Alþýðublaðið - 04.05.1939, Síða 2

Alþýðublaðið - 04.05.1939, Síða 2
FIMTUDAGINN 4. MAÍ 1939 AL-ÞÝÐUBLAÐIÐ EORMIBM Snæ- drottningín. I1, r"' 'l " . ..„! , í t ft tW A Einn salurinn var öðrum fallegri og nú voru þau komin inn í svefnherbergið. Loftið var úr dýrmætu gleri. ■ vaVmv. .... og á miðju gólfi stóðu rúm með gullstuðlum. Hún ýtti ársalnum til hliðar og sá brúnan Annað rúmið var hvítt, þar svaf prinsessan, hnakka. Það hlaut að vera Óli. Hún kallaði hitt rúmið var rautt og þar ætlaði Gerða að nafnið hans, draumarnir þutu framhjá og leita að Óla. hann vaknaði og snéri sér við. En það var þá ekki Óli litli. Prinsinn líktist honum aðeins á hnakkann. Þá grét Gerða litla og sagði henni alla sögu Qg prinsessan vaknaði líka og spurði, hver sína og hvað krákurnar hefðu gert fyrir hana. þetta væri. UMRÆÐUEFNI Afgreiðsla ávaxtanna og vandræði afgreiðsliunanns- ins. Skrif blaðanna. Bréf til mín frá Hirti Ingþórssyni. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. Hjöetur ingþórsson, — maSurinn, sem skiftí of fáum ávöxtum milli of margra manna eftir of mörgum lyfseðlum hefir skrifað mér langt bréf, sem ég tel sjálfsagt að birta. Mun almenning- ur fá nýjan skilning á hinu erfiða og vanþakkláta starfi hans, eftir að hafa lesið bréfið. Bréfið er á þessa leið: „1 ATHUGUNUM ÞÍNUM og Morgunblaðsins hafa undan- farið verið bréf og greinar frá ein- hverjum ávaxtaneytendum, sem mjög kvarta undan afgreiðslu á vöru þessari. Ég hefi nú undan- farið fengið það vandasama og vanþakkláta verk, að hafa með höndum — vegna Skipaút- gerðar rikisins — úthlutun ávaxta gegn læknisreeeptum, og hefi ég auðvitað ekki fremur en guð al- máttugur getað gert svo öllum líki. Til þess að þeir, sem skrifað hafa svo orðljótar greinar um mig, að þær fást ekki prentaðar, og aðrir, sem lesið hafa um þær aðfinslur og alla þá hlutdrægni og ókurteisi sem ég hefi átt að sýna, geti séð þá hlið málsins, sem að mér snýr, vil ég biðja þig fyrir eftirfarandi línur. Fólk heldur yfirleitt, að tak- markanir á innflutningi ávaxta Stafi aðallega af illvilja þeirra, sem með völdin fara, en geta ekki skilið að ekki er hægt að kaupa endalaust, án þess að hafa nokkuð til þess að borga með. Það hefir verið áætlað, að til þess að full- nægja ávaxtaþörf bæjarbúa, þurfi um 1200 kassa mánaðarlega af nýj- um ávöxtum, en við fáum tæplega 200 kassa á mánuði fyrir öll sjúkrahús og alla sjúklinga hér 1 bæ og úti um land. Það er fróð- legt að geta þess hér, að ef hver ‘ maður á landinu fengi eina appels- ínu daglega, niundi það kosta rúml. 3.5 millj. kr. á ári í útlendri val- utu, og yrði það þá álitleg upp- hæö, sem neytendurnir fengju að grelða. EINN HINNA ÓÁNÆGÐU hefir einhversstaðar réttilega tekið það fram, að engum alvarlega veik- um manni muni batna af nokkr- um appelsínum, enda var ætlun okkar að afgreiða oftar en einu sinni út á hvert recept. Jafnvel nokkrum sinnum, en sú leið var fljótt gerð ófær. Fyrst og fremst vegna þess, að læknar voru mjög gjöfulir á recept og svo af því, að fólk misnotaði þau á allan hátt. í mörgum tilfellum fékk fólk rec- ept vegna tilfallandi sjúkdóma, ekki langvarandi veikinda, t. d. ef viðkomandi var nýkominn heim af sjúkrahúsi, hafði fengið inflú- DAGSINS. ensu eða þess háttar, og þurfti á- vexti sér til hressingar um stutt- an tíma, en um það var ekkert tekið fram á receptinu. Fólk tók nú út á þessi recept sín einu sinni eða tvisvar og lánaði svo kunn- ingjum sínum þau á eftir til að fá út á þau líka. Svo þessi leið var úti lokuð. Þá ákváðum við að afgreiða ekki nema einu sinni út á hvert — og tókum þau svo. Þá var það ekki óalgengt á meðan við afgreiddum oftar en einu sinni út á þau, að sá sem receptið hljóðaði á, kom í dag og fékk afgreitt út á það. og svo kom einhver annar daginn eftir og átti að sækja á- vexti fyrir hann, því receptið væri hjá okkur og er mér ekki grun- laust um, að einhverjir hafi getað slegið sér meira en til var ætlast á þennan hátt. Þá kom oft fyrir, að einhver kom og þóttist eiga að sækja ávexti fyrir t. d. Jón Jóns- son, sem ætti recept hjá okkur. Tók það þá langan tíma að leita að því, en auðvitað fannst ekkert receptið, hafði aldrei verið til. — Fór þá sendimaður út með miklu veldi og nokkrum orðum um, að við hefðum týnt því. Þá höfðum við þá reglu, að segja fólki ná- kvæmlega hvaða dag ávextir yrðu afgreiddir, en árangur þess varð sá, að snemma þann dag ruddist svo margt fólk inn á skrifstofuna, að við sjálft lá, að það træðist undir og létu margir ófriðlega mjög. Einn daginn afgreiddum við nálega 700 manns og getur tæp- lega nokkur, sem vit hefir á, talið það lélega afgreiðslu, allra sízt, — þegar tekið ér tillit til þess, að maður verður að svara allskonar spurningum og stundum lenda í stælum við suma, sem finst þeir fá oflítið af ávöxtum. ÉG VIL TIL GAMANS segja frá því, að einn, sem líom með á- vaxtaseðil upp á citrónu, vildi fá heilan kassa, 300 stk., hann átti að nota eina á dag. Ég reyndi að gera honum ljóst, að mestur hluti þess mundi verða ónýtur, en það var sama, bara að fá kassann. Ég lét hann fá 30 stk. eða mánaðarforða, og fór hann svo, eftir að hafa sent mér nokkur vel valin kveðjuorð, en áberandi óánægður var hann með sína afgreiðslu. Sama var með ávaxtaseðil upp á epli fyrir 9 mán- aða gamalt barn, hann vildi óður fá einn kassa af eplum, ekki man ég nú hvað hann fékk, en ánægður var hann ekki. Einn daginn kom maður með recept, á því var ná- kvæmlega tiltekið hvað hann ætti að fá, af citrónum, rúsínum og appelsínum. Það stóð svoleiðis á, að ég átti þá ekki til nema appels- ínurnar og rúsínurnar og afgreiddi ég það, strikaði yfir það á recept- inu og lét svo manninn hafa það, og sagði honum hvenær við fengj- um eítrónurnar. Hinn tiltekna dag kemur hann aftur með receptið og afgreiddi ég þá sítrbnurnar — og fæ honum svo nötuna, hann spyr þá með þjósti miklum, hvort hann eigi ekki að fá appelsínurnar og rúsínurnar líka. Ég spurði hann, hvort ekki mundi vera bezt að tala ekki meira um það og fór hann þá út og skelti mjög á eftir sér hurðinni, hann hafði viskað út yf- irstrikanir mínar yfir appelsínurn- ar og rúsínurnar. en ekki gert það nógu vel, svo ég tók eftir því. Fólk, sem beið eftir afgreiðslu og sá hann fara svona óánægðan út og ekki fá allt afgreitt, sem hann bað um, hefir efalaust álitið, að ég hafi beitt hann rangindum, en ekki vitað hina réttu ástæðu. ÞÁ ÞAGNAR SÍMINN ALDREI og mitt fyrsta verk er, þegar ég kem heim á daginn, að taka símann úr sambandi. Alltaf er ver- ið að spyrja um ávexti, bæði þeir, sem þurfa þeirra með, en þó mest aðrir. Venjulega spyr ég þann er hringir, hvort hann eigi recept hjá mér. Nei, hann á þá ekkert recept en vill vita, hvenær ávextir komi, til að geta verið búinn að útvega sér það, áður en alt sé búið, slík- um fyrirspurnum gef ég engin á- kveðin svör, segi að þeir komi í næstu viku eða þá hinni. Ef bréf- in, sem þú hefir fengið, eru eitt- hvað í áttina við það, sem ég fæ að heyra daglega, skal mig ekki furða þó þú látir hjá líða að prenta þau, því það er ekki óalgengt, að manni er vísað til hins neðsta eða lengra, og ein kona, sem hringdi og hitti svo illa á, að ávextir voru nýbúnir í það skiftið, sagði, að ég skifti því milli kunningja minna og stæli svo afganginum. Hún skyldi sjá um, að ég yrði rekinn, ef nokkuð yrði úr þjóðstjórninni og einhver Sjálfstæðismaður yrði ráðherra. Guð blessi yðar hátign, svaraði ég. Það hefir komið fyrir, ekki einu sinni, heldur oftar, að hringt hefir verið og spurt um á- vexti. Jú, viðkomandi hafði rec- ept á ávexti. Þeir yrðu að koma fyrir kvöldið, það væri mjög áríð- andi. Hef ég þá stundum spurt: Nú, eru kannske gestir í kvöld? Já, það koma gestir. — Út á þennan sjúk- dóm heimtaði fólk ávexti. ÉG HEFI NÚ TALAÐ við flesta lækna bæjarins um þetta og skýrt fyrir þeim okkar ástæður og hve lítinn innflutning við fáum. Hafa þeir tekið því mjög vel, og hefir þetta nú breytzt mjög, þannig, að minna er nú gefið út af receptum en áður var, og einhver von um að geta hjálpað þeim, seem nauðsyn- legast þurfa ávaxta með. Ég hefi haft fullan vilja til að reyna að láta þá ávexti, sem við fáum, koma þeim til góða sem mest þurfa þeirra með, og til þess að vita hverjir það eru — hefi ég látið fólk leggja sín recept inn og ekki afgreitt þau samdægurs, nema læknir hafi áður verið búinn að biðja sérstaklega um það, en það er alvanalegt, að þeir hringja og biðja um fljóta afgreiðslu fyrir suma, en segja — að láta þá ann- ars bíða, ef ekki sé nóg til af á- vöxtum. Síðan hefi ég talað við læknana og borið mig saman við þá, hverjum séu ávextir nauðsyn- legastir og þá — hvaða tegundir Fólk biður uf eins mikið og það geti fengið af öllum tegundum, bæði nýjum, þurkuðum og niður- soðnum. Það var einhver að kvarta undan því í Morgunblaðinu, að hann hefði komið með 2 recept og hvorugt fengið afgreitt, því annað hefði verið of gamalt en hitt of nýtt — og að ég hafi afgreitt 2—3 menn á meðan hann hafi enga af- greiðslu fengið. Þetta getur vel átt sér stað, því eins og ég hefi getið hér að framan, þá biðja læknar oft um að flýta afgreiðslu fyrir suma sjúklinga, t. d. eftir upp- skurði eða því um líkt. ÞAÐ SEM ÉG nú hefi sagt um talsmáta og framkomu viðskipta- vina minna á ekki við nema um lítinn, já, mjög lítinn hluta af öll- um þeim fjölda manns, sem hefir orðið að leita til okkar um ávexti. Allur fjöldinn hefir verið kurteis og skilið þá erfiðleika, sem ég hefi átt við að stríða, og eftir þeim kynnum, sem ég hefi feengið, eru hinir óánægðu venjulega þeir, sem vildu heimta meira í sinn hlut en sanngjarnt var, en voru hundsaðir í því og reyna svo að fá reiði sinni framrás gegn um dálka blað- anna. Það stóð einhversstaðar að starfsmenn hins opinbera mis- skildu mjög köllun sína, ef þeir á- litu sig ráðna til þess að svara akæt ingi og illindum, þegar kurteisis- lega væri til þeirra talað. Ég full- yrði, að þeim sem við mig hafa talað í kurteisi, hefi ég svarað eins — en ég álít. að ég misskildi mjög köllun mína, ef ég léti fáeina gikki vaða uppi með frekju og hnútum eins og þeim sýnist af ótta við það að þeir kynnu að sparka úr klauf- um, t. d. í blöðum eða annarsstað ar. Ótal margt fleira bæði ljótt og spaugilegt mætti um þetta segja, og engan mundi ég öfunda í mínum sporum, og ekki býst ég við því, að þeir, sém mest um þetta tala og bera sig mest undan þeirri afgreiðslu, sem þeir hafa fengið, mundu sleppa við aðfinnsl- ur og illmælgi þeirra, sem ánægju hafa af því að tala illa um aðra og finna að öllu. ÉG HEFI reynt að gera þetta eftir því, sem ég hefi haft vit á, en er þess jafn viss, að alltaf getur manni yfirsést, og enginn von er til að gera svo öllum líki.” TLfAÐURINN SEM HVARF 28. fyrirvaralaust yrðuð neyddir til að skyndiselja allar eignir yðar, hvað álítið þér þá að þér munduð geta fengið fyrir þær í reiðu fé — í hæðsta lagi?“ Carter beit á vörina og leit spyrjandi á Blake. „Tæplega meira en svo sem fimta hlut hins raunverulega verðs,“ svaraði hann svo. ,,Og líklega tæplega það. Og athugið þér þá, hvernig málið horfir við Þér eeigið enga aðra erfingja og þar af leiðandi er það yðar heitasta ósk, að systir yðar og barn hennar fái að njóta eigna yðar, ef þau finnast, hvenær sem það verður. — En þá getur vel komið svo að ekkert verði eftir af auðæfum yðar, eignirnar fallnar í verði eða á annan hátt glataðar. — Það getur líka farið svo, að þau finnist aldrei. Þegar þér eruð dá- inn, mun leitin eftir þeim verða framkvæmd af málafærslu- manni yðar, sem vitanlega hefir ekki annan áhuga fyrir ár- angri hennar, en skyldurækni embættismannsins, sem oft er misjöfn. — Horfurnar fyrir því að þér getið ráðstafað eignum yðar óskertum, herra Carter, eru því laust frá því, að vera glæsilegar.“ „Ég skal játa það, að þér hafið rétt fyrir yður og það hrygg- ir mig mjög, en ég skil ekki ástæður yðar fyrir því, að benda mér á þetta. — Hversvegna gerið þér þetta?“ „Sökum þess að ég kem hingað til yðar til að gera yður tilboð. Ég kem hingað, herra Carter til að bjóða yður 200 þús- und dollara í reiðu fé fyrir allar eignir yðar, hverjar sem eru.“ ,,Hvað — hvað segið þér?“ „Mér er bláköld alvara. — Takið við þessum 200 þúsund dollurum, sem ég býð yður og fastsetjið upphæðina þannig, að ekki sé hægt að hrifsa hana fyr en systir yðar og barn hennar er fundið, — og leyfið mér að sjá um, hvernig leitin eftir þeeim er framkvæmd. Ég heiti yður að sýna sama áhuga eins og það væri mín eigin systir.“ Carter hristi höfuðið í mállausri undrun. „Þetta er ómögulegt. Þetta er alltof gott til að geta verið veruleiki. — Ég á enga ósk heitari. — En þetta er ómögulegt.“ ,,Því ætti það að vera ómögulegt?11 „Nú, þetta er hrein og klár vitfyrring! Slíkir hlutir ske ekki. Hversvegna skylduð þér vilja gera allt þetta fyrir mig?“ „Sökum þess að ég ætla að fá hjá yður annað 1 staðinn.“ „Já, einmitt. Það hlaut að liggja eitthvað á bak við. En hvað getur það verið, sem þér óskið eftir að fá hjá mér?“ ,,Það sem þér hafið ekki lengur neitt not af, herra Carter. — Það er fortíð yðar. — hið liðna líf yðar, allt sem liggur að baki yðar. Horfnar minningar, — nafn yðar — alla fyrri til- veru yðar.“ „Þér hljótið að vera brjálaður maður!“ — Það lá við að Carter æpti orðin. — „Hringlandi snarbrjálaður eða blind- fullur.“ „Þvert á móti,“ svaraði Blake. „Ég heefi aldrei verið með jafnréttu ráði og á þessari stundu. Ég skal leggja spilin á borðið fyrir yður og tala við yður eins og maður talar við mann. Ég skal segja yður hversvegna ég heefi einmitt valið yður meðal hundruð annara manna. Hvernig ég hefi sent af stað hópa af leynilögreglumönnum til að hafa upp á yður. Þér eruð eini maðurinn í veröldinni, sem getið hjálpað mér.“ Það kom einkennilegur glampi í hin dökku augu Carters. Dagar hans á hressingarhælinu höfðu verið hver öðrum leiðin- legri, enginn kom til að heimsækja hann eða spyrja eftir hon- um eða líðan hans. En hér var æfintýrið allt í einu komið og j»að meira en lítið spennandi æfintýri. Hann ætlaði að minsta kosti að heyra hvað þessi ókunni maður segði. Og meðan hann hlustaði á Blake, varð hann snortinn af mælsku hans og rök- fastri hugsun. Það var heldur ekki einkennilegt, þó orð Blakes hefðu nú áhrif. Hann hafði grætt öll sín auðæfi á því að verja og tala máli skjólstæðinga sinna frammi fyrir dómurum. Og nú talaði hann fyrir sínu eigin máli í fyrsta sinn. í meira en hálftíma talaði hann látlaust. Hann útlistaði nákvæmlega allar ráðagerðir sínar og framtíðarfyrirætlanir, en án þess að láta uppskátt hver hann var. Og þegar hálftíminn var liðinn vissi Blake að hann hafði unnið mál sitt. — Honum hafði tekist að vinna samúð Carters og fá hann til að líta á málið sömu augum og hann sjálfur. „En hvernig á ég að trúa yður. Hvernig get ég vitað .....“ „Ef þér aðeins viljið hlusta á mig,“ greip Blake fram í, „þá skal ég segja yður það ........“ "C' NN ÞÁ einu sinni höfðu peningarnir veitt Jim Blake JL-i uppfylling óska sinna. Svo lagði hann af stað með Carter til baka til Omaha til sjúkrahúss doktors Grimshaws. Hann lét ekkert til sparað til að gera hinum dauðsjúkra manni ferðina sem þægilegasta og annaðist hann á allan hátt sem sjúkan bróður eða föður. Daginn eftir að þeir voru komnir þangað heim, var gengið frá kaupum þeirra. Jim Blake afhenti Francis Carter 200.000 dollara í seðlum. Carter var gamall og reyndur fjármálamað- ur. Þó brá hann litum er hann sá hina geysilegu peninga- hrúgu. En hann hafði heitið því, að spyrja einskis frekar og það efndi hann. Peningana lagði hann á blindreikning í banka í Omaha, sem hann hafði áður haft viðskifti við. Svo fylgdi langar rekistefnur og viðræður við málafærslumenn og ótölu- legur fjöldi skjala var undirritaður. Carter festi peningana þannig, að ekki var hægt að hreifa þá fyr en hin horfna aystir

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.