Alþýðublaðið - 06.05.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.05.1939, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐtÐ LAUGARDAG 6. MAÍ 1939 Fyrirlestnr Dr. Belga Péturss: Lilstefna - Helstefna DR. HELGI PÉTURSS flutti í fyrrad. erindi í Nýja Bíó er hann nefndi „Breytingin frá helstefnu til lífstefnu.“ Var er- indi þetta eins og nafn þess bendir til um þau efni, sem dr. H. P, hefir aðllega helgað krafta sína síðustu tuttugu árin eða lengur, en það ,,er að kenna mannkyninu að skilja þann mikla sannleika, að lífið eftir dauðann er framhaldslíf á öðr- um hnöttum en ekki í neinum Óvirkilegum andaheimi. Að allir skilji þennan sann- leika og trúi því, að þetta sé hið eina rétta, er sú undirstaða, sem fást verður til þess hægt sé að breyta um frá þeirri helstefnu, sem nú ríkir hér á jörð — til lífsstefnu. Þegar allir hafa skilið þetta —- viðurkenna það og trúa því, þá fyrst er hægt að komast í það vitsmunasamband við full- komnari verur á öðrum jarð- stjörnum, þar sem lífið er orðið margfalt fullkomnara en hér, á „útjaðri vitheimsins,“ eins og dr. H. P. hefir einhversstaðar kallað dvalarstað vorn. Þegar þessi sannleikur hefir verið skilinn til fulls, mun jarðlífið ' gjörbreytast, samstilling kraft- anna verða meiri og allir ná miklu. meiri fullkomnun en nú á sér stað á jörðunni. Allar til- - raunir hinna fullkomnari manna á öðrum hnöttum til þess að hafa samband við oss, . hljóta að mistakast, segir dr. . H. P„ meðan vér ekki höfum skilyrði til að veita skeytum þeirra móttöku, alveg eins og það er nú tilgangslaust að senda neyðarkall loftleiðis til skips, sem engin móttökutæki hefir. Af erindi dr. H. P. mun mörg- um hafa þótt einna mest til um vitranir, er hann sjálfur hefir . fengið og sem hann skýrði þar - allnákvæmt frá, af því svo nýstárlegt er að heyra þá menn, . sem eru vísindamenn, svo hik- . laust játa slíkum fyrirbrigðum og enn óvanalegra að menn út- skýri þau af jafnmiklum lær- dómi og dr. H. P. gerði. Mjög erfitt er að gera grein fyrir meginatriðum þeirra vís- inda, sem dr. H. P. hefir að flytja í svo stuttu erindi sem þessu, því víða verður fljótt yf- ir sögu að fara og mörgu að sleppa. En það dylst þó engum hvernig sem hann kann að líta á kenningar dr. H. P., að sú skoðun hans, að vér búum við helstefnu er fullkomlega rétt- mæt, þar sem alít hið hvíta og gula mannkyn keppist um að skapa sem fullkomnastar vítis- vélar og önnur slík tæki til manndrápa og eyðileggingar og að langt um lengra erum vér nú komnir á þeirri heljarbraut er vér göngum en vér vorum á 1914, því þá var þó alment gengið út frá því í ófriði, að konum og börnum yrði þyrmt, en nú verður alt drepið. Hinn mikli sannleikur, sem dr. H. P. hefir að flytja mann- kyninu, um að unt sé að breyta stefnunni, ef til þess fást nægi- leg samtök, og nægilegur skiln- ingur á fullkominn rétt á sér á hinni miklu samtakaöld nútímans. En ,,rödd sannleikans er ekki mikils metin í helvíti“ og á meðan það er meira virði hér á jörð að finna upp dráps- vélar en að byggja musteri eða nota samtakamátt þjóðanna til þess að útrýma böli og eymd er alltaf hætta á að þeir verði of fáir sem þá rödd heyra. * Horræi æska heim- sækir ísland. Æskulýðsmót að Laugarvatni. AGANA 26. júní til 3. júlí verður norrænt æskulý'ðsmót haldið á Laugarvátni. Forgöngu fyrir móti þessu hefir hin svo kallaöa Viggbyholmsnefnd, sem áður hefir gengist fyrir sams konar mótum í öllum hinum Norðurlöndunum og í fyrra í Eistlandi. Þátttakendur í móti þessu í sumar eru væntanlegir frá öllum Norðurlöndunum og Eistlandi. Það fyrsta af þessum æsku- lýðsmótum var haldið í Viggby- holmsskólanum í Svíþjóð sumar- ið 1934. Nemendasambönd Nor- ræna lýðháskólans í Genf og Al- þjóðalýðháskólans í Helsingör gengust fyrir þessu móti. Mót þetta vakti mikla eftirtekt og vin- sældir, og var ákveðið að halda þessum mótum áfram, og var þá sett saman nefnd, hin svo kallaða Viggbyholmsnefnd, sem Daginn eftir var hún klædd í silki og flauel frá hvirfli til ilja; henni var boðið að eiga heima í höllinni og eiga góða daga, en hún bað um að fá lítinn hestvagn og lítil stígvél, svo ætlaði hún aftur út í heiminn að leita að Óla litla. Og hún fékk bæði stígvél og handskjól, og hún var í svo fallegum fötum, en þegar hún ætlaði að leggja af stað var vagn stöðvaður við dyrnar, hann var úr skíru gulli og prinsinn og prinsessan, ekillinn og þjónarnir voru í gull- skreyttum fötum. Ata,rre Hfuter. Prinsinn og prinsessan hjálpuðu henni sjálf inn í vagninn og óskuðu henni góðrar ferðar. síðan hefir séð um öll slík mót, sem síðan hafa verið haldin í öllum Norðurlöndunum og Eist- landi, sitt árið í hverju landi. Tilgangurinn með mótum þess- um er að kynna og sameina æskufólk frá öllum Norðurlönd- unum, er áhuga hefir fyrir al- þjóðamálum og sérstaklega nor- rænum sérmálum. Þeir, sem standa fyrir þessum mótum, á- líta, að þátttakendurnir fái við það að kynnast þjóðunum og hverjir öðrum, aukinn skilning á gildi samheldni Norðurlanda gagnvart öðrum löndum, og samvinnu þeirra í mörgum mál- um. Jafnframt er tilgangurinn að kynnast sem bezt nágrannaþjóð- unum. Þetta er tilgangurinn með þessu æskulýðsmóti að Laugar- vatni í sumar eins og öðrum sams konar mótum, sem áður hafa verið haldin í hinum Norð- urlöndunum. í sambandi við mótið verða farnar nokkrar skemtiferðir til þess að kynna gestunum landið sem bezt. Hér í Reykjavík hefir verið stofnuð sérstök móttöku- og undirbúningsnefnd og eiga sæti í henni auk aðalræðismanns Svía hér, Sigurður Nordal prófessor, Stefán Jóh. Stefánsson félags- málaráðherra, Jónas Jónsson al- þingismaður, Thor Thors alþing- ismaður og Guðlaugur Rósin- kranz yfirkennari. Ýmsir þektir innlendir og er- lendir vísinda- og stjórnmála- menn hafa lofað að flytja fyrir- Iestra. Geri við saumavélar, allskon- ar heimilisvélar og skrár. H. Sandholt, Klapparstíg 11, sími 2635. Finnar spentir fjrir OIvnpiHleikBnui ár- ið 194». KAUPM.HÖFN í gærkv. FÚ. HÁLF MILLJÓN aðgöngumiða að Olympíuleikunum í Hel- síngfors árið 1940 hefir þegar verið pöntuð innan Finnlands sjálfs ,og er verð þessara að- göngumiða alls 42 milljónir finskra marka. Að tíu rasta hlaupinu, sent Finnum er sérstakt áhugaefni, hafa innan Finnlands verið pant- aðir aðgöngumiðar fyrir fjór- falda þá áhorfendatölu, sem leik- vangurinn tekur. Vegna þessarar miklu eftir- spurnar aðgöngumiða hefir ver- ið ákveðið að koma upp sjón- varpi, meðan á Olympíuleikunum stendur. Verður þá íþróttakapp- leikjunum sjónvarpað til áhorf- endavallar þar í nánd, og eiga þar 10 000 manns að geta horft á leikana, sem ekki komast að á sjálfum leikvanginum. Kvikæpdin im im Nýja Bíó sýnir um þessar mundir kvikmyndina Suez. — Á myndin að fjalla um tildrög þess að í hið mikla mannvirki, Suez- skurðinn, var ráðist, og á skáld- legan hátt lýst erfiðleikunum við verkið, eins og þegar Tyrkir sprengdu björg og grjótskrið- urnar velta yfir þúsundir verka- manna eða stormsveipurinn rífur með sér alt lauslegt. Það er tekið fram í upphafi myndarinnar, að hún sé ekki sögulega rétt, en þrátt fyrir það hefir ætt Ferdinand de Lesseps, sem var aðalhvatamaður þess, að í stórvirkið var ráðist, höfðað mál gegn kvikmyndafélaginu og krafist hárra skaðabóta fyrir illa meðferð á sögulegum heimildum. — Myndin er hins vegar mjög stórfengleg og Iistavel leikin. Félag sænskra síldarinnflytjenda hefir undanfarið rætt um hina auknu eftirspurn eftir íslandssíld í Austur- og Mið-Evrópu, og lætur stjórn þess í ljósi ótta um, að skortur kunni að verða á !s- landssíld í Svíþjóð vegna þess- arar auknu eftirspurnar. FÚ. TVJAÐURINN SEM HVARF 30. Blake, — nei, afsakið, Francis Carter, — út úr járnbrautar- lestinni í Toronto og hélt með föggur sínar til Royal York hótelsins, er stóð beint á móti járnbrautárstöðinni. Þar skrif- aði hann sig í gestabókina með rithönd, sem hver einasti af fornvinum Cartners mundi hafa þekt sem hans og lét svo fylgja sér upp til herbergja sinna. Þar hafði hann ljómandi útsýn yfir borgina og vatnið. Þeg- ar dyrnar lokuðust og hann var orðinn einn, greip hann ein- kennilegur fögnuður, blandinn sigurhrósi. Hann gekk að glugganum og horfði út með blikandi augum sigurvegarans. Hér ætlaði hann að vinna nýjan heim. Torontoborg skyldi sjá hans fyrstu sigra. — Og svo fór hann að hugsa um að það væri í raun og veru einkennilegt um jafn víðförulan mann, að þetta væri í fyrsta sinn, er hann kæmi til Ontario- ríkisins. Þegar hann hafði baðað sig og rakað og borðað morgun- verð, leigði hann bifreið, er hann lét aka sér víðs vegar um bæinn og umhverfi hans. Hann kom aftur til gistihússins um hádegisbilið og varði þá alllöngum tíma í að lesa gaumgæfi- lega stærsta dagblað borgarinnar, „Toronto Mailand Empire“, en þó fyrst og fremst alt, sem þar stóð um verzlun og við- skifti. Hann las með ákaflega mikilli nákvæmni og eftirtekt, því það spor, sem hann ætlaði sér að stíga næst, var ef til vill það erfiðasta af öllu því erfiða í fyrirætlunum hans. Og næsta vika myndi ráða úrslitum um framkvæmd fyrirætl- ananna. Enginn maður hefði þó geta ðséð neitt óvenjulegt í fram- komu hans. Hann hagaði sér nákvæmlega eins og hver annar skemtiferðalangur, sem er hrifinn af þessari fögru og starfs- glöðu borg. Qðru hvoru gaf hann sig á tal við ýmsa af öðr- um gestuf gistihússins og sat ög spjallaði við þá í hinum djúpu og þægilegu stólum í forsalnum. Tröllvaxinn maður rauðhærður og freknóttur, en með dálítið drengjalegt andlit, var sérlega aðlaðandi og skrafhreyfinn. Hann kynti sig sem George Dawkins, kaúphallarbraskara. Og það var einmitt slíkur maður, sem Jim hafði þörf fyrir. Þeir töluðu saman eins og tveir menn, se mþekkja peningaviðskifti út í yztu æsar. Svo var það á miðvikudaginn, réttri viku eftir komu Blakes til Toronto, að hinn nýi vinur han sagði alt í einu: „Jæja, ætlið þér þá að gefa mér skýringuna?“ „Skýringuna?11 endurtók Jim undrandi. — „Hvað eigið þér við?“ „Þér komið alt í einu í ljós hér á sjónarsviðinu í Toronto og flytjið inn í dýrustu herbergin á dýrasta og stærsta hót- elinu og þykist vera skemtiferðalangur. Þér segið sjálfur að þér séuð í fríi og ætlið að skoða yður ofurlítið um. — Það má vel vera að einhverjir gleypi þessa flugu, en það geri ég ekki. — Þér eruð búnir að sjá og skoða alt, sem er hér að sjá í Toronto, — já, og það meira að segja mörgum sinnum. — Segið mér því: Hvað er erindi yðar eiginlega hingað?“ Blake hló og honum tókst að gera þa ðmjög náttúrlega. Enginn hefði heldur getað hyert á rödd hans, hve órólegan þessi orð hins nýja félaga hans höfðu gert hann. „O-jæja, það er nú svo sem hvorki mikið eða merkilegt,“ svaraði han nkæruleysislega. „Ef þér ekki viljið segja frá því, þá þurfið þér vitanlega mín vegna ekki að segja neitt. — Þér megið ekki misskilja mig eða orð mín.“ „Þér þurfið ekki að afsaka spurninguna. — Og ef til vill getið þér einmitt hjálpað mér. — Ef ég nú, til dæmis, væri kominn hingað til að athuga möguleikana til að leggja fé í fyrirtæki eða stofna nýtt. — Hvað ætti ég þá að gera?“ Blake brosti ofurlítið um leið og hann sagði þetta. „Hvers konar fyrirtæki ætti það að vera?“ „Við skulum segja t. d. meðeigandi í verðbréfastofu án þess að þurfa að vinna opinberlega,“ svaraði Blake eins og hugsunarlaust. „Tjah! — Það yrði nú varla erfitt að finna svoleiðis fyrir- tæki á þessu mtímum,“ svaraði Dawkins- hlæjandi. „Það eru hér ábyggilega fjöldi fyrirtækja, sem sannarlega hefir næga þörf fyrir utanaðkomandi fjármagn. En þér vrðið að vera við því búinn að menn grenslist eftir fortíð yðar,“ bætti hann við. „Það er skiljanlegt,“ svaraði Blake, en varð að stilla sig um að reka ekki upp skellihlátur. Það var einmitt sökum þess, sem hann hafði haft alt þetta umstang, alla þessa fyrirhöfn til að útvega sé rlíf og æfisögu, eða með öðrum orðum alla tilveru Francis X. Carter. — Síð- ustu vikurnar, sem hann lifði í sinni fyrri tilveru í New York hjá Ilku og Charlottu, hafði hann rannsakað nákvæmlega fjár- málaástandið bæði í Canada og Bandaríkjunum, þar sem hvert fjárglæfra- og fjársvikamálið á fætur öðru hafði knúið stjórnina til að gera ýmsar nauðungarráðstafanir til að fyrir- byggja að slíkt endurtæki sig. Fjölda mörgum verðbréfastof- um hafði verið lokað fyrir fult og alt sökum þess að eftir- litsmenn stjórnarinnar komust að því að fortíð eigendanna var meira eða minna blettótt eða grunsamleg. Og allar pen- ingastofnanir og allar tegundir af bankastarfsemi voru undir hinu strangasta eftirliti. „Ég hefi ekkert á móti nákvæmum eftirgrenslunum,“ sagði Blake við Dawkins. „Líf og starf Francis X. Carters í St. Louis er opin bók fyrir alla, sem vilja, og ég er stoltur af að geta lagt hana hiklaust á borðið.“ „Hvers vegna hafið þér eiginlega valið Toronto?“ „Af því Francis X. Carter er fæddur í Canada,“ svaraði Blake brosandi. „Mér væri ánægja í því að hjálpa yður, — en hafið þér nokkuð á móti því að ég leiti mér ofurlítilla upplýsinga fyrst, — með stökustu varkárnl vitanlaga?"

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.