGA til þingsályktunar um að selja eða leigja gæzlu skipið Þór og vitabátinn Her- móð og um að byggja nýjan varðbát var til umræðu í fyrra- dag í sameinuðu þingi. Tillagan var frá fjárveitinganefnd, hún var feld með 21 atkv. gegn 14. Þetta mál hefir vakið all- miklar umræður og er því skýrt hér í blaðinu frá því, sem fram kom við umræðurnar á alþingi. Framsögumaður f.h. fjárveit- inganefndar var Jónas Jónsson. .Skýrði hann greinilega álit nefndarinnar í málinu og að til- gangurinn væri sá, að minnka reksturskostnaðinn á þessum báðum fyrirtækjum. Reksturskostnaður vegna gæzluskipsins Þór myndi vera nú um 200 þús. kr„ en hins- vegar myndi reksturskostnaður á nýjum bát að svipaðri stærð og Nýi Óðinn ekki verða meiri en 100 þúsund krónur. Þar á ofan bættist, að Þór væri ekki við gæzlu nema 5 mánuði, en hér væri miðað við samkvæmt hliðsjón af reksturs- kostnaði á Nýja Óðni, að varð- bátur af svipaðri gerð myndi geta verið allt árið við gæzlu og Vestmannaeyjar þyrftu mikla og langmesta gæzlu. Reksturskostnaður vegna vitabátsins Hermóður væri nú um 50—60 þús. krónur, hefði raunar áður verið meira, en mundi mega lækka að veruleg- um mun með því að selja Her- móð eða leigja og láta allan að- flutning til vitanna fara fram með farþegaskipum, bílum eða varðbátum. Jóhann Þ. Jósefsson talaði riæst og taldi á þessu ýmsa ann- marka bæði vegna gæzlu við Vestmannaeyjar, þar sem varð- bátur, sem Óðinn gæti alls ekki komið í staðinn fyrir Þór vegna þess, að hann kæmi ekki að full- um notum, bæði vegna ófull komnari tækja á allan hátt til hjálpar vélbátum, sérstaklega við að bjarga veiðarfærum þeirra (netum) eins og oft ber við og eins vegna hins, að hann gæti alls ekki komið bátum til hjálpar og skilað í höfn í af- taka veðri, vegna þess, að véla- afl myndi ekki nægja til þess. Þór hefir og orðið hafrann- sóknartæki, sem sett voru í hann á síðastliðnu hausti og er því aðstaða hans til hafrann- sókna alveg sérstök og ómiss- andi. Vitnaði hann og í gömul lof- orð og þingssamþykktir frá 1926 vegna gamla Þórs. Ólafur Thors áleit þetta vera aðeins virðingarverða ábendingu til ríkisstjórnarinnar, sem hún þó þyrfti ekki að binda sig við, en getur hinsvegar notfært sér rétt þann, sem henni er gefinn, eftir að hafa gert nákvæmar rann- sóknir í málinu. Þrír þingmenn Álþýðuflokks- ins gerðu grein fyrir afstöðu sinni í þessu máli, þeir Emil Jónsson, Finnur Jónsson og Sigurjón Á. Ólafsson. Emil Jónsson hélt langa ræðu vegna vitaskipsins Hermóður. Andmælti hann kröftuglega sölu Hermóðs og leiddi til þess fjölda stannana. Áleit hann að hér væri alls ekki um sparnað að ræða, heldur þvert á móti. Starfssvið skipsins væri yfir- gripsmeira en hér væri álitið. Leiddi hann að þessu óyggjandi rök frá vitamálaskrifstofunni og sýndi fram á, að á síðustu árum hefði verið hægt að lækka reksturskostnað vegna vita- skips Hermóður að allverulegu leyti. Finnur Jónsson mótmælti harðlega þessari meðferð á mál- inú og lýsti óánægju sinni yfir því, að ekki væri búið að fram- kvæma tillögu þá, sem hefði verið samþykkt við sölu Óðins um að byggja vélbáta til strand- gæzlu fyrir andvirði hans. Sölu- verð Óðins var 250 þús. kr. Nýi Óðinn kostaði 100 þús. kr„ væri því eftir andvirði fyrir hálfum öðrum varðbát svipuðum að stærð og gerð og Nýi Óðinn er. í framhaldi af sölu Óðins hefði verið samþykkt þingsá- lyktunartillaga frá þingmönn- um af Vestfjörðum um að skora á ríkisstjórn að láta sem fyrst byggja vélbát til að annasl landhelgisgæzlu og björgunar- starfsemi fyrir Vestfjörðum. — Vestfirðingar hefðu lofað að leggja fram til byggingar báts- ins 50 þúsund krónur, samn- ingsumleitanir hefðu farið fram milli nefnda frá Slysavarnafé- lagssveitum á Vestfjörðum og forstjóra Skipaútgerðar ríkisins um málið. F. J. spurði forsætis- ráðherra hvað því liði og skor- aði á hann að sjá um að það komist í framkvæmd hið allra fyrsta. Forsætisráðherra svaraði fyrirspurninni og var henni meðmæltur og vonaði að fram- kvæmdir gætu orðið mjög bráðlega. Ove Engell sendiherra Islands og Danmerk úr í Stokkhólmi lézt á þriðjudags morgun: Hann lét sér mjög ant um íslendinga búsetta í Stokk- hölmi en eins og ikunnugt er hafa verið þar allmargir Islend- ingar, aðallega námsfólk, hinsíð- ustu ár. F.B. 1 stofa og eldhús til leigu í Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 9137. KRONOS Tf TANHVf TA með þessu merki, sSBR BEST, DRYGST, FE6DBST LRKK-OS MflLNINGnR;|J 1 H VERKSMIOJRN tWKrMF Muðbiáber nýkomin. Harðfiskur. Riklingur. ísl. smjör. ^ Ostar, margar teg. Egg, lækkað verð. Sent um allan bæinn Tjamarbúðm Sími 3570. Kveiki og geri við alLskonar eldhúsáhöld og olíuvélar. Á.sama stað til sölu notuð eldhúsáhöld, Viðgerðavinnustofan, Hverfisgötu 62. M.ÞÝÐUBLAÐIÐ REYKJAVÍK Má léte í póst é- frímerkt Ég undirritaður óska að gerast kaupandi ALDÍÐDBLAðSIHS HEISDIHDDAISBLAII Nafn ..................................... Heimili .................................. Staða .................................... ÚtfylliS miðann, klippio bann út úc bktFKnu off ULttff í pést þeir að enn myndi svo vera. Géra þeir nú orð með ábóta, að þeir skuli finnast á grundinni hjá Þverá fyrir norðan og berjast til umskiftis, standa jafnframt og stelast hvorugir að öðrum. Fór ábóti nú ofan til þeirra Þorgilsar og segir, að eigi gangi sætt sam- an að þessum boðum: Þeir buðu að berjast á Þveráreyrum til um- skifta. — Kjöru þeir Þorgils heldur að berjast. Ábóti mælti: „Þann kjósa nú hvorirtveggja sem ver gegnir.“ Líkt þessu kemst Njáll að orði á alþingi, er þrotin var von sátta milli.Skarphéðins og Flosa: „Mun það fram koma, sem öilum mun verst gegna.“ Hvað veldur þessu tilfelli? Hefir hugur höfundarins, er hann ritaði um vígsmál Hösk- ulds, dvalið svo ríkt við sáttaum- leitanir þeirra Eyjólfs, að hann leggur Njáli í munn orð ábóta, svo sem hann minnist þeirra. Þegar vér gætum þess, aö Flosi er látinn sætta sig við það, að leggja vígsmál Höskulds í gerð eða jafnaðardóm, vaknar sannar- lega grunur um þetta. Þannig fór Þorvarði Þórarinssyni fyrir Þverárfund. Og grunurinn fær byr undir báða vængi, þegar þess ennfremur er gætt, að Eyjólfur Þorsteinsson setti sem skilyrði fyrir slíkri málsmeðferð: Engar héraðssektir né utanferðir. — Þegar gerðarmennirnir í Hösk- uldsmálinu höfðu sest á rökstóla, mnlti Guðmundur ríki: Viljið þér nokkuð héraðssektir gera eða ut- anferðir?“ „Engar,“ segir Snorri goði. Um slíkt var hægt að ræða í sambandi við vígsmál Odds Þórarinssonar, svo sem gert var, , en tilsvar Snorra: að hvorki skuli koma utanferðir né héraðssektir fyrir dráp Höskulds, má manni blöskra. Það -bætir lítið úr skák, þótt Snorri sé látinn rökstyðja tillögu sina með orðunum: „Því það hefir oft ekki efnst, og hafa menn fyrir það drepnir verið.“ Það ásanriaðist brátt, hvers virði rök þessi vorit. Afhending mann- gjaldanna gat líka valdið friðar- sþjöllum. Svo varð að þessu sinni. Á því þingi ,sem nú var rætt um, lætur Njáluhöfundur Snorra goða beina eftir farandi orðum að veganda Höskulds Hvítaness- goða: „Skammt get ég eftir þinn- ar ævi.“ I . Þórunnarey er þeir Þorgils og Þorvarður ræddu um sættahorfurnar, mælti Sturla Þórðarson á þessa leið: „Segir mér svo hugur um, að Eyjólfur muni mjög fylt hafa sína líf- daga.“ 1 báðum tilfellum rætist spásögnin bfáðlega, í báðum til- fellum var hún hin sama, fram- sett undir nauðalíkum aðstæðum og um tvo vegendur, sem felt höfðu fjandmenn sína á morguns- árinu eftir vökunótt. Nú fer marin að óra fyrir því, hvers vegna Kári og Njálssynir fóru ekki úr fötum nóttina á undan vígi Höskulds, þótt þeir héldu kyrru fyrir heima. Hugrenninga- tengsl höfundár láta hér ekki að sér hæða frekar en ásókn minn- inganna. Nóttina fyrir fall Odds Þórarinssonar var Eyjólfur Þor- steinsson og ónenn hans á ferÖ- inni til Geldingaholts. Þeim var hvíldar varnað, en Njálssonum ekki. Eftir að sáttaumleitanirnar í vígsmáli Höskulds voru farnar út um þúfur, „stefndi Flosi“ öllum sínum mönnum upp í Almanna- gjá og gekk þangað sjálfur. Þá voru þar komnir allir hans menn, og voru það iíu tygir manna.“ Svo greinir Njáluhöf- undur frá, og er hér sérstaklegá vert að hafa í huga liðsmanna- tölu Flosa. Hann heitir nú frænd- um Höskulds þvi: „að skiljast eigi fyrr við vígsmálið“ „en aðrir hvorir hníga fyrir öðrum.“ Snýr FIosi sér því næst að liðsmönn- um sínum og segir: „Vil ég og það vita, hvort noklrur er sá hér, að oss vili eigi veita að þessu máli.“ i— „Nú ef nokkur er sá hér, er mér vill eigi fylgja, segi hann til þessa nú,“ varð Þor- varði Þórarinssyni að orði, að þvi er sagt er — í ræðu, sem hann flutti fyrir liðsmönnum sín- um þann 12. janúar 1258, og í ræðu sinni í Glæsibæ, daginn fyrir Þverárfund, notaði hann einnig orðatiltækið: ef nokkur er sá hér. Hljóðar setningin þannig: „En ef nokkur er sá hér, er það veit á sig, að ekki vill berjast þótt þurfi, þá segi sá nú heldur en síðar.“ — Um þetta merkilega atriði verður rætt á öðrum stað, þar sem grein skal gerð fyrir orðalíkingunum í ræðum Þor- varðar og Njálssögu. Þær eru bæði margar og mikilvægar og sýna ákjósanlega hver hafi skrif- að Njálssöguna, — en ég hefi eigi þörf fyrir slíkar röksemda- leiðslur hér. Mun ég ná fyrirhug- uðum áfangastað án þeirra og það von bráðar. Áður en fundinum í Almanna- gjá sleit, skýrði Flosi liði sínu frá því, hvernig hann hefði fyrir- hugað atförina að Njálssonum. Fórust honum meðal annars svo orð: „Mun ég nú og ákveða hverja aðferð vér skuium hafa. Og er það mitt ráð, að hver mað- ur ríði heim af þingi og sé um bú sitt í sumar, meðan töður manna eru undir. Ég mun og heim ríða og vera heiraa í sumar. En drottinsdag þann, er átta vik- ur em til vetrar, þá mun ég láta syngja mér messu heima, og ríða síðan vestur yfir Lómagnúpssand. Hverr vor skal hafa tvo hesta. Ekki mun ég lið auka úr því sem nú hefir til eiða gengið, því að vér höfum það ærið margt, ef oss kemur það vel að haldi. Ég mun ríða drottinsdaginn og svo nóttina með. En annan dag vik- unnar mun ég kominn á Þrí- hyrningshálsa fyrir miðjan aftan. Skuíuð þér þá þar allir komnir, cr eiðsvarið eru við þetta mál.“ Ekkert af þessu hefir Flosi nokkru sinni sagt. Þótt ekki væri öðm til að dreifa en hinni miklu guðrækni, sem felst í ummælun- um, væri óhætt að slá því föstu, að frásögnin á ekki við tíma Brennu-Flosa. En það vill nú svo vel til, að það má skýra hvern- ig ræðustúfur þessi er til orðinn frá upphafí til enda, og skal þá byrjað á niðurlagsorðunum. Bandamenn Flosa úr Rangár- þíngi eiga að mæta honum á Þríhyrningshálsum fyrir miðaftan mánudaginn, er 8 vikur eru til vetrar. Þeir koma á tilsettum tíma ;en Flosi varð þó að bíða þeirra nokkra stund, því hann kom þangað um nönskeið. Á her- ferð sinni til hefnda eftir mann Randalínar á Valþjófsstað kem- ur Þorvarður Þórarinsson til Rauðsgils í Reykholtsdal um nón- skeið mánudaginn 13. júlí 1255. Hann varð eins og Flosi nokkm á undan bandamönnum sínum á stefnumótsstaðinn, en biðin varð álíka löng í báðum tilfellum á nákvæmlega sama tíma dags, og auk þess á mánudegi. Sá er að- eins munurinn, að Þorgils skarði og Þorvarður fundust mánu- daginn fjórum vikum fyr að sumrinu en Flosi og bandamenn hans. Orsökina til þessa fráviks í hinni nákvæmu stælingu, má auðveldlega finna. Koma nú aug- ljós hugrenningatengsl að nýju til sögunnar, svo sem ráða má af ræðustúfinum. Þótt Flosi haldi ræðu sína nokkru fyrir túnaslátt og opinberi fyrir 100 manna sveit, að hann ætli að taka Njálssonu af lífi, ákveður hann þann tíma til að- fararinnar, er menn hafi hirt töðu sína. Því stefnir Flosi ekki að Njálssonum fyrir túnaslátt, úr því honum er svo átakanlega sárt um heyverkin, sem raun ber vitni um? Og hvaða máli hefði það eiginlega skift, þótt herferð til næsta héraðs væri farin um há- túnasláttinn, samanborið við þá áhættu, sem í því var fólgin að fresta svo lengi framkvæmd fyr- irætlunarinnar? Það er ekki snefill af skynsemi í þessari bú- mannshyggju Flosa. — En það var annar Svinfellingagoði, sem fékk að reyna, hve auðvelt það var að hafa herútboð rétt fyrir túnaslátt og bjóða mönnum upp á að vera frá búum sinum um hábjargræðistímann í sex vikur. Sá maður var Þorvarður Þórar- insson, sumarið 1255. Ég segi það hiklaust strax: Hugur þessa manns dvaldi svo ákaft við eigin reynslu, er hann samdi ræðu Flosa, að hann lætur Flosa fara í brennuförina að aflokinni túna- hirðingu. Þess vegna lætur hann einnig Skarphéðinn bíða bana mánudaginn, er 8 vikur voru til vetrar, en eigi mánudaginn þann 20. júlí, er bóndans frá Valþjófs- stað var hefnt. Af sömu ástæðu var þess heldur ekki kostur, að Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.