Alþýðublaðið - 13.05.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.05.1939, Blaðsíða 3
Au>¥etmueie NÝ SKÁLDSAGA ÚR REYKJAVÍKURLÍFINU: Uit 5 llif 1 í Reykjavík! Eftir rithðfuEidimB Ólaf við Faxafen þekkxb mm mmmmmf NÝ SKÁLDSAGA kemur á bókamarkaðinn. Hún er eftir rithöfund, sem allir þekkja, og allir vilja lesa allt sem hann skrifar. Skáldsagan er um efni úr Reykjavíkurlífinu, spennandi eftir því sem það er kallað á Reykjavíkurmáli — og prýði- lega skrifuð. Sagan heitir „Allt í lagi í Reykjavík“ og rit- höfundurinn er Ólafur við Faxafen. Birtist hér mynd af rithöfundinum, og munu flestir kannast við manninn af henni. LAUGARDAGINN 13. MAI lð3ð #•-----------------------♦ ALÞVÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: ¥. K. VALDEMARSSON. í fjarveru hana: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AEGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgðtu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Rltstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 1196: Jónas Guðmunds. heima. 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN | Evað er orðið af 69 milljónunim? IVETUR, þegar kommúnist- arnir héldu aö ættu að verða kosningar, voru þeir svo heppn- ír, að hingað til landsins barst bréf um það, að kannske væri hægt að fá 60 milljónir að láni einhvers staðar úti í heimi. Peir gerðu þessar 60 milljónir að kosningabombu og ætluðu nú heldur en ekki að*„slá sér upp“. Allar skuldir átti að „borga upp“, allar „frosnar innstæður" átti að greiða, togara átti að kaujia, málma átti að vinna úr jörðu, verksmiðjur átti aÖ byggja og sérstakt „atvinnuráð" átti að stofna, sem alt vald tæki af rík- isstjórn, bönkum, bankastjórum og jafnvel alþingi sjálfu, til þess að „valta og skalta" með þessar 60 mílljónir. „Barón“ var pantað- ur til landsins til „samninga" um þessi mál, og alt virtist vera í lukkunnar veistandi. — En — þegar átti til aÖ taka, sprakk bomban. Erlendir bankar höfðu aldrei heyrt getið um þessa merkilegu fjármálamenn, og síðan hefir ekk- ert heyrzt um þetta mjög svo „merkilega mál“. Engar kosning- ar komu og alt fór á aðra leið en aumingja kommúnistana ' hafði dreymt um. Þjóðviljinn er þagnaður — sextíu milljónirnar eru „gufaðar upp“! Aldrei fyr í sögu þjóðarinnar mun nokkur flokkur hafa orðið eins ber að hreinum og beinum loddaraskap og kommúnistar hér firðu í sambandi við þessar 60 milljónir. Algerlega ráðþrota og Utangátta stendur þessi svo kall- aði flokkur, þegar um er að ræða vandamál ‘ þjóðfélagsins. Enga nýtilega tillögu hefir liann fóorið fram í neinu því máli, er nokkru skiftir þjóðina. Ýmsir bjuggust við því í fyrstu, að eitthvað nýtilegt mundi koma frá þessum flokki, en þeir menn eru nú búnir að sjá vilja- leysi og gagnsleysi þessa „flokks“ sem svo kallar sig. Hann á í raun og sannleika ekkert verk- lefni í íslenzlui pólitík og hefir aldrei átt það. Alt hans starf er neikvætt. Flokkurinn er á sí- feldum flótta frá staðreyndunum, flótta frá lífinu sjálfu. Hann byggir sér ógurlegar spilaborgir, sem síðan hrynja yfir þau fáu höfuð, sem í fávizku sinni trúa skvaldrinu og blekkingunum, og þegar þeir rísa upp úr rústum hinna hrundu spilaborga og fara tað horfast í augu við veruleikann sjá þeir að eins fyrir sér: Héðin sitjandi á olíutunnu og Brynjólf og Einar syngjandi á rússneska grallarann — en Balkan-barón- inn og 60 milljónirnar eru fokn- ar út í veöur og vind. Þannig hafa allar spilaborgirn- ar hrunið, og þannig munu þær hrynja, sem eftir er að byggja. KAREN WITT-HANSEN: Hálverkasýnlng í Oddíellov/húsinu. Síðasti dagur sýningar- innar er SUNNUDAG 14. maí. Gjörið svo vel að líta inn í dag, því sýning- in verður ekki fram- lengd (vegna burt- farar). Kveitó og geri við alls konar eldhúsáhöld og olíuvélar. Á sama stað til sölu notuð eldhúsáhöld. Viðgerðavinnustofan Hverfisgötu 62. Alþýðublaðið hitti höfundinn að máli: — Það kvað vera að koma út skáldsaga eftir þig. „Jú, jú, svo er nú þaÖ.“ — Hefurðu ritað fleiri? „Já, ég hefi ritað nokkrar, því að ætlun mín var að verða rithöfundur fyrir 25 árum síð- an, þegar ég þá áður en ég vissi áf var kominn inn í alt annaÖ. En orsökin til þessa að ég bjó þessa skáldsögu til var sú að ,ég á aðfangadagskvöld fyrir 5 ár um lá heima hjá mér upp á legubekk, en ég átti heima í stóru skrifstofuhúsi, sem enginn annar bjó í. (Edinborg). Heyrði þá slaghörpuslátt, en það hafði ég aldrei heyrt áður í því húsi og vissi ég að slíkt hljóð- færi var ekki til þar, en hlaut að yera í einhverju af næstu hús- um og hljómurinn berast milli veggja, vegna þess thve hljótt var þetta kvöld. — Nú hefir það verið svo, alt frá því ég var ungl- ingur, að mér hefir verið að detta í hug efni í sögur. Stundum held ég að mér hafi dottið í hug eitt á dag, þó að lítið yrði úr fram- kvæmdum. Þessi hljóðfærasláttur varð til þess að mér datt í hug nálægð hússins við Landsbank- ann — og datt mér nú í hug á- gætis söguefni. Ég var þá ný- búinn að heyra eina íslenzka sögu lesna fyrir mér og haföi höfund- urinn sagt mér, að þegar hann settist niður að skrifa vissi hann ekkert um hvað hann ætlaði að skrifa. Mér datt nú í hug að rita sögu um þetta efni og láta hana þróast af sjálfu sér. Auð- vitað á maður fyrst að hugsa söguna alla í aðaldráttunum, áð- ur en maður byrjar að skrifa hana. Hins vegar varar t. d. Bern hard Shaw rithöfundur við því að lofa ekki sögupersónum að lifa sínu eðlilega lífi, eins og sagan þróast hjá höfundinum, og segir, að það sé sjálfsagt að breyta sögunni frá því, sem höf- undurinn ætiaði upprunalega, eftir því sem þróun persónanna líður frarn. En nú ætlaði ég að skrifa sögu þannig, að ég vissi ekliert hvernig hún færi, þegar ég byrjaði á henni, heldur ætlaði ég að láta ganginn í henni verða eins og mér fyndist eðlilegast, jafnótt og ég kyntist sögupersón- unum, sem ég skapaði. Ég settist niður og ritaði á skömmum tíma sem svaraði hálfri annari prentaðri örk, en þá var ég kominn í algert strand og vissi ekkert hvernig áframhaldið ætti að verða. Ég fór í kvik- nxyndahús og horfði á leiðinlega mynd; í hléinu gekk ég upp á Arnarhól og datt þá framhald sögunnar og endir alt í einu ofan yfir mig. Síðan skrifaði ég söguna alla á tiltölulega stuttum tírna, en ég hefi í hvert sinn, sem ég hefi lesið hana yfir, breytt henni að verulegu leyti. Sums staðar hefir hún lengst, en annars staðar hefi ég stytt hana, — og sums stað- ar hefi ég tekið út kafla, sem mér fanst slíta um of söguþráðinn. 'Margir höfundar eiga erfitt með að sníða þannig af ritsmíðum sínum, en það er einn uf nauð- synlegustu hæfileikum rithöfunda að tíma að gera það.“ — Var það eitthvað, sem þú 'sást í kvikmyndahúsinu, sem gaf þér hugmyndina um áframhald sögunnar? „Nei; ekkert. Og ég held að mér sé óhætt aö segja, áð sag- an sé ekki lík neinni sögu, sem ég hefi lesiÖ.“ — Er sagan um daglega lífið 'hér í Reykjavík? „Nei; hún er um óvenjulega viðburði, en gerist hér í Reykja- vík. Hún kemur noklcuð við sögu ættar, sem ég kalla Hlíðarhúsa- fólkið, og er önnur aðalpersóna sögunnar Sjöfn frá Hlíðarhúsum, en hin er örn Öslantí, sem sjálfur segir söguna. Ég álít, að fyrsta skylda skáld- söguhöfundar sé að rita skemti- lega og þannig, að lesandanum finnist það vera satt, sem hann ér að lesa. I sögunni kemur fyrir skáld, sém segir, að aðaltilgang- ur skáldsagna eigi að vera að lyfta Jesendunum upp úr striti og áhyggjum daglega lífsins, svo hann svífi með skáldinu. Næsta skylda hans er, að menn verði fróðari eftir lesturinn — og helzt hafi betri skilning á mannlegum tilfinningum að lestri loknum. — M. ö. o. skáldsaga á að vera þannig, að hver og einn hafi gaman af því að lesa hana, án tillits til gáfna eða mentunar, en jafnframt þannig, að sagan gefi tilefni til umhugsunar þeím, sem á annað horð fást nokkuð við að hugsa.“ — Er sagan nokkuð pólitísk? „Nei, það er hún ekki. En hún snertir þjóðernismál íslendinga og dálítið reyni ég í sögunní að æsa íslendinga upp til þess að gleyma því ekki, að þeir eru bókaþjóðin." — Er sagan skemtileg eða spennandi, eins og við Reykvík- ingar segjum? „Já; ég ætlast til þess, — en um það verða lesendurnir að dæma, þegar bókin kemur út.“ : — Og hefirðu fleiri sögur í smíðum? „Já; ég hefi aðra bók með smásögum tilbúna. Ein af þeim sögum er „Yfir norðanveðrinu“, sem ég las einu sinni kafla úr í útvarpinu." Útbreiðið Alþýðublaðið! Fjirailaiélitlk Ijzka- laads eftir fall dr. Schachts ----—»—.. NOKKRU eftir áramótin var doktor Schacht sviftur embætti sínu sem forstjóri rík- isbankans þýzka og embættið lagt undir Funk viðskiftamála- ráðherra. Þá varð öllum ljóst, að undanfari svo mikilvægra at- burða hlaut að hafa verið hat- rammur ágreiningur að tjalda- baki um fjármálapólitík Þýzka- lands í framtíðinni. Hver aðalágreiningurinn hef- ir verið kom svo greinilega í ljós þ. 24. marz s.l. er hin nýja fjár- málaáætlun var opinberuð. Hún gengur alveg í þveröfuga átt við stefnu dr. Schachts, sem var að taka langvarandi ríkislán með árlegum afborgunum og vöxt- um. En hin nýja áætlun gerir ráð fyrir að taka upp fjármála- stefnuna, sem ríkjandi var í Þýzkalandi fram til aprílloka 1938 þ. e. a. s. að byggja aðal- lega á stuttum bráðabirgðalán- um í ýmsum myndum. Þær breytingar hafa einnig verið gerðar á skattalöggjöf- inni, áð innleiða hátekjuskatt. En það sem mesta eftirtekt vekur er ný tegund verðbréfa, sem farið er að gefa út, „skatt- ávísanir“ (Steuergutscheine). Þetta er þó ekki algerlega nýtt fyrirbrigði, því svipufð verðbréf hafa einstöku sinnum verið í umferð síðan 1932. % Skattávisanirnar eru gefnar út af ríkinu, landshlutum, sveitarfélögum, hreppasam- böndum, ríkisjárnbrautunum, póststjórninni og ýmsum öðr- um stofnunum, sem fjármála- ráðuneytið gefur umboð til þessa. Þær eru ákveðnar sem löglegur gjaldeyrir fyrir 4% af reikningsupphæðum við vöru- birgðakaup viðkomandi stofn- ana. Af þessum skatt-ávísunum eru gefnar út tvær tegundir. Tegund nr. 1 eru teknar gildar í ríkisféhirzluna til greiðslu á opinberum sköttum, en þó eigi fyr en 7 mánuðum eftir að þær eru gefnar út. Tegund nr. 2 eru einnig teknar gildar sem slíkar, en eigi fyr en 37 mánuðir eru liðnir frá útgáfutímanum. En þessi tegund gildir aftur á móti fyrir greiðslu á sköttum, sem mega nema alt að 12% hærri upphæð en nafnverð skatt-ávís- unarinnar hljóðar upp á. En til- gangurinn með báðum þessum tegundum er sá sami, að þvinga fram lán handa því opinbera, sem á sínum tíma verði svo að- eins leyst inn sem frádrag frá skyldusköttum og opinberum gjöldum. Það mætti einnig segja að þetta væri að nokkru leyti að herja út fyrirfram- greiðslu á sköttum og skyldum. Fyrirtæki þau, sem fengið hafa skatt-ávísanir sem hluta af greiðslu fyrir vörur sínar eða önnur'framlög til hins opinbera, geta svo aftur notað þær sem gjaldeyri til annara fyrirtækja og framleiðslustofnana og svo koll af kolli. En aldrei má þó greiða meira en 4% af hverri réikningsupphæð með þeim. Á þennan hátt hefir myndast nýr gjaldmiðill innan atvinnu- lífsins, en þó er óheimilt að nota hann til launagreiðslu, leigu- borgunar eða annars þess hátt- ar, og ekki sem greiðslu til þeirra, sem ekki reka neina at- vinnu eða framleiða eitthvað, þ. e. rentufjáreigenda, manna á eftirlaunum o. s. frv. — Vitan- lega standa þau þó ávalt í gildi sem afsetjanleg verðbréf, og það er lítill vafi á því. að sú hugsun liggur á bak við hjá stjórnarvöldunum, að rentu- fjáreigendur muni smátt og smátt kaupa allmikið af skatt- ávísunum úr 2. flokki, þar sem þau raunverulega gefa 4% í vexti (þ. e. a. s. verðgildi þeirra stígur um 12% á 37 mánuðum). 1. flokkur skatt-ávísananna ávaxtast aftur á móti ekki, en gefur þó þeim atvinnufyrir- tækjum, sem geyma þær í að minsta kosti 10 mánuði, nokkur fríðindi viðvíkjandi skatt- greiðslum, og aukast þau eftir því sem handhafar geyma ávís- anirnar lengur. Takmarkið með þessu segir Funk ráðherra að sé fyrst og fremst það, að færa nokkuð af fjárhagslegum byrðum augna- bliksins yfir á framtíðina, þá til að forðast sífelt vaxandi vaxta- byrðar og jafnframt með því að opna peningamarkaðinum möguleika fyrir einkalánum. Hvernig verður þessum tak- mörkum náð? Hvað því viðvík- ur að velta nokkru af núverandi fjárhagsörðugleikum yfir á framtíðina, — örðugleikum, sem stafa af vaxandi vígbún- aði og öðrum opinberum fram- kvæmdum — þá má fullyrða, að slíkt getur ekki tekist nema að litlu leyti. Þrátt fyrir innan- landslán, skatta og skattaávísan ir er ekki hægt að framkvæma hinar víðtæku herbúnaðar-á- ætlanir, nema með því að draga úr annari framleiðslustarfsemi og á þann hátt að skerða lífs- skilyrði og atvinnumöguleika núlifandi kynslóðar. Þessi fjáröflunaraðferð á- kveður aðeins, hvernig erfið- leikunum og fjárhagsbyrðun- um skuli skift milli núlifandi kynslóðar, og gefur ef til vill bendingar og fordæmi fyrir því. hvernig framleiðslunni og framleiðsluarðinum skuli skift 1 framtíðinni milli þálifandi meðlima þjóðfélagsins. Að vísu er það ómótmælanlegt að miklum örðugleikum verður velt yfir á framtíðina, ef víg- búnaðarofurkappið verður þess valdandi að önnur framleiðsla og framleiðslutæki, sem ganga í erfðir til næstu kynslóðar, verða stórkostlega rýrð og eyði- lögð með rányrkju eða ófull- nægjandi viðhaldi. Hvað viðvíkur að þessi skatt- ávísanaaðferð dragi úr aukningu vaxtabyrðanna, sem óumflýjan- lega fylgi löngu lánunum, þá verður það við nánari athugun hreinn og beinn hugarburður. Skatt-ávísanir úr 2. flokki eru, eins og þegar hefir verið sýnt fram á, vaxtaberandi verðbréf, þar sem féhirslur ríkisins leysa þær út að þremur árum liðnum með 12% fram yfir gangverð. Og því aðeins með því að skatta ávísanirnar úr 1. flokki séu í stöðugri umferð, losnar ríkið við að greiða af þeim vexti, (því þá missist rétturinn til hinna áðurgreindu fríðinda). Það er engin ástæða til að ætla. að þýzku fjármálapólitíkusarn- ir geri sér þetta ekki ljóst, Rök- færslan gegn aukningu á vaxta- byrðum ríkisins, er nú þegar um 8 millj. ríkismörk á ári, er að öllum líkindum af öðrum toga spunnin. þ. e. a. s., á rót sína að rekja til áhyggjuefna, sem al- gerlega eru stjómmálalegs eðl- is. Hin stórkostlega opinbera skuldasöfnun er nefnilega á góðum vegi með að skapa möguleikana fyrir nýrri stétt vaxtafjáreigenda. En slíkt er mjög ósamrýmanlegt við kenn- ingar og áróður nazismans á móti því er hann nefnir „vaxta- þrældóminn“. * En er þá ástæða til að ætla að peningamarkaðurinn fái meira svigrúm og víðtækara starfssvið á þennan hátt? Þetta byggist náttúrlega fyrst og fremst á því hve mikið verður gefið út af skatt-ávisunum. Sem stendur má gera ráð fyrir því, að ekki verði dregið úr vígbún- aðinum eða hinum opinberu framkvæmdum yfirleitt og má því gera ráð fyrir, að heimild- irnar til að gefa út skatt-ávís- anir verði notaðar til hins ýtr- asta. Þá kemur einnig til greina að hátekjuskatturinn mun ekki hvað sízt koma niður á her- gagnaiðnaðinum og rýra tekjur hans, svo allverulega, að mögu- leikar hans til viðhalds og aukningar af éiginj rammleik takmarkist og útiloki að á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.