Alþýðublaðið - 17.05.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.05.1939, Blaðsíða 1
ALÞÝÐUBLAÐIÐ WtmœéM: F. R. VALMMARSSON ÚTGESAHDI: MJÞÝBUFLOEKIIUNN xx. á&sangub MIÐVIKUDAGINN 17. maí 1939. 112. TÖLUBLAÐ Mnnið F.U.J.-ileiis- i I kvöld klukksH 30, eppilegnr or fyrír verka- í Norðnr tjörm komniiíiaista á Bygglngarfélagi alþýðii er gersamlega óvlðunandi. Breytingar á foggjöiiniii ©ru nauðsynlegar. HINA nýju verkamannabústaði tel ég mjög éheppi-/* legt að byggja á þeim stað, sem fyrirhugaður hefir verið og ég fullyrði, að slíkur staður er ekki valinn fyrir verkamamiabústaði erlendis, þar sem lögð er áherzla á að byggja slíka bústaði." Þetta sagði Hörður Bjarnason arkitekt, fulltrúi í skipuíags- nef nd, í samiali við Alþýðublaðíð í morgun. „Bæjarráð mun hafa "fáll- ist á, að hinir nýju verka- mannabústaðir verði byggð- ir í Norðurmýri, milli Lauga- vegs og GrettisgÖtu, Rauðar- árstígs og Hringbrautar. Ég tel, að þarna verði allt of þröngt fyrir þessar miklu byggingar. Þarná er mýrar- fláki, lágur og dimmur — bústaðirnir verða þarna lokaðir inní, í húsaþyrpingu mjög þéttri, — og af verk- smiðjunum, sem rísa þarna upp —- og hafa þegar verið byggðar. Þegar bústaðirnir hefðu verið byggðir, myndi íbúunum og öðrum þykja þetta slæmur staður." „En það er alltaf léttara að gagnrýna en bæta úr — og þetta mál þolir enga bið. Málið hefir enn ekki komið fyrir skipulags- nefnd, en það hlýtur að koma fyrír nefndina. Ég tel miklu heppilegra að bustöðunum verði valinn staður nær Sunnu- hvolstúninu, þar myndu þeir yerða frjálsir — og verka- mannabústaðirnir eiga einmitt að vera mjög frjálsir." „Eftir því, sem mér hefir ver- ið sagt, þá er í ráði, að verka- mannabústaðirnir verði mikil „blokk," þriggja hæða. Það er enn ein ástæðaii fyrir því, að Norðurmýri er ekki heppileg." ¦ Þetta sagðí Hörður Bjarnason arkitekt. Mörgum mttn fumast að hann hafi rétt að mæla. Auk bess er það kunnugt. að ýmsir erfíðieikar hafa verið á því að byggja þarna í mýrarflákanum. ðliæf stióin á Bieging- arfélaöi alþýðu. Það eru liðin allmörg ár síðan verkamannabústaðir hafa verið byggðir. Svo virðist, sem for- maður Byggingarfélags alþýðu hafi haft í öðru að snúast en að knýja fram fé r— og lán til öygginganna. Hefir það komið í ljós, hve óheppilegt það er fyrír Byggingarfélagið, að kom- múnistar stjórni því einir, eins og-nú er, en félagar þess verða aS ráða það mál við sjálfa sig. Loks, við myndun þjóðstjórn- arinnar, gegn harðvítugri &nd- stöðu formanns Byggingarfé- lagsins, tókst Alþýðuflokknum #3 tryggja það, að á þessn og næsta ári eru tryggð framlög og lán til verkamannabústaða- bygginga í Eeykjavík er nema 1 milrjon króna. Er með því *ryggt» að haagt er að byggja verkamunnabústaöi bæðí í sum- ar og næsta sumar. Sú stjórn, sem nú er á byg#- ingarmálum alþýðu hér í bæn- um er með öllu ótæk Það er vitað, að stjórnendur bygging- arfélagsins nota aðstöðu sína í pólitískum tilgangi að ýmsu leyti og mismuna félagsmönn- um á margan hátt, eftir pólitísk- um skoðunum þeirra. Er það t. d. alkunnugt að samkomusalur verkamannabústaðanna hefir verið notaður til pólitískra fundahalda fyrir félagsskap Frh. á 4. síðu. Slpíiorpnvið hðfnina. Yerkanaðu fluttur með- Titnadarlaas á Lands- spitalaai. IMORGUN varð slys við höfnina í uppskipunar- vinnu. Meiddist einn verkamað- urinn á höfði og var fluttur á Landsspítalann. Slysið varð á tíunda tímanum, við borðstokk Lyru. Féll stór papparúlla í höfuð Kára Kára- syni verkamanni og hneig hann niður meðvitundarlaus. Var hann þegar tekinn og fluttur á Landsspítalann. Hafði hann meiðst allmikið á höfði, en ekki vitað hversu mikið, því að Iæknisrannsókn var ekki að fullu lokið, þegar blaðið átti síðast tal við Landsspítalann. BrezkBkonaogs- hjOBin komin til Ameríku. LONDON í gærkv. FÚ. FYRSTIR KANADA- MANNA til þess að heilsa brezku konungshjónunum voru flugmenn þeir, sem í gær flugu á móti konungsskipinu „Em- press of Australia." Flugu þeir á þrem flugbátum úr loftflotan- um í Sidney í Nova Scotia á Inóts við skipið og lækkuðu flugið, er þeir komu yfir það, til þess að heilsa konungshjónun- um. Tveir kanadiskir tundur- spillar létu úr hófn í morgun Frh. á 4. siðu. „Empress of Australia," sem flutti konungshjónin vestur. Rússar vilja ekki hitta utan- rikisráðherra Breta i Genf. --------------.--------i 4 Þeir eru hræddir við að verða a8 sýna lit —',—,—«-------------_ Hvorki Molotov né Potemkln mætlr. írá fréttaritara Aiþýðublaðsins. KHÖFN í morgun. Ivernig era „siorar" komm únistaflokksins Mnir tii? uni „siguru hins dauða Verka- mannafélags á Akureyri. I FYRIR nokkru fluttí Þjóðviljinn þá fregn frá Akur- eyri, að félag kommúnista þar, sem kallað er Verka- mannafélag Akureyrar, hefði „undanfarna daga staðið í samningum við Höjgaard & Schultz" vegna vinnunnar viö Laxárvirkjunina. Að vísu virðist nú engin breyting á kaupgjaldinu, en ýms „friðindi" fengust, s. s. ntveggja daga fri" á mánuði fyrir matarfélagsstjórann og ,.tvær ferðir fríar á mánúði" heim til Akureyrar í stað einn- ar, sem áður var. Og nú eru samningar undirritaðir óg Verkamannafélag Akureyrar þar með „viðurkent sem samn- ingsaðili fyrir hðnd verka- manna." segir blaðið. Alþýðublaoið hefir nú aflað sér uppíýsinga um, hvað satt er í pessari fregn, sem Vísir af ein- hverjum óskiljanlegum ástæðum tók upp nærri orbrétta eftir Pjóð- viljanúm. Ber bér aB sama brunni og fyr, að alt eru petta skrök og blekkingar. Sannjeikur þessa máls er sá, að bí^fcrstjórn Akureyrar b#r Frh. á'á. aíðn. OÚ TILKYNNING var gefin út af rússnesku sendíherra- ^ skrifstofunni í London í gær, að Maisky, sendiherra sovétstjórnarinnar þar, myndi verða eini fulltrúi Sovét- Rússlands á ráðsfundi Þjóðabandalagsins í Genf, sem á að hefjast á mánudaginn kemur. Þessi yfirlýsing vekur hina mestu furðu ekki aðeins í London, heldur og um allan heim, þar sem ráðsfundinum var frestað um viku einmitt samkvæmt beiðni sovétstjórn- arinnar, til þess að Molotov, eftirmaður Litvinovs, eða að minsta kosti aðstoðarutanríkismálaráðherra hans, Potem- kin, gæti mætt í Genf. Brezka stjórnin hafði einnig gert ráð fyrir því, og meira að segja tilkynt það á þingi í fyrradag, að utanríkis- málaráðherra hennar, Lord Halifax, fengi í Genf tækifæri til að tala við annanhvorn þessara æðstu manna utanríkis- málaráðuneytisins í Moskva til þess að greiða fyrir samn- ingum milli Breta og Rússa um myndun varnarbandalags gegn yfirgangi Þýzkalands. En nú er sú von að engu orðin, þar eð enginn mætir í Genf af Sovét-Rússlands hálfu nema Maisky, sem brezka stjórnin hefir haft nægilegt tækifæri til að ræða við í London án þess að nokkurn árangur hafi borið. ^»####^>>#^^s#^r#^^^^^sr^^»v»s»#s»#v»###»^#^>#^^^^^^s»»##^^##^^#^#s>^r»s<v»#»#^ r Alllr togarar á Hornbanka -------------? ------------ Ágætur afli í nótt og í morgun. --------------p-------------- AGÆTUR AFLI var í gærkveldi, í nótt og í morgun á Hornbanka. Toga nú botnvörpuskipin þar af fullum krafti í dag. í fyrradag og í gær var þarna sæmilegur afli, en í gærkveldi batnaði hann enn og fengu togararnir 2'—4 poka í hverju hali. Munu flestir íslenzku togaranna eða allir komnir á Horn- banka. Sjómenn gera sér miklar vonir um að fiskurinn sé nú ! [ að ganga að landinu og að endir vertíðarinnar verði betri en það, sem af henni er. ÓIi Garða kom til Hafnarfjarðar í gær og.losaðí í morg- un 116 tonn af fiski. Skutull kom til ísafjarðar í gær með 94 tunnur áf Hornbanka. Vörður kom til Patreksf jarðar á sunnu- dag með 95 föt og Gylfi í gær með 120. Brimir kom í morgun með 130 tonn í herzlu, mest þorskur. 1 l Menn geta ekki varist þeim grun, að sovétstjórnin sé með þessari einkennilegu framkomu að hliðra sér hjá því, að tala við Lord Halifax í Genf, af ótta við það, að hún yrði þá loksins að sýna lit. Siðasta svar Rússa. Um síðasta svar Rússa, við tillögum brezku stjórnarinnar, sem afhent var í London í gær, liggur ekkert fyrir opinberlega enn. En orðrómur gengur um, að í því sé dregið úr þeirri skoð- un brezku stjórnarinnar, að hernaðarleg samtok milli Eng- lands og Sovét-Rússlands séu nauðsynleg til þess að tryggja friðinn í Austur-Evrópu. Sé þessi orðrómur réttur, -^- stingur svar Rússa nú mjög i Sftúf -^ið það, siem þeir hafa hingað til haldið fram í samn- ingaumleitunum þeim, sem fram hafa farið milli þeirra og Breta, að skilyrðislaust hernað- arbandalag milli Breta, Frakka. Rússa og helzt Pólverja væri það eina, sem að haldí gæti komið, og er öll framkoma sov- étstjórnarinnar í þessum samn- ingaumleitunum að verða mönn- um meira og meira undrunar- efni. Fullyrt er þó, að svárið sé þannig orðað, að ekki sé loku skotið fyrir áf ramhaldandi bréfaskriftir. Áttu Chamberlain og Lord Halifax langt viðtal um svar rússnesku stjórnarinnar í gær, og er búizt við, að svar brezku stjórnarinnar við því verði sent til Moskva um næstu helgi. Frdnsk málamMlnnartil- rann? Síðustu daga hafa borizt fregnir um það, að franska stjórnin hefði í hyggju, að gera tilraun til þess að greiða fyr- ir samkomulagi milli Breta og Rússa, en nú þykir sýnilegt, að það muni verða mjög miklu erfiðara, eftir að sovétstjórnin hefir afráðið að senda hvorki Molotov né Potemkin til Genf. í París ræddi Bonnet utanrík- isráðherra Frakka þó við brezka sendiherrann í gær um samn- ingaumleitanir Breta og Rússa. Og gert er einnig ráð fyrir því, að Lord Halifax ráðfæri sig við Bonnet í París á laugardaginn á leið sinni til Genf. "' ' ...... "¦"»......"'"." ¦" « ' . » F. U. J. hefir danzleik í Iðnó í kvötd kl. 10. 8 manna harmonikuhrjóm- sveit-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.