Alþýðublaðið - 02.05.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.05.1939, Blaðsíða 1
AiÞÝÐUBLAÐI RJTSTJÓRI. F. S. VALDMMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝBKFLOKTOEæí 2BL ÁHGANGUÍS ÞRIÐJUDAGINN 2. MAÍ 1939 99. TÖLUBLAÐ Bátíðahðld verklýísfélag- anna sýadn einhng verka- lílsins oi festn i gær. "17* EÐRIÐ í gær var gott *"t til að byrja með, hlýtt í gærmorgun og bjart veð- ur. En um hádegi tók að þykkna í lofti og um leið og hátíðahöldin hófust, fór að rigna. Undir eins, snemma í gærmorgun, voru börn og unglingar komin um allar götur með merki og blöð til að selja, og báru f jölda marg- ir, sem um göturnar fóru hin ýmsu merki. Kl. 1.15 byrjaði Sjálfstæðis- flokkurinn við Varðarhúsið. — Streymdu þangað margir Sjálf- stæðismenn af hinum gamla skóla, en fátt var þar um ný- liða og sárafátt ^verkamanna, enda hafa menn enn yfirleitt áttað sig á því, að Sjálfstæðis- flokkurinn ætli að hætta að veita hagsmunum vCrkamanna andstöðu. Margar ræður voru þarna haldnar. Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna hóf hátíðahöld sín við Al- þýðuhúsið við Hverfisgötu kl. 1.45. Setti Amgrímur Kristjáns- son skólastjóri hátíðina með stuttri ræðu, en hann hafði að- alforystuna í undirbúningi há- tíðahaldanna og fór það prýði- lega úr hendi. Næst lék lúðra- sveit undir stjórn Bjarna Böðv- arssonar, en þá flutti Sigurður Einarsson dócent, ræðu. — Dró hann upp línurnar fyrir starf- semi verkalýðsfélaganna og Al- þýðuflokksins og hvatti til ó- rjúfandi einingar um málefni þeirra. Var nú skipulagt til kröfu- göngunnar — og var hún held- ur fjölmennari en í fyrra. Var gengið um Hverfisgötu, Vatns- stíg, Laugaveg, Bankastræti um Lækjartorg og að Arnarhóli. Var nú komm úrhellisrigning, en fólk stóð þó kyrt og hlýddi á ræður þær, sem fluttar voru frá Alþýðuhúsinu. Fyrstur tal- aði forseti Alþýðusambands ís- lands, Stefán Jóh. Stefánsson. Hann lýsti baráttu undangeng- inna ára, þrotlausu starf i verka- lýðssamtakanna fyrir bættum kjórum verkalýðsins jafnhliða' baráttu Alþýðuflokksins fyrir stjórnarfarslegum umbótum. — Hvatti hann til órjúfandi ein- ingar um samtökin og flokk- inn. í?á talaði Jóhanna Egils- dóttir formaður Verkakvenna- félagsins Framsóknar. Hún lýsti baráttunni fyrir bættum kjörum verkakvenna, hvað á hefði unnist og hvaða barátta væri framundan. Þá talaði Þórður Gíslason verkamaður. Hann lýsti sundrungar- og eyðileggingarstarfi kommúnista í Dagsbrún og lýsti viðhorfun- um í f élagsmálum verkamanna í Reykjavík. Hann hvatti til bar- áttu á móti skemdarstarfinu, til samtaka gegn ofbeldinu. Nú talaði Haraldur Guðmundsson formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur. Hann dvaldi við hinar stjórnarfarslegu umbæt- ur, sem Alþýðuflokkurinn hefir komið fram og hvaða baráttu- mál væri framundan að leysa. Að lokum talaði Soffía Ingvars- dóttir, ritari kvenfélags Al- þýðuflokksins — og verður ræða hennar, sem var afburða snjöll, birt hér í blaðinu á morgun. Hátíðahöld Fulltrúaráðsins lýstu festu og eindrægni, stál- hörðum vilja kjarnans úr al- þýðusamtökunum til að verja samtökin fyrir öllum árásum. Það var sterkur og öflugur hópur sem fylkti sér um fán- ana í gær. Kvöldskemtanir voru um kvöldið í báðum Alþýðuhúsun- um. í Iðnó var svo troðið sem frekast var unt, og var þetta einhver f jölmennasta samkoma, sem þar hefir verið haldin. — Hún hófst með söng söngflokks Alþýðuflokksfélagsins. sem tókst mjög vel. Þá tálaði Sigur- jón Á. Ólafsson og mælti af- burða vel. Pétur Pétursson las upp tvö ljóð, þá mælti Talkór ungra jafnaðarmanna fram og tókst glæsilega. Þá talaði Har- aldur Guðmundsson og loks sýndu félagar úr Iðju, félagi verksmiðjufólks bráðskemtileg- an, gamanleik. Fór þessi mikla skemtun prýðilega fram og skemtu menn sér vel. Andstæðingar alþýðusamtak- anna höfðu hrópað mjög um það, fyrir 1. maí, að öll hátíða- höld þeirra myndu fara út um þúfur. Raunin varð önnur. Dag urinn í gær sýndi það, að mikill hluti alþýðunnar í Reykjavík er staðráðinn í því, að halda Frá hátíðahöldum Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í gær. Efst: Kröfugangan leggur af stað frá Alþýðuhúsinu, inn Hverfisgötu, fremstur fer fánaberinn Karl Karlsson verkamaður. í miðið: Kröfugangan í Bankastræti, framsveit ungra jafnaðarmanna. Neðst: Framsveit kröfu- göngunnar kemur upp Hverfisgötu, við Alþýðuhúsi. Síðustu þátttakendur í göngunni voru þá við Bristol í Bankastræti. Norskt félag keimt- lar iflesii síne — tslandt 11 En Scharfenberg yflr- lækoir svarar félagisi á viðeipndi faátt. TUTORSKA FÉLAGIÐ „Norsk- ¦*•" dansk ábning", sem hefir sett sér það markmiö að krefjast af Danmörku þess, sem Noregur hafi orðið vanhaldinn um i við- skiftum viö það land, hélt ný- lega aðalfund sinn í Oslo. Á fundinum gerðu nokkrir ræðumenn kröfu tii þess, að norska stjórnin gerði ráðstafanir 'til að endurheimta nýlendur sin- ar, ísland, Færeyjar og Græn- íand. I tilefni af þessum kröfum hefir norski yfirlæknirinn Scharf- enberg skrifað hvassorða grein í „Arbejderbladet" og segir meðal annars, að slíkár fcröfur séu ekk- ert annað en þjóðernislegur barnaskapur og hugarórar. ísland sé nú til dæmis sjálfstætt og fullvalda riki, sem auk þess hafi aldrei verið norsk nýlenda. Slík- ar kröfur sem þær, að Islan-d gerðist nú norsk nýlenda, yrði þá að bera fram við hina ís- lenzku ríkisstjórn og alþingí, því að það sé vitanlega þýðingar- laust að ræða slíkt mál við Dan- mörku. En höfundurinn kveðst geta fullvissað samlanda sína um það, að hin djarfa íslenzka þjóð óski ekki neins ríkisréttar- legs sambands við Noreg, sem hvorki sé megnugur þess að veita Islendingum fjárhagsleg hlunn- indi eða hemaðarlega vernd. Dagheimili Sumargjafar auglýsa í blaðinu í dag. bráttunni áfram gegn svikum og sundrungu og fyrir hags- munamálum allrar alþýðu. Geðveik kona kwelk ir f Herkastalanum* MunaHI minsfn aö stérslys yrði af fðMam fkvelkjmiiiar. KLUKKAN fjórðapart yfir eitt í nótt kom upp eldur í Herkastalanum, Kirkjustræti 2, Brann eitt herbergi allmikið innan og gangur. Einn piltur og tvær stúlkur meiddust. lítils- háttar. Eldurinn kom upp í næst næsta herbergi við stigann á 2. hæð og teppti strax ganginn. Slökkviliðið kom þegar á vettvang pg var margt fólk tek- ið út um glugga. Tókst slökkvi- liðinu fljótlega að vinna bug á eldinum, en heírbergið Ibrann rnikið innan og ennfremur gangurinn og öll önnur hæðin skemdist af reyk og vatni. Meiðsli urðu lítilsháttar. — Piltur brendist á fæti og stúlka sem var að fara niður, brendist ofurlítið. Upptök eldsins vortí þau, að geðveik kona, sem bjó í her- berginu, sem eldurinn kom upp í, hafði kveikt í rúmfötunum. t þeirri álmu hússins, sem snýr að Suðurgötu, búa uppi á þak- hæðlnni á fimtu hæð, hjón með fimm börn. Langur gangur liggur írá íbúð þeirra að stiganum. Þeg- ar fólkið í þessari íbúð varö vart við að kviknað var í húsinu, var reykjarmökkurinn orðinn svo mikill í ganginum, að ekki var viðlit að komast að stiganum. Svo vildi til, að Hjálpræðisherinn hafði nýlega pantað björgunar- band frá Slysavarnafélaginu og var það sett í þessa ibúð, þar sem hún var álitin hættulegust. Greip fjölskyldan nú til þeirra ráða að komast út um þakglugga þann, sem brunabandið var við, og fór eitt barnanna, telpa 16 ára, fyrst út. En um það bil kom slökkviliðsmaður inn í herbergið og sagði ganginn og stigann fær- án niður, og fór þá alt fólkið þar út. Tclpan, sem bjargaðist á brunabandinu út um gluggann, brákaðist lítið eitt á öðrum fæti, um leið og hún kom niður. Sagði hún svo frá, að rétt eftir að hún kom út úr gmgganum, þurfti hún að fara yfir þakskegg hússins; fataðist henni þá takið á kaðlinum; en vegna þess, að björgunarbönd þessi eru útbúin með belti, sem spent eru á sig, og hemlaútbúnaði, féll telpan ekki niður á götuna, þótt hún misti takið á kaðlinum, heldur rann hratt til jarðar og kom nið- ur á fæturna. Við það að koma svo hratt til jarðar, brákaðist hún lítið eitt á öðrum fæti. En svo er til ætlast, að þeir, sem bjarga sér á brunaböndum þessum, haldi íjafnfrarrtt í'kaðalinn, og geta þeir þá temprað hraðann eftir vild. Sagðist telpan hafa gert það í upphafi, en tapað valdi á sjálfri sér við að fara yfir þakskeggið, sem skagar þarna langt út. Þessi reynsla sýnir, hve miklir möguleikar eru á því fyrir fólk að bjarga sér út úr eldsvoða, ei það hefir þennan einfalda björg- unarútbúnað við einn eða tvo glugga í íbúðum sínum. Undan- farna daga hefir Slysavarnafélag- ið gengist fyrir því, að fólfc fengi sér slikan útbúnað. Bðrn, sem eiga eftir að skila fyrir merkin og blaðið frá í gær, mæti I dag kl. 4—6 í skrifstofu Verka- kvennafélagsins. Alt er enn á hnldn nm samninga Breta og Bissa. --------------? ....... Chamberlain færðist mjðg undas að skýra nokkuð frá viðræðunum. LONDON í gærkveldi. FÚ. AUKARÁÐUNEYTIS- FUNDUR var í morgun haldinn í London. Var lesinn upp fyrir ráðherrunum texti herþjónustulaganna, sem fela í sér herskyldu á Bretlandi. Þeir Mr. Attlee og Mr. Greenwood, foringjar stjórnar- andstöðunnar innan Verka- mannaflokksins, áttu 25 mín- útna tal við Mr. Chamberlain áður en ráðuneytisfundurinn hófst. Spurningin um það, hvort herskyldan skuli látin ná til Norður-írlands verður rædd í kvöld af þeim Mr. Chamberlain, Sir Samuel Hoare og forsætis- ráðherra Norður-írlands, Craig von lávarði, sem kemur til London í kvöld. En í síðustu viku hafði stjórn Norður-ír- lands gefið út yfirlýsingu, þar sem sagt var, að Olsterhérað myndi harma það mjög, ef hin nýju herskyldulög yrðu ekki látin ná til þess. Mr. Chamberlain var í dag spurður nokkurra spurninga í neðri málstofu þingsins. Er Attlee spurði hann, hvort hann gæti gefið yfirlýsingu varðandi viðræðurnar við rússnesku stjórnina um samtökin gegn of- beldisárásum svaraði Mr. Cham berlain, að þessar viðræður stæðu enn yfir og að Halifax lávarður hefði rætt við Maisky sendiherra Rússa. er hann kom aftur til London frá Moskva. Sagði Chamberlain, að enda þótt hann viðurkendi það æski- legt að geta gefið yfirlýsingu um þessi mál sem allra fyrst, þá væri honum það ekki mögu- legt að svo stöddu, Mr. Attlee spurði þá, hvort rússneska stjórnin hefði lagt fram nokkrar ákveðnar tillögur. Mr. Chamberlain svaraði þvi játandi, en bætti því við, að ef þingmenn teldu þennan drátt á umræddri yfirlýsingu óþarfan, þé vildi hann benda þeim á það, að taka yrði tillit til ýmiss« annara ríkja en Bretlands. Frh. á é. siðu,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.