Alþýðublaðið - 06.05.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.05.1939, Blaðsíða 3
ALÞfÐUBLAÐlÐ LAUGARDAG 6. MAÍ 1939 »-----------------------1 ALÞfÐUBLAÐIÐ RTTSTJÖRI: F. R. VAiiDKMARSSON. í fjarveru hana: JéNAS GUÐMUNDSSON. AFGRBIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur fr6 Hverfisgötu). SÍMAR: (4900: Afgreiðsla, auglýsingar. |Ö01: Ritstjórn (innl. frétilr). 4902: RTtstjóri. 4903: V. S. Vilhjálma (heima). 1106: Jónas Guðmunds. heima. 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN í .+----------------------—Þ Stórisjóður. ÞAÐ var vonum seinna, að Héðinn Valdimarsson fór á stúfana með þá tillögu, er hann í fyrra dag flutti í bæjar- stjórn. Síðan hann þvingaði Dags- brún út úr Alþýðusambandi ís lands hefir hann verið sér þess meðvitandi, að með þeim verkn- aði sínum svifti hann Dags- brúnarmenn alt að 10 þúsund- um króna á ári og það þá þeirra, sem fátækastir eru, er þeir verða fyrir veikindum. , En hvað varðar kommúnist- ana með Héðin í broddi fylking- ur um það, þó þeir svifti fjölda fátækra heimila þeirri stoð, sem þáu hafa átt í þessum sjóði! Hvað varðar H. V. um það, ef hann í heimskulegri bræði sinni getur pínt nokkur félög til þess að fylkja sér pólitískt undir merki kommúnistanna! H. V. veit betur en flestir aðr- ir, að ekkert félag, sem stendur utan Alþýðusambands íslands, getur nokkurntíma fengið styrk úr þessum sjóði. Meðan Alþýðu- samband íslands er til, njóta þau félög ein þess réttar að fá styrk úr þessum sjóði, sem í því sambandi eru. Þó H. V. beri þessa tillögu fram í bæjarstjórn veit hver maður. að bæjarstjórn Reykja- víkur getur ekki breytt skipu- lagsskrá sjóðsins. Hún er stað- fest af konungi og henni er ekki hægt að breyta meðan Alþýðu- samband íslands er til og innan vébanda þess eru nokkur verk- lýðsfélög í Reykjavík. Það er skilyrði fyrir styrk úr sjóðnum, að félögin séu í því sambandi, og önnur félög hafa ekki getað og geta ekki notið styrks úr sjóðnum. Það væri dálagleg braut að leggja inn á, að ef sjóður er á sínum tíma stofnaður og til hans lagt fé, sem verja skal í ákveðnum tilgangi og sérstök skilyrði eru fyrir því sett að njóta styrksins, að þá geti bæj- arstjórn eða ríkisstjórn breytt þeim ákváeðum eins og þeim sýndist. Þeir aðilar gætu þá al- veg eins ákveðið að leysa upp sjóðinn og verja fé hans til hvers sem vera skal. H. V. er búinn að fara með Dagsbrún inn á þá óheillabraut að hún hlýtur að tapa öllum rétt indum bæði til þessa sjóðs og annara sameiginlegra fríðinda alþýðusamtakanna allt þar til verkamennirnir sjálfir í félag- inu sjá að sér og reka þann trantaralýð af höndum sér, sem nú stjórnar félagsmálum þeirra. Kveiki og geri við alls konar eldhúséhöld og olíuvélar. Á sama stað til sölu notuð eldhúsáhöld. Viðgerðavinnustofan Hverfisgötu 62. Útbreiðið AlþýðublaÖið! SÚ spurning er í dag á allra vörum, hve sterkt Bretland myndi reynast á stund neyðar- innar — þ. e. ef til styrjaldar kæmi. Og það er ekki nema eðlilegt, að önnur lönd spyrji, eins og nú er komið, hvers vænta megi af vígbúnaði Breta, hversu vel hann myndi reynast til sóknar, hvern stuðning þeir myndu fá frá samveldislöndum sínum, og hver afstaða almúga- mannsins á Bretlandi myndi verða, ef til ófriðar drægi. Við öllum þessum spurningum er hægt að gefa ákveðin svör, — svör, sem sýna, að þau andlegu og efnalegu öfl, sem brezka heimsveldið hefir á að skipa í ófriði, eru, nánast sagt, ótæm- andi, og að Bretland er af þeim ástæðum nú, engu síður en áð- ur, sá ægilegasti og hættuleg- asti andstæðingur, sem hugsast getur, í stríði. Fyrir þessum öflum hafa stærstu herveldi Evrópu orðið að lúta í lægra haldi í ófriði, hvert á eftir öðru. Og þau hafa sízt minni þýð- ingu í dag, en fyrr á tímum. Fyrir hvern kílómeter, sem her fer í ófriði, verður að fram- leiða þúsundir af nýjum stíg- vélum, til þess að vega upp slit þeirra gömlu. Hvert skot, sem skotið er, skilur eftir skarð í vopnabirgðum þjóðarinnar. — Engin flugvél getur háfið sig til flugs, ekkeft skip farið úr höfn, án þess að hafa benzín eða stein- olíu, og enginn dagur líður svo, að öll þjóðin, jafnt fólkið heima fyrir sem hermennirnir, þurfi ekki að fá mat. Styrkleiki þjóð- anna í stríði fer eftir því, hversu vel þær eru undir það búnar, að endurnýja og auka þessar birgðir, og frá því sjón- armiði er Bretland í dag sterk- asta landið. HriefnBframleiðsIan I hSndnm Bnglands. Um fleiri en eina þjóð í Ev- rópu má segja, að hún rambi nú barmi fjárhagslegs hruns, en fjárhagur Bretlands er nægi- lega sterkur til þess, að bera miklu þyngri byrðar en hingað til. Á síðasta fjárhagstímabili námu tekjur brezka ríkisins 944 750 000 sterlingspundum. Það eru hæztu tekjurnar, sem inn hafa komið síðan á árunum 1919—1921, fyrstu árunum eft- ir heimsstyrjöldina. Gullforði heimsins er á stöðugu ferðalagi — en fyrir örstuttu síðan voru um 18% af honum niður komin á Englandi. England, Frakk- land og Bandaríkin hafa sem stendur í sameiningu yfirráðin yfir 83% af öllu því gulli, sem til er í heiminum. Árið 1918, síðasta ár heimsstyrjaldarinnar, námu útgjöld brezku þjóðarinn- ar til ófriðarins 7 443 000 sterl- ingspunda á hverjum einasta degi, og á ófriðarárunum lánaði hún vinum sínum og banda- mönnum þess utan 1465 000 000 — fjórtán hundruð sextíu og fimm milljónir — sterlings- punda. Ef nauðsyn krefði, myndi Englandi ekki verða skotaskuld úr því, að standast slíka eld- raun í annað sinn. En aðalstyrkur enska heims- veldisins í efnalegu tilliti ligg- ur þó í þeim ótakmörkuðu hrá- efnalindum, sem það ræður yf- ir. Hagskýrslur fyrir árið 1937 sýna, að enska heimsveldið framleiddi þá 56% af öllu því gulli, sem framleitt var í heim- inum, 87% af öllu nikkeli, 49% af öllu tini og zinki og 58% af öllu gúmmí. Blý og kopar eru líka þýðingarmiklir málmar, og þar sem enska heimsveldið framleiðir 30% af hvorutveggja, Orustuskipið „Nelson“, eitt stærs'ta herskip brezka flotans. ENGLAND VINNUR ALLT AF SÍÐUSTU ORUSTUNA Merkur enskur stjörnmálamaður um viðbúnað og aðstððu Englands i strfði. LORD LLOYD, hinn þekti enski stjórnmálamaður, skrif- aði í aprílhefti SCANDINAVIAN REVIEW, hins nýja enska tímarits, sem gefið er út í London um Norðurlönd og samband þeirra við Bretland, grein um viðbúnað og aðstöðu Bretlands ef til ófriðar kærni, sem gefur greinilega hugmynd mn það, hvað það þýðir að hafa þetta volduga heimsveldi að andstæðingi í stríði. Alþýðublaðið birtir þessa grein í dag í íslenzkri þýð- ingu, örlítið stytta. J þarf það ekki heldur að óttast að hörgull verði á þeim. Þar að auki eru 70% af öllu asbest í heiminum unnin í brezkum löndum, svo að ekki sé talað um hina ótakmörkuðu mögu- leika matvælaframleiðslunnar í samveldislöndunum. Á okkar tímum hafa vefnaðarvörur ekki heldur neina smáræðis þýðingu í hernaði. Það skiftir því ekki litlu máli, að af allri þeirri ull, sem framleidd er í heiminum, eru 45% framleidd undir ensku flaggi, og af allri bómullinni auk þess 24%. Einstök hráefni verður Bret- land að vísu að sækja til ann- ara landa. Þannig er steinolíu- framleiðsla þess óveruleg, og að eins 12% af járnframleiðslu heimsins er í höndum þess og samveldislanda þess. En þetta hvorutveggja sýnir, hve geysi- lega þýðingu brezki flotinn hef- ir. Á ófriðartímum eru yfir- ráðin yfir siglingaleiðunum miklu meira virði en nokkrir viðskiftasamningar, sem án yf- irráða á sjónum gæti reynst ó- mögulegt að færa sér í nyt eða uppfylla. Með gullinu til þess að greiða fyrir innkaup sín, flutn- ingaskipunum til þess að flytja vörurnar heim og herskipunum til þess að vernda þau og halda opnum siglinga- leiðunum, stendur Bretland vel að vígi. Það er eina landið, sem getur tryggt sér að- flutninga á nauðsynlegum hrá- efnum samtímis því, sem það getur varnað öllum andstæðing- um þess að ná í þau. Engum dettur í hug, að loftárásir, — hVersu æðisgengnar sem þær kynnu að verða, gætu brotið á bak aftur mótstöðukraft brezka flotans. En að honum ósigruð- um er Bretland sjálft öruggt á bak við hinar náttúrlegu víg- girðingar hafsins í kring um það. Enoland vlðbúiS einnio ð svlM hernaðarins. En viðbúnaður brezka heims- veldisins á sviði framleiðslunn- ar kemur ekki að fullum not- um nema herinn sé sterkur, og styrkleikinn á sviði hernaðarins er kominn undir hermönnunum og vígbúnaðinum. í heimsstyrj- öldinni kallaði brezka heims- veldið samtals 8 568 202 her- menn til vopna, og allan fjöld- ann af þeim sem sjálfboðaliða. Ef til ófriðar dregur nú, verður ekki hjá því komizt, að taka upp herskyldu í einhverri mynd. En Englendingar eru engu síður fljótir að fylgja boði siðferðilegrar skyldu en laga- legrar, og tilefnislaus árás nú myndi áreiðanlega ekki vekja minni andúð á Bretlandi en árásin á Belgíu árið 1914. Flotinn er fyrsta varnarlína Bretlands. Hlutverk hans er fjórfalt. Hann á að hreinsa burt af höfunum öll óvinaskip og halda opnum leiðum fyrir öll flutningaskip til brezkra hafna. Hann á að hindra alla aðflutn- inga á sjó til óvinveittra landa. Hann á að eyðileggja herskip óvinanna, eða loka þau inni, og hann á að styðja brezka herinn á meginlandinu, halda uppi sambandinu milli hans og Bretlands og vernda alla brezka herflutninga á haf- inu. Flotinn er þegar í dag nægilega sterkur til að leysa öll þessi hlutverk af hendi. En eft- ir eitt ár verða yfirburðir hans orðnir tvöfaldir á við þá, sem hann hefir nú. Útgjöldin til flotans eru nú í ár áætluð 149 000 000 sterlings punda, þar af 61 000 000 fyrir ný herskip. Samtals verða á árinu 200 skip í smíðum á brezkum skipasmíðastöðvum. Þar á með- al eru 9 orustuskip, 6 flugvéla- móðurskip, 25 beitiskip, 43 tundurspillar og 19 kafbátar. Á síðastliðnu ári voru 43 ný herskip fullgerð og mönnuð og á næstu tólf mánuðum bætast önnur 60 við í hinn volduga brezka herskipaflota. Enski iðn- aðurinn vinnur ekki enn eins og ætlazt er til á ófriðartíma. Ef til stríðs kæmi geta afköstin á sviði vígbúnaðarins því orðið ennþá miklu meiri en þau eru í dag. Vígbúnaður Breta í loftinu vex með ótrúlegum hraða. Árið 1920 voru ekki nema 32 000 manns í lofthernum. En í dag telur hann þegar 130 000 manns og hefir um 2 250 fyrsta flokks flugvélum á að skipa, auk þeirra flugvéla, sem tilheyra her- skipaflotanum. Nýjar flugvéla- verksmiðjur vinna svo sem af- kastageta þeirra leyfir að smíði nýrra flugvéla — margar þess- ara verksmiðja voru ekki einu sinni til fyrir ári síðan — og hvorki meira né minna en 250 þús. sterlingspundum er á degi hverjum varið til nýrra flug- véla. Yfirburðir ensku hernaðar- flugvélanna yfir flestar aðrar eru nú viðurkenndir af öllum, sem til þekkja. „Hurricanes“ og „Spitfires" flugvélarnar eru yf- irleitt taldar vera fullkomnustu hernaðarflugvélarnar í heimin- um, og brezku sprengjuflugvél- arnar, „Battles,“ „Hampdens,“ „Whitleys" og „Wellingtons,“ eru fullfærar um að gera loftá- rásir með tilætluðum árangri. Menn gleyma því allt of oft, þegar rætt er um loftárásir í komandi ófriði, að það er engu síður hægt að senda sprengju- flugvélar til loftárása frá Eng- landi yfir á meginlandið, heldur en frá meginlandinu yfir til Englands. Núverandi landher Breta er nokkru minni en árið 1914. En í vopnabúnaði og æfingu hefir hann mikla yfirburði yfir hina hraustu hermenn, sem fyrst voru sendir til Frakklands í heimsstyrjöldinni. Skráningin í herinn, loftherinn og á flotann hefir aldrei síðan 1918 borið eins mikinn árangur og á þessu ári, og vöxtur heimahersins úr 186 000 manns í ágúst í fyrra upp í 340 000 manns í dag er augljós vottur þess, hvernig við- burðir síðasta missirisins hafa verkað á syni Bretlands. Þegar hermálaráðherrann birti áætlunina um hin fyrir- huguðu útgjöld til hersins á þessu ári, gaf hann tvær þýð- ingarmiklar yfirlýsingar: aðra um það, að ákveðið hefði verið að skipuleggja 19 herdeildir með það fyrir augum að geta tafar- laust sent þær til Frakklands, ef ófrið bæri að höndum, og hina um stofnun sérstaks hers — „varaliðs fyrir löndin fyrir botni Miðjarðarhafsins". Þessar opinberu tilkynningar sanna það, sem að vísu allir, sem til þekkja, vissu þegar fyrir nokkru síðan, að Bretland þekkir enga „takmarkaða ábyrgð“ í ófriði, og er því fullráðið í að géra allt, sem það getur, ef til ófriðar kemur, bæði á sjó, landi og í lofti. Nánari upplýsingar um varaliðið fyrir löndin fyrir botni Miðjarðarhafsins hafa enn ekki verið gefnar, en þær herdeildir, sem nú eru í Pale- stínu og á Egyptalandi, eiga að vera kjarninn í því liði, og það verður algerlega óháð aðflutn- ingum frá Bretlandi að því er vopn, vistir og liðsauka snertir. Það þarf ekki nema 'að líta á landabréf til þess að sjá hina gífurlegu þýðingu þessa nýja hers. Með stofnun hans og skipulagningu eru allar þær vonir, sem andstæðingar Bret- lands hafa gert sér um, að geta í ófriði útilokað Breta frá lönd- unum fyrir botni Miðjarðar- hafsins, Egyptalandi, Palestínu og Balkanskaga, með því að loka Miðjarðarhafinu milli ít- alíu og Norður-Afríku, þar sem það er mjóst, að engu orðnar. EnglBBd vinnnr aHtaf siðDitn ornstnna. Útbúnaður ensku hermann- anna nægir fullkomlega til þess að uppfylla allar þær kröfur, sem til þeirra er hægt að gera, og andinn í hernum er betri en hann hefir nokkru sinni verið. Tala þeirra skipa í erlendum flotum, sem bygð hafa verið á Englandi, og brezkar flugvélar og skriðdrekar í öðrum löndum ættu að vera öllum næglleg sönnun um það, að vígbúnaður Englands er ósvikinn. Rústirnar í Ypres í Belgíu, vígvellirnir á Norður-Frakklandi, vestan frá Amiens og austur að Rín, og hin sundurskotnu vígi á Galli- poliskaga austur á Tyrklandi — alt þetta ætti að vera nægileg áminning um það, að brezki andinn verður ekki beygður af Frh. é 4. siBu. Nú er hinn rétti tími til þess að bera okkar sjálfvirka á gólfin er þau hafa verib þvegin vel og vandlegá eftir vorhreingemingarnar. — EKKERT NUDD. ~ L1KK-0G MRLNINGRR VERKSIVimjnN* IIACPAf I Heildsölubirgðir: H. Ölafsson & Bernhöft.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.