Alþýðublaðið - 08.05.1939, Síða 1

Alþýðublaðið - 08.05.1939, Síða 1
■rmy _ cai C&3 lUTSTJéRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKOBIM XX. ÁRGANGUB MÁNUDAGINN 8. MAÍ 1939 104. TÖLURLAÐ Verð á bræðslusfld og saltsíld hækkar verulega frá i fyrra. utlit fyrir meiri þátttöku í síldveiðum i sumar en áður. Heildarverðmæti saltsíldar nam 9,6 millj. kr. * Vfðtal viO Finn Jónsson formann Sildarútvegsnefndar. .....♦.... SENNILEGA verður þátttakan í síldveiðunum í sumar meiri en nokkru sinni áður. Vegna gengisbreyting- arinnar fara mörg skip á síldveiðar, sem annars hefðu sennilega legið uppi, þar á meðal flestir togararnir. Verð á bræðslusíld hlýtur að hækka verulega og verð á síld til söltunar hækkar áreiðanlega nokkru meira en gengisbreytingunni nemur.“ Virk]u Laxár niðar vel áfran. Vinna við háspennnlinn byrjar i pessari vikn. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins AKUREYRI í morgun. ÞESSARI viku hefst vinna við lagningu háspennulínu frá Laxá til Akureyrar. Nú er unnið að virkjuninni með 50—60 manns og byrjað er á lagningu bæjarkerfisins. Fiskiróðrar liggja að mestu niðri við Eyjafjörð vegna beitu- skorts. Gullbrúðkaup áttu 6. þ. m. Kristín Jakobsdóttir og Sigfús Axfjörð. Var óvenjumikið hóf að Saurbæ og mikið fjölmenni. APPLEIKURINN í gær milli Fram og Vals hafði dregið að sér athygli bæjarbúa. Mikill fjöldi á- horfenda var á vellinum. Stormur var og gerði það mjög erfitt um leik, svo að leikmenn réðu varla við knöttinn, sérstaklega bar á þessu í upphafi leiksins með- an leikmenn voru ekki farn- ir að miða við veðurstöðuna. Fyrri hálfleikur var bráð- íjörugur. Hafði Valur storminn með sér og sótti fast á Fram, en Fram varðist alveg prýði- lega. Sýndi Fram ágætan leik í þessum hálfleik. Þrátt fyrir það þó að knötturinn lægi alla jafna á vallarhelmingi Fram, tókst Val ekki að setja nema eitt mark í þessum hálfleik. Síðari hálfleik hafði Fram stoíminn með sér. Hófst leikur- inn með snörpum áhlaupum af hálfu Fram og á skömmum tíma settu þeir 2 mörk, en nú var eins og drægi af liðinu og liðanna breytist ekki til muna. Valur hóf harða og svo að segja óslitna sókn. Setti hann 4 mörk og var sem mark Fram lægi op- ið í hvert sinn er Valur komst í fáeri. Var varla hægt að þekkja Framliðið fyrir hið sama og lék í fyrri hálfleik. Leikurinn var harður og lágu margir og oft meiddir. Átti þetta þó að vera æfingarleikur. Ef styrkleikur Þetta sagði Finnur Jónsson alþingismaður, formaður Síld- arútvegsnefndar, í viðtali við Alþýðublaðið í morgun, en síldarútvegsnefnd hefir nýlok- ið við að gera skýrslur um störf nefndarinnar síðastliðið ár. — Hefir Síldarútvegsnefnd gert nokkra fyrirfram samninga um sölu matjessíldar frá þessu sumri? „Nei, það hefir nefndin ekki á Valur vissa marga glæsilega sigra í sumar. Gunnar Akselson um kapp- leikinn. Það er ekki vafi á því, að báðir þjálfararnir Mr. Dwain og hr. Lindemann hafa þegar kent flokkunum mikið, enda þótt þeir hafi aðeins dvalið hér um hálf- an mánuð. Auðvitað var það mikill hagur fyrir „Fram“, að Lindemann lék með þar sem hann frá miðju leikvallarins fékk tækifæri til þess að stjórna mönnum sín- um og skemtilegt var að sjá, hvað bæði Jón Magnússon og Jörgensen höfðu gott lag á að notfæra sér hin lágu framspörk hans í miðju. Svo að segja í hvert skifti urðu þessi framspörk hættuleg fyrir andstæðingana, og ef bakverðirn- ir hefðu ekki verið jafnsterkir og þeir, sem Valur á yfir að ráða, hefði útkoman orðið sú, að Val- ur hefði fengið fieiri mörk. Hinn ágæti leikur Lindémanns verkaði út frá sér, og hefi ég t. d. aldrei séð Sæmund jafngóðan iog í gær, og Lindemann mun á- reiðanlega geta gert úr honum fyrsta flokks framvörð. Gunnlaugur kom manni þægi- jega á óvart, og þegar þess er ígætt, að í rúmt ár hefír hann ver- Frh. á 4. siðu. gert, en einstakir saltendur hafa gtert talsverða fyrirfram- samninga um sölu á saltsíld og kryddsíld. Söluverðið er svipað og í fyrra, en verð til útgerðar- manna og sjómanna hækkar nokkru meira en gengisbreyt- ingunni nemur.“ — Hvað telur þú að mikið verði hægt að salta 1 sumar? „Um það er mjög erfitt að segja nokkuð ákveðið, það er mjög komið undir veiðum út- lendinga hér við land. Útlitið um síldarsöluna í Svíþjóð er sízt verra en verið hefir. í Mið- Evrópu getur hið svarta ófrið- arútlit haft áhrif til hins verra, frá Ameríku hafa enn ekki bor- ist fregnir um markaðsútlit, en Vilhjálmur Þór bankaistjóri mun vinna að sölu vestra fyrir nefndina eins og undanfarin ár.“ — Og hvað segja svo skýrsl- ur nefndarinnar um saltsíldar- afkomuna síðastliðið ár? „Umsóknir um veiðileyfi bárust nefndinni frá skipum með samtals 176 herpinætur, þ. e. 24 togurum, 27 línuveiður- um, 74 vélskipum, 24 skipum, tveimur og þremur um nót, 19 norskum skipum og 8 færeysk- um, auk þess bættust við síðar 50 reknetabátar, eða samtals um 226 skip, en samkvæmt sölt- unar- og veiðiskýrslum stund- uðu síldveiði til söltunar með herpinót alls 192 skip með 162 nætur og 107 rekneíabátar. Síldarsöltun varð meiri á ár- inu en nokkru sinni áður, eða 338 -641 tunnur. -Faxaflóasíld ekki meðtalin.) Þessa miklu söltun og það að síldin seldist öll má að mestu þakka því, að veiði Norðmanna utan land- helgislínu brást allverulega, þannig að þeir munu hafa haft um 60 þúsund tunnum minni veiði en árið áður. Af þessari heildarsöltun nam matjessöltun 111 þúsund tunnum. Verð útfluttrar síldar, annar- ar en matjessíldar nam kr. 5 720 390, en verðmæti matjes- síldar nam kr. 3 387 503, og Faxaflóasíldar og síldar með öðrum verkunaraðferðum kr. 517111 eða samtals verðmæti útfluttrar saltsíldar níu milljónum sex hundruð tuttugu og fimm þúsund krónum. Hækkun sú, sem orðið hefir á saltsíldinni frá því árið 1934, (Frh. á 4. síðu.) leik Fram tapaði i hörðoi ?ið Val með 2 mSrknm Nýjimgar í knattspyrnu eftir stuttar æfingar í báðum liðum undir leið- sðgn Euglendings og Þjóðverja. Formlegur bandalagssátt~ máli milll Itala og Þjóðverja ---o--- En ftiflsku blððln tillka hann tðluvert á annan veg en þan þýzku. Ribbentrop, utanríkismálaráðherra Hitlers, í samtali við Mar- kovitch, utanrikismálaráðherra Júgóslavíu, þegar hann kom til Berlín á dögunum. LONDON í morgun. FÚ. T-^ÝZKALAND OG ÍTALÍA hafa ákveðið að ganga í hernaðarbandalag, sem jafnframt sé pólitískt banda- iag, nánara en áður hefir verið. Opinber tilkynning um þetta var gefin út eftir við- ræður þeirra utanríkismálaráðherranna Ciano greifa og von Itibbentrop. I tilkynningunni segir. að fram hafi komið fullkomin eining sjónarmiðanna og að tekin háfi verið ávörðun um að skilgreina á formlegan hátt samband þessara tveggja ríkja með tilliti til hernaðarlegrar og stjórnmálalegrar samvinnu. Allmisjafnir dómar eru þeg- ar komnir fram um þennan nýja hernaðar- og stjórnmála- sáttmála. Frönsk blöð líta yfirleitt svo á, að hinn nýi sáttmáli sé ekki annað en endahnúturinn á þær samningagerðir, sem áður hafa íarið fram milli þessara tveggja ríkja. Aftur á móti telja Berlínar- blöðin, að fundur utanríkis- málaráðherranna hafi verið al- veg sérstaklega þýðingarmikill og segja, að hið nýja bandalag muni reynast mikilvægur þátt- ur í heimspólitík framtíðarinn- ar. Eitt Berlínarblaðanna kallar þennan sáttmála högg í andlit lýðræðisríkjunum, og önnur blöð segja, að hann sé stórkost- legur hnekkir einangrunarpóli- tík Breta og Frakka gagnvart Þýzkalandi. ttalir engar níjar sknld- bindíngar á sig tekið. Ummæli ítalskra blaða um þennan sáttmála eru npkkuð frábrugðin að tóni hinum þýzku blaðaummælum. Meðal stjórn- málamanna í Róm er það látið uppi, að ítalía hafi ekki tekizt á hendur neinar nýjar skuld- bindingar með þessum sáttmála við Þýzkaland. Blað Ciano greifa. „Tele- grapho,“ lætur skína í gegn, að sáttmáli þessi milli Þýzkalands og Ítalíu sé ekki sérstaklega bindandi og að hvort ríkið um sig, hafi sín hlutverk að vinna, sem óháð séu hinu. Blaðið bætir við, að hvort ríkið um sig, hafi (Frh. á 4. síðu.) LONDON í gærkv. FÚ. TJÓRNIR Bretlands og Tyrklands hafa nú kom- izt að samkomulagi um gagn- kvæma aðstoð til tryggingar örygginu í Miðjarðarhafi. Er búizt við, að efni samkomu- lagsins verði birt samtímis í báðum löndunum. Rússnesku stjórninni hefir verið tilkynnt jafnóðum um gang þessara samninga. Búizt er við, að svar brezku Öldulengd út- varpsstöðva. Útvarp Rejrkjavik færö :;l442 m. öldaleagd. GUNNLAUGUR BRIEM verk- íræðingur útvarpsins er ný- lega kominn heim frá Sviss, þar sem hann sat ráðstefnu, sem átti að úthluta öldulengdum tíl út- jvarpsstöðva í Evrópu. Alþbl. náði í rnorgun tali af Briem og sagði hann m. a.: Ráðstefnan stóð í Montreux, en hliðstæðar ráðstefnur hafa áður verið haldnar í Prag og Lucerne. Stóð ráðstefnan í 6 vikur og lenti í miklu þófi milli fulltrúa hinna ýmsu útvarpsstöðva. Varð útkoman sú, að „Otvarp Reykja- vík“ var úthlutað 1442 metra öldulengd, en sömu öldulengd hefir Ankara í Tyrklandi og Minsk í Rússlandi. Langbylgjusviðið er 1000— 2000 m. Samkvæmt Montreux- samþyktinni hefir hver stöð nú (eftir vali þar sem tvítalið er): Kovno 1961 m., Hilversum 1875. Radio Romania 1875, Lahti 1807, Moskva I 1744, Ra- dio Paris 1648, Madrid 1639, Ankara 1639, Zeesen 1571, Droitwich 1500, Reykjavík 1442, Minsk 1442, Motala 1389, Varsjá 1339, Luxembourg 1293, Moskva III 1293, Kalundborg 1250, Kiev 1210, Kuopio (Finnl.) 1186, Vigra 1186, Askoy 1154, Oslo 1154, Leningrad 1107, Tromsö 1064, Moskva 49 1000. Lahti 1917 m., Radio Roma- nia 1824, Moskva I 1739, Radio Paris 1662, Zeesen 1583, Droit- (Frh. á 4. síðu.) stjórnarinnar við síðustu tillög- um rússnesku stjórnarinnar varðandi varnarsáttmálann gegn ofbeldi verði sent til Moskva núna um helgina. Halifax lálvarður, utanríkis- málaráðherra Breta, átti í dag tal við Maisky, sendiherra Rússa í London. og tilkynnti honum efni hins brezka svars, sem mun verða fengið sovét- stjórninni í hendur af sendi- herra Breta í Moskva. Samkðmulag mílli Breta og Tyrkja nm oagnkvæma aðstoð i Hiðiarðarhafl. —.—.—.•» ■ -.... Svar Breta við síðustu tillðgum Rússa sent til Moskva um helgina.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.