Alþýðublaðið - 09.05.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.05.1939, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGINN 9. MAÍ 1939 ALÞÝDUBLAÐIÐ +------------------------* ALÞÝÐUBLAÐIÐ RIT3TJÓRI: F. R. VALDKMARSSON. í fjarveru bans: JéNAS GUEHÆUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Rjístjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 1196: Jónas Guðmunds. heima. 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Hni gera Rflssar? H/f IKLUM óhug sló á alla þá, ■*• sem vænst höfðu þess að takast mætti a'ð fá komið á sterku bandalagi gegn fasistaríkj- unum, er hinn heimskunni utan- ríkismálafulltrúi Rússa, Litvinov, var látinn hætta störfum nú fyrir •skemstu. Var sá atburður tekinn sem tákn þess ,að Rússar vildu draga sig í hlé í því bandalagi, en eins og kunnugt er, hafa Eng- lendingar, Frakkar og Banda- ríkjamenn sameiginlega unnið að því, að því yrði komið á fót. Enn er ókunn ástæðan fyrir því, að Litvinov var látinn fara, en hitt er augljóst, að það stend- úr í beinu sambandi við þátt- töku Rússa í þessu bandalagi, þar sem þing Sovét-Rússlands liefix verið kvatt saman. Allar fullyrðingar um að „stefnan verði óbreytt“ eru litnar augum tortryggninnar og því er jafnvel farið að skjóta upp, að í stað bandalags við lýðræðisríkin, sé i undirbúningi vináttusamningur milli Pjóðverja og Rússa. Viðskifti Þýzkalands og ítalíu við Rússland hafa verið geisi- mikií síðustu árin, og að um þau sé Rússum ant er mjög skiljanlegt. Á þingi kommúnistaflokksins rússneska, því er haldið var í vetur, lét Stalin svo um mælt, að svo virtist sem blöð í >Banda- ríkjunum og Englandi væru að reyna að æsa Þjóðverja til árása á Rússland og mundi þetta vera gert til þess „að fspilla hinni góðu samvinnu, sem verið hefir milli þessara landa“. Er því enn algerlega óvist, hvort Rússar snúast á sveif með einræðisríkjunum eða þau reyna áfram samninga við Bretland og Frakkland. Þegar á málið er iit- íð frá því sjónarmiði, að í Rúss- landi ríkir hið fyllsta flokksein- ræði eins og í Þýzkalandi, þrátt fyrir skrípaþing í báðum þessum löndum, virðist alveg eins mega gera ráð fyrir því, að Rússar verði óvirkir í því bandalagi, sem England og Frakkland nú eru að koma á, ef þeir þá ekki beinlínis snúast gegn því og á sveif með hinum einræðisríkjun- um. Hið ameríska, f ranska og brezka auðvald er ekki neinn bandamaður, sem Rússarnir sér- staklega sækjast eftir samvinnu við, ef samkomulag gæti fengist við hin einræðisríkin um að þurka lýðræðisskipulagið út í þeim löndum, þar sem það enn þá er ríkjandi. Það er hvað sern öllu líður sameiginlegt áhugamál bæði kommúnista, nazista og fas- ista, og gæti jafnvel orðið yfir- sterkara óttanum við árás af hálfu Þjóðverja. Um þetta er of snemt að dæma enn þá. Menn bíða og sjá hvað setur. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman 3 hjónaband af lögmanni ungfrú Herdís Guðmundsdóttir og Finn- ur Klemensson, bæði frá Fells- enda í Dölum. Ungu hjónin dvelja stuttan tíma sem gestir á Sóleyjargötu 15, neðstu hæð. Tilbynning frá félagi harmoníku- leikara í Reykjavík. Þeir sem ætla að halda danzleika og vantar har- moníkuspilara geta hringt í síma 4652, opið daglega frá kl. 8—6. 1300 000 manns hafa nú skoðað heimssýn- inguna í New York á þeirri einu viku ,sem liðin er, síðan hún var opnuð. Slæmt veður und anfarna daga er talið valda því, að ekki hafa komið miklu fleiri. F.tf. Isafoldarprentsmiðja ætlar að gefa ðt m fjorutíu bækur á pessu ári. ■» .— PrentsmiOJaia er langstærsti og vandaðasti dtgefandi hér á landi. Viðtal við fram- kvæmdastjórann, Gunnar Einarsson. ISAFOLDARPRENTSMIÐJA — sem er langstærsti bókaútgefandi hér á landi, mun setja á markaðinn fjölda bóka á þessu ári. í fyrra gaf hún út milli þrjátíu og fjörutíu bæk- ur, voru það ævisögur, þýddar skáldsögur og frumsamdar eftir íslenzka höfunda, barnabækui' og myndabækur og bækur um ýmiskonar íslenzkan fróðleik. Auk þess sem prentsmiðjan er stórvirkur útgefandi, er vinn- an hin vandaðasta og stendur frágangur þeirra bóka. sem fsa- foidarprentsmiðja gefur út, ekki að baki eriendum bókiðnaði. Óhætt mun að fullyrða, að bækur þær, sem ísafoldarprent- smiðja gefur út á þessu ári, verða ekki mikið undir fjöru- tíu talsins og eru þær um ýmis- konar efni, „eitthvað fyrir alla,“ bækur um sögulegan fróðleik, ævisögur, þýddar skáldsögur, myndabækur og söngbækur. í tilefni þessa hitti Alþýðu- blaðið að máli Gunnar Einars- son framkvæmdastjóra ísafold- arprentsmiðju, og spurði hann um merkustu bækurnar. — Af þeir bókum, sem koma í ár, sagði Gunnar, eru merk- astar Virkir dagar, síðara bindið, sem þegar er komið út. Eins og menn vitá, er það ævi- saga Sæmundar Sæmundsson- ar skipstjóra, skráð af Guðm. Hagalín rithöfundi. Þá má nefna Ævisögu Eldeyjar-Hjalta, sem er gríðarstórt verk, líka skráð af Guðmundi Hagalín. Svo er hin heimsfræga bók Marie An- toinette eftir Stefan Zweig, sem er heimsfrægur rithöfundur, Gunnar Einarsson framkvæmdastjóri. einkum frægur fyrir æfisagna- ritun, þýdd af Magnúsi Magn- ússyni. Enn fremur Madame Curie, eftir Evu Curie, þýdd af frú Kristínu Ólafsdótt- ur lækni, konu Vilmundar Jónssonar landlæknis, og loks kemur út endurprentuð bókin ísland í myndum. — Hvaða bækur er þegar komnar út? — Það sem af er árinu hafa komið út á forlag ísafoldar- prentsmiðju: Þorlákshöfn II., sem er endurminningar Jóns frá Hlíðarenda, skráðar af Sigurði Þorsteinssyni frá Flóagafli. Um Harald Níelsson, minningarrit, eftir Ásmund Guðmundsson guðfræðiprófessor, Daginn eftir dauðann, þýtt úr ensku af Ein- ari Loftssyni kennara, Ágrip af lífrænni efnafræði, sem er kenslubók, Við dyr leyndar- dómanna, smásögur eftir Guð- laugu Bendiktsdóttur, en eftir hana hefir áður komið út: Sérðu það sem ég sé? Næstu daga kemur svo út bókin: Ráð undir rifi hverju, eftir enska rithöfundinn Wode- house, þýdd af Guðmundi Finn- Raoflsðknir á almenningsálitinii. ------4— ■ ARIÐ 1937 stofnuðu tveir ungir Bretar félagsskap, er nefndist „Mass-Observa- tion“ *) og sem nú telur um 2000 sjálfboðaliða og hefir í ár gefið út rit, er nefnist „Britain by Mass Observation“ (Brezka almenningsálitið). Víðar erlendis hafa menn fengist við svipaðar athuganir. í Noregi hefir t. d. J. L. Mowin- ckel, sonur fyrv. forsætisráð- herra, fengist um nokkurt skeið við svipaðar rannsóknir á því, er hann nefnir „publikums- psykologi“ (sálfræði almenn- ings) og hefir gefið út rit með því nafni. Er það, sem hér fer á eftir, útdráttur, sem hann hefir gert úr hinu nýja, brezka riti, sem áður er getið. Getur hann þess í upphafi greinar sinnar, að hin- ir brezku samherjar sínir hafi lagt aðallega stund á að athuga skoðanir og álit fólksins á dæg- urmálunum gagnstætt því, sem hann sjálfur tók aðallega til meðferðar þyngri viðfangsefni, svo sem trúarbrögð o. s. frv. — En þó telur hann hinar brezku athuganir engu síður girnilegar til fróðleiks og athyglisverðar. °) Þ. e.: Fjölda athuganir = al- menningsálitið. Mesta rúmið í ritinu fær af- staða almennings í Bretlandi til hinna helztu heimsviðburða síð- ustu ára. Og þá kemur það fár- ánlega í ljós, að það voru brezku konungaskiftin síðustu og hneykslismálið, sem þeim var samfara, en ekki hin yfir- vofandi stríðshætta, sem svo langsamlega náði mestum tökum á hugum almennings.' T. d. seld- ust 240 000 aukanúmer af dag- blaðinu „Evening Standard" kvöldið sem Edvard konungur sagði af sér, en aðeins 149 000 kvöldið sem það birti Niirn- berger-ræðu Hitlers. Ein af þeim spurningum, sem ritið glímir við, er: Á hverju byggist almenningsálitið? Og niðurstaða rannsóknanna er þessi: 35% á því, sem í blöð- in er skrifað, 17% á því, sem vinir og kunningjar segja, 13% útvarp og 8% byggist á sjálf- stæðum athugunum og eigin hugsun. í lok ársins voru 460 manns af öllum stéttum og mismun- andi aldri látin svara eftirfar- andi spurningu: A. Hvað á einstaklingurinn að gera í tilefni af yfirvofandi ó- friði? Útkoman var eftirfarandi: Vinna að friðarstarfsemi .... Fylgja stefnu þáv. stj.valda . . Láta reka á reiðanum ....... Veit það ekki ................ B. Hvað ætlar þú að gera ef stríðið brýzt út? Aðstoða stjórnarvöld landsins Sjálfboðal. við ýms hjálparstörf Andæfa móti stríðinu ....... Veit það ekki ................ Reyna að flýja ófriðarlöndin . . Eftir þessum svörum virðast friðarvinirnir, sem ákveðið hafa að taka andstöðu gegn óíriði, flestir meðal ungu karlmann- anna, en í þeim flokki, sem vilja sýna stjórnarvöldunum óskifta trygð og hlýðni, eru ungu stúlk- urnar fjölmennastar. Fyrsta „friðarflug“ Cham- berlains 15. sept. fékk svo góð- ar undirtektir, að 70% voru því fylgjandi í fyrstu. En 21.—22. sept., þegar almenningi voru skilmálarnir orðnir kunnir, breyttist álitið svo, að aðeins 22% voru á Chamberlains máli, en 40% töldu Tékkana svívirði- lega leikna. Annars lét fólk al- ment heimsviðburðina sig litlu skifta þar til farið var að út- deila gasgrímunum meðal þjóð- arinnar. Þá smaug stríðsóttinn inn um hverjar dyr. En 29. sept. var sem því fargi væri lyft af þjóðinni og hagur Karlmenn proc. Konur proc. Innan við Yfir Innan við Yfir 30 ár 30 ár 30 ár 30 ár 30 22 18 19 28 30 37 29 15 19 17 17 27 29 28 35 47 46 56 37 13 9 15 4 14 4 8 4 15 29 9 43 11 12 12 12 hamberlains sté, — nú tj sig 54% honum fylgjandi. Höfundarnir telja sig hafa með þessu dæmi og mörgum öðrum fært sönnur á það, að almenningsálitið hvað snertir heimsviðburði byggist vanalega á ónákvæmum og ófullnægj- andi upplýsingum, sem æfinlega stafa af misskilningi leiðtog- anna á almenningsálitinu! í næstu köflum ritsins eru skemtanir almennings teknar til meðferðar. M. a. var hópur af verkamönnum spurður: — „Hversvegna þykir þér gaman að horfa á áflog.“ — 100 svör- uðu: Vegna þess hvað það er „spennandi.“ — 58: Af því það er hlægilegt. 38: Til að dást að líkamsburðum. — 38: Til að dást að einbeitni, dugnaði og kjarki. 36: Af því það er ódýr skemtun og 21: „Rough $tuff“. (Gróft gaman). bogasyni, og Ég skírskota til allra, eftir sænska stóriðjuhöld- inn Axel Wenner-Gren, þýdd af Magnúsi Magnússyni. Seinna á árinu koma: Jón Halldórsson prófastur í Hítar- dal, ævisaga, eftir Jón Helga- son fyrverandi biskup, eitt bindi af Úrvalsljóðum, í þetta sinn eftir Steingrím Thorsteinsson, Axel Thorsteinsson velur. Þá koma tvær kennslubækur í esperanto, orðasafn, samið af Ólafi Þ. Kristjánssyni, og IV. hefti leskafla, valið af Þórbergi Þórðarsyni, rithöfundi. — Enn- fremur koma 3 hefti af Stud- ia Islandica. Margar fleiri bækur koma út á árinu, heldur Gunnar áfram, og skulu þessar nefndar af handahófi: Segðu mér söguna aftur, barnabók, eftir Steingrím Arason kennara, með teikning- um eftir frú Barbara Williams Árnason, barnabókin: Þjóðsag- an um Sigríði Eyjafjarðarsól með stórum teikningum eftir Jóhann Briem, tvær smábækur í annarri útgáfu, þýddar af Steingrími Thorsteinssyni: ■— Þöglar ástir, eftir Musæus og Sögur frá Alhambra, ljóðabók eftir Guðmund Friðjóns- son á Sandi, Frá Djúpavogi og Ströndum, eftir Jóhann Hjalta- son kennara, Hundrað og sex- tíu fiskréttir, eftir Helgu Sig- urðardóttur, Úrvalsljósmyndir, teknar af hinum og öðrum, — valdar af Leifi Kaldal, tilvalin tækifærisgjöf, og loks bókin, sem máske verður vinsælust allra, Söngbók stúdenta með nótum, valið hafa stúdentarnir Jón Þórarinsson og Bárður Jakobsson. — Fleiri bækur mun ísa- Nú er hinn rétti tími til þess að bera okkar sjálfvirka SJÁLFGLJÁA á gólfin er þau hafa verið þvegin vel og vandlega eftir vorhreingerningarnar. - EKKERT NUDD. - UIKK-06 MRILNINGRR-i j A ff) fe H VERKSMIÐJRN HAKrftF Heildsölubirgðir: H. Ólafsson & Bernhöft. foldarprentsmiðja gefa út á ár- inu, segir Gunnar að lokum, — en hér skulum við láta staðar numið að sinni. Fyrirmyndar eiginmaður heitir þýzk gamanmynd, sem Nýja Bíó sýnir núna. Aðalhlut- verkin leika Heinz Ruhmahn og Heli Finkenzeller o. fl. Norræn ráðstefna um sameiginlega löggjöf á Norðurlöndum að því er snertir réttindi listamanna hefst í Stokk- ihólmá á fiimtudaginn kemur. Krabbe sendiráðsfúlltrúi teliur þátt í ráðstefnunni fyrir íslands hönd. — F.tf. Happdrætti Háskólans. í dag eru síðustu forvöð að endurnýja, því að á morgun verður dregið. Kaupum tómar flðskor þessa viku til fostudagskvðlds. Flösknnam vefitt méttaka í Nýborg, Áfengisverzlun rfkisins. ***** I*1S**4*%^ Því næst taka þeir fyrir tískudanzinn og sönginn „Lam- beth Walk“ og hina einstæðu heimsfrægð hans, og niðurstað- an virðist vera sú, að frægðin og vinsældirnar eigi rót sína að rekja til hins alþýðlega upp- runa hans, hinnar barnslegu, einföldu og græskulausu kátínu („silly and folly“) og það sé eins og hann jafni allt manngrein- ingarálit. „Það er svo lokkandi og elskulegt að fá tækifæri til að vera óþvingaður (,,common“) og sleppa fram af sér beizlinu á þessum fáguðu hámenningar- tímum, segir í einu svarinu. Og þessi orð eru samnefnari fyrir meirihluta allra svaranna. Svo er fólkið spurt, hvar það hafi lært „Lambeth Walk.“ Útkom- an er þessi: 41% í útvarpinu, 18% af vinum og kunningjum — 16% hafa séð hann danzað- an, og 15% hafa kynst honum gegn um blöð og tímarit. Athöfnin til minningar um heimsstyrjöldina, hin lögboðna tveggja mínútna þögn á vopna- hlésdaginn, virðist ár frá ári missa vinsældir sínar meðal almennings. 29. okt. 1938 voru 43% af þeim er spurðir voru um þetta atriði eindregið á móti athöfninni. En þegar sjálfur dagurinn rann upp, 11. nóv., hafði „stemningin11 gripið fólk- ið, svo að það voru aðeins 20% sem nú voru athöfninni andvíg, en 69% fylgjandi. 11% voru á báðum áttum. ,,Stemningar“ yfir höfuð ráða nokkru um al- menningsálitið. Þegar leitað var almennings- álitsins viðvíkjandi því er brjál- aði maðurinn rauf hina heil- ögu þögn undir sjálfri konungs- athöfninni og hrópaði „All this hypocrisy“ — (hvílíkur yíir- drepsskapur), — þá hljóðuðu svör fjölda margra á þessa leið: „Ef til vill er það hann, sem hefir rétt fyrir sér, en við hinir erum brjálaðir.“ Allar rannsóknir okkar sanna — segja höfundarnir, „að al- menningur undantekningarlaust hugsar meira mn sjálfan sig og sitt einkalíf en opinbera starf- semi og alþjóðaviðburði. Sam- kvæmt rannsókn á 15 þús. dag- legum viðræðum í verkamanna- hverfi, — snérust aðeins 3% um stjórnmál. .Þekking leiðtog- anna á „þörfum fólksins" er sambland af því, seem álitið er að séu óskir hinna óbreyttu al- þýðumanna, og því sem forystu- mennirnir vilja að þeir „óski“, segir í bókinni. í sambandi við óskir og þarf- ir almennings, létu þeir gera tilraun með eftirfarandi spurn- ingu: „Hvað mundir þú spara fyrst og frem^t, ef þú yrðir neyddur til að minka útgjöld (Frh. á 4. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.