Alþýðublaðið - 13.05.1939, Blaðsíða 1
Dér, sem flytjið!
Tilkynnið bústaðaskifti
yðar í dag eða á morgun
svo þér fáið Alþýðublaðið
strax á flutningsdegi
hinn nýja bústað yðar.
Símar: 4900 og 4906.
BITSTJÓSI: F. E. VALÐEMARSSON
ÚTGEFAMDI: Ai,ÞÝBlWL@KKllEHfM
fXX. ÁKGA.NGUíl
LAUGARDAGINN 13. MAI 1939
109. TÖLUBLAÐ
Bústaðashiíti:
Kaupendur blaSstns, swn
flytja. geri svo vel og
tilkynni bústaðaskifti til
afgreiðslunnar.
Símar: 4900 og 4906.
efur fiskurinu geugie
FisMleltir tofgaranna hafa ekki
norið tilætlaðan árangur.
TOGARARNIR koma nú hver af öðrum inn með sára-
lítinn afla eftir langa útivist. — Þær fiskileitir, sem
fram hafa farið undanfarið, hafa ekki borið þann árangur,
sem vænst var.
Eitt af því, sem Fiskimála-
nefndin hefir haft forystu í,
er einmitt þessi leit að nýj-
um fiskimiðum. Voru fyrstu
ferðir ,í því skyni farnar af
varðskipinu „Þór" árið 1935
og fann Þór þá karfamiðin
fyrir Suð-Austurjandi og síð-
ar grálúðumið fyrir Norð-
Austurlandi. Síðan hef ir þess
um fiskimiðaléitum verið
haldið áfram nokkuð á
hverju ári, en árangurinn
ekki orðið eins mikill og
vænta hefði mátt. Má nokk-
uð þar um kenna því að
veiðiskip voru ekki send á
miðin, er væru þar samtímis
leitarskipinu til þess að
ganga úr skugga um hvort
um verulegt aflamagn væri
að þar að ræða.
Þegar aflinn brást nú á hin-
um venjulegu togaraslóðum í
vetur sendi ríkisstjórnin með
stuðningi frá Fiskimálanefnd 3
togara í fiskileit og var bæði
leitað umhverfis landið og
einnig til Grænlands. Engan
árangur hafa leitir þessar bor-
ið, því miður. og svo virðist
sem togfiskur sé hvergi hér við
land nú hvað sem því veldur.
Allar þessar tilraunir og leitir
eru spor í rétta átt, þó ennþá
hafi ekkí náðst tilætlaður ár-
angur, því meðan vér byggjum
að verulegu leyti fiskveiðar
vorar á togaraútgerð, er það
lífsnauðsyn, að fylgja fiskinum
eftir og finna þá staði, sem
hann nú hefir tekið sér ból-
festu á. Hið ískyggilegasta við
útlitið í fiskveiðum vorum er
það, að ekki virðist nú koma
nærri eins mikið fiskimagn á
hrygningarstöðvarnar hér við
Suðvesturlandið eins og verið
hefir áður, og mætti af því draga
þá ályktun, að fiskurinn hefði
gengið á ný hrygningarsvæði,
sem enn eru ófundin. Nú um
mörg ár hefir af laleysi verið við
Austurland, samanborið við
það, sem þar var áður. Þetta
aflaleysi virðist nú vera að
færast hingað suður, því þó
sæmilega hafi aflast í verstöðv-
unum hér við Faxaflóa eru
róðrar miklu fleiri í vetur en
Norðnrlðnd svara
filfler sennilega í
næsíii vikn.
LONDON f gærkv. F.Ú:
'O'ALVDAN KOHT, utanríkis-
¦"•¦"¦ málaráðherra Noregs, lýsti
yfir pví í gær, að svör Noregs,
Danmerkur, Svíþjóðar og Finn-
lands við tilboði Þýzkalands um
öryggissáttmála, myndu að öllum
líkindum verða afhent í Berlin
jinemma í næstu viku.
undanfarnar vertíðir, þegar
sama eða svipað aflamagn hefir
fengist.
Á þessu sviði liggur áreiðan-
lega eitt allr'.a mikilsverðasta
viðfangsefni þjóðarinnar.
Við íslendingar trúum því
ekki enn, að fiskurinn sé að
að hverf a héðan frá landinu, því
fiskileysistímabil hafa áður
gengið hér yfir, og vonum við
að úr muni rætast fyr en varir.
Samt sem áður er sjálfsagt að
nú og framvegis verði þraut-
reynt hér umhverfis landið og
á öðrum þeim slóðum, sem við
náum til með togurunum, því
á því veltur f járhagsleg velferð
þjóðarinnar um næstu framtíð
að oss takist að afla mikið og
koma þeim afia út á heims-
markaðinum fyrir sæmilegt
verð.
Brezka konungsskip-
ið fer aftur óhindr-
að ferða sinna.
W
LONDON í gærkveldi. FÚ.
AFSKIPIÐ „Empress of
Australia", sem hefir Ge-
org VI. Bretakonung og Eliza-
betu drottningu innanbofðs,
heldur nú áfram á fuilri ferð,
eftir að hafa tafist í hér um bil
24 klukkustundir vegna ísa og
þoku.
Meðan mest kvað að þokunni
og hafísnum, var eitt af beiti-
skipum þeim, er fylgja „Em-
press of Australia", látið sigla
á undan og beita leitarljósum
sínum, til þess að sjá, hvort haf-
ísjakar væru á leiðinni.
RofscliiSd látinn lau
fir fanpMðum I
Austurríki.
LONDON í morgun F.O.
¥ OUIS ROTSCHILD barón,
¦*-^ sem tilheyrir hinni" austur-
rísku grein hinnar frægu banka-
mannaættar hefir verið látinn
laus úr fangaherbúoum í Austur-
ríki og er kominn til Zörich.
Ungir íslendingar á fjöl-
mennasta f imleikamóti, sem
haldið hefir verið.
32 piltar og stúlkur úr Ármanni
á Lingiaden í Stokkhólmi.
----------------? —
ARMANN undirbýr þátttöku sína í stærsta og voldugasta
fimleikamóti, sem nokkru sinni hefir verið háð í heim-
inum.
Fimleikamótið — Lingiaden — er haldið í Stokkhólmi
og hefst 20. júlí og er háð af tilefni 100 ára dánarminning-
ar Lings, brautryðjanda sænskrar leikfimi og raunverulega
upphafsmanns nútímaleikfiminnar.
sem tekur 3000
Svíar hafa undirbúið þetta
mót í 4 'ár af mikilli kostgæfni
og hafa þeir boðið 52 þjóðum
þátttöku. Þegar hafa 32 þjóðir
ákveðið þátttöku sína úr öllum
heimsálfum. Er gert ráð fyrir
að um 7100 úrvals fimleika-
menn frá þessum löndum sæki
mótið. Utan Svíþjóðar verða
Danir fjölmennastir með 2000
manns, Þjóðverjar . með- 1400,
Norðmenn með 1000 og Eng-
lendingar ,með 500, og senda
þeir sérstakt skip með þátttak-
endurna.
. Mótið fer fram á Olympíu-
leikvanginum frá 1912 og í
stærstu samkómuhúsum Stokk-
hólmsborgar. Fyrsta daginn, 20.
júlí, þegar mótið verður sett,
ganga allar þjóðir undir fánum
sínuni inn á leikvanginn og þar
fara fram allar stórar hópsýn-
ingar. í samkomuhúsunúm
verða hafðar sýningar allra úr-
valsflokka. Húsin, sem þannig
verður sýnt í, eru konsert-hús-
ið, sem tekur 1900 manns, kon-
únglega léikhúsið, sem tekur
1000 manns, Cirkus Djurgaar-
den, sem tekur 2000 manns, og
Alvikshallen,
manns.
Úrvalsflokkarnir hafa 2 sýn-
ingar í þessum húsum, og er það
gert til þess að sem flestir geti
séð þá.
íslandi var einnig boðin þátt-
taka, og hóf Ármann undirbún-
ing að þátttöku sinni fyrir 2 ár-
um. Hefir félagið nú ákveðið að
fara með 32 manna úrvalsflokk,
Frh. á 4. síðu.
i Pólverja í I
Nazistar svívírð
pölska f ánami @
ráðast á pölsk
ar stofnanir.
Frá fréttaritara Alþýðublaðsins
K.höfn í morgun.
A LVARLEGAR óeirðir
¦^-*- urðu í gærkveldi í Dan-
zig af völdum þýzkra naz-
ista, og óttast menn, að þær
hafi verið skipulagðar í þeim
tilgangi, að skápa það ástand
í borginni, sem þurfa þyki
til þess að Hitler fái ein-
hverja átyllu til að skerást
í leikinn.
Nazistarnir rifu á einum
stað niður pólska fánann og
tróðu á honum á götunni í
augsýn f jölda manna.
Á öðrum stað gerðu þeir á-
rás á pólskan skóla, sém helg-
aður er Pilsudski, þjóðhetju
Pólverja, en þar stóð til að
halda hátíðlegan fjögra ára
dánardag hans. Réðust naz-
istarnir með grjótkasti á
skólann og brutu margar rúð
ur í honum.
Mótmmætafundjir, sem Pól-
verjar ætluðu að halda í gær-
kveldi, voru bannaðir af naz-
istayfirvöldunum, en nazistar
eru hú svo að segja einráðir í
borginni, hafa 70 meðlimi í
senatinu (bæjarráðinu) af 72,
því allir aðrir flokkar hafa fyrir
löngu verið leystir upp, full-
trúar þeirra í senatinu teknir
fastir og margir hverjir á ólög-
legan hátt verið fluttir burt úr
borginni til Þýzkalands og sett-
ir þar í fangabúðir.
ÖU pólsk blöð og tímarit í
borginni voru einnig gerð upp-
tæk í gær.
Menn óttast alvarleg eftirmál
þessara ofbeldisverka þýzku
nazistanna í Danzig.
Wbliíráíastafkeift
á Gliamberlain og
Dalaðier.
- LONDON í gæarkv. F.Ú.
Helztu blöð í Pýzkalandi ráð-
ast í dag hvasslega á Chamber-
lain og Daladier fyrir yfirlýsing-
ar þær, er peir gáfu í gær um
Frh. á 4. síðu.
«-
Utanríkismálaráðherra Búmeníu, Gafencu (lengst til hægri) vMS
heimsókn sína í London á dögunum. Við hlið hans Winston
Churchill og Anthony Eden (lengst til vinstri).
Bretar fá beztukjara*
skUyrði í Rúmenfu.
Minm nýi viðskifitasamningnr
Breta og Riimena war Mrtur I gær
Frá Danzig: Á bökkum Weichselfljótsins, aðalsamgönguæðar
PóIIands, sem rennur til sjávar gegnum borgina.
LONDON í gærkveldi. FÚ. '
INNIHALD brezk-rúmenska
verzlunarsáttmálans var birt
í dag.
Er með samningum þessum
ákveðið, að Bretar veiti Búm-
eníu 5 niillj. sterlingspunda lán,
og verður því fé að mestu varið
til hergagnakaupa. Vextir eru
5%," og skal lánið endurgreiðast
á 30 árum.
Búmenía skuldbindur sig
hins vegar til þess að veita Bret-
landi beztukjaraskilyrði um
viðskifti, að greiða fyrir því, að
Bretar nái hagfeldum kaupum
á rúmenskri olíu, að veita olíu-
félögum, sem brezkt fé stendur
í, leyfi til rannsóknar og nýt-
ingar á nýjum námalöndum og
veita ]?eim hagfeld sérleyfi. '
I öðrum hluta samningsins
fjallað um samgöngur milli
landanna, og er í ráði að stofna
til beinna flugferða og skipa-
samgangna milli Rúmeníu og
Bretlands.
MpeiW reiðlr ifir sátí
oiáia Brefai og Tpfeja.
LONDON í morgun F.O.
Fyrstu blaðaummælin, sem
fram koma í Pýzkalandi um sátt-
mála Bretlands og Tyrklands, eru
á pá leið, að þetta sýnienn á
ný glögglega 'fjaridskap og ein-
angrunarstefnu Englands í garð
Þýzkalands.
Jafnframt er Bretlandi og Tyrk
landi tjáð það, að Þýzkaland og
og ítalía muni standa saman, þeg
ar til styrjaldar kemur
Innbrot á iríisíiða-
taoltl f fýrriiitt.
¥ FYBBI NÓTT var brotist
¦*• inn í íbúð suður á Gríms-
staðaholti og stolið þar 245
krónum úr veski í jakkavasa.
Eigandinn var nýkominn
heim til sín surman úr Grinda-
vík, þar sem hann hefir stund-
að sjóróðra í vetur og hafði
kaupið sitt, um 300 krónur, í
veski í jakkavasa sínum.
Þegar hann fór að hátta í
fyrra kvöld, hengdi hann jakk-
ann á stól í næsta herbergí við
svefnherbergið.
Klukkan um 2V& um nóttina
vaknaði móðir mannsins við
það, að bíll var í gangi við hús-
ið. Tók hún þá eftir því, að all»
ar hurðir voru opnar upp á gátt,
en hún hafði um kvöldið lokað
húsinu og skilið lykilinn eftir í
skránni að innanverðu.
Fór hún nú á f ætur og kom
þá í Ijós, að stolið hafði verið úr
veskinu 245 krónum, en 50
krónur voru eftir.
Þykir líklegt, að þjófurinrt
hafi farið inn um glugga.
Skarlatssótt
mikil hefir komið upp í Kaup»
mannahöfn, og hafa 133 sjúkl-
ingar veríð fluttir á sjúkrahús.
Hert hefir verið á öllum varúð-
arráðstöfunum um hreinsun mjólk
«r í borginni. Sams konar far-
aldur gengur einnig víða um Suð
ur-Svípjóð. — F.Ú.