Alþýðublaðið - 13.05.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.05.1939, Blaðsíða 2
LAUGARDAGINN 13. MAI 1939 ALÞYÐUiLAÐfÐ Snæ- drottningin. — Ætlarðu að hafa hnífinn Og Gerða byrjaði með þér í rúmið? spurði segja sögu sína, og Gerða og var nú orðin smeyk. dúfurnar kurruðu — Ég sef alt af með hníf á slánum. mér, sagði litla ræningjatelp- an. — Maður veit aldrei, hvað fyrir kann að koma. En segðu mér aftur um Óla litla. aftur að skógar- uppi á Litla ræningjatelpan lagði hendina um háls- Ræningjarnir sátu kringum eldinn og drukku inn á Gerðu litlu, en hélt á hnífnum í hinni og sungu. Ræningjakerlingin steypti sér koll- hendinni. En Gerða gat ekki sofnað, því að hnís og það var ljótt að horfa á. hún vissi ekki, hvað fyrir kynni að koma. Þá sögðu skógardúfurnar: — Hvað eruð þið að segja þarna uppi? hrópaði Gerða. — „Kurra, kurra, við höfum séð Hvert fór snædrottningin? — Hún fór víst til Lapplands, Óla litla. Hvít hæna dró sleð- því að þar er alt af snjór. Spurðu hreindýrið, sem þarna ann hans. Hann sat í vagni er bundið. snædrottningarinnar, kurra, kurra.“ Vestfflannadagnr ð Mnovðllnm í snmar. AKVEÐIÐ hefir verið, að halda svo kallaðan Vest- mannadag í sumar, til minning- ar um landa okkar vestan hafs. Mun hann verða haldinn á Þing- völlum í júlíbyrjun, en ekki er enn þá ákveðið, hvernig hátíðinni verður hagað. Er aðallega búist við, að þessa hátið sæki þeir, sem áður hafa verið í Ameríku, en eru nú komnir heim og seztir að hér, énn fremur þeir, sem eiga skyld- fólk eða venzlafólk í Vestur- heimi og aðrir, sem áhuga hafa á vaxandi samstarfi fslendinga vestan hafs og austan. Fyrir tæpum tveim árum var stofnaður í Vesturheimi félags- skapur ungra Vestur-íslendinga, sem hefir það m. a. á stefnuskrá sinni að efla samstarf fslendinga vestan hafs og austan. Ætti sú starfsemi þessara ungu Vestur- Islendinga að finna hljómgrunn í brjósti íslendinga hér heima, og er Vestmannadagurinn einn lið- 'úrinn í því starfi að efla sam- úðina og samstarfið við frændur okkar vestra. Ekki er búist við, að landar okkar vestan hafs geti komið á Vestmannadaginn í þetta sinn, því að tími mun vera naumur til þess að auglýsa daginn fyrir vestan, en í framtiðinni er búist við að þeir komi, sem tækifæri hafa til. leht um afstððu Noregs I stríði. ViMifti, fiárhagur og samgöugur aðalvanda- mðlin. OSLO 12. maí F.B. JHT utanríkismálaráðherra flutti erindi í gær í „Oslo arbeidersamfund“ um aðstöða Noregs og alþjóðavandamálin nú. Ráðherrann hélt því fram, að mjög erfitt væri að spá nokkru um framtíðina, en víst væri að ó- friðarhættan væri stöðugt að aukast. Stórveldin væri að skift- tast I flokka og væri stórhætta á, að hagsmunir þessara ríkjaflokka myndl rekast á og afleiðingarnar verða hinar alvarlegustu. Noregi bæri engin skylda til, að taka af- stöðu í þessu hagsmunastríði. Stefna vor, sagöi Koht, er að forðast allar slíkar deilur í lengstu lög. Við getum ekki gert okkur vonir um meira en að geta varið sjálfa oss, en það ætti oss að vera auðið, ef við eigum ekki við því meira ofurefli að etja. Við höfum sagt frammi fyrir öll- um heiminum, að Noregur vilji vera hlautlaus, og við megum ekki gefa minstu átyllu til, að nokkur geti vænt okkur um að við ætlum að hvika frá þeirri stefnu. Þess vegna megum við ekki bindast traustari böndum við neitt stórveldanna. Hvort Noreg- ur gerir ekkiárásarsáttmála við Þýzkaland er mál, sem ráða þarf fram úr af mestu varúð, og yrði að meta og vega alt, sem mælir með og móti. Hann sagði, að það gæti orðið erfitt fyrir Nor- eg að vernda hlutleysi sitt í Ev- rópustyrjöld, en taldi hernaðar- lega hættu, sem Noregi væri búin jafnvel minni en í heimsstyrjöld- inni, þar sem hernaðartækin væri komin á svo hátt stig, að stór- veldin, sem ætti í stríði, hefði minni þörf en áður fyrir að reyna að ná til hernaðarlegra afnota ákveðnum stöðum í Noregi. En í næstu styrjöld yrði miklu erf- iðara en í heimsstyrjöldinni að ráða fram úr fjárhags-, viðskifta- og samgöngumálaerfiðleikum. Við getum ekki gert ráð fyrir, að umferðin verði frjáls um höf- in. Þess vegna er það einhver veigamesti þáttur hlutleysisvernd- arinnar að vera f járhagslega sterk ir fyrir, hafa nægar birgðir nauð- synja o. s. frv. í lok ræðu sinnar lýsti Koht yfir trú sinni á Þjóða- bandalaginu og sagði að það væri stofnun, sem þjóðirnar mætti ekki láta líða undir lok. Forstjóri norsku korneinkasöl- unnar hefir lýst yfir því, að Norð- menn hafi nú 50—60 þús. smá- lestum meira af komi en á sínum tíma var talið, að þyrfti til eins árs notkunar miðað við styrjald- ar-matvælaskömtun. — NRP. fþFóttamótið 17. júní. AHINU almenna íþrótta- móti, er háð verður á í- þróttavellinum í Reykjavík 17. júní n.k., verður kept í eftir- töldum íþróttagreinum: 100 m. hlaupi, kringlukasti, langstökki, 400 m. hlaupi. kúlu- varpi, hástökki, 1500 m. hlaupi, spjótkasti, þrístökki, 5000 m. hlaupi, stangarstökki og 3000 m. hindrunarhlaupi. Óskast að þátttaka tilkynnist íþróttafélagi Reykjavíkur eigi síðar en 10 dögum fyrir mót. Á það skal bent, að byrjað verður á hástökki í 1,55 m. hæð og á stangarstökki 1 2,80 m. hæð. Nýtt tímarit. SVANIR heitir nýtt tímarit, gefir út af Ungmennasam- bandi Borgarfjarðar. Ritið flytr ur þætti úr sögu Ungmennasam- bands Borgarfjarðar, greinar varð andi Borgarfjarðarhérað og sögu þess, smásögur kvæði og fleira. Ritið er 96 blaðsíður að stærð í skírnisbroti, myndum prýtt, og hið vandaðasta að öllum frágangi í formála er tilgangi ritsins lýst á þessa leið. Ritið á að koma út einu sinni á ári. Því er einkum ætlað að ræða áhugamál sambandsfélaga U- M. S. B. og önnur héraðsmál, er það telur sig skipta. Það birtir ágrip af sögu sambandsins og fregnir af starfi Hinna einstöku félagsdeilda. Mynd ir og æfiágrip ýmissa forvígis- manna héraðsins er því ætlað að flytja, en þó fyrst og fremst þeirra sem meira eða minna koma við sögu U. M. S. B. Þá er ætlunin, að ritið birti árlega landfræðilega og sögulega lýsingu af einni eða tveimur sveit um í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu og komi þannig smámsam- an allgreinileg lýsing á öllu hér- aðinu. Ef vel tekst með slíkar lýsingar geta þær siðar meir orð- ið ágætar heimildir um hagi fólks í þessu héraði og um þróun bygðanna á þessari öld. F.0. UtanrlbisverzIiB Þýzkalanis hnipar. LONDON í morgun F.Ú. AMKVÆMT síðustu skýrslun um utanríkisverzlun Þýzka- lands fyrsta fjórðung þessa árs kemur í ljós, að henni fer stöð- ugt hnignandi. Niðurstaðan er á þessa leið, samkvæmt tölum, sem ■birtar voru í Bterlín í gærkvöldi: Útflutningur til Bretlands hefir fallið um 25»/o miðað við sama tímabil fyrra árs. Útflutningur til ítalíu, Spánar og Portúgals hefir einnig fallið. Innflutningur frá Suðaustur-Evrópu hefir aukiztum 6,1 o/o, en innflutningur frá Norð- Urlöndum fallið um 12yo. Verzl- unarjöfnuðurinn er óhagsstæður um 27 milljónir marka, en var óhagstæður um 3i/2 milljón marka á sama tíma í fyrra. Farfuglarnir opna skrifstofu. Bandalag íslenzkra farfugla opnaði í gær skrifstofu í menta- skólanum. Þar verða öllum far- fuglum gefnar upplýsingar um alt, er varðar ferðalög, og þang- að geta þeir snúið sér, sem vilja gerast farfuglar. Skrifstofan mun framvegis verða opin á fimtu- dögum kl. 6—7 og á laugar- dögum kl. 1—2 og 4—5. Undan- farandi vikur hefir staðið yfir námskeið í ferðamensku, sem B. í. F. stóð fyrir, og lauk því um síðustu helgi með för þátt- takenda til Krísuvíkur. Náms- skeiðið var vel sótt. Farfugla- hreyfingin breiðist nú óðfluga út. Fyrir nokkru voru stofnaðar tvær farfugladeildir á Akureyri, önnur í mentaskólanum, en hin innan knattspyrnufélagsins „Þór“. Á- hugi þar nyrðra er mikill fyrir farfuglahreyfingunni, og vinna Akureyringar nú að stofnun Ak- ureyrardeildar. Farsóttartilfelli í marz. í Reykjavík 2645, á Suður- landi 823, á Vesturlandi 218, á Norðurlandi 894, á Austurlandi 410, samtals á öllu landinu 4990. Farsóttatilfelli voru sem hér segir: (tölur í svigum frá Reykjavík nema annars sé getið): Kverkabólga 449 (229) Kvefsótt 3344 (1798). Barnsfarar sótt 2 (0). Gigtsótt 13 (6). Iðra- kvef 96 (48). Inflúenza 778 (425). Kveflungnabólga 190 (119). Taksótt 48 (10). Rauðir hundar 1 (0). Skarlatssótt 16 (8). Svefnsýki 2 (0). Heimakoma 4 (0). Þrimlasótt 3 (0). Kossa- geit 2 (0). Stingsótt (0). Munn- angur 6 (1). Hlaupabóla 32 (0). Ristill 3 (1). Landlæknis- skrifstofan. (FB.). 1|/[AÐUR1NN SEM HVARF 36. legt, — hann gat keypt sér öll þau lífsþægindi, sem hugurinn girndist, — en gat hann keypt sál sinni frið, gátu auðæfin hjálp- að honum til að gleyma? — Og gat hann með fjársjóðum sínum útvegað sér þetta lík, sem honum var nauðsynlegt, svo að James Blake gæti, í augum heimsins horfið úr tölu hinna lifenda. Samkvæmt lögum, geta læknar fengið keypt hið líflausa hulstur er sálin hefir yfirgefið það. Þeir einir hafa leyfi til að nota þau til rannsókna og tilrauna. Læknarnir einir vita hka hvar og hvernig hægt er að útvega þau. — Doktor Grimshaw hefði því vafalaust getað hjálpað honum, en Blake óskaði ekki að hann fengi meira að vita en hann þegar hafði upplýst hann um. Auk þess vildi hann ekki setja orðstír hins fræga skurð- læknis í neina hættu. Og enginn annar læknir mundi vera fáan- legur — hvað sem í boði væri, — til að hjálpa honum í þessu efni. En hvað átti hann þá til bragðs að taka. Allt í einu kom honum til hugar hin hryllilega saga eftir Stevenson: .,,Lík- ræninginn“. — Sagan um hinn unga læknisnema, sem gróf upp og stal líkum úr kirkjugörðunum og seldi námsbræðrum sín- um fyrir gull. — Þessa leið varð hann að fara. — Mannseðlið hafði lítið breyst og mennirnir voru enn þann dag í dag jafn- •veikir fyrir gullinu eins og þeir voru á dögum hins fégráðuga stúdents, sem gróf líkin upp úr kirkjugörðunum á næturnar við draugalega birtu olíuljóskersins. Þegar Blake kom til Chicago, var hann búinn að hugsa ráð sitt út í yztu æsar. Hann flutti inn á Lake Shore gistihúsið og skrifaði sig þar sem Francis Carter. Því næst setti hann sig í samband við leynilögregluskrifstofu, sem hann hafði aldrei áður haft viðskifti við og skýrði þeim frá, að hann óskaði þess, að þeir gætu komið sér í samband við ungan fátækan læknis- stúdent, sem væri fús á að aðstoða hann við vísindalegar til- raunir er hann hefði með höndum, gegn góðri borgun. „Verk það, sem hann þarf að vinna er mjög hættulegt,“ hélt hann áfram, „þessvegna verður það að vera maður, mjög kjark- mikill, sem ekkert lætur sér fyrir brjósti brenna. Borgunin fyrir verkið verður líka að sama skapi mikil. Flestir ungir menn eru í skuldum, — útvegið mér einhvern sem er reiðu- búinn til að selja sig með húð og hári, sem ekki hikar við að fórna tíu árum af æfi sinni til að losna úr augnablikskröggum.“ Það leið ekki á löngu, þar til skrifstofa hafði sett Blake í samband við ungan spanskan stúdent, sem var óbetranlegur fjárhættuspilari. Hann var aðeins 22 ára, en á kafi í skuldum, sem hann hafði enga möguleika framundan til að borga. En þrátt fyrir það, þverneitaði hann að tala við eða hafa nokkur afskifti af þessum Francis Carter, þegar leynilögreglumaðurinn talaði við hann fyrst. Hann virtist álíta að ekki væri allt með feldu. Það kostaði bæði tíma og lagni að sannfæra hann um að það mundi verða björgun hans, ef hann hitti Carter. Og svo kom í ljós, að hinn ungi Spánverji, Carlos Manrique stóð einn dag frammi fyrir James Blake, eða réttara sagt, Francis Carter í hinum skrautlegu og dýru herbergjum hans á hótelinu. Blake virti hann fyrir sér. Dökka andlitið var hörku- legt og augun voru herská og bálandi, enn munnvöðvarnir voru slappir, varirnar uautnalegar og hakan veikbyggð. Blake vék þegar að efninu. „Þér hafið óttast að það væri eitthvað í sambandi við spila- skuldir yðar, að ég óskaði eftir yður til viðtals, ungi maður. Það er það í raun og veru ekki, — í það minsta ekki á þann hátt, sem þér álítið. — En aftur á móti eru möguleikar til þess að ég hjálpi yður til að þurka skuldatöfluna yðar hreina. —• Hvað segið þér um það?“ Spánverjinn stóð þögull og hálf-ólundarlegur á svipinn. Blake hélt áfram: „Ég þarf á hjálp yðar að halda. Ég þarf að fá mannslík til um- ráða. Getið þér náð í lík frá líkskurðarstofu háskólans. Ég greiði yður 5 þúsund dollara fyrir það. „Hvað, — hvað, ætlið þér að gera með það?“ spurði Mauri- que, og Blake sá ótta í augum hans, -— en þó var eins og birti yfir röddinni. „Það fáið þér ekki að vita. og kemur ekki yður við. En ég fullvissa yður um, að það er ekki í glæpsamlegum tilgangi. •— Og að minsta kosti munuð þér aldrei fá nein óþægindi af því.“ ,,Ef ég stel líkinu, verður áreiðanlega ógurlegt uppistand út af því. Og ég hefi áreiðanlega nóg af slíku fyrir, svo að ekki er ábætandi. „Þér munuð vera meðlimur í leynireglu háskólans?1* „Jú, en hvaða þýðingu hefir það?“ „Þegar nýr félagi er tekinn inn í þá reglu, skeður það með mjög flóknu og leynilegu siðastarfi?“ Það brá fyrir glampa í augum Manriques og hann blístraði einn tón, eins og hann væri að byrja að átta sig á hvert st*f«sli.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.