Alþýðublaðið - 09.05.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.05.1939, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGINN 9. MAÍ 1939 AfcÞVÐUBLA&iÐ Ouðm. Eggertsson kennari: ViknmenB m nngmennafélðgin TÍMARITIÐ VAKA, sem hóf göngu sína á síðasta ári, telur sig vera sérstakan málsvara frjálslyndis og víðsýn- is x þjóðmálum. Að ritinu stendur félagsskapur, sem reynt hefir verið að koma á fót í ýms- um skólum landsins, á síðari árum, og nefnir sig Vökumenn. Hafði þessum félagsskap sums staðar verið komið á með nokkru: harðfyigi, og ýmsum þþtti hann mótast mjög af skoðunum ákveðinna stjórn- málamanna, sem höfðu átt mestan þátt í að koma hreyf- ingu þessari af stað. Skal þó ekki lagður neinn .dómur á það, hvort svo hefir verið. Hitt var aftur á móti ljóst, að ýmsir Vökumenn höfðu horn í síðu ungmennafélaganna, sem eins og kunnugt er, hefir verið út- breiddasti og vinsælasti félags- sfcapur í mörgum sveitum íandsins og ýmsum bæjum og þorpum. Virðast sumir forystumenn Vökumanna líta á ungmennafé- lögin sem keppinauta og reyna að gera sem minst úr starfi þeirra og áhrifum. Vilja þeir jafnvel eigna sínum áhrifum ýms viðfangsefni ungmennafé- laganna. og kem ég þá að því, sem sérstakleega er tilefni þess- arar greinar. í 2. hefti Vöku f. á. ritar Jón- as Jónsson alþ.m. grein, er hann nefnir „Vökumenn í skól- um.“ Mirtnist hann þar á ráð- stafanir þær, sem Ungmenna- samband Borgarfjarðar gerði s.l. sumar, til þess að hindra drykkjuskap á íþróttamóti sam- bandsins í Ferjukoti. Verður ekki annað skilið af greininni, en Vökumenn hafi átt mestan þátt í þessu, eða a. m. k. átt frumkvæðið. Hinsvegar er ungmennafélaganna að engu getið, þótt þau héldu mótið og ættu vitanlega upptökin að þessum ráðstöfunum og önnuð- ust framkvæmdir þeirra. Út af þessari grein J. J. ritaði ég stutta athugasemd og sendi Vöku til birtingar. En í stað þess að ljá henni rúm í ritinu, er hún send J. J. til umsagn- ar og birt svar frá honum við þessari athugasemd. Mun það vera nálega einsdæmi í blaða- mennsku, að birt sé svar við grein, sem hvergi hefir birzt. Það er að vísu fjarri því, að J. J. hreki nokkuð í athugasemd minni, en bætir aðeins við nokkrum fullyrðingum, sem hann hyggst að sanna með mál sitt, en þær eru vægast sagt mjög hæpnar. Þegar var til meðferðar á al- þingi frv. um að undanþiggja U.M.S.B. skemtanaskatti af mótum sínum í Ferjukoti, mun hafa verið leitað til J. J. eins og fleiri þingmanna um stuðning við málið. Kveðst J. J. hafa gert það að skilyrði fyrir stuðningi sínum, og það hafi orðið að samkomulagi, að tekin yrðu upp „hin viðurkendu úrræði Vökumanna“ til þess að út- rýma óreglu af mótunum. Hefi ég borið þetta undir þá, sem stóðu fyrir áðurnefndum. ráð- stöíunum á síðasta íþróttamóti. Telja þeir, að sér hafi verið ó- kunnugt um afrek Vökumanna á þessu sviði eða að fyrir hafi legið nokkurt samkomulag við J. J. um þessi mál. Væri æski- legt, að J. J. vildi nefna nöfn þeirra manna er hann þykist hafa samið við. Þá segir J. J. að reglu á mót- inu hafi verið haldið uppi af sjálfboðaliðum, og er það ekki rétt. Gæzluna önnuðust menn, sem til þess voru kvaddir af fé lögum innan sambandsins. Eru öll félög innan þess skyldug að leggja til starfsmenn á íþrótta mótin eftir því sem héraðsþing og stjórn sambandsins ákveð- ur, og vitanlega eru það ein- göngu ungmennafélagar, sem kvaddir eru til slíkra starfa. Annars er það næsta undar- legt, að J. J. vill blanda saman tillögum sínum og Vökumanna — eins og það væri eitt og hið sama. Það virðist einnig benda á náið samband þarna á milli, að ekkert virðist mega birtast í Vöku nema það, sem J. J. er þóknanlegt. Ég hygg, að J. J. geri Hvann- eyrarskólanum vafasaman heið- ur með gumi sínu um útrým- ing drykkjuskapar þar. Ó- kunnugir hljóta að álykta, að þar ‘hafi áður verið sérstakt Snæ- drottningin. Þau óku gegnum dimman skóg, en vagninn lýsti, svo að ræningjarnir fengu ofbirtu í augun. — Það er gull, það er gull, hrópuðu þeir og hlupu fram, Wv pw l'- f/.'.y |1S| piHl wM I gripu í hestana, slógu meðreiðarsveinana, drápu þjónana og drógu Gerðu litlu út úr vagn- inum. — Hún hefir verið alin á hnotukjörnum, sagði gamla ræningjakerlingin, sem hafði langt skegg og miklar augnabrúnir. — Hún er eins og alilamb, hvernig skyldi hún vera á bragðið? og svo dró hún upp hnífinn sinn og hann var hræðilegur. — Æ, æ, sagði kerlingin alt í einu. Litla dóttir hennar, sem hún bar á bakinu, hafði bitið hana í eyrað. — Bann- settur ormurinn, sagði kerl- ingin og hafði ekki tíma til að deyða Gerðu. drykkjubæli, en enginn, sem þar til þekkti í tíð Halldórs heit- ins Vilhjálmssonar mun viður- kenna slíkt. Kunnugir draga einnig mjög í efa, að nokkuð minni drykkjuskapur sé um- hverfis Hvanneyri nú eri annars staðar í Borgarfirði. Vökumenn hafa áreiðanlega ekki fundið nein „viðurkend úrræði“, fremur en ungmenna- félögin, gegn drykkjuskap. Ég hefi heldur ekki orðið þess var að Vökumenn væri bindindis- samari en ungmennafélagar. — Annars virðist mér ástæðu- laust að vilja nokkra samkeppni milli þessara félagshreyfinga, heldur ættu þær að vinna sam- an á ýmsum sviðum. Virðast og sumir höfundar Vöku vera á sama máli. Vil ég í því sam- bandi benda á grein í síðasta hefti ritsins eftir Jón Emil Guðjónsson, sem hann nefnir: „Um Vökumenn og ungmenna- félögin.“ Er ég höf. að flestu leyti sammála um það, sem hann segir um verkaskiftingu og samvinnu þessara félags- heilda. Væri vel, ef fleiri Vöku- menn væru sama sinnis og þessi greinarhöf., en hættu að kasta hnútum að ungmennafélögun- um eins og stundum áður hefir átt sér stað. Happdrættið: Athygli skal vakin á auglýs- ingu happdrættisins í dag. Dreg- ið verður á miðvikudag kl. 1, eins og venja er til. lapfis Kristjðnssoai Minnmgarorð. Magnús Kristjánsson. IDAG verður Magnús Krist- jánsson, er fórst af vélbátn- um „Ingu“ frá Stokkseyri 14. marz sl., jarðsunginn að Hruna í Ytri-Hrepp. Lík hans fanst um næstsíðustu helgi og hlýtur nú hinstu hvíld í hinum sama kirkjugarði og faðir hans hefir áður hlotið legstað. Magnús var fæddur 28. jan- úar 1916 að Kirkjubóli í Korpu- dal í Önundarfirði. Fluttist hann hingað til Suðurlands ár- ið 1925 með foreldrum sínum, Kristjáni Guðleifssyni og Ólínu Ólafsdóttur. Bjuggu þau fyrst að Brekku á Álftanesi, en síðan að Efra-Seli 1 Ytri-Hrepp. Magnús stundaði nám í íþróttaskólanum í Haukadal í Biskupstungum veturinn 1935 —’36. Hann vann einn vetur hér í Reykjavík, og sótti þá í- þróttaæfingar hjá glímufélag- inu Ármann, íþróttir voru hans líf og yndi, þegar tóm gafst frá skyldustörfum, enda var hann án efa efni í afburða íþrótta- mann: rammur að afli, glæsi- legur á velli, glaðvær og prúður í framgöngu og hófsmaður í hvívetna. í fyrra vetur stundaði hann sjóróðra í Þorlákshöfn, en nú í vetur á Stokkseyri, þar til hann var hrifinn burt með svo sviplegum hætti. Mikið er skarðið, sem höggv- ið hefir verið í hóp hinna mann- vænlegu systkina frá Efra-Seli við lát Magnúsar. En skyldfólk hans og vinir geyma minning- una um hinn ágæta og hrein- hjartaða dreng. Og þó erfitt sé (Frh. á 4. síðu.) T|/|AÐURINN SEM HVARF 32. Hann vissí að ha nnmátti engan tíma missa. Ilku myndi þegar vera farið að gruna að ekki væri alt með feldu. Hann fékk ákafa löngun til þess að fá einhverja vitneskju um hvernig ástatt væri heima í New York, bæði á skrifstofunni og á heimili hans. Það myndi varla verða dregið lengi úr þessu, að byrja einhverjar eftirgrenslanir eftir honum, ef það var þá ekki þegar byrjað. Ef til vill var logreglan í New York og skrifstofa hennar, sem hafði með tapað fólk að gera, nú þegar farin ð leita hans. Hann varð því nú að hafa hraðan á og ganga óhikað til verks ef honum átti að takast að ljúka við það, sem hann var byrjaður á. í lestinni á leiðinni til Omaha hafði Blake nógan tíma til að brjóta heilann um viðfangsefni sín. Hann hugleiddi sína fýrri tilveru og lét sig dreyma u mþá nýju, sem beið hans. Mundi ekki alt hans sálrlíf tak einnig breytignum þegar hann væri kominn í nýtt umhverfi, innan um ný viðfangsefni í sinni nýju mynd? „Verði það, þá eru það að minsta kosti ekki hm'far og skæri doktors Grimshaws, sem eiga sök á því,“ sagði hann við sjálf- an sig Éeizklega. í Sál hans hafði særst ógurlega þegar hann komst að því að ílka sveik hann I trygðum og honum hafði fundist hún deyja þegar Charlotta snéri við honum bakinu. — Char- lotta! — En var það ekki barnaskapur af manni á hans aldri að sökkva sér niður í drauma um unga stúlku eins og Char- lottu. — ,,Nei,“ tautaði hann. ,.Burt með alla ástaróra!“ — Francis X. Carter hafði ekkert með slikt að gera. — Francis X. Carter hafði heldur aldrei séð Charlottu. Hún var honum ókunnug og óviðkomndi og myndi ávalt verða það. Um það var Blake fyllilega sannfærður, — jafnsannfærður og hann var um það, að inst inni myndi han návalt verða James L. Blake og myndi aldrei gleyma Charlottu. .. . AÐ urðu reglulegir fagnaðarfundir á sjúkrahúsi doktors Grimshaw, þegar Blake kom aftur. Og þó undarlegt megi virðast, fann Blake til innilegrar ánægju yfir því, að vera kominn þangað heim aftur. En hversu oft er það ekki, að það er eins og eitthvað dragi með óskiljanlegu seiðmagni þangað, sem maður hefir orðið að þola mikar þjáningar. Alla næstu viku stundaði doktor Grimshaw Blake og fram- kvæmdi hinar síðustu aðgerðir. Og nú voru aðeins tveir tveir dagar eftir, hugsaði hann, á sunnudagskvöldið, þegar hann sat fyrir framan eldstóna, — aðeins tveir dagar og þá mundi doktor Grimshaw kveðja hann fyrir fullt og allt, og þá.. Blake var að kveikja sér í cigarettu, þegar hann heyrði fóta- tak fyrir framan, og augnabliki síðar kom doktor Grimshaw inn. Blake sá samstundis, að eitthvað var að. Dökku augu læknisins brunnu af geðshræringu og gráa hárið hans þyrlaðist í allar áttir. „Herra Carter! Hvað eigum við að gera?“ Hann virtist eiga erfitt með að ná andanum. „Við erum komnir í hræðilega klípu. — Það er ung stúlka niðri ....“. „Ung stúlka! — Hvað segið þér?“ Geðshræring læknisins smitaði Blake. „Já, — og hún seegist vera að leita að einhverjum James Blake. — Þekkið þér hann nokkuð?“ „Blake!“ var allt sem Jim gat sagt fyrsta augnablikið. En svo jafnaði hann sig. Eftir ofurlitla þögn jafnaði hann sigvbg svo jafnaði hann sig. Eftir ofurlitla þögn bætti hann við: „Hversvegna komið þér til mín?“ Það vottaði fyrir brosi á vörum læknisins. „Carter! Þér hljótið nú að vera búinn að ganga úr skugga um það, að það hvarflar ekki að mér að reyna að hnýsast í leyndarmál yðar, meira en þér hafið sagt mér. En þessi unga stúlka er komin alla hina löngu leið frá New York til Omaha í þeirri von að....Hún heitir Charlotta Hope.“ Charlotta! Jim sýndist stofan hringsnúast, svo mikið varð honum um þessa freégn. Eins og blindaður starði hann nokkra stund á lækninn. Svo stóð hann hægt á fætur og gekk eins og í leiðslu út að glugganum. Svo þvingaði hann sig til að tala — tala með hinni nýju rödd sinni, rödd Francis Carters. „Ég leyfi mér að enrurtaka spurningu mína: Hversvegna komið þér til mín? Hversvegna spyrjið þér mig um þessa ungu stúlku, — Charlottu Hope?“ „Þessi stúlka segir, að húsbóndi hennar sé horfinn og henni sé persónulega ant um hann. Nú er hún að leita hans. Hún fann bréf í skrifborðsskúffu hans, — jæja bréf er nú ef til vill full- mikið sagt, — hún fann rifrildi af gömlu umslagi. Þar var ekk- ert heimilisfang skráð, en nafn mitt og sjúkrahússins var prentað í eitt hornið. Þetta voru vitanlega litlar eða engar upp- lýsingar, — en þó er hún nú hingað komin.“ ,,Ég get ennþá ekki skilið hversvegna ....?“ „En það getið þér, þegar þér hafið hlustað á mig: Ég hefi engin sambönd við New York, ekki við nokkurn lifandi mann, og þér eruð eini maðurinn í allri New York, sem ég hefi skrifað bréf þangað í fjölda mörg ár.....Hvað segið þér um það, Carter? Jæja, — á ég að fara niður til hennar aftur og lýsa því yfir, að ég hafi aldrei heyrt yðar getið. — Á ég að láta hana fara héðan aftur með einhverjum klaufalegum útskýringum?“ Blake átti í harðri baráttu við sjálfan sig. — Svo stundi hann þungan. „Já,“ sagði hann, svo, en röddin var hás og annarleg. „Segið henni hvað sem yður sýnist, en komið þér henni á burtu.“ Ðoktor Grimshaw svaraði engu, en snéri til dyranna. Iiönd

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.