Alþýðublaðið - 03.05.1939, Blaðsíða 1
ALÞÝÐUBLAD
EITSTJÓRI: F. E. VALDEMARSSON
ÚTGEFANDI. ALfrtBVWLQWKmmN
XX. ÁRGAN6UR
MEDVIKUDAG 3. MAI 1939
100. TÖLUBLAD
Stefnaskrárræðnr foringja Alþjðn
nna á Norðnriöndnm 1. mií.
Per Albin Hansson krefst þjóðlegrar einíngar.
-----------------?———
,,Eyðileggingarstarfsemi kommúnista verður að
kveða niður með góðu eða illu44, segir Stauning.
-? .íSV-j'jaiK«:-M«*í.
r^#^r#sr^**s#sjM^r*^»
Hverjir haf a
kosið þá?
Einkennileg
ing i „VarnarbaHdalaginn"
BL A Ð kommúnista
skýrði frá því í gær
að kosin hefði verið stjórn
fyrir hið svokallaðá „varn-
arbandalag" kommúnista.
Meðal þeirra, sem kosnir
voru', Var Ingólfur nokkur
Einarssón úr Félagi j árn-
iðnaðarmanna. En svo ein-
kennilega vill til, að félag-
ið hef ir engan fulltrúa
kosið á þessa samkundu
kommúnista enn sem kom-
ið er og vafasamt að það
geri það nokkurntíma.
í umboði hvers hefir
Ingólfur þessi verið kos-
: inn í stjórn hins kommún-
; istiska félagsskapar? Vilja
• járniðnaðarmenn Reykja-
I víkur láta stimpla félags-
; skap sinn sem kommúnist-
; iskan með þessari kosn-
ingu.
Foringjar Alþýðúflokksins í Noregi/Danmörku og Svíþjóð. —
Forsætisráðherrarnir: Johan Nygaardsvold. Thorvald Staun-
ing og Per Albin Hansson.
islenzkir sttidentar
í Kaupiannahöfn
senda ávarp til
aipinsis.
Það hefur verfð undir-
ritað a( 42 stoðeotim.
Alþýðublaðinu hefir borist
eftirfarandi frá formanni Fé-
lags ísl. stúdenta í Kaupmanna-
höfn, Sveini S. Einarssyni
stud. polyt. •¦ J
Til Alþingis.
Síðastliðin ár hefir íslenzkum
námsmönnum við erlenda
skóla farið mjög fjölgandi. Á
sama tíma hafa samanlagðir
opinberir námsstyrkir til þeirra
lækkað og því verið tilfinnan-
lega lágir. Má um það; vísa til
erindis þess, sem íslenzkir stúd-
entar í Kaupmannahöfn; sendu
Alþingi í marzmánuði 19'37.
Síðan hafa þær breytingar
orðið á kjörum íslenzkra náms-
manna hér í landi, að
1) verðlag á lífsnauðsynjum
hefir farið hækkandi,
2) styrkur til námsmanna frá
Frh. á 4. síðu.
Einkaskeyti til Alþýðublaðsins.
K.HÖFN í morgun.
|J ÁTÍÐAHÖLD verka-
*¦*¦ manna 1. maí voru stór-
fenglegri í Danmörku og yf-
irleitt á Norðurlöndum en
nokkru sinni áður. Höfðu Al-
þýðuflokkurinn og lands-
samband verkalýðsfélaganna
stórfenglegan útifund hér í
Kaupmannahöfn og flutti
STAUNING forsætisráð-
herra aðalræðuna.
Hann dvaldi í ræðu sinni að-
allega við úrslit síðustu kosn-
inga, helztu verkefni alþýðu-
samtakanna í nánustu framtíð
og kom að lokum að þeim
sundrungrtilraunum, sem gerð-
ar hafa verið innan verkalýðs-
samtakanna.
„Heilbrigðum verkalýðssam-
tökum stafar fyrst og fremst
hætta af kommúnistum og
moldvörpustarfi þeirra. Hér
hefir þeim ekkert orðið ágengt
svo er fyrir að þakka þroska
verkalýðsstéttarinnar, En hætt-
an er fyrir dyrum og sundrung-
in getur leitt yfir verkalýðs-
samtökin og alla alþýðu gífur-
legt tjón."
Stauning lauk ræðu sinni með
þessum orðum:
„Varist hættuna í tima, mynd-
ið einhuga fylkingu og kveðið
niður hina tortýmandi stefnu
kommúnista með illu eða góðu."
Ræða Ny pardsvolá og
Per AlbinlHanssoBS.
Allir forsætisráðherrar Norð-
urlanda héldu ræðu í sambandi
við 1. maí hátíðahöldin í gær.
(Skv. FÚ.).
PEB ALBIN HANSSON for-
sætisráðherra Svía, sagði meðal
annars, að þrátt fyrir þann
trygga meirihluta, sem stjórn
Alþýðuflokksins hefði í landinu,
gæti samvinnustjórn við aðra
flokka orðið óhjákvæmileg
nauðsyn til þess að tákna þjóð
lega einingu allra landsmanna
andspænis aðsteðjandi hættu
utan frá og með tilliti til. þess
afaralvarlega ástands, sem ríkti
í alþjóðamálum.
Per Albin Hansson sagði, að
sá timi hef ði verið, að f lokkarn-
ir hefðu áhættulaust getað bar-
izt um áhugamál sín og hags-
munamál í vitundinni um það,
að hver um sig var fulltrúi á-
kveðinnar stéttar í þjóðfélag-
inu. og hann kvaðst engan
kinnroða bera fyrir það, að
hann og flokksbræður hans
hefðu langa hríð haldið uppi
látlausri sókn í vitundinni um
það. að hann og þeir voru full-
trúar réttlausustu stéttarinnar.
Hann kvaðst enn fremur vona,
að sá tími kæmi, að þjóðlífið
yrði aftur vettvangur slíkra
frjálsra átaka, én eins og nú
stæðu sakir, væri óhjákvæmi-
legt að gera sér grein fyrir því,
að spursmálið gæti hvenær sem
er orðið um það, hvort til ætti
að vera Svíþjóð eða ekki Sví-
Þjóð.
NYGÁRDSVOLD forsætis-
ráðherra Norðmanna flutti einn-
ig 1. maí ræðu. — Hann
lýsti yfir því, að það væri ein-
huga takmark stjórnarinnar að
verja Noreg. f fyrsta lagi hlut-
leysi Noregs og í öðru lagi
sjálfstæði hans. Hann sagði, að
eins og nú stæðu sakir, væri
það eðlilegt, að Alþýðuflokks-
menn í Noregi hefðu breytt við-
horfi sínu til landvarnamálanna
og væru nú fúsari til þess að
leggja fé og krafta í sölurnar
til landvarnaþarfa en einatt áð-
ur. Hann sagði, að það væri
ekki breytt stefna, heldur
breyttar ástæður, sem þessu
hefðu valdið.
Mikil þátttaka var í 1. maí
fundahöldunum og kröfugöng-
Frh. á 4. síou.
Mæstaréttardófflor:
Fékk sekt og var
svifíHr oknle? f i fyrir
að valda sfysi iind-
ir áhrifnm ifengis.
¥ MO|tGUN var kveðinn upp
* dómur i hæstarétti yfir Herði
Gestssyhi fyrir að valda ökuslysi,
er hann' var við akstur undir á-
hrifum vins.
Þann 21. október í haust ók
Hörður með þrjá farþega, skip-
verja af Arinbirni hersi, suður í
Hafharfjörð. Höfðu peir með sér
vín, og hafði Hörður sopið þrisv-
ar á flösku hjá þeim. í Hafnar-
firðí höfðu peir aukið vínbirgð-
irnar, og þegar þeir komu til
bæjarins aftur, voru farþegarnir
allir orðnir mikið ölvaðir og bif-
reioarstjorinn undir áhrifum víns.
Óku þeir fyrst niður á Löngu-
linu, en því næst inn Hverfisgötu.
Er peir komu inn á móts við
hús nr. 44 kl. 19,35 um kvöldið,
ók bifreiðin upp að gangstétt
vinstra megin. Rakst bifreiðin þar
á konu, Kristínu Guðmunds-
aóttur, < Hverfisgötu 62,
og féll hún meðvitundarlalus á
götuna, en Hörður ók áfram. Bar
þar að annan bílstjóra og elti
hann bifreiðina, sem slysinu olli,
þar til hann náði númeri bifreið-
arinnar.
Kristín fékk áverka á ennið,
heilahristing og mar á líkamann
og var flutt á Landsspítalann.
Fyrir rétti bar Hörður það, að
hann hefði ekki tekið eftir því, að
neinn yrði fyrir bilnum, þegar
hann beygði upp að gangstétt-
inni, en hanh hefði í þeim svif-
um litið aftur í bílinn til þess
að hasta- á farpegana, sem voru
teknir að gerast hávaðasamir.
Var Hörður dæmdur í 300
króna sekt og sviftur ökuleyfi
í 8 mánuði.
Frá þýzku flotaæfingunum við Spánarstrendur: — Beitisklpln
„Admiral Graf Spee" og „Deutschland" í Gihraltarsundi.
Þýzkn hersklpln aftur far-
in út ir Hiðjarðarhati.
LONDON í gærkveldi. FÚ.
NOKKUB af hinum brezku
og frönsku herskipum, sem
undanfarið hafa legið við Gi-
braltar, létu í dag úr höfn og
héldu austur á Miðjarðarhaf.
Þýzk herskip, sem hafa verið
að æfingum við Spánarstrend-
Beek svarar Hitler á
fBstudaginn kemnr.
Heimta Pélverjar að fá fram^
vegis að hafa her í Danzig?
ur, inni í Miðjarðarhafi, sigldu
í dag vestur um Gibraltarsund.
LONDON í morgun. FÚ.
"D ECK utanríkismálaráð-
*"* herra Pólverja hefir á-
kveðið að svara ræðu Hitlers
á föstudaginn kemur og
leggja þá fram gagnkröfur
sínar.
Fréttaritarar í Varsjá telja
líklegt, að hann muni gera kröf-
ur til þess, að Danzig verði við-
urkend pólskt verndarsvæði, að
Pólverjum verði heimilað að
hafa her í borginni og að pólska
stjórnin fái neitunarvald gegn
ákvörðunum senatsins í Danz-
ig, ef svo býður við að horfa.
Annars eru þetta getgátur
einar, og fréttaritarar benda
jafnframt á það, að Beck sé
ekki vanur að tilkynna neitt
um það fyrir fram, hvað hann
muni segja, er hann gefur þýð-
ingarmiklar yfirlýsingar.
Pólska stjórnin hefir svarað
umkvörtunum þýzku stjórnar-
innar yfir illri meðferð, sem
Þjóðverjar eigí að sæta í Pól-
landi. Hún þverneitar, að slíkt
eigi sér stað. Hins vegar verði
pólskir dómstólar stöðugt að
fjalla um mál Þjóðverja, sem á
einn eða annan hátt hafi móðg-
að pólska ríkið, og þýzkra
bænda og landeigenda innan vé-
banda Póllands, sem beitt hafi
pólska verkamenn yfirgangi og
frekju. Auk þess hafi Þjóðverj-
ar leyft sér að óvirða pólska
leikara og móðga þá af þjóð-
ernisástæðum og haft í frammi
áreitni við pólska embættis-
menn.
Þýzk árás á Ðanzig kost-
ar stríð, segja Pólverjar.
OSLO í gærkveldi. FÚ.
Horfumar í sambúð Pólverja
og Þjóðverja eru taldar mjög
alvarlegar eftir ræðu Hitlers.
Svo virðist sem Pólverjar muni
helzt hallast að því, að vísa
Frh. á 4. siðu.
Baaíiai að selja feöFt a
Hitler eg Ghamberlain I
Godesbergl
Dr. Göbbels, útbreiöslumálaráð-
herra og „þjóðlegs menningar-
þroska", hefir bannað í Þýzka-
Iandi sölu á póstkortí, sem á er
mynd af Hitler og Chamberlaehi
pg tekin var í Godesberg, þegar
þeir Chamberlain og Hitler áttu
saman viðræður sínar til þess
áð leysa vandræði Tékkóslóvakíu
í september síðastliðnum.
Bann þetta er gefið út samkv.
lögum um varðveitii^u þjóðlegra
helgitákna. *
flenderson fær loksias
at tala vlt Ribbentrop,
LONDON í gærkv. F.Ú.
Neville Henderson, sendiherra
Breta í Berlin átti tal víð von
Ribbentrop, utanríkismálaráð'
fierra Þjóðverja, I dag í fyrsta
s'inn síðan hann hvarf til em-
bættis síns í Berlín snemma í
fyrri viku.
84 000 manns i enska
herinn i aprilmánnði.
46000 manns gengu í brezka
herinn í síðustu viku, og skift-
ist þessi liðsafli á hinar ýmsu
deildir hersins. Hafa þá 84000
manns gengið í brezka herinn 1
aprilmánuði síðastliðnum, og er
það miklu meira en dæmi eru tíl
áður á friðartíma.