Alþýðublaðið - 16.05.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.05.1939, Blaðsíða 2
Friður frelsi framjarir ÞRIÐJUDAGÍNN 16. MAÍ 1939. Skipulag fafnréiti vinna íslenzbar hendnr að hverju verfei EKKI ftlls fyrir löngti voru sett * lög um eftirlit með útlend- ingum hér á íslandi. Ekkert skal fullyrt um, hversu raunhæft þetta eftiriit hefir orðið, og má kann- ske segja, að byrjunarmistök séu eðlileg á þessu sviði eins og á snörgum öðrum. En nú er kom- inn tími til að gæta fyllstu var- úðar með þessi leyfi og fram- lengja þau ekki fyrir þá menn, sem óþarfir eru innan íslenzkra landsteina. fpróttir ©a ntanferðir. ALÞÝÐUÆSKAN hefir áður minst á lýðræði og ein- •ræði í sambandi við íþróttalífið. Nýlega hefir borist fregn um, að ensk íþróttafélög hafi hætt við að fara til Þýzkalands í sum- ar vegna ófriðarhættunnar. Fjölmargir æskumenn eru reiðubúnir til þess að læra iðn- greinar og hvers konar störf, sem vantar til faglærðar hendur, og þeirra bíður máske að eins at- vinnuleysið eða eyrin. Hér eru aftur á móti erlendir menn, sem fást við ekki vanda- lærðari störf en framköllun og „kopieringu“ mynda, pylsugerð o. þ, h., en hafa jafnvel njósnir að aukastarfi. Er ekki nóg komið af svo góðu? Eigum .við ekki að gefa slíkum mönnum heimfararleyfi? Ef við megum illa við því að hýsa eitt flóttamannabarn, hversu miklu síður þolum við þá að brauðfæða njósnara eða eftirlitsmenn er- lendra einræðisherra? Námfús æska landsins er reiðubúin til starfa og reiðubúin til að nema verkkunnáttu, ef henni er að.eins gefið tækifæri. Allir munu helzt kjósa ís- lenzkan atvinnurekstur í íslenzk- um höndum, og ef ríkisvaldið stefnir að aukinni framleiðslu og atvinnu, þá er það gert fyrir ís- lenzku þjóðina, en ekki erlendar þjóðir. Okkar stefna er því að íslenzk- ar hendur vinni að hverju verki, og við hljótum að gera þá kröfu, að útlendingum sé ekki veitt dvalarleyfi að óþörfu eða þar sem engin þörf er erlendrar sér- fræði. Æska landsins vill heilbrigða stefnu og framkvæmd i þessu efní og krefst þess, að stjórnar- völdin vísi ónauðsynlegum og grunsamlegum útlendingum úr landi. Hins vegar er á sama tíma slegið fram, að héðan úr Rvík fari úrvalslið úr Fram og Val til Þýzkalands í sumar. Þetta kemur kynlega fyrir sjón- ir, að íslendingar skuli ekki kyn- oka sér við að sækja heim land einræðis og ófriðar. Hvers vegna fremur að velja sér íþróttasambönd við það land, þar sem íþróttafélögin og starf- semi þeirra öll er bundin föst- um pólitískum viðjum einræðis- herrans, en að hafa samstarf við þau ríki, sem standa okkur nær að ætterni, menningu og stjórn- skipulagi? Er ekki eins þægilegt og lærdómsríkt fyrir okkar knatt- spyrnumenn að sækja t. d. Eng- land heim, og verður það dýr- ara? íþróttamenn eiga að hug- leiða þetta og gefa upp sínar skoðanir um þessi efni. Hver frjálsborinn islendingur á að gera það að heilagri skyldu sinni, jafnt í stóru og smáu, að tryggja lýðræðið og sýna hug sinn heilan við málstað þess. Enginn þarf að óþörfu að fjand- skapast við þau einræðisríki, sem við eigum viðskifti við, þó að þau séu ekki látin sitja í fyrirrúmi um heimsóknir, gest- risni eða önnur vináttumerki. Allra sízt ættu þau að njóta for- réttinda eða sérstakrar virðingar frá okkar hálfu. Alþýðuæskan vill brýna fyrir íþróttamönnum að athuga vel þessar hliðar málsins, því að svo bezt verður trygt lýðræðið inn- anlands, að varhugi Sé goldinn við erlendum einræðisáhrifum og ekki sé daðrað við fjandmenn lýðræðisins í hvaða mynd sem þeir birtast. Andi íþróttanna er frjálshugur og drenglunduð karlmenska. ”Hví skyldu sannir íþróttamenn ekki sýna þessa hlið? Hví skyldu þeir hylla þá íþróttastarfsemi, sem reyrð er í fjötra einræðisherrans? Sannarlega væri meiri menning- arbragur og rneiri karlmenska fólgin í því, að sniðganga þau lönd, sem nota íþróttafélögin fyrir einhliða pólitísk áróðurs- tæki hinnar menningarfjandsam- legu einræðisstefnu. Frá félðgunum. Sumarstarfið er að hefjast. Fé- lögin eru að undirbúa starfsemi sina. Sá háttur hefir verið upp- tekinn í F. U. J. í Reykjavík, að velja stjórnina tvisvar á ári, þannig, að nokkur hluti hennar er valinn á síðasta aprílfundi, til þess að annast sumarstarfið. Þetta ætti að verða til þess, að meiri áhugi og aukin ábyrgðar- tilfinning yrði fyrir því, að sum- arstarfið verði rekið með alúð og áhuga. En félagarnir verða að minnast þess, að félagsstjórnin getur ekkert gert einsömul; hún þarf fullan stuðning félaganna til þess að staiiið beri tilætlaðan árang- ur. F. U. J. í Rvík hefir nú tekið upp þá nýbreytni, að gefa út vélritað innanfélagsblað. Með því fæst lífrænt samband milli stjórn- ar og félaga. Er þess að vænta, að þessari framkvæmdasemi verði vel tekið af félögunum, og að með þessari ráðstöfun takist aó örfa og glæða áhuga félag- anna fyrir félagsstarfseminni. Félagið sá um útgáfu 1. maí- blaðsins s.l. Er blaðið hið mynd- arlegasta, enda seldist það vel og sums staðar úti um land seld- ist það alveg upp. Fer mjög vel á því að æskan sjái um útgáfu þessa blaðs, og þetta blað gefur góðar vonir um glæsilegt fram- hald. Þegar Alþýðuæskan er að fara í prentun fréttist að F. U. J. og Alþýðuflokksfélag Reykja- víkur hafi í hyggju að fara skemtiferð til Borgarness um næstu helgi. Verður vandað til dagskrár og er ekki að efa að fólk muni nota sér þetta ein- staka tækifæri til að lyfta sér upp á ódýran hátt. Gert er ráð fyrir að þeir, sem vilja, geti fengið bílferð til Hreðavatns, og mun farið kosta báðar leiðir með skipi og bílum um sex krónur. Annars verður öll til- högun auglýst nánar hér í blað- inu. Þessi framkvæmdasemi gefur góða von um að sumar- starfið verði fjölþætt í sumar, og eiga allir Alþýðuflokksmenn og konur, eldri sem yngri, að gera sitt til að svo geti orðið. Frá útlöndum. S. U. J. í Danmörku hefir nýlega haldið stjórnarfund, þar sem mættu fulltrúar víðs vegar að úr Danmörku. í aðalályktun fundarins er fagnað viðleitni ríkisstjórnarinnar til að stofna skóla fyrir unglingana og setja nýja löggjöf um málefni æsk- unnar. Jafnframt er heitið full- um stuðningi ungra Alþýðu- flokksmanna um að afmá þann smánarblett af dönsku lýðræði, sem settur hafi verið við síð- ustu kosningar með því að velja kommúnista og nazista á þing. Er það sannarlega takmark, sem öll lýðræðissinnuð æska á Norðurlöndum ætti að keppa að, því að svo bezt verður lýð- ræðinu borgið, að ekki sé öfga- mönnum leyft að grafa undan því, eða vinna sig upp í skjóli þeirra mannréttinda, sem lýð- ræðið hefir skapað og á að vernda. Alþjóðasamband ungra jafn- aðarmanna heldur 6. þing sitt í bænum Lille í Frakklandi 30.—31. júlí í sumar. í sambandi við þingið verður alþjóðlegt æskulýðsmót haldiö í Lille og hefst 29. júlí. Samböndin á Norðurlöndum undirbúa nú af kappi þátttöku sína í þessu móti, og munu Dan- ir leggja af stað frá Fredericia 25. júlí um Hamborg, Köln og Mispyrmið ekki iprétt- mmmmef! öregla i iifnað- ar&áttam, raniri keeasln eða ilæmim bfiukinnm Vlðvðrimarorð iþróttamanns. Allar íþróttir, hverju nafni sem þær nefnast hafa það takmark að skapa iðkanda þeirra aukinn þroska, betri heilsu, meira á- ræði, bjartsýni, vaxandi dreng- skap, reglusemi og félagshyggju. Aliur útbúnaður íþróttahúsa, leikvalia, sundlauga eða sund- halla og annars, þar sem þjálf- jun á að fara fram, þarf því að vera mjög fullkominn, svo það ekki getið orðið til hnekkis framgangi íþróttanna eða við þjálfun. Sömuleiðis þarf að vanda til vals kennara, að þeir séu í fylsta máta starfi sínu vaxn ir, bæði hvað mentun, reglusemi, skyldurækni og prúðmensku snert París til Lille, en þaðan heim- leiðis 31. júlí og kostar far- gjaldið í 3. flokks járnbrautar- vagni með uppihaldi í París og Lille frá og til Frederica um 150 kr. danskar. Hvenær fáum við tilsvarandi ódýrar ferðir hér innanlands, þó að við ekki hugsum hærra, þar sem utanlandsferðir okkar eru um langar leiðir og því dýr- ar? Útfyllið miðann, klippið hann ir, annars má búast við að mið- ur takist, að íþróttin eða þjálfun- in nái ekki tilgangi sínum og höfum við því miður séð þess mörg dæmin, þar sem flestum ef ekki öllum þessum þörfum hefir verið að meira eða minna leyti ábótavant og er ennámörg- um stöðum. Það er til dæmis ekki tilhlýðilegt að í 'jafnfull- komnu húsi og Sundhöllinni, séu settir upp sjálfsalar fyrir sælgæti og tóbak. Hús sem er jafn mikill heil- brigðisbrunnur og Sundhöllin er, má ekki, eftir að hafa aukið þrótt fólksins í hressandi vatni, hreinu lofti og sólbaði þegar það gefst, selja þessu sama fólki yngri sem eldri, vörur sem vinna á móti og ónýta þá heilbrigð- isinntöku sem það hefir fengið á þessum sama stað, auk þess sem sjálfsalar yfirleitt eru frek- ar til að ala á gripdeildar breisk- leika unglinga. Nei, hvorki íSund höllinni né annarsstaðar á slíkum jstöðum á slík ólyfjasala að fara fram. Aftur á móti væri viðeig- eigandi að slíkir staðir hefðu mjólk til sölu til dæmis í pela og hálfpelaflöskum, það yrði vel þegið og í fullu samræmi við staðinn og það markmið, sem hann er gerður fyrir. Þess vegna verður það að vera krafa bæjarbúa að sjálfsalar Sund hallarinnar verði teknir hið bráð- asta burtu, svo og af öðrum stöðum þar sem þeir eru. Þ. Magnússon. út úr blaðinu eg látið í póst. ■íj» ' IU |f. REYKJAVÍK Má láta í pÓSt Ó- frímerkt Ég undirritaður óska að gerast kaupandi ALÞfÐUBLOSINS MEÐ SUIHUBABSBLUI Nafn ................................... Heimili ................................ Staða .................................. TVf AÐURINN SEM HVARF 38. hann sjálfur, heldur vagninn, sem hafði vakið sérstaka at- hygli viðgerðarmannsins. Var hann ekki fyr horfinn af staðn- um, en viðgerðarmaðurinn þaut í talsímann og hringdi til eig- anda stöðvarinnar, er samstundis hringdi til konu, er beið á næstu veitingakrá. í örUggri vissu um það, að ekki mundi líða á löngu áður en Jim Blake mundi gefa sig fram og fá vagn sinn afhentan, hafði Ilka tekið' það ráð, að bíða í nágrenninu. Henni sárleiddist, en hvað gjörði það — allt mundi taka enda. Grunur hennar var vakinn, er Charlotta Hope, skömmu eftir hið dularfulla hvarf James, yfirgaf New York. Hún fékk svo leynilögreglumenn til að leita hinna horfnu í kyrþei. Það hafði ekki reynst örðugt að rekja spor Charlottu, en Blakes höfðu horfið með öllu við vagnstöðina í Painted Port. Þó gat eigandi stöðvarinnar gefið þær upplýsingar, að sá maður, sem bað fyrir vagninn, hefði gefið nokkurnveginn rétta dagsetningu. Ilka fyltist illgirnislegri gleði er hún fékk þessar fréttir. Jim hélt auðvitað að honum hefði tekist að koma ár sinni mjög klókindalega fyrir borð, en nú skyldi hann fá að komast á aðra skoðun! Hann hafði að vísu skilið eftir handa henni allmikil auðæfi, en hann hafði sjálfur horfið með langt um meira og hún ætlaði sér ekki að láta það fé lenda í klónum á annari konu. Ilka þóttist þess fullvís, að hvarf Blakes væri í sambandi við það, að hann væri að reyna að strjúka með Charlottu Hope. Þessvegna vildi hún ekki tilkynna það lögregl- unni hvarfið strax. Ef leynilögreglumenn byrjuðu að rekja slóð hans, gat það orðið til þess, að aðvara hann og honum gæti þá ef til vill tekist að múta þeim með svo stórum upphæðum, að þeir hjálpuðu honum til að hverfa. Nei, það .var ómögulegt, en hún skyldi sýna þeim hvort hún eða hann væri hyggnara. Hún hafði ákveðið að fylgja slóð hans, en þó svo varlega, að hann gæti ekki orðið hennar var. Hún ætlaði sjálf að leika hlutverk njósnarans, hlutverk, sem átti svo vel við hið slavneska eðli hennar og æfintýraþrá. Þegar svo sú stund rynni upp, að hún gæti ljóstrað upp um þau Charlottu, gæti hún alltaf keypt einhvern til að koma fram sem vitni. Ilka brosti þegar þetta kom í hug hennar. Þá yrði það hún, sem segði fyrir skilnaðarskilmálana. MAÐURINN í bífreið Blakes ók henni inn í skógarkjarrið, þar sem hann nokkru áður hafði falið grænu Sedan- bifreiðina. En hann veitti því ekki eftirtekt, að Ilka var á hælum hans í litlu kappakstursbifreiðinni sinni. Ilka, þessi bros- andi skuggi frá þeirri fortíð, sem hann óskaði, — og hélt að sér hefði tekist, að þurrka út. Hún ók gætilega, en misti aldrei sjónir af vagninum, sem á undan fór. Vegirnir voru afleitir, — þröngar skógargötur, og hin risavöxnu tré mynduðu víða hvelfingu yfir höfðum þeirra. Allt í einu sá hún að vagn Blakes hægði snögglega á ferðinni, tók svo krappa beygju og hvarf inn í stíginn. Það var aðeins með því að beita öllum sínum viljakrafti, að Blake tókst að yfirvinna viðbjóð sinn og koma líkinu úr grænu bifreiðinni yfir í vagninn, sem bar fangamark og númer Blakes. Svo settist hann við hlið þess og greip stýrið. Nátt- myrkrið var nú alveg skollið á. Honum var nauðugur einn kostur, að skilja grænu bifreiðina eftir í kjarrinu í þeirri von, að enginn mundi finna hana, og þó svo illa tækist til, hafði hann tekið númerskiltið burtu. Það lá á gólfinu í vagninum, sem hinn dauði og lifandi James Blake sátu í og sem nú stefndi að leikslokum hins hrikalega æfintýris. Ilka hafði ekki vogað sér að elta hann inn í skóginn, þegar svona var áliðið dags og því stöðvaði hún bifreið sína skammt þar frá, sem bifreiðin hans hafði beigt út af akbrautinni. Hún ætlaði varla að ná andanum, vegna ofsalegrar reiði. Að hugsa sér, hún var á hælunum á honum og í þann veginn að ná í hann og þá slapp hann þó úr greipum hennar. Inn í skóginn lá enginn végur, hún sá í skini ljósanna af bifreið sinni, að þangað lágu aðeins fjárgötur, sem engri bifreið virtust vera færar. Kæmi hann ekki út úr þessu skógarþykkni aftur, ætl- aði hún að aka sömu leið til baka í bifreiðaskýlið og fá mann til að hjálpa sér til að fara inn í skógarþykknið og rannsaka þessa ráðgátu. Tíu mínútur liðu. Stundarfjórðungur. Hún ætlaði að bíða eina klukkustund, en ekki augnabliki lengur. Henni fannst óratími liðinn, þegar hún heyrði ' þrusk í skógarkjarrinu og henni lék enginn vafi á, hvað honum myndi valda, greinar trján brotnuðu, blöðin hrundu niður og mjúkur jarðvegurinn stundi undan hjólum bifreiðarinnar. Og þvínæst grilti hún — eins og skuggamökk — bifreið, sem með erfið- leikum hökti út af fjárgötunni á akveginn. Jim hafði enga hugmynd um nærveru hennar og ók áfram. Líkið við hlið hans veltist til og frá og hallaðist stundum af fullum þunga að öxl hans. Honum fanst stundum, sem nákuldi hins dána legðist að hjarta sér. Ilka sá nú vel til bifreiðarinnar og fylgdi henni eftir. Hún var óvön erfiðu ferðalagi og áreynslu og auk þess ákaflega þreytt á sál og líkama, en samt misti hún ekki sjónar á vagn- inum, sem á undan ók. Nei, hann skyldi nú ekki sleppa henn'i úr höndum í annað sinn, hugsaði hún. Jim ók hægt og var- lega, honum lá ekkert á, vegurinn blasti við honum umferðar- laus og nú var ekki eftirsókn í neinu. Þegar lauk skóginum, þar sem hann hafði falið grænu Sedanbifreiðina, var háskaleg bugða á veginum, þar sem hann sveigðist upp bratta brekku, rétt hjá Painted Post. Jim rýndi út um bifreiðarrúðuna efíir þeim stað, er hann hafði hugsað sér. Á eftir honum í hæfilegri fjar- lægð ók refsigyðja hans. Þau voru að lögum harðgift hjón — en hötuðust að reynd og sjón, — eitt dæmi um þá, lem í af-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.