Alþýðublaðið - 04.05.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.05.1939, Blaðsíða 1
BlTSTJéRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝBUFLOKKUS&fN H3L ÁRGANGIJR FIMTUDAGINN 4. MAÍ 1939 101. TÖLUBLAÐ Llt¥ino¥ S¥iftur embætti af sovétstjóralnnl í gær! » —. Var bonum meiri alvara en Stalin að gera varnarbandalag við England? » —- StelnþSgn í Moskva um ástæðnna tll pessf að honum var vikið frá. Efast Hitler nm tryggð Hnssolioi? ÓYfflnt sendlfðr Bibben- trops til Bómaborgar. LONDON í gærkv. FÚ. FEÉTTIR í dag skýra frá því, að þýzka stjórnin hafi ákveðið að :senda utanríkisráðherra sinn til Róm, og fer hann þangað á morgun. För Ribbentrops til Rómaborgar kemur mjög á óvænt, en hann mun ræða þar við Ciano greifa, utanríkismálaráðherra ít- alíu, og er búizt við, að að- alumræðuefnið verði Dan- zig og Póllandsmálin. í Róm gætir nokkurs kvíða út af vaxandi ósam- |! komulagi milli Þýzkalands og Póllands, og í sumum ! fregnum er för von Ribb- ! entrops sett í samband við þessa staðreynd. Von Ribbentrop verður staddur í Róm á föstudag- inn, þegar Beck ofursti svarar Hitler, og telja sum ir, að þetta sé gert meðfram j til þess, að engin töf þurfi áð verða á því, að öxulrík- in geti látið í ljósi afstöðu l ¦ sína til yfirlýsinga Becks !; ofursta. Klinttviir kosaa i iaugardag. Anaarhfer maður úr- í HÖFUÖBORGIN hefir und- anfarna daga verið sígar- ettulaus, nema hvað í einstöku búðarkompum hafa leynst nokkrir pakkar. En í gær var allt slíkt upp urið. Fréttist t. d. af einum stað vestur á Fram- nesvegi, þar sem sígarettur fengust og var fólksstraumur- inn þangað vestur eftir löngu ef tir að allar birgðir voru bún- ar. Síðasti viðskiftavinurinn, sem úrlausn fékk kom lafmóður inn í verzlunina og bað um tvo pakka, en afgreiðslumaðurinn svaraði hæversklega: „Því mið- ur á ég ekki nema tvær eftir, og þér getið fengið aðra!" Þá var farið að ieita fyrir sér Frh. á A. siðu. Maxim Litvinov. Frá frétlaritara Alþýðublaðsins. K.höfn f morgun. GÆRKVELDI var gefin út opinber tilkynning um •¦• það í Moskva, að Maxim Litvinov, hinn heimsfrægi utanríkismálafulltrúi sovétstjórnarinnar, hefði verið „leyst- ur frá embætti." í sömu tilkynningu var því lýst yfir, að Molotov, for- seti sovétstjórnarinnar, hefði sjálfur tekið við yfirstjórn ut- anríkismálanna. í tilkynningunni er ekkert minnst á ástæðuna til þess, að Litvinov hefir nú, einmitt á meðan á samningaumleit- unum stendur milli Sovét-Rússlands og Englands, verið látinn fara frá, en því er lýst yfir, að það hafi verið sam- kvæmt ósk hans sjálfs. Þessi frétt hefir vakið geysilega athygli úti um allan heim. Enginn leggur trúnað á það, að Litvinov hafi lagt niður em- bætti sitt á svo örlagaríkum tímum ótilneyddur. Hitt þykir aug- sýnilegt, að honum hafi verið vikið frá fyrir ágreining milli hans og Stalins um þá stefnu, sem nu skuli tekin gagnvart yfb> gangi Þýzkalands í sambandi við bandalagstilboð Englands, og segir mönnum þungt hugur um vilja sovétstjórnarinnar til þess að vera með í samtökum Iýðræðisríkjanna í Vestur-Evrópu á móti Hitler, eftir að sá maðurinn hefir verið sviftur embætti, sem lengst hefir barizt fyrir samvinnu við þau. 1 því sambandi er einnig bent £ þá staðreynd, að þrátt fyrir það, þótt upp undir þrjár vikur séu nú liðnar síÖan England geröi Sovét-Rússlandi ákveðio til- boð um varnarbandalag gegn öllum . frekari yfirgangi Þýzka- Iands, hafa samningaumleitanirn- ar milli þessara landa enn engan raunverulegan árangur borið og engar staðfestar fregnir fengist um það, hvernig þær gengju. Þykir það stinga mjög í stúf við þá pblitík, sem Litvinov hefir barist fyrir undanfarin fimm ár með þátttöku sinni í Þjáoabanda- laginu, varnarsáttmálanum við Frakkland og annari marghátt- ,aðrl samvinnu við lýðræðisrikin í Vesuir-Evr^pu, Að vísu hefir hvað eftir annað gosið upp orðrómur um ýmsar gagntillögur, sem sovétstjómin hafi gert, svo sem nú siðast, að það hafi stungið upp á að stofna þríveldabandalag milli Englands, Frakklands og Sovét-Rússlands, en engin staðfesting hefir fengist á þeim orðrómi, hvorki i Lonídon né Moskva, og því siður nokkur vitneskja um þau skilyrði, sem sovétstjórnin hafi sett fyrir slik- um sáttmála, og er því öldungis £víst, hvort þær gagntillögur, sem sovétstjórnin kann að hafa gert, eru settar fram til þess að greiða fyrir endanlegum samn- ingum, eða til hins, að láta þá mistakast með öllu. Fra, á A. »íðu. M og hentug nppfinning. Tæki til að sá með rófnfræL ITILHJALMUR ODDSSON sjó- ¦f maöur hefir fundið upp lítið tæki, sem líklegt er að muni ná miklura vinsældum og útbreiðslu, þegar menn fara að kynnast þvi. Þetta tæki er ekki mikið að vöxtum, en það á að nota til að sá með rófufræi. Tækið er fylt af fræi, og sáir það altaf einu frækorni í einu. Til þessa hafa menn sáð fræi með höndunum, og hefir þá altaf mikið farið til spillis, og auk þess hafa með gömlu aðferðinni oftast farið fleiri en eitt fræ í hverja holu, og það hefir valdið því, að grisjun þarf að fara fram. Jafnframt má ' geta þess, að garðyrkjumenn teija, að þetta sé eina vélin, sem til er á Norður- lönðum, sem sáir einu korni, — aðrar vélar, sem til eru, sá fleiri kornum. Guðjón Bjarnason, eigandi Nýju leikfangagerðarinnar, hefir keypt einkaleyfi á tækinu af Vil- hjálmi og framleiðir það. Guð- jón hefir þegar smíðað mörg tæki, og fást þau í verzlunum, en aðalútsalan er í Nýju leikfanga- gerðinni á Skólavörðustíg 18. — Tækið er svo ódýrt, að hver éinn og einasti garðeigandi getur keypt það. Hltler býður Norðnrlðod- am „ekkl árásar samnioga" ........... . - —. Utanríkisráðherrar Norðurlanda ræða til boðið í StokkhóSmi þriðjudaginn kemur Frá fréttaritara Alþýðublaðsins K.HÖFN í morgun. 1N| AÐ varð kunnugt í *"^ ' gær, að þýzka stjórnin hefir nýlega snúið sér til Danmerkur, Svíþjóðar, Nor- egs og Finnlands og boðizt til þess að gera samning við þessi lönd, hvert um sig, um að ráðast ekki á þau, gegn samskonar skuldbindingu af þeirra hálfu gagnvart Þýzkalandi. Það hefir einnig flogið fyrir, að Þýzkaland muni gera Eystra- saltslöndunum, Eistlandi, Lett- Iandi og Lithauen, samskonar tilboð. Utanríkisráðherrar Norður- landa munu í tilefni af þessu til- boði þýzku stjórnarinnar koma saman í Stokkhólmi þriðjudag- inn í næstu viku til þess að taka sameiginlega afstöðu til þess. Fréttin um þetta skyndilega og óvænta tilboð þýzku stjórn- arinnar hefir vakið töluverða athygli úti um heim. Það er í nokkru ósamræmi við þau svör, sem Hitler gaf við áskorun Roosevelts Banda« ríkjaforseta í ræðu sinni í þýzka ríkisþinginu síðastliðinn föstu- dag. Þar lét hann svo um mælt, að Þýzkaland væri að vísu reiðubúið að gera slíka samn- inga við þau ríki, sem Róose- velt taldi upp í áskorun sinni, ef þau færu þess sjálf á leit við Þýzkaland og kæmu fram með það, sem hann kallaði „sóma- samlegar tillögur.*' En það er ekki kunnugt, að Norðurlönd hafi leitað neinna, slíkra samninga við Þýzkland, en hins vegar hafa þau öll fyrir löngu lýst yfir þeim ákveðna vilja og ásetningi sínum, að vera strang- lega hlutlaus, ef til styrjaldar drægi. Þýzkaland hefir því skyndi- lega látið skilyrði Hitlers niður falla með því að bjóða Norður- löndum nú að fyrra bragði svo- nefndan „ekki árásar samning.,* Á 40 ára afmæl! verkalýðssambandsins norska gaf það 100 þús. kr. tíl björgun- arstarfsemi í Noregi; — til að byggja björgunarbát. Ifeisstjérnin kveður upp urskurð it af deilumáll i bæjarstjirn Reykjavíknr. -------------~+—-___ Varafulltrúar Alþýðuflokksins skulu taka s»ti aðalfulltrúa í forföllum þeirra. —, • ^ . Áfrýjun kominanista árangurslans. jD ÍKISSTJÓRNIN feldi í gær úrskurð út af deilumáli er ** upp kom í bæjarstjórn Reykjavíkur um það, hvort Héðinn Valdimarsson eða aðrir kommúnistar ættu að taka' sæti aðalfulltrúa Alþýðuflokksins í bæjarstjórn í forföllum þeirra. Kom deila þessi fyrst upp, er Jón Axel Pétursson aðalfulltrúi Alþýðuflokksins lá veikur í sjúkrahúsi, en þá mættu bæði Haraldur Guðmundsson og Héðinn Valdimars- son á fundinum og gerðu báðir kröfu til þess að taka sæti Jóns Axels. Varaforseti bæjarstjórnarinn- ar, Jakob Möller, kvað upp úr- skurð þess efnis, að samflokks- maður J. A. P. skyldi taka sæti hans, 6n þessum úrskurði áfrýj- aði Héðinn Valdimarsson til ráðuneytisins. Úrskurður þess er svohljóð- andi: „Ráðuneytið hefir móttekið bréf yðar, herra varaforseti, dags. 20. febrúar þ. á., viðvíkj- andi kæru Héðins Valdimars- sonar forstjóra, dags. 4. febrúar þ. á., út af því, að honum hafi ranglega með úrskurði yðar, verið neitað um að taka sæti Jóns Axels Péturssonar bæjar- fulltrúa á fundi bæjarstjórnar- innar 2. febrúar þ. á. , f upphafi bréfs yðar takið þér fram að þér fáið ekki séð, að það heyri undir úrskurðar- vald ráðuneytisins að skera úr um lögmæti úrskurðarins. Á þessa skoðun yðar getur ráðu- neytið ekki fallist. Enda þótt það sé ekki sérstaklega tekið fram í 33. gr. laga nr. 81/1936, um sveitarstjórnarkosningar, að áfrýja megi til ráðuneytisins úrskurðum bæjarstjórna eða forseta bæjarstjórna, um það hvernig varamenn taki sæti í bæjarstjórnum þá leiðir það af grundvallarreglum laga að ráðu- neytið, sem æðra sett stjórnar- vald verður að teljast hafa úr skurðarvald um þetta mál. Það er upplýst í máli þessu að Alþýðuflokkurinn og Komm- únistaflokkurinn höfðu sam- eiginlegan lista við bæjarstjórh- arkosningar í Reykjavík í janú- ar 1938, og að raðað var á þann lista með hliðsjón af því, að hvor flokkurinn fyrir sig fengi varafulltrús, er tækju sæti í forföllum aðalfulltrúanna. Það er og vitað af yf irlýsingu Jóns Axels Péturssonar bæjarfull- trúa, að hann óskaði eftir því, að isáj varafulltrui, sem vaerí flokksbróðir hans, tæki sæti í bæjarstjórninni í forföllum hans, en meðal varafulltrúanna var Haraldur Guðmundsson sá eini flokksmaður í Alþýðu- flokknum. Áuk þess liggja fyrir upplýsingar um það, að for- maður Alþýðuflokksins í bæjar- stjórninni gerði kröfu um það, að varabæjarfulltrúinn, Har- aldur Guðmundsson, tæki sæti hins forfallaða aðalbæjarfull- trúa, Jóns Axels Péturssonar á umræddum bæjarstjórnarfundi. Þegar tveir eða fleiri floklcar gera með sér kosningabandalag við bæjarstjórnarkosningar, svo sem Alþýðuflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn gerðu, með því að hafa einn lista í kjöri með flokksmönnum beggja (allra) flokka, þá er eðli- legast og í mestu samræmi við tilgang löggjafarákvæðanna um varamenn, að flokkarnir fái kosna jafn marga varamenn sem aðahnenn, — eftir því, sem við verður komið, — og áð varamaður flokksins taki jafnan sæti ef aðalmaður for fallast, hvað sem liður röð Frb. á á. sáðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.