Alþýðublaðið - 01.05.1939, Side 1

Alþýðublaðið - 01.05.1939, Side 1
Kaupið merki dagsins. EXTSTJÓKI: F. K. VALDEMARSSON ÚTGEFANDi: ALÞÝÐUFLOKKUEINN XX. ÁRGANGUR MÁNUDAGINN I. MAI 1939 98. TÖLUBLAÐ sfeemíaniraar í Iðné og í AIpýðuhésiiR er samheldnin. Fram til nýrrar sóknar fyrir auknu lýðræði9 ðættum lífs^ kprum og meiri atvinnu. —..— ♦ Þrátí fyrlr sundrungu og svik skðpum við samheldni og einingu. FYRSTI MAÍ er dagur verkalýðsins um gervallan heim þar sem verkalýðshreyfingin annars er viðurkend, og svo er það einnig hér á íslandi. Nú í 17 ár hefir íslenzk alþýða haldið þann dag hátíð- iegan við sífelt vaxandi þátttöku þrátt fyrir það þó hér hafi þessi eini frídagur alþýðunnar beinlínis verið ofsóttur af Sjálfstæðismönnum fi’á því fyrsta og þrátt fyrir það, að síðan 1930 er nokkrir flokkssvikarar úr Alþýðuflokkn- um gengu í rússneska þjónustu og stofnuðu hér landráða- flokk, sem þeir enn halda saman, hafi reynt að kljúfa rað- irnar og tvístra liðinu. Nú er þó svo komið, að sá stjórnmálaflokkur, sem lengst allra hefir ofsótt alþýðuhreyf- inguna og hátíðisdag hennar — fyrsta maí — Sjálfstæðisflokk- urinn — efnir í dag til hátíða- halda í tilefni dagsins og sem ,,verkalýðsflokkur“(!). Þó marg- ir telji þetta nánast hlægilegt, liggur þó í því viðurkenning á rétti verkafólksins til þess að skipa sér saman þennan dag, og verður að fagna því, að sú við- urkenning er fengin, þó það hafi kostað 17 ára baráttu. Von- andi er að næsta stigið verði það, að öll alþýðu þessa bæjar fylki sér sameiginlega til átak- anna fyrsta maí — og þá loks er því stigi náð hér hjá okkur, sem frændþjóðir okkar hafa náð fyrir mörgum árum. Frá öndverðu hefir sú skoð- un verið ríkjandi í sambandi við fyrsta maí, að það væri Al- þýðuflokkurinn, sem gengist fyrir þeim hátíðahöldum, sem þá fara fram, og margir munu hafa litið svo á, að þátttaka þeirra í hátíðahöldunum myndi stimpla þá með ákveðnu flokks- merki. En þetta er misskilning- ur. Það eru alþýðusamtökin öll — verkalýðssamtökin —- og þá fyrst og fremst þau þeirra, sem sameinast hafa í Alþýðusam- bandi íslands, sem frá öndverðu hefir verið samtakaheild verka- lýðsins í landinu og er það enn, sem gengist hefir fyrir þeim og borið þau uppi. Allir þeir menn, er framar- lega hafa staðið í Alþýðu- flokknum, hafa verið meðlimir í verkalýðsfélögunum og af þeirri ástæðu hafa þeir verið tengdir við fyrsta maí og há- tíðahöldin þá. Á það ber og að líta, að meðan verkalýðsfélögin voru máttlítil og vart viður- kend af valdhöfunum og at- vinnurekendastéttinni var Al- þýðuflokkurinn eini flokkurinn, sem þorði að taka upp merkið með þeim og berjast fyrir kröf- uin þeirra. Allir þeir Alþýðuflokksmenn, sem þetta gerðu, bæði hér og annars staðar á landinu, voru hæddir og svívirtir fyrir það í Morgunblaðinu og Vísi, sme í dag eru nú kominn á þá skoðun að þessi stétt eigi fullan rétt á sér og eigi að halda sinn dag hátíðlegan eins og aðrar stéttir þessa þjóðfélags. Ef þið flettið íhaldsblöðunum alt frá því 1923 og til dagsins í dag, sjáið þið að sífelt hefir dregið úr áróðrinum gegn þessum hátíðahöldum, þó þessi blöð hafi, alt þar til í dag, lagst gegn því að þeir verka- menn og konur, sem teljast til þess flokks, tæki þátt í hátíða- höldunum af því þau væru haldin undir merkjum Alþýðu- flokksins. En í dag eru tímamót. Nú koma þessir verkamenn og verkakonur einnig út öðruvísi en sem áhorfendur, þó þau verði — af misskilningi á eðli verkalýðssamtakanna — í hópi fyrir sig. — Það mun vonandi aldrei verða oftar, því nú er ís- inn brotinn og ef þeir menn, sem standa að hinni nýju rík- isstjórn, meina nokkuð með þátttöku sinni þar, er ein fyrsta og sjálfsagðasta krafan á hend- ur þeim sú, að þeir taki upp heilbrigt samstarf við Alþýðu- flokksmenn í verkalýðsfélögun- um. * Þó íslenzkur verkalýður gangi til síns mannfagnaðar í dag í þrem — eða jafnvel fjór- um — fylkingum, ber ekki að örvænta um sameiningu hans og sigur að lokum. Fyrir 17 ár- um bar hinn fámenni hópur, sem þá safnaðist saman þar sem hið háreista Alþýðuhús Reykja- víkur stendur nú, fram hinar fyrstu kröfur íslenzkrar al- þýðu. Þær voru þessar: 1. 21 árs kosningarréttur! 2. Afnám réttindamissis vegna fátækrahjálpar! 3. Breyting á kjördæmaskip- uninni í lýðræðislegri átt! 4. Átta stunda hvíld á togur- unum! Þessar kröfur hafa allar náðst fram, fyrst og fremst fyrir þrautseigju Alþýðuflokksins og alþýðusamtakanna. Atta stunda hvíldin náðist fyrst 1928. 21 árs kosningar- rétturinn og breyting á kjör- dæmaskipuninni (uppbótarþing- sætin) 1934 og loks tókst með framfærslulögunum 1936 að fella niður mannréttindaskerð- ingu fátækralaganna gömlu. Þannig tók það mörg ár að koma fram þessum — að okk- ur finst nú — sjálfsögðu rétt- arbótum. Og hver barðist fyrir þeim þar til fullnaðarsigur var feng- inn? — Alþýðuflokkurinn sem málsvari verkalýðsins og al- þýðunnar. Aðrir flokkar komu þá fyrst til hjálpar er ekki varð lengur staðið gegn þeim almenna vilja, sem skapaður hafði verið. En eins og þessar kröfur hafa náðst fram, svo mun og einnig takast að sameina alla krafta alþýðunnar á ný til aukinnar sóknar. Við vitum vel og skiljum, að viðhorfið er breytt frá því, sem áður var. Við þurfum ekki nú að berj- ast fyrir 21 árs' kosningarrétti, hann er fenginn. Ekki heldur 8 stunda hvíld á togurunum, hún er fengin. Ekki heldur gegn réttindamissi vegna fátækra- hjálpar, því er líka náð. En við þurfum að gera ann- að. Við þurfum að vernda alt það, sem unnist hefir, svo það verði ekki aftur af okkur tekið. Við þurfum að auka og efla menningu alþýðunnar og fræðslu hennar. Við þurfum að tryggja henni fastari og betur borgaða vinnu en hún nú hefir. Við þurfum að taka höndum saman við miðstéttarfólkið og efla hag þess á alla limd. Við þurfum að vera samtaka og smhuga um að varðveita frelsi og lýðræði í landinu svo eng- um takist að svifta okkur því. Sú alþýða, sem skipar sér í Alþýðuflokkinn, vill hafa um þetta alt samstarf við alþýðuna í öðrum flokkum — ef hún vill vinna þar að af einlægni og undirferlislaust. Kommúnistun- um getum við aldrei treyst til samstarfs, við vitum að þeirra takmark er útrýming alls lýð- ræðis í þeirri mynd, sem við þekkjum það og viljum vernda það. ' Alþýða Reykjavíkur, þú, sem undanfarin ár hefir fylkt þér um alþýðusamtökin, gerðu það enn í dag. Láttu ekki þann á- greining, sem atburðir síðustu vikna hafa skapað, hafa áhrif á gerðir þínar gagnvart flokki þínum og samtökum. Þú munt sannfærast um áð- ur en langt um líður, að engin önnur leið var fær en sú, sem farin var, og að meira hefði tap- ast en nú verður, ef Alþýðu- flokkurinn og alþýðusamtökin hefðu ekki verið þar á verði. Alþýða Reykjavíkur, þú, sem undanfarin ár hefir verið óvirk- ur áhorfandi að hátíðahöldun- um fyrsta maí, kom þú með í hópinn í dag. Nú fylkja allir liði sínu og af hverjum einasta er krafist þátttöku. Láttu ekk- ert hamla þér frá því að vera með — vera virkur þátttakandi. Alþýða Reykjavíkur, þú, sem hvorki hefir verið sem þátttak- andi né áhorfandi undanfarin ár, brjóttu nú ísinn í fyrsta sinn og fylktu þér. undir merki al- þýðusamtakanna. Alþýðuæska Reykjavíkur, þú, sem átt að taka við þegar við erum fallnir frá, sem nú er- úm, taktu fánann og komdu, fylktu liði undir fána alþýðu- samtakanna. Mundu, að „seinna Frh. á 4. síðu. iUfejóðaskáfemótið í Bnenos Aires hefst 20. jálí. Gnn er ehki ákveðið hverjir fara héðan. AKVEÐIÐ hefir nú verið að alþjóðaskákþing F I D E hefjist í Buenos Aires 20. júlí n. k. Þrjátíu og fimm þjóðir hafa tilkynt þátttöku sína, þegar síðast var vitað um tölu þátttak- enda. Gert var jafnvel ráð fyrir að 5 þjóðir bættust í hópinn, þannig að tala þjóðanna yrði 40 í alt. Áætlaður kostnaður við skák- þing er Fr. 3,599,000,—, og hef- ir stjórn lýðveldisins í Argen- tínu veitt styrk til að standast þennan kostnað og er upphæð styrksins Fr. 1,500,000,— Þátttakendur verða 5 frá hverri þjóð, og auk þess getur hver þjóð sent eina konu til þátttöku í alþjóðaskákmóti kvenna, sem þaldið verður i Buenos Aires um sama leyti. Aðal-þátttakendurnir eru fjórir frá hverri þjóð, en auk þess einn varamaður. Skáksamband Argentínu, sem annast um skákþing þetta að öl!u leyti f .h. Alþjóða-skáksambands- ins, greiðir allan kostnað, er leið- ir af ferðunum fram og til baka frá einni höfn í Evrópu og til einnar hafnar aftur, og er þar með talinn aliur kostnaður við dvölina í Buenos Aires, þ. e. fæði og húsnæði. Þátttakendur verða aftur á mótí sjálfir að ann- Frh. á 4. siðu. Brezka stjórnin ræðir f dag samningana við Rnssa. — ■» ■ Það veltur á Mitler, hvort styrj* * Hld brýst át, segir Baldwln. LONDON í gærkveldi. FÚ. ARÁÐUNEYTISFUNDI brezku stjórnarinnar sem haldinn var árdegis í morg- un er ætlað, að stjórnin muni hlusta á skýrslu frá Halifax lá- varði um síðustu viðræður hans við Maisky sendiherra Sovét- Rússlands í London, og gera yf- irlit um hvernig komið er samningum um samvinnu Sov- ét-Rússlands. Bretlands og Frakklands. Herskyldulögin verða einnig rædd, en yfirstjórn hermálanna hélt óslitinn 7 klukkustunda fund um þau í gærdag. — Brezka stjórnin hefir á- kveðið, að skipa nefnd manna til þess að vera viðskiptafyrir- tækjum til leiðbeiningar um það, hvernig þau geti flutt að- alskrifstofur sínar til annara staða, ef til styrjaldar kæmi og lega þeirra þykir hættuleg. — Baldvin lávarður átti við- tal við blaðamenn er hann lagði af stað frá New York til Eng- lands. Hann kvaðst álíta, að styrjöld væri ekki óumflýjan- leg. „En,“ sagði hann, „úr- skurðurinn um frið eða styrj- öld hvílir ekki í höndum Eng- Fyiirkomnlag háiiðahalda Fulltrúaráðsins i dag: Kl. 1,45 við Alþýðuhúsið, kl. 8,30 og kl. 10 skemtanir i alþýðuhúsunum. IJf ÁTÍÐAHÖLD Fulltrúa- ráðs verkalýðsfélag- anna hefjast í dag kl. 1,45 frá Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu. Þau hefjast með því að lúðra- sveit undir stjórn Bjarna Böðvarssonar leikur alþjóða- söng jafnaðarmanna. Þá talar Sigurður Einarsson dócent, en eftir ræðuna leikur lúðrasveit- in „Sjá, hin ungborna tíð.“ Að þessu loknu hefst hóp- ganga og verður farið inn Hverfisgötu, um Frakkastíg, Laugaveg, Bankastræti, Aust- urstræti, Aðalstræti, Hafnar- stræti og að Arnarhóli. Þar flytja ræður: Stefán Jóh. Stefánsson, forseti Alþýðu- sambands íslands. Jóhanna Eg- ilsdóttir formaður verkakvenna félagsins Framsókn, Þórður Gíslason verkamaður, Sigur- jón Á. Ólfasson formaður Sjó- lands eða lýðræðisríkjanna. — Hann hvílir í höndum eins eins manns, Hitlers ríkiskansl- ara Þýzkalands." Yfirhershöfðingi Þýzkalands, sem nú er i Róm, fór í morgun í heimsókn til Viktors Emanuels ítalíukonungs. Hann heimsótti einnig Mussolini og átti langar viðræður við forseta Italska her- foringjaráðsins. — Undirnefnd fiotamálanefnd- ar Bandaríkjaþings hefir látið í ljósi, að á árinu 1940 mundi verða veitt fé til þess að byrja smíði á tveimur nýjum 45 000 smálesta orustuskipum, og lætur hún í ljósi, að þetta muni verða stærstu og hraðskreiðustu orustu- skip í heimi. Olíuverðið. mannafélags Reykjavíkur, Sof- fía Ingvarsdóttir ritari kvenfé- lags Alþýðuflokksins og Har- aldur Guðmundsson formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavík- ur. Lúðrasveit leikur á milli ræðnanna verkalýðssöngva. Kl. 8,30 í kvöld hefst kvöld- skemtun í alþýðuhúsinu Iðnó. Hún byrjar með sameiginlegu borðhaldi. Að öðru leyti eru skemtiatriðin á þessa leið: Söng- kór Alþýðuflokksfélags Reykja- víkur. Ræða: Haraldur Guð- mundsson. Leikþáttur: Pétur Pétursson. Ræða: Ólafur Frið- riksson. Talkór Félags ungra jafnaðarmanna. Leiksýning: Fólkið á Mýri: Félagar úr Iðju leika. Og loks verður danz stiginn. Kl. 10 hefst skemtun í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. — verður þar aðallega danzað, en Meinleg prentvilla varð í greininni í síðasta blaði um lækkun olíuverðsins. Þess var krafizt, að olíufélögin seldu ol- íuna á 15 aura (ekki 12 aura), en þau neituðu og kváðust ekki geta selt hana undir 16 aur- um. Samkomulag varð um 15Vz eyris verð, en olíuverðið lækk- aði þannig fyrir atbeina hins opinbera um IV2 eyri. þó skemta þar söngflokkur Al- þýðuflokksfélagsins og talkór F.U.J. Aðgöngumiðr að skemt- uninni í Iðnó fást í afgreiðslu Alþýðublaðsins og ritstjórn frá kl. 9 í dag og í Iðnó frá kl. 1 og kosta kr. 2,00 til kl. 8.30 og 2,50 eftir þann tíma (kaffi inni- falið). Aðgöngumiðar að skemt- uninni í Alþýðuhúsinu fást 1 anddyri hússins frá kl. 8. Merki dagsins. Við biðjum ykkur að gæta þess, að í dag verða gefin út 3 merki og 3 blöð af tilefni dags ins. Merki Fulltrúráðs verka- lýðsfélaganna er hvítur skjöld- ur með A og rauðri slaufu, og verður það selt á götunum allan daginn. 1. maí blaðið er að þessu sinni gefið út af Félagi ungra jafnaðarmanna og á forsíðu þess er ungur maður með örfa- fána og mynd af kröfugöngu alþýðufélaganna. Er blaðið fjölbreytt og hið myndarleg- asta. Við skorum á alla að fylkja sér um hátíðahöld Full- trúaráðs verkalýðsfélaganna í dag. Baldvin Björnsson gullsmiður er sextugur í dag.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.