Alþýðublaðið - 12.05.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.05.1939, Blaðsíða 1
Þér, sem flytjið! Tilkynnið bústaðaskifti yðar í dag eða á morgun, svo þér fáið Alþýðublaðið strax á flutningsdegi í hinn nýja bústað yðar. Símar: 4900 og 4906. EITSTJÓRI: F. R. VAJLDEMARSSON ÚTGEFAMÐI: ALÞ^MIFLOKKUBINM XX. ÁRGANGUR FÖSTUDAGINN 12. MAI 1939 108. TÖLTJBJLAB Mstaðaskifíi Kaupendur blaðsins, mm flytja. geri svo v©l og tilkynni bústaðaskifti tií afgreiðslunnar. Símar: 4900 og 4906. Þýzlc árás á Danzig næstn daga? ----------------» — Nazlstablao i borginni segir ao Þýzkaland hati þegar ákveðið f ramtið bennar og árásardagiian. — ? Ghamberlain: Tilraun til að leysa Danzig~ málið með ofbeldl pýðlr strf ð wlð England. Hitler þegar hann hélt ræðu sína í þýzka ríkisþinginu um Danzig 28. apríl. í forsetasætinu fyrir ofan hann sést Göring. Eitt bifreiðaslysið enn vegna óvarkárni fiolks. »---------------- Btúlka melddist iila i bifreiðaslysi við Arbæ i gær. ¦»-------------------------- (Uætii þess að pjéta ekki fram* Mf reiðum, er standa kyrrar! ITT BIFREIÐARSLYS enn varð í gær af völdum þess að fólk gætir sín ekki nógu vel, þegar það-fer framhjá bifreiðum, sem standa kyrrar á götunni. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar voru atvik að slys- inu eins og hér segir: Kl. 13,50 í gær stóð strætis- vagn, bifreiðarstjóri Daníel Sama aflatregðan. iillf oppur kom í oær aieð 30 tn. oftir ¥lkB. Mrölfnr er kominii úr rannsóknarförinni. 'OGARINN Pórólfur kom úr rannsóknarför sinni í gær. Var hann alls 20 daga í ferðinni og fékk um 80 föt lifrar og fiskur- inn áætlaður um 90 smálestir. Skipstjórinn, Kolbeinn Sigurðs- son segir sama aflaleysið alls- staðar . ., 1 morgun hafði Alþýðublaðið ta] af Halldóri Gíslasyni, skip- stjóra á 'Gulltoppi, en hann kom ;seint í gærkvöldi beint vestan af Halamiðum. „Við vorum viku úti", segir skipstjórinn, „og fengum 30 tunn- ur. Aflinn er sama og enginn. Þjóðverjar sem voru parna höfðu i'engið dágóðan afla, en hann var aðallega upsi. Þarna voru' og fleiri íslenzkir togarar, en tregð- an var sú sama hjá þeim." Ekki höfðu í morgun borist r.einar nýjar fréttir um afla á Hornbankn. Sumarliðason, rétt fyrir ofan Árbæ og var að taka fólk til bæjarins. í því kemur gamall Ford-flutningavagn, nr. 543, eftir veginum. Skýrir bifreiðar- stjórinn á flutningavágninum svo frá: Ég ætlaði að aka framhjá strætisvagninum. Var ég á um 30 km. hraða, en hægði á hrað- anum, er ég kom að strætisvagn inum. Þegar stýrishúsið á mín- um bíl var komið að aftari enda strætisvagnsins, sé ég að piltur og stúlka koma í ljós fyrir framan strætisvagninn. Ég sá strax hættuna, hemlaði samstundis og beygði út á veg- arbrúnina, en pilturinn og stúlkan komu nú yfir þveran veginn og af því að stormur var allmikill, stungu þau bæði und- ir sig höfðum og sáu því ekki hættuna og gengu í hægðum 'sínum, en pilturinn leiddi stúlk- una. Skifti þetta nú engum togum. Stúlkan rakst á vagninn, á framhornið. Við þetta féll stúlk- an upp að vinstra horni bifreið- arinnar og lenti með höfuðið á hliðarrúðunni á húsinu, en hún molbrotnaði við höggið og við það skarst stúlkan í ándliti. Fékk hún áuk þess fleiri á- rekstra. Bifreið mín stöðvaðist með öll hjól utan vegarins. Stúlkan, sem heitir Þórunn Einarsdóttir, var flutt sam- Frh. á 4. síðti. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í morgun. CHAMBERLAIN OG DALADIER héldu, án þess að það hefði verið boðað áður, báðir stórpólitískar ræður í gær, þar sem þeir lögðu aðaláherzlu á að eyða öllum efa- semdum, sem vera kynnu umþað, að loforð Englands og Frakklands um liðveizlu við Pólland, ef á það væri ráðist, væri alvarlega meint. Chamberlain sagði, að af flestum væri Danzig nú álitin aðalhættustaðurinn í Evrópu. Hann væri þó sjálfur þeirr- ar skoðunar, að deiluna um Danzig mætti leysa á frið- samlegan hátt, en vildi taka það skýrt fram, að svo fremi, sem reynt yrði að leysa hana með ofbeldi, eða á nokkurn þann hátt, sem stofnaði sjálfstæði Póllands í hættu, þá myndi það þýða stríð, sem England hlyti óhjákvæmilega að taka þátt í, samkvæmt skuldbindingum sínum við Pól- land. Talið er að tilefni þessarar skorinorðu yfirlýsingar Chamberlains hafi verið hótunargrein, sem birtist í „Dan- ziger Vorposten", aðalblaði nazista í Danzig, í gærmorgun, þar sem sagt er að atkvæðagreiðsla um framtíð borgar- innar sé þýðingarlaus, því að Þýzkaland hafi þegar ákveðið framtíð hennar og muni láta til skarar skríða á tilsettum tíma. Jafnframt var í greininni Pólland varað við því að leika sér með eldinn, því að það þyrfti ekki að'búast við neinni hjálp af Englandi og Frakklandi í þessu máli, og Þýzkaland myndi ekki ganga inn á neitt samkomulag við England um það. Hótunargrein nazistablaðsins í Danzig og gagnyfirlýs- ingar Chamberlains og Daladiers hafa vakið mikinn óhug úti um allan heim. Það er ekki annað sýnilegt af þeim. en að þýzk árás á Danzig sé talin alveg yfirvofandi. Af staða Sovét-RAss^ lands ýtir undlr Hltler. Það þykir augljóst af þessum skyndilegu straumhvörfum í Danzigmálinu á þessu augna- bliki, að hinn mikli dráttur, sem orðið hefir á samkomulagi milli Englands og Sovét-Rúss- lands um myndun varnarbanda- lags gegn yfirgangi Þýzkalands og útíitið fyrir það, að sovét- stjórnin vilji yfirleitt ekki taka á sig neinar skuldbindingar, sem gætu leitt til þess, að hún lenti í stríði við Þýzkaland, hafi ýtt mjög undir Hitler um áð hef jast handa hið allra fyrsta um innlimun Danzigborgar í Þýzkaland, í því trausti, að Pól- land þori ekki, þegar á herðir, að sýna neinn mótþróa, og Eng- land og Frakkland ekki leggja út í stríð, án fullrar vissu um það, að þau fengju tafarlausa hernaðarlega aðstoð Sovét- Rússlands. Hinsvegar er litið svo á, að með áframhaldandi samningum sé þó ekki alveg loku fyrir það skotið, að isamkomulag kynni að nást milli Englands, Frakk- lands, Sovét-Rússlands og Pól- lands, sem tryggði þátttöku Sovét-Rússlands í binu ffyrir- hugaða varnarbandalagi. Það er talið hugsanlegt, að ferðalag Potemkins, aðstoðarutanrikis- málaráðherra Sovét-Rússlands, til Tyrklands, Rúmeníu og P61- lands síðustu daga hafi greitt fyrir samningum um það, þo ekkert hafi ennþá verið látið uppi um ára|ngurinn af för hans. Potemkin hittir Balifax 00 Bonnet i Genf 22. maí. Þá er búizt við því, að Potem- kin hitti þá Lord Halifax, utan- ríkismálaráðherra Breta, og Bonnet, utanríkismálaráðherra Frakka, í Genf eftir rúma viku, þegar ráðsfundur Þjóðabanda- lagsins kemur þar saman, og gera enskir og franskir stjórn- málamenn sér nokkrar vonir um að betur skipist um samkomu- lagsumleitanir Englands og Sovét-Rússlands eftir fund þeirra þar. Fundurinn í ráði Þjóðabanda- lagsins átti að hefjast á mánu- daginn, en var frestað til mánu- dagsins 27. maí samkvæmt Frk á ;4. siðu. Hæstaréttardömnr um laan- in fyrir bjðrgnn á vélbit. — ? Eigandi bátsins neitaði að greiða ein- um bátnum bjðrgunarlaun og taldi að hann ætti kröfu á hendur ððrum. T MORGUN féll dómur í hæstarétti í máli út af launum * fyrir björgun á mótorbát, sem dreginn var strandaður af skeri. Voru björgunarmönnum tildæmdar 1200 krónur í björgunarlaun. Málsatvik voru sem hér segir: Að kvöldi hins 7. febrúar 1937, strandaði m.b. „J6n Dan" G .K. 341 úr Vogum á Gerðahólma og fór stefnandinn í málinu, Guð- laugur Oddsson á trillumát sín- um „Þormóði II." við áttunda mann til hjálpar hinum strandaða báti. Voru þá Keflavíkurbátarnir Reynir og Goðafoss komnir á strandstaðinn, en vegna grynn- inga gátu peir ekki komizt svo nærri hinum strandaða báti, að unt væri að koma dráttartaugum á milli þeirra. Var pá kominn brimsúgur og veður versnandi. Þegar „Þormóð- ur II." var kominn í kallfæri, ka'Iaði skipstjórinn á hinum stranda báti til skipstjórans á „Þormóði II." bað hann að koma dráttartaugunum frá stóru bátun- um yfir í „Jón Dan" og tókst „Þormóði II" pað, en varð að leggja sig alímjög í hættu. Drógu síðan Keflavíkurbátam- ir „Jón Dan" af skerinu, en „Þor- móður II." beið, pangað til ber- sýnilegt var, að „Jón Dan" myndi ekki sökkva. Drógu Kefla- víkurbátarnir því næst „Jón Dan'' til Voga. Eigandi „Jóns Dan", Sigurjón Waage hafði borgað Keflavíkur- bátunum björgunarlaun, en ekki skipstjóranum á »Þormóði II." og synjaði um þá greiðslu. Bygði hann synjuri sína á því, að hann hefði þegar greitt, til Keflavíkurbátanna, upphæð, sem teljast mætti rífleg greiðsla fyrir starfsemina, sem þarna var í té látin með tilliti til þess verö- mætis, sem þarna var dregið af skerinu. Taldi hann því, að stefn- andi ætti að snúa sér til eigenda aðurgreindra mótorbáta um þókn un fyrir aðstoð sína og beri þeim að skipta laununum á milli sín. Frh. á 4. síðu. C*s#s#s#l*t*''*s*N<***>#,#'*'*#N*s**'^^ T X 0rn ráðln til sfild<* \ arleita í 2'L mánHð. Varðskipið Óðinn stundar sildarleit- ir frá miðjum maí til miðs júní. TUTIKLU fullkomnari síldarleitir verða í sumar en nokkru ¦*•" sinni áður. Er ákveðið af ríkisstjórn, síldarútvegs- nefnd og stjórn síldarverksmiðjanna að ráða varðskipið Óð- inn til síldarleita um miðjan þenna mánuð og skal það stunda > þær í einn mánuð. Þá er og ákveðið að ráða flugvélina T. F. Örn til síldarleita í 2Vz mánuð í sumar. I ráði er að síld- arverksmiðjur einstaklinga taki að einum fjórða hluta þátt í kostnaðinum, sem af þessu leiðir. Mikill undirbúningur mun einnig vera hafinn til þess að árangurinn af þessum síldarleitum verði sem allra beztur. Hefir Alþýðublaðið heyrt, að í ráði sé að setja upp sérstakan „koda" fyrir allan síldveiðiflotann íslenzka, sem flugvélin sendir síðan út skeyti eftir og skipin sín á milli. Er yfirleitt mikill undirbúningur undir síldarvertíðina á öllum sviðum. Er víst að þátttakan í síldveiðunum verSur nú meiri en nokkru sinni áður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.