Alþýðublaðið - 12.05.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.05.1939, Blaðsíða 4
f DAG. FÖSTBDAGINN 12. MAÍ 193» ■■GAMLA BlðBB Hjallhvit og dvergarair sjð. Hin heimsfræga litskreytta æfintýrakvikmynd snillings- ins WALT DISNEY’S I. O. G. T. FREYJUFUNDUR i kvöld kl. 81/2. Venjuleg fundarstörf. Skipun fastra nefnda. — Fjölsækið. Æðstitemplar. Suðin kom í nótt, fer á laugardags kvöld í hringferð. Útbreiðið Alþýðublaðið! Svavar finðmnndsson fer með vísvitandi ósannindi. IfÆÁLGAGNI kommúnistE hér er i dag birt götuvið- tal við Svavar Guðmundsson útbússtjóra Útvegsbankans á Akureyri, þar sem hann er lát- inn segja að Landsbankinn ætli sér á einhvern hátt að koma í veg fyrir endurbyggingu síldar- bræðslustöðvar Siglufjarðar- kaupstaðar. Sé þetta ekki beinn uppspuni þessa ómerkilega blaðs, eins og líklegast má telja, þá fer Sv. G. hér með vísvitandi ósannindi. Alþýðublaðið getur eftir góð- um heimildum fullyrt, að Landsbankinn hefir ekki á neinn hátt spilt fyrir þessu síldarbræðslumáli. Það mál er og hefir verið að öllu leyti á veg um Útvegsbankans og til Lands bankans hefir ekki verið leitað um stuðning við þetta fyrir- tæki. Útvegsbankinn hefir að vísu leitað álits Lands- bankans um það. Þetta álit hef- ir Útvegsbankinn fengið og er það á þann veg, að Landsbank- inn óski ekki eftir að hafa nein afskifti af þessu síldarbræðslu- máli og að Útvegsbankinn verði að leysa málið á eigin spýtur. Svavar lætur sér sæma að gefa það í skyn, að Landsbankinn vilji ekki að aðrir eigi verk- smiðjur en Kveldúlfur og Alli- ance. Svavar veit þó vel, að rík- isverksmiðjurnar eru á vegum Landsbankans að öllu leyti auk hinna stóru verksmiðja á Djúpu vík og Hjalteyri og ýmsra ann- ara smærri verksmiðja, svo telja verður að hann geri sitt ,til að standa undir síldariðnaðinum. Verður því að telja það býsna djarft af Sv. G. að reyna þannig að koma yfir á aðra bankastofnun á- byrgðinni af því, ef ekki verður af endurbyggingu þessarar síld- arbræðslustöðvar. Til manns í stöðu Sv. G. verð- ur að gera þá kröfu, að hann fari rétt með þau mál a. m. k., sem lúta að viðskiftum þessara banka og meti það meira en að þóknast þeirri tilhneigingu landráðablaðsins Þjóðviljans að svívirða og rægja þjóðbanka landsins. Tvö Miship rehast á og sðhhva við anst nrstrðnd Ameríhn. 38 manns er snbnað. Brezka konnngsskiplð befir tafizt af fs. MANNS er saknað, eftir að tvö amerísk fiskiskip rákust á undan strönd Nova Scotia. Bæði skipin sukku þeg- ar í stað. Níu mönnum tókst að komast 1 björgunarbáta, og varð þeim síðan bjargað af öðru fiskiskipi, en telja má víst, að hinir 38 hafi farizt. Á þessum slóðum er mikil þoka, og olli hún því, að haf- skipið ,.Express of Australia.“ sem er á leiðinni til Kanada með Georg VI. Bretakonung og Eliza- betu drottningu, hélt kyrru fyr- ir í gær á þessum slóðum í 17 klukkustundir, án þess að kom- izt yrði áfram. Á þessum slóð- um er einnig mikið um hafís. Næturlæknir er Páll Sigurðs- son, Hávallagötu 15, sími 4959. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. OTVARPIÐ: 20.20 Erindi: Um íslenzk þjöðlög, II. (með tóndæmum) Jón Þór arinsson stúdent. 21,00 Bindindisþáttur (Felix Guð- mundsson). 21.20 Strokkvartett útvarpsins leikur. 21,40 Hljómplötur: Harmoníku- lög. 22,00 Fréttaágrip. 22,15 Dagskrárlok. STÓRVELDIN OG DANZIG. (Frh. af 1. síðu.) beiðni Sovét-Rússlands, til þess að fulltrúi þess, sem sennilega verður Potemkin, en ekki Molo- tov, geti tekið þátt í honum. En samkvæmt reglum Þjóðabanda- lagsins á Sovét-Rússland í þetta sinn að leggja til forseta ráðsfundarins. ÖryggissáttiBáli milli Breta op Tyrkja und- irritaðnr. í Ankara á Tyrklandi var til- kynnt seint í gærkveldi, að gagnkvæmur öryggissáttmáli milli Tyrkja og Breta hefði ver- ið undirritaður þar í gær og hafi hann inni að halda ákvæði um vörð við Dardanellasundið, ef til ófriðar kemur, Talið er að Frakklandi muni verða boðið að gerast aðili að þssum sáttmála. Blóðngar shærnr milli Bðlgara og BómenaíÐohrndscha 20 Bálgatir drepnir. LONDON í gærkveldi. FÚ. ÚMENSKA lögreglan drap í dag 20 búlgarska stiga- menn í Dobrudscha-héraðinu, sem Búlgaría lét af hendi við Rúmeníu árið 1913. Frá því er skýrt í fregnum, að búlgarskir stigamenn hafi að undanförnu látið mjög til sín taka í þessu héraði, og hafa at- hafnir þeirra einkum beinst gegn rúmenskum embættis- mönnum. Þegar lögreglan hafði hand- tekið 23 af stigamönnum þess- um og var á leið til fangelsisins með þá, réðst að henni annar stigamannaflokkur. Ætlaði þá hinn fyrri hópur að nota tæki- færið til að flýja, og voru 20 þeirra skotnir á flóttanum, en hinir 3 komust undan. Rámenia fær stárlán á Englandi til vörnkanpa. LONDON í gærkveldi. FÚ. Ákveðið hefir verið, að Bret- land veitti Rúmeníu 5 milljóna sterlingspunda (135 millj. kr.) lán til vörukaupa í löndum brezka heimsveldisins. í þess stað mun Bretland kaupa 200 000 smálestir af næstu hveitiuppskeru Rúmeníu, ef hægt er að fá hveiti þetta fyrir það verð, sem þá verður í gildi á heimsmarkaðinum. Þessi tvö ákvæði brezk-rúmenska við- skiftasáttmálans voru undirrit- uð í Búkarest í dag. Anglýslng nm verðiagsákvæði. Verðlagsnefnd hefir, samkvæmt heimild í lögum nr. 70, 31. des. 1937 sett eftirfarandi verðlagsákvæði: Álagning á eftirtaldar vörur má eigi vera hærri en hér segir: BÚSÁHÖLD : Leir- og postulínsvörur: Diskar, bollapör, kaffistell, testell. matarstell, kaffikönnur, tekönnur, rjómakönnur, sykurkör, mjólkurkönnur, skálar, steikarföt, kartöfluföt, sósukönnur, desertdiskar, niðursuðu- glös og vatnsglös (úr gleri). 1. í heildsölu 27%. 2. í smásölu: a) Þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum 47%. b) Þegar keypt er beint frá útlöndum 64%. Emailleruð mataráhöld og búsáhöld: Pottar, katlar, skaftpottar, þvottaföt. kaffikönnur, tepottar, matarskálar, diskar, ausur, fiskspaðar, mál, mjólkurfötur, skolpfötur, náttpottar og fægiskúffur. 1. í heildsölu 18%. 2, í smásölu: l a) Þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum 45%. b) Þegar keypt er beint frá útlöndum 55%. Alumín- og emilleruð suðuáhöld fyrir rafmagnseldavélar: 1. í heildsölu 15%. 2. í smásölu: a) Þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum 30%. b) Þegar keypt er beint frá útlöndum 40%. Onnur alumín-, bús- og mataráhöld: 1. í heildsölu 20%. 2. í smásölu: t a) Þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum 40%. b) Þegar keypt er beint frá útlöndum 55%. Borðbúnaður o. fl.: Borðhnífar, gafflar. matskeiðar, teskeiðar, búrhnífar og brauðhnífar. 1. í heildsölu 18%. 2. í smásölu: I a) Þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum 40%. b) Þegar keypt er beint frá útlöndum 55%. Ýms eldhúsáhöld og búsáhöld: Svo sem: Kaffikvarnir, pönnur (járn), vöfflujárn, kolaaus- ur, þvottabalar og fötur, kökuform, bollabakkar (úr öðru en silfri eða pletti), eldhúsvogir og gormvogir. 1. í heildsölu 18%. 2. í smásölu: | a) Þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum 40%. b) Þegar keypt er beint frá útlöndum 55%. Þvottavindur og kjötkvarnir: 1. í heildsölu 15%. 2. í smásölu: a) Þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum 30%. b) Þegar keypt er beint frá útlöndum 40%. HANDVERKFÆRI: alls konar, til heimilisnotkunar og iðnaðar, svo sem: Sagir og sagarblöð, hamrar, axir, þjalir, skrúflyklar, naglbítar. hjólsveifar, hófjárn, sporjárn, rörtengur, heflar og hefil- tennur, glerskerar, vasahnífar, skæri o. s. frv. 1. í heildsölu 18%. 2. f smásölu: a) Þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum 40%. f b) Þegar keypt er beint frá útlöndum 55%. ÝMSAR JÁRNVÖRUR: Hurðarhandföng, lamir, skrár, hengilásar og smekklásar. 1. f heildsölu 18%. 2. í smásölu: a) Þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum 40%. b) Þegar keypt er beint frá útlöndum 55%. Brot gegn þessum verðlagsákvæðum varða alt að 10000 króna sektum, auk þess sem ólöglegur hagnaður er upp- tækur. Þetta birtist hér með öllum, sem hlut eiga að máli. Viðskiftamálaráðuneytið, 11. maí 1939. Eysteinn Jónsson. T '' "iii. Torfi Jóhannsson. Talfeór F. U. J. Æfing í kvöld kl. 8V2. efstu hæð Alþýðuhússins. Sölusamband islenzkra fiskfram- leiðenda flytur í dag skrifstofur sínar af Fríkirkjuvegi 11 í Hafnarhús- ið. Eimsfeip: Gullfoss er í Kaupmannahöfn, Goðafoss fer héðan kl .6 í kvöld til útlanda, Brúarfoss er á Akur- eyri, Dettifoss fer frá Hull i kvöld, Lagarfoss er á leið til Kaupmannahafnar frá Austfjörð- um, Selfoss er hér. Drottningin er væntanleg til Kaupmanna- hafnar í fyrramálið. 5 manna fólksbíll í góðu standi til sölu. Upplýsingar í síma 1508. 0 KYJA BH) Fyrirmyndar- eiginmaður (DER MUSTERGATTE.) Óvenjulega fjörug og skemtileg þýzk kvikmynd, er byggist á hinu víðfræga leikriti Græna lyftan eftir Avery Hopvood. — Aðal- hlutverkin leika hinir gamalkunnu þýzku skop- leikarar: Heinz Rúhmann, Leny Marenbach, Hans Söhnker, Warner Fuetterer o.fl. Innilega þökkum við fyrir alla hjálp og hluttekningu, er okkur hefir verið veitt við fráfall og jarðarför Bárðar Bergssonar frá Dufþekju. Guðlaug Jónsdóttir og börn. Hveragerði — ðlvesá Eyrarbakki — Stokkseyri. Byrjum kvöldferðir austur næstkomandi laug- ardag og sunnudag. KI. 6 sd. úr Reykjavík. Að austan alla sunnudaga og mánudaga klukkan 10 árdegis. Símar 1580 — 1581 — 1582 — 1583 — 1584 Bifreiðastöð Steindórs. HÆSTARÉTTARDÓMUR. (Frh. af 1. síðu.) Skýrslu stefnanda, Guðlaugs Oddssonar, staðfestu fjórir af mönnum þeim, er með honum voru á bátnum við björgunina, þar á meöal séra Eirikur Brynj- Ólfsson á Útskálum. Undirréttur leit svo á, að ekki væri hægt að fallast á skoðun stefnda, að hann hafi losnað und- an frekari greiðsluskyldu vegna „Jóns Dan“, þó að hann hefði greitt hinum bátunum. Var því stefnda, Sigurjóni Waage dæmt að greiða stefnandanum, Guð- laugi Oddssyni kr. 1200 í björg- unarlaun og kr. 250 í málskostn- að. Hæstiréttur staðfesti dóm und- irréttar. BIFREIÐARSLYS. (Frh. af 1. síðu.) stundis á Landsspítalann. Kom í ljós' við rannsókn þar, að hún hafði höggvist á hægri augna- brún og fengið þar 4 cm. skurð, herðablaðið hægra megin hafði sprungið, hún hafði og viðbeins- brotnað og marist í andliti og á annari öxlinni. En stúlkunni mun í dag líða sæmilega, eftir atvikum. Þetta slys er ekki óvenjulegt. Mörg bifreiðaslys verða einmitt með þessum hætti. Fólk gætir sín ekki nógu vel, er það fer fyrir bifreiðar, er standa kyrrar á vegunum, eða þegar það fer fram hjá þeim. Þegar fólk skýst alt í einu fyrir bifreiðar, er standa þannig, eiga bifreiðar- stjórar, sem koma í sömu svif- um framhjá, áfar erfitt með að forða slysi. Er og enn meiri hætta á þessu úti á vegum en inni í bænum, því að utan bæj- arins er leyfður hraðari akstur. Dýravemdarinn, 3. tbl. er nýkomið út. Hefst það á grein um sauðburðinn. Sig- urður Gíslason skrifar grein, sem iítalirfáafturhveitili branð eftir eltt ðrJ En verða nð að tak- raarka við slg kaffl-l negzln. í; LONDON í moryun. FÚ. i; ÍTALÍU hefir nú verið leyft að baka i; I; hveitibrauð, eftir að í ; meira en ár hefir verið ij bamiað að gera brauð úr i: öðru en hveiti og mais- jl i; blöndu, vegna hinnar lé- i; 1; legu hveitiuppskeru í I; ; fyrra. ;; ;; Samtímis var það til- ;; ;; kynt, að ítalir yrðu að tak- i; ;i marka við sig kaffi- i; ;i drykkju, til að spara gjald- ;j ii eyri þann, er fer til kaffi- | i kaupa. | *• M^############################J heitir Reykur, minningarorð eft- ir hest, sem hann átti. Margt fleira er í ritinu. Eins og hjá Hitler og Stalin. Sturla Þórðarson, sem ritaði meirihluta Sturlungu, er svo sem kúnnugt er, einn frægasti sagna- ritari vor. í grein, sem Björn Sigfússon ritaði í gær íÞjóðvilj- ann um bækling Héðins Valdi- marssonar um Jónas Jónsson, líkir Björn Héðni við Sturlu Þórðarson. Minnir þetta mjög á, hvernig fylgismenn Hitlers og Stalins dragmagast í kringum foringja sína, en ekki virðist Björn (liðhlaupi úr Alþýðuflokkn- um yfir í flokk kommúnista) vita, að oflof verður að háði í augum þeirra, er uppréttir standp. Byggingarfélag alþýðu beldur aðalfund sinn í K. R - húsinu í kvöld.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.