Alþýðublaðið - 22.05.1939, Blaðsíða 1
BITSTJéEI: F. R. VALDEMARSSON
ÚTG8FANM: ALÞfBÐPLOSXinafN
XX. ÁKÖANÖUB
MANUDAGINN 22. MAI 1939.
115. TÖLUBLAÐ
ies dæmi i sögu verkalýðS"
reifingarinnar á íslandi
Stjörn verkalýðsfélags ætlar að svelfa
tvð hundruð verkamannaf jðlskyldur!
[fir 100 Aljýðu-
flokksmenn í Steitn-
sökn í Borgarnesi.
—o----
i&gst for og skemtíleg.
YFIR 100 félagar úr Alþýðu-
flokksfélögunum hér í
bænum fóru í gær meS Fagra-
ncsi íil Borgarness. Var komið
tii Borgarness kl. 10 f. h. og fóru
þá flestir þátttakendanna í bíla
og héldu að Hreðavatni. Var
þár dvalið til kl. 4.
Var þá aftur haldið til Borg-
arnéss og settur fundur kl. 5 í
feamkomuhúsi Ungmennafélags-
ins. Setti Kjartan Guðnason,
íormaður Félags ungra jafnað-
armanna, fundinn, en síðan
söng söngflokkur Alþýðuflokks.
félgsins, þá hafði Talkór F.U.J.
íframsögu á tveimur atriðum og
síðan sýndi leikhópur gaman-
Jcik. Þá flutti Haraldur Guð-
Stiundsson langa og skemtilega
feeðu.
. Að lokum var danz stiginn
V-ár til Fagranesið átti að fara,
tn. áður en skilið var í sam-
komuhúsinu, þakkaði Arngrím-
ur Kristjánsson Borgnesingum
fyrir viðkynninguna, en Daníel
Evjólfsson verkamaður þakkaði
íélögunum fyrir komuna. Var
þetta ágæt för og skemtileg.
"ffjAÐ er nú svo komið hér
*^ á landi í einstaka verka-
lýðsfélögum, sem stjórnað er
af kommúnistum, að enginn
Alþýðuflokksmaður getur
þar lengur verið óhultur um
líf sitt og fjölskyldu sinnar.
Virðast kommúnistarnir nú
vera að ná því stigi, að þeir
telji tímabært orðið að á-
kveða á'hvern hátt Alþýðu-
flokksmönnum skuli styttur
aldur, og á fyrst að reyna að
svelta þá í hel.
Fyrir fám dögum ráku
þeir úr Hlíf í Hafnarfirði
þrjá verkamenn án þess að
þeir hefðu nokkuð til saka
unnið við félagið, og hafa nú
sent atvinnurekendum í
Hafnarfirði bréf, þar sem
tekið er fram að þessir menn
hafi framvegis „ekki vinnú-
réttindi".
Og ekki er látið sitja við þessa
þrjá fátæku verkamenn, held-
ur er samþykt í félaginu að fyr-
ir næsta miðvikudag skuli
um 200 verkamenn ræk-
ir úr f élaginu og að þessir menn
„NJÓTI EKKI VINNURÉTT-
INDA SVO LENGI SEM
NOKKUR HLÍFARMAÐUR ER
FÁANLEGUR". Allir þessir
menn eiga líf og afkomu sína
undir því, eem þeir geta inn-
unnið sér með höndum sínum.
ÞÁ Á NÚ AÐ SVIFTA RÉTT-
INUM TIL ÞESS AÐ FÁ AÐ
VINNA, m. ö. o. að svelta þá og
konur þeirra og börn.
Enginn þessara manna hefir
nokkuð af sér brotið við félag-
æstarétíerdómur út af árekstri
inesar ráðherra oq Ólaf sBjarnas.
Ólafur Bjarnason dæmdur tilaðgreiða
Alliance um 17 þúsund krónur.
MORGUN var kveðinn upp dómur í hæstarétti út af
¦*¦ árekstri togara og línuveiðara. Stefndi Ólafur H. Jóns-
son f. h. Alliance vegna Hannesar ráðherra Ólafi B. Björns-
syni á Akranesi, eiganda lv. Ólafs Bjarnasonar. Var Ólafur
B. Björnsson dæmdur til að greiða Alliance kr. 16 909,31.
Málsatvik eru sem hér segir,
samkvæmt frásögn skipstjórans
á Hannesi ráðherra.
Klukkan rúmlega tvö sunnu-
daginn 25. júlí síðastliðinn var
•,;ogarinn staddur um 15 sjómíl-
ur út af Skaga. Sást þá til síld-
artorfu nokkuð frá skipinu og
var siglt til hennar og voru
nótabátar togarans á stjórn-
borðssíðu.
Skipstjóri á Hannesi ráð-
herra var þá á vakt og kveðst
hafa séð til lv. Ölafs Bjarnason-
ar og norsks síldveiðiskips og
hafi þau virst sigla að sömu
torfu, næstum samsíða 4 strik á
bakborða, en stefnur skipanna
hafi skorið stefnu togarans.
Þar sem öll skipin hafi siglt l
á talsverðri ferð, kveðst skip-
stjóri hafa gefið merki (eitt
langt hljóð) með eimpípu tog-
arans, um að hann héldi áfram
beina stefnu, enda hafi hann
„átt bóginn", sem kallað er.
Norska skipið hafi þá vikið, en
lv. Ólafur Bjarnason ekki, og
hafi því, 4—5 mínútum síðar,
verið gefið aftur sams konar
hljóðmerki, en samt hafi lv. 01-
afur Bjarnason haldið stefnu
sinni óbreyttri.
Skömmu síðar, er fjarlægðin
milli skipanna hafi verið um
tvær skipslengdir, hafi lv. Ól-
afur Bjarnason gefið merki
(þrjú stutt) með eimpípunni um
að vél hans ynni aftur á bak.
Frh. á 4. síðu.
ið, og það, sem þeim er gefið að
sök, eru tylliástæður einar. Öll
þeirra sök er sú, að þeir eru
Alþýðuflokksmenn og eru í
Verkamannafélagi Hafnarfjarð-
ar, sem dómur er fyrir að er í
alía staði löglegt félag.
Þetta er ein svívirðilégasta
tilraun til að svelta verkamenn
og fjölskyldur þeirra, sem enn
hef ir gerð verið hér á landi og
hún er framkvæmd af komm-
únistum, enda geta engir aðrir
en kommúnistar hagað sér á
þennan hátt.
En þetta er rétta hliðin á
kommúnistunum. Hún hefir
aldrei fyr fengið að koma svona
greinilega í ljós, enda hafa þeir
aldrei notið þess stuðnings fyr,
sem hefir gert þeim kleift að
fremja slík fólskuverk, en það
er stuðningur sjálfstæðis-
manna, er þeir lyftu þeim í
stjórn í Hlíf, þó þeir eigi lítinn
þátt í þessari sveltitilraun hinna
hálfvitlausu stjórnenda félags-
ins.
í sama blaðinu og sveltitil-
laga kommúnistanna er birt og
brottrekstur tilkyntur á um 200
verkamönnum skrifar Einar Ol-
geirsson, sem með lygaskeyt-
um sínum til erlendra blaða hef-
ir skaðað hlutleysismálstað ís-
lands meira en nokkur annar
núlifandi íslendingur, langa
grein, þar sem hann með sinni
venjulegu loddara vandlætingu
ræðst á Alþýðublaðið fyrir að
hafa bent á þá hættu, sem því
er samfara að kommúnistar fari
með stjórn í Byggingarfélagi
alþýðu hér í bænum.
Rökin í grein E. O. eru á
þessa leið:
,,Við ætlum ekki að rökræða
við erindreka harðstjórnarinn-
ar um mannréttindi nú 1939.
Við látum okkur nægja að
brennimerkja þennan hugsun-
arhátt sem fasisma." (Orðrétt
úr Þjóðviljanum.) Ónei, það er
betra að láta það vera að rök-
ræða um málin og láta sér
nægja að „stimpla þá sem fas-
ista", sem í móti mæla. Það á
að duga. Slík er og hefir alt af
verið f ramkoma kommúnist-
anna. Froðusnakk, kjaftháttur,
hávaði og glamur eru þeirra
rök, rógur og undirferli eru
þeirra vopn og ódrengskapur
og níðingsháttur er þeirra
flokkslega séreinkenni.
Það er betra fyrir E. O. að
ekki sé rökrætt um stjórn kom-
múnistanna á verkmannabú-
stöðunum síðustu tvö árin. Það
gæti komið margt óþægilegt í
ljós í þeim rökræðum. Það er
vitað, að þeir, sem standa þar
allra verst í stykkinu, eru sum-
ar af fremstu sprautum kom-
múnistanna og að pólitískri
hlutdrægni, lygum og blekking-
um er þar, eins og í verkalýðs-
félögum þeirra, beitt út í yztu
æsar. Þannig hefir t. d. H. V.
sagt það við menn, sem rétt
hafa til íbúða, að nú hljóti
verkamannabústaðirnir, sem
bygðir verða í ár, að verða
þriðjungi dýrari en þeir, sem
síðast voru bygðir, og sé það
alt vegna gengislækkunarinnar.
Þetta hlýtur hann að segja vís-
vitandi ósaít til þess að fæla
frá þá menn, scm rétt eiga á
íbúðum, og koma kommúnista-
kindum að í þeirra stað,
Og þannig má lengi halda á-
Frh. á 4. síÖu.
Stærsta skip heimsins í smíðum á Skotlandi: Það er bygt á skipasmíðastöð við Clydefljót,
er eign Cunardlínunnar og á að heita „Queen Elizabeth". Skipið verður 85 000 smálestir
og með 14 þilförum. Fremsti reykháfurinn verður 20 metra hár og hæðin frá efri brún hans
niður í skipskjöl um 60 metrar. Björgunarbátar skipsins verða 26 að tölu, og tekur hver
þeirra fleiri farþega en fyrsta skip félagsins, „Brittannia".
Franeo hefir nú fengið
von um viðreisnarlán.
Likar taidar til, að Francoherinn verði nú afvopn-
atur og Italirnir og Þjóðveriarnir senðir heim.
LONDON í morgun. FU. '
HÁTÍÐAHÖLDUNUM á
Spáni lauk í gær, og tóku
þátt í sigurgöngunni fjölda-
margar hersveitir, og voru rað-
ir herfylkinganna 24 km. á
lengd. Þessi skari og meginhluti
spánska hersins hverfur nú frá
herþjónustu, og hermenn ftala
og Þjóðverja á Spáni verða
sendir heim.
Nýju blaði hefir verið flett
við í sögu Spánar og viðreisn
arstarfið hefst af fullum krafti.
En til þess þarf fé, og gera
Spánverjar sér vonir um að fá
það fyrir milligöngu belgískra
stjórnmálamanna, en hollenzk-
belgísk bankasamsteypa veitir
ef til vill hið umbeðna lán til
viðreisnarinnar, og á lán þetta
að nema 20 milljónum sterlings
punda (540 milljónum króna).
Franska stjórnin mun ekki
leggjast á móti því, að fransk-
ir bankar eigi þátt í lánveiting-
unni, svo fremi að Frakklandi
sé veitt trygging fyrir því, að
Spánn verði óháður erlendum
ríkjum.
29 púsnnd gestir hðfðu
séð Isí. sýningnna i Mew
. York á föstudaginn.
Sýningin fær nær einróma lof
SAMKVÆMT skeyti frá Vil-
hjálmi Þór til Ragnars E.
Kvaran, ritara íslenzku deildar
llandssýninguna í Njew York föstu
höfðu 29 þúsund gestir sótt Is-
landssýninguna í NewY ork föstu
daginn 19. þ. m.
Ummæli gestanna hafa því nær
einróma verið lofsamleg og um-
mæli blaða sömuleiðis.
Myndir frá sýningunni fyrir
blöð hér heima eru nú -á leið-
inni í pósti.
Haður verður undir
íóftaneii og bfðnr
bma.
"ÍNGVAR GUÐMUNDSSON á
¦P- Staðarbakka í Miðfirði lézt
í fyrradag af slysförum.
Bræðurnir Ingvar og Benedikt
Guðmundssynir á Staðarbakka I
Miðfirði voru í fyrradag kl. rúm-
lega 14 staddir hjá tóft af gömlu
úthýsi úti á túni á Staðarbakka.
Þakið hafði verið rifið af því
og stóð til að rífa veggina og
flytja moldina burt. Benedikt var
skamt fyrir utan tóftina, en Ing-
var var inni í henni. Hrundi þá
einn tóftarveggurinn og féll ofan
á hann. Var brugðið við og mok-
aði Benedikt ásamt fleiri mönn-
um ofan af Ingvari, en er til
hans náðist var hann örendur.
Simað var til héraðslæknisins á
Hvammstanga, en er hann kom
sagði hann Ingvar látinn fyrir
hálftima.
Ingvar var 21 árs að aldri.
Þeir bræður bjuggu með móð-
ur sinni á Staðarbakka. F.O.
Hinn nýi sáttmáii ftala
og Þjéðverja undirritað-
ur i
Ciano greifi í Berlín.
LONDON í morgun. FÚ.
CIANO GREIFI er kominn
til Berlín og hefir honum
verið fagnað þar af mestu virð-
ingu, hersýningar haldnar fyrir
hann og veizlur.
í gær var gert ráð fyrir, að
hernaðarbandalagssáttmálinn
yrði undirritaður í dag. Ciano
greifi og von Ribbentrop hafa
þegar átt með sér langar við-
ræður.
Skemtilegur kappleikur í gær-
kveldi milliValsog^Vindictive'
K. R. vann 3. flokks mótið. Úr-
sllt f kvðld á 2. flokks métinu.
T/"APPLEIKURINN í gærkveldi milli Vals og sjóliðanna
•*¦*- af Vindictive var mjög skemtilegur. Áhorfendur voru
jafnvel fleiri en nokkru sinni áður — og munu allmargir
hafa komið til að sjá „hergönguna", sem Valur hafði haft
vit á að auglýsa.
Kappleikurinn var bráð-
skemtilegur og sýndi Valur
mjög góðan leik, hraðan og
vissan — og við og við komu
fram leiftur nýrra aðferða,
sem hinn nýi þjálfari hefir
kent píltunum, Snemma í
fyrri hálfleik sétti Valur
mark úr þvögu og í lok síð-
ari hálfleiks annað. Vann
Valur því með 2 mörkum
gegn engu.
Englendingar sýndu bezta
skipsmannaleikinn, sem hér
hefir sést. Þeir höfðu þó ekki
góðan samleik •— og léku of
mikið „solo". Annar „kant"-
maður þeirra var linur — enda
léku þeir sjaldan á hann og
reyndu yfirleitt alt of mikið aS
brjótast gegnum miðjuna meö
boltann. Markmaður þeirra var
og langt frá því að vera ör-
uggur.
Hljómsveit af skipinu lék
Frh. á 4. síöu. ,